Morgunblaðið - 25.08.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 25.08.1944, Blaðsíða 7
ÍFöstudagur 25. ágúst 1944 MORGUNBLAÐIÐ 7 Hamingjusnauðustu konur heimsins „Þær eru slyngar þessar 'íapönsku konur“, sagði jeg við eiginmann minn, þegar við stigum á land í Kobe. „Þær virðast hafa valið sjer þetta svið, til þess að fegurð þeirra kæmi enn betur í ljós, og þær líta út fyrir að vera svo hamingjusamar“. í fyrstu var jeg blekt af augum þessara glæsilegu kvenna, sem svífa um eins og fiðrildi í litskrúðugum skykkjum sínum. Augu þessi voru blæbrigðalaus eins og gler, sem sett er í litla en oft fallega spegla. í þeim var ekki hægt að lesa neinar tilfinningar. Og altaf brostu konurnar. Var mögu- legt að konur þessar ættu engar áhyggjur, varð mjer á að hugsa? Á því þriggja ára tíma- bili, sem eiginmaður minn var sendiherra Pólverja í Japan, reyndi jeg að skilja tilfinningar japanskra kvenna og komst að raun um það, hvers vegna þær töluðu brosandi um alt milli himins og jarðar, hvort sem það voru blóm eða slysfarir. Þær virtust Iifa á bak við þetta bros sem væri það ó- rjúfanlegur varnarveggur. Þetta var í senn undravert og gremjulegt. En smám saman opnuðust augu mín fyrir því, að brosið — en þó einkum hláturinn, sem fvlgdi því — var alt annars eðlis en jeg hafði álitið í fyrstu. í hlátrinum birtast tilfinningar þeirra. Jeg man eftir japanskri konu, sem hló krampahlátri, meðan hún skýrði mjer frá dauða sonar síns. Þær brosa við erfið- Ieikunum. EITT sinn ræddi jeg um það við konu japanska sendi herrans í Póllandi, að það virtist vera hlegið á marg- víslegan hátt í Japan. Hún leit á mig með skemtilegri undrun í svipnum. „Er það raunverulega svo, að þjer hafið skilið þetta atriði“? sagði hún og jeg sá, að jeg hafði glatt hana, en jeg komst ekki að raun um ástæðuna til þess, fyrr en síðar. Fjörgömul kona — amma gestgjafa okkar í einni af hinum óendanlega löngu japönsku móttöku- veislum — opinberaði mjer þetta leyndarmál. Dyrnar opnuðust alt í einu, og hún kom hokin og skjálfandi í áttina til mín. Virtist mjer sem hún væri um hundrað ára gömul. Með djúpri hneig ingu rjetti hún mjer silki- sessu, sem fagurlega um- búinn böggull lá á. „Þetta er Búddatrúartákn, sem jeg hefi útbúið handa yður“, sagði hún. „Það mun færa yður hamingju, veita yður vald yfir mönnunum og fremur öllu öðru styrk til þess að mæta með brosi á vörum öllum erfiðleikum og þjáningum lífsins". Þarna var lausnin á gát unni. Jeg komst brátt að því, að japanska konan er í hópi Eftir Helen M oscicki ’W’ / m Jryrn grem Engar konur heimsins eru ófrjálsari og kugaðri en japanskar eiginkonur, en þeirra stærsta dygð er að geta borið ógæfu sína með brosi á vör. Fljótt á Iitið virðast þær því mjög ánægðar með lífið, en höfundur eftirfarandi greinar lýsir því hjer á átak- anlegan hátt, hversu hamingjusnauðar japanskar konur eru. mannvera í heiminum, en í hennar augum er það hinn mesti þroski og oft mikil hetjudáð, að geta borið sjer- hvert mótlæti og óhamingju með brosi. Frá bernskudögum er jap anska stúlkan þjálfuð í þess- ari glæstu og áferðarfallegu. yfirborðshamingju. Þar sem hlutverk hennar í lífinu er það að vera ann- að hvort þjónn eða fallegt leikfang karlmanna, sem barnaskap hennar, en hann kærir sig ekkert um að hún sje skynsöm. En framar öllu öðru krefst hann þess, að hún sýni sjer skilyrðislausa hlýðni, svo að pll mentun ( stúlkunnar frá upphafi gróp ar í hug hennar þá stað- reynd, að hún sje óæðri vera, nokkurskonar munur,1 sem eignarrjetti sje háður og hafi engan sjálfstæðan rjett. Virðing hennar fyrir yfir- kjósa hið tilbúna bæði í lífi j burðum karlmannsins er svo og listum, þá verður hún að rík í eðli hennar að hún get vera í samræmi við smekk þeirra engu síður en blómin og trjen. sem oft eru látin vaxa á óeðlilegan hátt. Hún verður að venja sig við hár- nákvæman limaburð, þar sem engin hreyfíng er henni eðlileg. Það tekur hana t. d. fimm ára nám að læra að ganga rjettilega. Hún verð- ur að halda hnjánum fast saman meðan hún gengur, vegna þess að skykkjur jap- önsku kvennanna (kinamo- arnir) eru svo þröngar, en jafnframt á þetta göngulag að sýna siðprýði hennar. Sjerhver hreyfing höfuðs og handa er útreiknuð, en stúlk urnar læra þessar hreyfing- ar svo snemma á æfinni, að þær verða þeim eins og í blóð bornar. Jeg hefi sjeð fimm ára gamlar smátelpur svo þjálfaðar í þessum hreyf ingum, að limaburður þeirra og bros eru jafn eðlileg og þau væru orðin eðlisbundin gegnum margar kynslóðir. Konurnar eru gerðar að brúðum. ÞESSI kerfisbundna og á- kveðna framkoma felur í sjer vissan yndisþokka og sumræmi, sem gerir okkur auðvelt að skilja hvers vegna Japönum finnast hreyfingar okkar klunna- legar og ókvenlegar, en á- hrif þessarar þjálfunar verða þau, að hún skapar leikbrúðulegar verur með fallega framkomu en litla hugsun. En þetta telja Jap- anar hina rjettu kventeg- und. Japaninn krefst þess, að konu hans sjeu kunnar skyldur hennar gagnvart heimilinu, kunni rjetta fram komu, kunni að koma fyrir blómum, mála og leika dá- lítið á hljóðfæri. Hún á að hafa tamið sjer fallega siði og hafa til að bera yndis- ur ekki gert sjer það ljóst, hversu hlægileg hún er í augum vestrænna kvenna. — Japönsk þjónustustúlka einnar vinkonu minnar blettaður um alla æfi, án tillits til þess, hvort hjón- anna á sök á skilnaðinum. Ef kona er send heim, af því að hún verður ekki barnshaf- andi, en það er ein tíðasta skilnaðarástæðan, þá er hún skoðuð sem þjóðfjelagslegt úrhrak. Sökin er ætíð henn- ar, því að engum myndi hug kvæmast að láta fara fram vísindalega athugun á m.anni hennar! Þetta er á- stæðan til þess1, að musterin sækir fjöldi kvenna, sem fara þangað í pílagrímsferð- ir til þess að biðja guðina að gefa sjer börn — einkum svni, því að dæturnar eru ekki til neinnar hamingju fyrir heimilin. Margoft hefi jeg sjeð þær fórna höndum til þess að vekja athygli guð- anna á sjer. Meðan jeg dvaldist í Tokio gekk keisarainnan með barn, og orðrómur gekk um það, að hún kynni að glata lífinu, ef hún fæddi aðra dóttur. Til allrar hamingju fyrir hana, þá eignaðist hún son. Hin skelfda, vesæla og feimna litla keisarainna lifir ætíð í heimi, þar sem allir eru henni ókunnir, og hún er þess ekki megnug að brjótast í gegnum vegg sinn- Prinsessurnar, sem stóðu í röð í nánd við hásæti keis- arans, með hina löngu kjól- slóða vandlega útbreidda fyrir framan sig, nutu svo fárra skemtana, að þær höfðu gaman af þessum þreytandi móttökuathöfn- um. Þær horfðu með eftir- væntingu á konur hinna er- lendu sendimanna ganga í röð fyrir keisarann og von- uðu. að þær flæktust í kjól- slóðunum. þegar þær gengu aftur á bak og fjellu í arma skelfdra hirðþjóna eða jafn- vel flatar á gólfið. Ungu prinsessurnar veðjuðu á þessi bakföll eins og þær væru á skeiðvelli. En hvort sem um er að ræða prinsessu eða ambátt, ríka konu eða fátæka, þá nýtur japanska konan fárra skemtana í lífinu. í þessu landi, þar sem ástin er aldrei viðurkend, þar sem trúlof- anir eru venjulega rofnar, ef unga fólkinu hepnast að hitt ast og fella hugi saman fyrir brúðkaupið og þar sem hin æðsta ástarjátning er tvöfalt sjálfsmorð, mætti ætla, að feynt væri að gera hjúskap- inn varanlegri með lítilshátt ar blíðmælum og ástaratlot- um. En það er fjarri því. Hver sem staða fjölskvldu- konunnar er í þjóðfjelaginu, þá verður hún sjálf aldrei annað en ambátt. sýndi eitt sinn þetta viðhorf ar eigin feimni og minnimátt japanskra kvenna á skemti- legan hátt. Hún var að gefa tveimur hundum vinkonu minnar. Valdi hún bestu bitana handa hundinum en gaf tíkinni leifarnar, enda þótt hún hefði hvolpa á spena. Þegar vinkona mín spurði hana, hvers vegna hún gerði þetta, svaraði hún alvarlega: „Þetta er karldýr, frú, Hann er svo miklu meira virði“. Eftir því sem jeg komst næst, ber trúin að mestu levti ábyrgð á hinni ömur- legu aðstöðu þessara kvenna. Shinto, hin upphaf- lega trú Japana, sem enn er hin opinbera ríkistrú, gerir karla og konur jafnrjettháa aðila, en áhrif frá Buddha- trú og Confucianusi ollu hjer mikilli breytingu, því að þessi trúarbrögð for- dæma konuna sem óæðri veru. Hennar eina von er sú, að hún endurholdgaðist sem karlmaður. hinna hamingjusnauðustu1 þokka, sem einkum birtist í Að lögum er konan rjettlaus. AÐ lögum er konan ekki skoðuð sem persóna. Þegar stúlka giftist, veita lögin henni engan rjett, enda þótt hjúskapurinn sje eini hugs- anlegi frami stúikunnar, nema því aðeins að hún ger- ist Geisha- eða gleðikona. Hún getur ekki skilið við eiginmann sinn, en hann get ur sagt skilið við hana hve nær sem er, á þann óbrotna hátt, að senda hana heim aft ur til fjölskyldu hennar. — Orðalag laganna um þetta atriði er „að leggja konuna til hliðar“. Ef kona er „lögð til hliðar“, er sómi hennar arkendar. Þegar jeg fyrst kom til keisarahallarinnar, hlakkaði ’jeg mjög til að sjá keisara- innuna, því að jeg bjóst við að kona „sonar sólarinnar“ væri á að líta sem hinar fögru litlu álfameyjar í gömlu ævintýrunum. Við biðum í hinum ríkulega mót tökusal, meðan japanskir em bættismenn í gullskrýddum einkennisbúningum skipuðu sjer í eina röð og japanskar konur í dásamlega máluðum skykkjum í aðra og hneigðu sig öll svo djúpt, að höfuð þeirra námu næstum við gólfið. nn gekk inn í sal mn og í nokkurri fjarlægð á eftir honum kom keisara- innan með hirðmeyjum sín- um. Hvílík vonbrigði. Keis- arinnan leit út sem feimin lítil sveitastúlka, gekk klaufalega í vestrænum bún ingi, sem valinn var af hinu mesta smekkleysi, og var svo órótt innanbrjósts, að jafnvel hinir ströngu hirð- siðir gátu ekki hulið tauga,- óstvrk hennar. Enn settir borgara- verðir i Oslo Quislingslögreglan hefir ú ný tekið til við að setja Oslo- búa í borgaravörð. Lögreglu- mennirnir ráðast inn í hús og verslunarstaði til þess að ná í fólk. Um daginn rjeðust lögreglu- menn til daemis inn í stærstu veitingahúsin í Oslo og skip- uðu fjölda manns að mæta á lögreglustöðinni um daginn. Þar var þeim sagt, að þeig væru skipaðir í borgaravörð. Flestum var skipað á vörð' við bensínstöðvar í Oslo og nágrenni borgarinnar. Ástæð- an er sú. að mikið hefir l)orið skemmdarverkum á slíkum stöðum. Jafnvel keisarainnan er hrædd og feimin. ÞEGAR jeg var kynt fyr- ir henni, spurði hún mrg einnar eða tveggja mark- lausra spurninga, sem þýdd- ar voru á frönsku af einni hirðmeynni, sem var álíka smekktevsislega klædd og keisarainnan. Jeg svaraði á sama hátt — aldrei má á- varpa keisarann eða keisara innuna beint — og dróg mig síðan í hlje. Gekk jeg aftur á bak og fylgdi þannig regl- um hirðsiðabókarinnar. Alvariegur mal- vælaskortur í Noregi Frá norska blaðafull-® trúanum : MATVÆLA SKORTURINISr í Noregi er nú orðinn mjög’ alvarlegur, einkum upp á síð- kastið, og húsmæðrum veitist illkleift að fá nauðsynlega. matarskammta. Síðustu vikuna í júlí var ’t. d. ógerlegt að lútvega sjer fisk. Fólk, sem getur náð í kartöflur og kál, er sagt hafa; dottið í lukkupottinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.