Morgunblaðið - 24.08.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.08.1944, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 24, ágúst 1944 Það var þögn. Jafnvel Mir- anda, sem dáðist innilega að Nikulási, fann vonleysið, sem greip um sig í hópnum, og sjer til mikillar undrunar gat hún ekki að því gert, að kenna í brjósti um þá. Loks hneigði Blái Örn sig og sagði: „Þið megið halda á- fram“. Þegar Nikulás sneri sjer við, til þess að fara inn í vagninn, var nokkrum heykvíslum veif að en annars hreyfði enginn sig. „Þú varst dásamlegur!“ hróp aði Miranda, þegar þau settust aftur inn í vagninn. „Og . . “. Hún rak alt í einu upp örvænt- ingaróp. Rúðurnar í dyrunum báðum megin við þau. brotnuðu og þau heyrðu hvína í byssukúlu fyrir ofan sig. Án þess að vita hvað hún gerði, fleygði Miranda sjer í fang Nikulásar, sem þrýsti henni fast að sjer. Húfan henn ar fjell á gólfið og hann beygði sig örlítið og snerti hár hennar með vörum sínum. Þegar vagnstjóranum hafði aftur tekist að ná stjórn á hest unum, voru dyrnar opnaðar og kvíðafult andlit Jeff Turners kom í ljós. ,,Eruð þið ómeidd?“ hrópaði hann. Við ljósið frá luktinni, sem hann hjelt á, sá hann ljóst höfuð Miröndu hvíla við brjóst Nikulásar, og þegar Nikulás setti hana blíðlega frá sjer, hugsaði hann. „Drottinn minn, er þá svona komið!“ „Mjer þykir mjög leitt að þetta skyldi koma fyrir með skotið, Van Ryn“, sagði Jeff. „Það var misskilningur. Við ætlum ekki að beita ofbeldi“. Hann sá, við nánari athugun, að ekkert þeirra var meitt. Miranda, sem enn skalf, tók Katrínu litlu, sem var frá sjer af hræðslu, í fangið og reyndi að hugga hana. Hún leit reiði- lega á Jeff. Nikulás, sem hafði nú náð sjer aftur, horfði einn- ig á hann. Þau sáu bæði bláu grímuna, sem hann hafði tog- að niður fyrir höku, þegar hann heyrði skotið. „Svo að það er Turner lækn- ir, sem er Blái Örninn“, sagði Nikulás. „Finst yður ekki, að þjer ættuð halda uppi betri reglu meðal fjelaga yðar?“ „Jú, auðvitað“, svaraði Jeff óþolinmóðlega. „En jeg sagði yður áðan, að mjer þætti þetta leitt og það væri sprottið af misskilningi. Það var engin furða, þótt einhver þeirra misti stjórn á sjálfum sjer, því að það er mjög egnandi, Van Ryn, þegar þjer neitið að sjá aðra hlið á málinu en yðar eigin. — Þjer gerið yður ekki grein fyr- ir, að menn þessir^eru hættu- legir — heimskingi!“ Jeff þagnaði. Hann kærði sig ekki um, að láta skapið hlaupa með sig í gönur, öðru sinni. Það Var heldur ekki ráð ið til þess að vinna á órjetti þessum, að nota stór orð eða ofbeldi. En þessi hjú þarna í vagninum egndu hann til reiði. Og þó, gegn vilja sínum, dáðist hann að Nikulási. „Það eruð þjer, sem eruð heimskingi, Turner“,. sagði Nikulás kæruleysislega. Jeff sneri sjer við og gekk hægt til fjelaga sinna. Þeir horfðu þegjandi á eftir vagn- inum niður veginn. Þeir höfðu ekkert unnið á, fremur hið gagnstæða. „Missið ekki kjarkinn, pilt- ar“, sagði Jeff, og viðurkenndi um leið, að þetta tiltæki þeirra hefði heppnast miður vel. „Við skulum sýna þeim á laugardag inn kemur, við Ancram, hversu sterkir við eruiti“. Og syngjandi hjeldu Indíán arnir niður kaldan, forugan veginn. í Van Ryn vagninum reyndi Miranda að bæla niður grátinn sem ætlaði að brjótast fram, á meðan hún huggaði Katrínu litlu. Það var ekki óttinn og hin ný afstaðna hætta eða blygðun in yfir því, að hún skyldi hafa kastað sjer í fang Nikulásar, sem kom svona mikilli ólgu á tilfinningar hennar, heldur vit undin um það, að Nikulás hafði þrýst henni að sjer og kysst há'r hennar. Nú gat hún ekki lengur verið í vafa um tilfinn- ingar hans, og jafnframt gleð- inni, sem sú vissa veitti henni, fann hún til ótta. Hún gat ekki horft á Nikulás, heldur starði stöðugt út um brotnu rúðuna, út í niðdimma nóttina. Jeg verð að fara heim, hugs aði hún ofsalega. Jeg verð að fara hjeðan. Jeg segi honum . það á morgun. Nei, núna — strax, áður en jeg missi kjark- inn. „Nikulás frændi“, sagði hún lágt. „Nú eru jólin bráðum kom in, og jeg ætti að fara heim. — Það er altaf svo mikið að gera þá og mamma þarfnast mín. — Jeg held að best væri að jeg færi strax. Ef til vill á morg- un eða hinn daginn....“ Nikulás lagði hönd sína á handlegg hennar. Hún þagn- aði. „Vertu þolinmóð, Miranda“, sagði hann rólega en þó skip- andi. „Þú munt fara heim til þín, þegar tími er til þass kom- •inn“. Hann dró að sjer hendina. Til hvers á jeg að vera þolin móð? hugsaði hún angistarfull. Jeg get ekki haldið þessu á- fram. En hún hafði ekki þrek itil þess að mótmæla honum. — Hún hallaði höfðinu aftur á bak og lokaði augunum. Þegar jeg er komin upp á herbergi mitt get jeg hugsað skýrt, og þá veit jeg hvað jeg á að gera, hugsaði hún. VIII. Kapítuli. Miranda fór ekki heim. Hún minntist*á það í brjefi til móð- ur sinnar, en Abigail, sem bældi niður löngunina eftir -að fá hana til sín, skrifaði henni aftur, og sagði, að íiún skyldi ekki hugsa um að koma heim, ef Van Ryn hjónin vildu hafa hana lengur hjá sjer. „Jeg sje, að þú lærir marga góða siði þarna og notaðu því þetta sjald gæfa tækifæri eins og þú get- ur“. Það virtist því heimskulegt að hugsa frekar til heimferðar, og þegar Miranda hugsaði um atburðina í vagninum á leið- inni frá Hudson eftir á, sá hún ekkert athugavert við hegðun sína. Það var ekkert eðlilegra en hún leitaði verndunar hjá Nikulási og hann hafði í raun inni aðeins komið fram við hana, sem eldri ættingi hennar. Jafhvel mamma myndi ekki sjá neitt undarlegt við hegðun okkar, hugsaði hún með sjer. Lífið á Dragonwyck gekk sinn vana gang, eins og ekkert óvenjulegt hefði komið fyrir. Nikulás fjekk marga bóka- kassa með hverri ferð frá New York, og dvaldi löngum uppi í turnherberginu við lestur. Sjötta desember var Sankti Nikulásar-dagur, og samkvæmt gömlum og góðum hollensk- um sið áttu menn þá að skipt- ast á gjöfum. Á Dragonwyck átti að halda samkvæmi fyrir Katrínu litlu, og hafði verið boðið þangað nokkrum börn- um úr nágrenninu, ásamt for- eldrum þeirra. Nikulás, klædd ur skrautlegum búningi úr bláu silki, með gyltu útflúri, kom sjálfur fram sem hinn heil agi nafni hans og afhenti börn unum gjafir sínar. Þegar athöfninni var lokið, settust menn inn í grænu dag- stofuna og tóku að ræðast við. Þegar Nikulás kom þangað inn, eftir að hafa skipt um föt, sneri Dominie Huysmann, sem var prestur Van Ryn ljensdæm isins, sjer þegar að honum, kvíðafullur á svip, og sagði: . „Ó, herra, það var hræðilegt, þetta með hásætishimininn! — Þjer verði^ að trúa því, herra, að jeg vissi ekkert um það. — Þetta eru villimenn! Þeir hljóta að vera orðnir bandvitlausir". Miranda, sem sat í hæfilegri fjarlægð frá hinu fólkinu, leit á Nikulás. Um hvað var mað- urinn að tala. Við hvaða hásæt ishimin átti hann? En hún heyrði brátt, hvernig í öllu lá. Jóhanna, Katrín og Nikulás höfðu keyrt til þorpskirkjunn- ar um morguninn, til þess að hlýða á messu. Þegar þangað kom beið þeirra óhugnanleg sjón. Loftið í Van Ryn kirkju- stúkunni hafði verið brotið nið ur og á stífícudyrnar hafði ver ið festur miði, sem á stóð: Há- sætishimnar eru fyrir konunga og við viljum enga konunga hjer“. ,,Þeir eru farnir að ganga nokkuð langt“, sagði Dominie og neri sáman höndunum. — „Hvað eigum við að gera?“ „Gera?“ endurtók Nikulás. Hann horfði nærri því gletnis- le^a á vesalings prestinn. „Við látum gera við stúkuna þegar á morgun, og í þetta sinn er jeg að hugsa um að hafa himininn úr dökkri valhnot og greipa skjaldarmerki Van Ryn-ættar- innar á fremri brún hans“. Sögur Bertu gömlu Æfintýr eftir P. Chr. Asbjörnsen. 1. VIÐ HÖFÐUM verið á refaveiðum, skotið refinn, og var erfi hans drukkið hjá sýslumanninum og síðan spil- uðum við svolítið. En vegna þess, að það var nú jeg, sem hafði skotið tófuna og átti langt heim, þá fengum við að fara hver heim til sín, þegar klukkan var rúmlega ellefu, og sýslumaðurinn bauð mjer ofan í kaupið að lána mjer hest. Þetta var ágætis boð og vandi að neita því, en þegar akleiðin var helmingi lengri en sú, sem lausgangandi maður var vanur að fara, þá kaus jeg heldur að fara eins og jeg kom, — á skíðum og beinustu leið. Með refaskinnið og byssuna um öxl og skíðastafinn í hendinni, rann jeg af stað. Skíðafærið var ágætt, það hafði verið sólskin um daginn og kvöldkuldinn- hafði fryst svo lítinn skara á djúpa fönnina, tunglið skein frá heiðum himninum og stjörnurnar tindruðu. Hvers gat jeg óskað mjer meira? — Það gekk ekki amalega út eftir brekkunum, yfir sljett- urnar og gegnum lundana með hinum beinvöxnu bjálk- um. Ljettar trjákrónurnar voru eins og tindrandi krist- allshjálmar. Undir þeim sátu uglurnar og vældu út í frost- nóttina. Refurinn var líka úti í ástabralli, hann reifst við meðbiðla sína og rak upp hæðnisleg gól. Jeg varð að fara með fram þjóðveginum nokkurn spöl og eftir honum kom maður akandi í sleða. Þegar hann sá að jeg var veiðimaður, gaf hann sig á tal við mig, og sagði að ef jeg flýtti mjer niður að ánni, myndi jeg áreiðanlega hitta þar úlfahóp, því sá flokkur hefði verið á hlaupum eftir ísnum, þegar hann kom niður brekkurnar hinum megin sundsins. — Jeg þakkaði upplýsingarnar, lagði a£ stað og komst upp á hæð eina. Þar lá greniskógur beint niður að ánni, svo jeg sá ekki þangað, og kom því ekki auga á neina úlfa. En jeg rendi mjer fram af brekkunni. Ferðin varð mikil á mjer og dimt í skugganum undir skógarjaðrinum, svo áður en jeg vissi af, rakst annað skíði mitt í trjárót, brotnaði og jeg stakkst á höfuðið og lá þar á kafi í snjó. Þegar jeg ætlaði að standa upp, kendi mig svo mikið til í öðrum fætinum, að jeg gat varla stigið í hann, jeg varð að skríða á hnjánum um stund og fann laksins byssuna mína á kafi í snjó og hafði hann troðfylt bæði hlaupin á henni. Varla var jeg lagstur í leyni niður við ána, þegar úlfahópurinn kom lallandi eftir ísnum, þeir voru fimm í flokknum. Jeg beið þeirra með óþolin- mæði veiðimannsins, þegar þeir voru svo sem 40 skref frá Á knattspyrnuvellinum. K.R.-ingur: — Hvað áttu við með því, að þetta sje ekki heið arlegur leikur? Framari: — Þú lætur systur þína vera rjett hjá markinu til þess að markvörðurinn okkar sje altaf að gefa henni hýrt auga. ★ — Geturðu ímyndað þjer, hvílík raun það er fyrir vel upp alda og mentaða stúlku eins og mig, að eiga svona drykkjuræfil fyrir mann. — Vel upp alin, segir þú? — Heldur þú að vel upp alin stúlka rífist við drukkinn mann um hánótt? ★ — Ungfrú Jónína er miklu eldri en jeg hjelt. — Nú, jæja. Hvað er hún gömul? — Ja, jeg veit það nú ekki upp á hár, en jeg spurði hana í gær, hvort hún hefði lesið Cicero og hún sagðist hafa les ið hann strax eftir að hann var gefinn út. Hann: — Jeg vrð nú að segja það, að ef mjer hefir orðið ein hver skyssa á, er jeg venjulega fyrstur til þess að hlæja sjálf ur. Hún: — Skelfing hlýtur þjer oft að vera skemmt. ★ — Gerið þjer nú ekkert ann að en betla, Jeremías minn? I gamla daga unnuð þjer þó við og við. — Já, sjáið þjer nú til, prest ur góður — maður lærir af reynslunni. ★ Greifinn skaut á hjera, en hitti ekki. „Er það mögulegt að jeg hafi mist marks?“ varð honum að orði, þegar hann sá hjerann þjóta burt. „Já“, sagði fylgdarmaður hans, yður er ekkert ómögu- legt, herra greifi“. ★ — Jeg var í Róm í sumarfrí- inu mínu. — Jæja, hvað kostar sjússinn þar suður frá? v

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.