Morgunblaðið - 25.08.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.08.1944, Blaðsíða 8
8 MORGUNB. LAÐIÐ Föstudagiir ágúst 1944 Kappreiðarnar í Hreppum Framh. af bls. 5. Stökkhestar. Hlaupabraut var 300 metra löng og voru 11 stökkheslar reyndir, í þrem riðlum. — I fyrsta riðli sigraði Kolbakur, Rósmundar Eyjólfssonar í Gufu nesi á 23.2 sek. í öðru riðli var fyrstur Kári, Guðm. Bjarna- sonar á Hlemmiskarði á 24.2 sek. Kári er ættaður frá Iíemlu í Landeyjum og var 5 ár kyn- bótahestur í Skeiðahreppi. — Hann er kraftmikill reiðhestur og fjörhár. í þriðja riðli varð fyrstur Sokki, Gests Jónssonar á Hæli, á 24.9 sek. Sokki er ey- firðingur að ætt 7 vetra gamall. í úrslitaspretti bar sigur úr býtum Blesi, Þorgeirs Sveins- sonar á Hrafnkelsstöðum á 23.1 sek. og hlaut fyrstu verðlaun 100 krónur, Blesi er heimaal- inn á Hrafnkellsstöðum undan Blakka frá Árnesi, jarpblesótt- ur 7 vetra gamall. Önnur verð- laun 50 krónur, hlaut Kolbak- ur. Rann hann skeiðið á 23.1 sek. og þriðju verðlaun 25 kr. hlaut Þokki, Filippusar Jóns- sonar í Háholti. Tími hans var 23.4 sek. Þokki er heimaalinn í Háholti undan Blakk frá Ár- nesi, rauður 10 vetra gamalf. Dómnefnd sú, er ákveða skyldi hver hreppti Hreppa- svipuna var á einu máli um það að Gulltoppur í Eystra-Geld- ingaholti skyldi hljóta hana að þessu sinni. Gulltoppur er eins og áður getur, vakur í besta lagi, hefir rtíikla fjölbreytni í gangi og gangmýkt, prýðilegt fjör, gæfa lúnd og virðist vera mjög vel taminn. Allur er hesturinn hinn reiðhestlegasti. Kappreiðar þessar munu um 200 manns hafa sótt og fóru þær hið besta fram. , Einn af hergagnafram- I eiðsluf orst j órum segir af sjer. Washington í gær. CHARLES E. WILSON, vara- forstjóri hergagnaframleiðslu- ráðsins (WPB) hefir sagt af sjer embætti. í tilkynningu frá Hvíta húsinu segir, að Wilson hafi sagt af sjer vegna árása, sem hann hefir orðið fyrir í starfi sínu upp á síðkastið. Minningarorð um Hallgrím P. Helgason í DAG verður til grafar bor- inn Halígrímur Pjetúr Helga- son starfsmaður að Hótel Borg. Hann var aðeins 28 ára gamall. Foreldrar hans voru þau Karó- lína Káradóttir og Helgi Jó- hannesson. Fæddur var hann og uppalinn hjer í Reykjavík. Hann var einn af sjö systkin- um. Einn bræðra hans er lög- regluþjópn Geirjón Helgason. Halli á Borg — en svo yar hann jafnan kallaður, byrjaði sem drengur að vinna á Hótel Borg, þegar eftir að það mynd arlega hús var reist og þar vann hann jafnan síðan. Hann var því alla æfi sína starfsmað ur á einum og sama stað. Jeg veit, að þeir eru margir gest- irnir, í þau 14 ár, sem Borgin hefir starfað, sem minnast hans með hlýrri þökk ásamt því marga starfsfólki, sem þar hef- ir verið um lengri eða skemri tíma. Halli sál. var lágur mað- ur vexti en þrekinn og hraust- ur vel. Glaður var hann jafnan og kátur, greiðvikinn og gest- risinn og góður fjelagi. Hann var ókvæntur, en bjó heima hjá móður sinni aldraðri og reyndist henni góður og nær- gætinn sonur og umhyggjusam ur heimilinu. Skyndilega veikt , ist hann illkynjaðri veiki og lá lengst af á sjúkrahúsi með há- an hita, er að lokum dró hann til dauða. Hann andaðist 15. þ. m. — Það er að vonum ekki löng nje frásagnarík æfisaga kornungs manns, sem dvalið hefir þroskaskeið sitt alt á sama stað í sama starfi, en þó á hún sínar fögru hliðar. Hann hafði valið hjer hið góða hlut- skipti. Hann var þjónn — þjónn alla starfsæfina. Hlýjar kveðj ur og þakkir fylgja þjer, vinur, frá öllum, er þú þjónaðir og frá húsi því, er þú helgaðir þjón- ustu þína. Þitt stutta æfiskeið var í margan máta merkt og fil fyrir myndar. Bindindishugsjóninni varstu trúr alt til dauða. Aldrei kom vín nje tóbak inn fyrir þínar varir. Aldrei ljest þú hið gálausa líf lokka þig nje ginna, þrátt fyrir það að vera starf- andi alla daga mitt í hóflaus- um glaumi borgarlífsins. Umönnun þín fyrir aldraðri og vanheilli móður var og til fyrirmyndar, er lýsti góðum dreng og staðföstum. í starfi varstu dyggur og trúr og í þjón ustu skyldunnar brotnaði þitt skip. í sex mánuði háðir þú hið harða stríð. í sex mánuði vitj- aði móðjrin þín daglega, sat hjá þjer, hjúkraði, vonaði og beið. I sex mánuði, á hverri nóttu vakti systir þín yfir þjer. Þau hafa verið þung spor mæðgnanna til og frá sjúkra- beðinu þessa sex mánuði. Að lokum kom hvíldin, en vonir systkina og móður brustu, en þó var hvíldin öllum kær. En hvíldin var táknræn gjöf aldr- aðri, trúaðri móður. Á afmælis degi hennar rann þjer upp hið eilífa ljós. Blessuð sje minning þín og þökk fyrir samveruna. K. H. Breiðdal. ______________ ) Fyrsta ilokks mótið heldur áfram á sunnudag VEGNA þess, að íþróttavöll- urinn er ekki í góðu lagi, verð- ur leikjum 1. flokks mótsins frestað þangað til á sunnudag. Kl. 13.30 á sunnudag keppa K. R. og Valur, en kl. 17 Hafn- firðingar og Akurnesingar. Síðasti leikur þriðja flokks mótsins, milli Fram og Vals, fer fram kl. 20 í kvöld. : | ! ? ! ! I ? I ! TILKYNIMIIMG Að gefnu tilefni er því beint til allra Reyk- víkinga, sem hug hafa á að eignast fiskiskip þau, sem tilboð hefir borist um frá Svíþjóð fyrir rnilligöngu ríkisstjórnarinnar, að snúa sjer um það beint til ríkisstjórnarinnar og fiskifjelagsins, vegna þesss að enn er óráðið hvernig háttað verður fyrirgreiðslu bæjar- stjórnarinnar um útvegun nýrra fiskiskipa í bæinn. Borgarstjórinn í Reykjavík •> £ > Best að auglýsa i Morgunblaðinu STARFSTÚLKUR I vantar á Kleppspítalann nú þegar, eða 1. september. Upplýsingar hjá yfirhjúkrunar- konunni, shni 2319- Umbúðapappír 40 og 57 cm. nýkominn. Eggert Kristjánsson & Co. h.f. Til Þingvalla daglegar ferttír Bifreiðastöð íslands. Sími 1540. ?♦♦♦»♦♦♦♦♦♦»»♦♦»♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»»♦♦♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< > j[-5 ^ ^ v i I Eftir Robert Storm ii ♦♦$♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦« WELi, I U6ED TO WORK ON A COUNTRY WE£KLV...TMEY CALLEO ME l'HAD£6-"M06AN. THE Pf2/NT£R'5 OEMIL- wmat'í t/iat ? yoy KNOW UOW TO RUN A PRINTIN6-PPE5?? ALL AT ONCE CO.ME5 TO Mc A.TE/ZRiPíC ! DEA/ •yndicate. Jnr^JX'ortrUichtsrcscreccL N-YEAH' H/ AníD vou \ TD SOTBÉft ) Meanwhíle.-at the f.b.i. op-zices iN NEW yoRK- J------- ■ ONLV QNE Of X-9!é TEACER CA8D6 HA6 60TT&N TO U$ 1—2) Blákjammi: — Hvað segirðu? Kanntu að fara með prentvjel? X—9: — Ja, hvað skal segja. Jeg vann við vikublað uppi í sveit. Strákarnir köll- uðu mig Hogan prentvillupúka. (Hugsar) — Nú datt mjer dálítið stórsniðugt í hug. 3—4) Blákjammi: — Jahá. Og þú sagðir mjer að láta þennan náunga gossa! Samtímis á lögreglustöðinni í New York: — Að eins eitt af kortum X—9 hefir borist okkur hingað. Ef við fáum ekki fleiri, getur orðið erfitt að finna hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.