Morgunblaðið - 26.08.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.08.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 26. ágúst 1944 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkv,stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, * Valtýr Stefánsson (ábyrgðann.) Frjettaritstjórí: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Arni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlanda, kr. 10.00 utanlands f lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lefbók. Furðuleg deila SKRIF VIÐSKIFTARÁÐS í sambandi við gróða Eim- skipafjelagsins s. 1. ár eru hvorttveggja í senn furðuleg og óviðeigandi í hæsta máta.' Hjer er um að ræða opinbera stofnun, sem lögum sam- kvæmt á að hafa eftirlit með öllu því, sem snertir verðlag í landinu. Viðskiftaráði er gefið svo til ótakmarkað vald til þess að framkvæma hvað sem því þóknast, varðandi ákvörðun verðlags. Að því er farmgjöldin snertir, eru bein fyrirmæli í verðlagslögunum, að Viðskiftaráð geti á eigin spýtur ákveðið hver þau skuli ýera. it Viðskiftaráð hefir í skrifum sínum verið að reyna að koma þeirri skoðun inn hjá almenningi, að hinn mikli gróði Eimskipafjelagsins síðastliðið ár hafi stafað af því, að stjórn Eimskips hafi þverskallast við að láta ráðinu í tje upplýsingar um rekstur fjelagsins og það enda þótt fjelagið hafi verið margsinnis krafið um þessar upplýs- ingar. Þessar margítrekuðu stæðhæfingar Viðskiftaráðs, sem jafnframt eru þungar ásakanir á hendur stjórnar Eim- skips, hljóta að knýja fram eftirfarandi spurningu: Hvern- ig má það vera, að Viðskiftaráð lætur það viðgangast æ ofan í æ, að stjórn Eimskips þverskallist við að láta ráð- inu í tje umbeðnar upplýsingar? Veit ekki Viðskiftaráð, að verðlagslögin heimila því að beita þann þungum refsi- aðgerðum (dagsektum o. fl.), sem vanrækir að gefa þær upplýsingar og skýrslur, sem ráðið biður um? Hvernig stendur á því, að Viðskiftaráð beitti ekki slíkum aðgerðum gegn stjórn Eimskips, ef hún hafði þverskallast við að gefa þær upplsingar, sem um var beðið? Nei1; það þýðir ekki fyrir Viðskiftaráð að ætla að telja almenningi trú um, að stjórn Eimskips sje hjer ein í sök. Almenningur hefir áreiðanlega svo mikla dómgreind, að hann sjer, að ef hjer er um einhverja sök að ræða, hlýtur hún fyrst og fremst að vera hjá sjálfu Viðskiftaráði. ★ En nú vill svo einkennilega til, að í fyrstu greinargerð Viðskiftaráðs (sem birt var í júnímánuði) sannar ráðið alveg ótvírætt, að hjer var ekki um að ræða neina sök, hvorki hjá Viðskiftaráði nje stjórn Eimskipafjelagsins. í tjeðri greinargerð segir Viðskiftaráð m. a.: „Þær breytingar, sem langmestu munu hafa valdið um hinn mikla og óeðlilega ágóða (Eimskips) 1943, urðu mjög seint á árinu. Þá fekk fjelagið stór aukaskip, sem hafa haft mikla þýðingu fyrir afkomuna, og var flutt til landsins miklu meira en ráð hafði verið fyrir gert af vörum, sem hátt flutningsgjald er fyrir“. Hjer er kjarni málsins. Og það er einmitt þetta, sem stjórn Eimskips hefir jafnan haldið fram, að verið hafi orsök hinnar góðu afkomu fjelagsins á s.l. ári. ★ Viðskiftaráð játar í greinargerð sinni, að þær breyt- ingar, sem langmestu hafi ráðið um hina góðu afkomu Eimskips á s.l. ári, hafi orðið mjög seint á árinu. -— Það játar ennfremur, að þessar breytingar hafi verið stór og hentug aukaskip, sem fjelagið fekk í þjónustu sína og miklu meiri innflutningur á vörum með háu flutnings- gjaldi, en ráð var fyrir gert. Hjer staðfestir Viðskiftaráð kjarna málsins. Og hvað er þá um að sakast? Var það ekki hrein tilviljun og hepni, að þessar breytingar urðu, sem urðu þess valdandi, að Eimskip varð þess megnugt að leggja ríflega fúlgu í ný- byggingarsjóð fjelagsins? Jú, vissulega var þetta óvænt happ, ekki aðeins fyrir Eimskip, heldur þjóðina í heild. Af þessu er ljóst, að ásakanir Viðskiftaráðs í garð stjórnar Eimskips, eru ekki rjettmætar. Stjórn Eimskips gat engan veginn vitað, að fjelagið yrði fyrir hinu óvænta ;happi og þess vegna er það heldur ekki rjett, að refsa fje- laginu fyrir þetta. *- ' , rf-v..-, _ .ulbMbnubit'j Noregsfrjettir Frá London er norska blaðafulltrúanum hjer símað: TRYGVE LIE utanríkisráð- herra hefir sent utanríkisráð- herra frönsku þjóðfrelsisnefnd- arinnar eftirfarandi skeyti: ,,Jeg bið yður að færa þjóð- frelsisnefndinni innilegar heilla óskir Norðmanna í tilefni frels- unar Parísar. Frelsun Parísar er einstakur sigur fyrir banda- menn. Norðmönnum finst svo mikið til um borgina, að það er áreiðanlegt, að fregninni um frelsun hennar mun vekja ó- skifta gleði landa minna, sem enn eru undir oki óvinanna“. ★ ÞEGAR Terboven tok við landsstjórn í Noregi, lýsti hann yfir því, að verðlagi og kaup- greiðslum skyldi haldið við það mark, sem var 9. apríl. — En verðlag hefir stórhækkað, en launagreiðslum haldið niðri. — Láta mun nærri, að verðlagið hafi hækkað um 122%. ★ VORIÐ 1942 voru tveir Gestapomenn skotnir í litla fiskamannabænum Televaag við Bergen. Þeir höfðu komið í þeim tilgangi að handsama tvo Norðmenn, sem skotið hafði verið skjólshúsi yfir þar í bæn- um. Norðmennirnir tveir voru líka drepnir í viðureigninni. — En Terboven greip til hrylli- legra hefndarráðstafana gegn bæjarbúum. Hann ljet brenna hvert einasta hús í augsýn íbú- anna, og síðan voru þeir allir, karlar, .konur og börn, fluttir til Bergen, en síðan settir í fang elsti í Harðangri. — Fullorðnir karlmenn og drengir, 76 tals- ins, voru sendir í þýska ein- angrunarfangelsið í Oranien- burg. Af þessum 76 mönnum eru nú aðeins 35 á lífi, hinir, 41 talsins, hafa látið lífið í fang elsinu. Tilkynt hefir verið, að farið sje að sleppa konum og börnum úr fangelsinu í Harð- angri. en þau eiga hvergi at- hvarf, því að Þjóðverjar hafa lagt heimili þeirra í rústir. ★ ÁLITIÐ er, að mikill skortur verði á kennurum í Noregi eft- ir strið, og norska stjórnin hef- ir því komið á námskeiði í Sví- þjóð, þar sem norskum stúdeent um er veitt kennaramenntun. Þrjátíu stúdentar hafa tekið kennarapróf í Uppsölum. ★ MIKILL skortur er nú á kjöti í Noregi, og mörg dæmi eru þess, að óviðkomandi menn drepi kýr um nætur. Bændur austan Oslofjarðar í grend við Oslo þora ekki að láta kýr sín- ar ganga úti á nóttunni af ótta við, að þær verði drepnar og skrokkunum stolið. Eldiviðarskortur er einnig mikill. Ekki lítur vel út um korn- og kartöfluuppskeru. ★ NÝLEGA afhenti Wilhelm Morgenstierne, sendiherra Nor- egs í Bandaríkjunum, aðalfor- stjóra National City Bank í New York, 1.239 dollara ávísun sem er síðasta afborgun af 25 þúsund dollara láni; sem norska rikið tók fyrir 20 árum. Auðtrúa og áhrifa- gjörn. ÞAÐ BENDIR margt til að við íslendingar sjeum bæði auðtrúa og áhrifagjarnir, svo ekki sje nú minst á hjátrúna á ýmsum svið- um. Það virðist furðu auðvelt að fá fjölda manns til að jeta refa- fóður í stórum stíl, ef látið er berast út, að í- því sjeu vitamín. Það eru stofnuð fjölmenn fjelög sem hafa það á stefnuskrá sinni, að hollara sje að borða gras, en venjulega fæðu. Yfirvöldin ganga inn á það þegjandi og hljóðalaust, að heppi legra sje að selja brennivín ein- göngu á heilflöskum en að hafa það til sölu í minni skömtum og fleira og fleira mætti upptelja, sem bendir til þess, að tiltölulega auðvelt sje að fá okkur til að .trúa hvaða vitleysu sem er, ef því er að skipta. 9 Furðuleg aðferð í áfengissölu. ER ÞAÐ ekki t. d. alveg furðu legt hvernig áfengissölu er hag að hjer á landi. Stundum geta allir fengið eins mikið af áfengi og þeir vilja, stundum er það aftur á móti skamtað og menn v’erða að hafa „bevís“ upp á vas- an um að þeir eigi afmæli, gull- brúðkaup, starfsafmæli, eða ætli að láta skíra hjá sjer. Við og við þarf ekki nema venjulegt vega- brjef til að fá eins mikið áfengi og hver maður vill. Einu sinni var „reisugildi" ó- brigðult ráð til að fá áfengi hjá ríkinu. í því sambandi er frægust sagan um mennina, sem reistu sjer sumarkofa úr gömlu spítna- braki. Þeir þurftu vitanlega að fá áfengi út á kofann og skamt- urinn kostaði meira en kofinn hafði kostað þá. En þetta skeði nú í fyrra. Nú standa menn í biðröðum við „bið sal dauðans" og allir fá ein- hverja úrlausn, án tillits til af- mæla, eða húsabygginga. Hversvegna þetta pukur? ÞAÐ, SEM menn eiga verst með að skilja er hvaða gagn þetta opinbera pukur í áfengis- málum, ef svo mætti segja, gerir. Hversvegna má ekki selja áfengi hjer í venjulegri verslun, eins og gert var áður. Hvaða vit er í því, að leyfa ekki góðum veit- ingastöðum að hafa vín á boð- stólum. Þeir, sem vilja drekka, útvega sjer það hvort sem er og vissulega er meiri menningar- bragur á því, að menn geti feng ið sitt vín á borðið hjá sjer á veitingastað en að höfð sje vasa pelaaðferðin. í hvers þágu er þessi laumu- aðferð höfð? Ekki í þágu al- menns velsæmis, svo mikið er víst. Það þarf að taka áfengismálin hjer á landi til nýrrar yfirvegun ar. Það hefir sýnt sig, að þeir, sem rjeðu því, eða höfðu áhrif á, að ríkið selur eingöngu Svarta dauða í þriggjapela-flöskum, eru ekki ráðhollir menn í þessum efn um. Sterkt almennings- álit. ÞAÐ MÁ gera ráð fyrir, að ofstækisfullir menn í áfengismál um skoði þessi orð, sem áróður fyrir því, að það eigi að veita mönnum, sem flest og best tæki- færi til að ná í áfengi. Jeg þekki meira að segjá einn mann, sem myndi segja, að „sá, sem þetta skrifar, er þræll hjá áfengisauð valdinu". En jeg veit líka, að leynivín- salarnir kunna mjer engar þakk ir fyrir þessi skrif. Því þeirra til vera byggist á pukrinu í áfengis málunum. Það má vel vera að Islending- ar fari illa með vín og kunni ekki að neyta víns yfirleitt nema í ó- hófi. En það stafar að miklu leyti af því, að ekki hefir verið nógu sterkt almenningsálit hjer á landi gegn ölvun og ölvuðum mönnum. Það er það almenningsálit, sem þarf að skapa og að því marki ættu allir góðir menn að stefna, en ekki hinu að auka á pukrið, sem ekki hefir neitt í för með sjer nemá aukna leynivínsölu og virðingarleysi manna fyrir sjálfum sjer og öðrum í þessum efnum. • Knattleikir á almanna færi. % HAFNARVERKAMAÐUR skrif ar: Mig langar til að skrifa fáein orð um tvo hluti, sem gætu mik ið betur farið. Ef að íslenksir drengir leika sjer að fótknetti á götum úti, er lögreglan strax komin til að banna þeim það. En þeir ganga með velþóknunarsvip fram hjá amerísku hermönnunum í „Base ball“ hvar sem er. Um daginn, þegar jeg átti leið fram hjá Hafnarhúsinu sá jeg „Baseball“-kúlu koma þjótandi Ofan af þaki hússins. Vjek jeg mjer til hliðar, en minnstu mun aði, að kúlan kæmi í mig. Jeg býst ekki við, að það sje neitt þægilegt að fá slíkar kúlur í sig, þar eð þær eru bæði þungar og harðar. Mjer finnst að fyrst að íslenskum drengjum er bannað að leika sjer á umferðarlitlum götum.ætti ekki að leyfa setuliðs mönnum að iðka „Baseball" við umferðarmiklar götur, eins og höfnina". Hávaðinn við sjúkra- húsin. SAMI BRJEFRITARI skrjfar um mál, sem jeg hefi hvað eftir annað minst á, en það er hávað- inn fyrir utan sjúkrahúsin í bæn um. Hann segir frá atviki, er hann var sjónarvottur að við Landakotsspítala. Fjórir bílar, fullir af hermönnum óku fram- hjá Landakotsspítala eitt kvöld- ið og hermennirnir ljetu eins og óðir menn, æptu, blistruðu og görguðu hver í kapp við annan. „Það má nærri geta“, segir brjef ritari, hverhig sjúklingunum hef ir orðið við að hrökkva upp af svefni við þessi ólæti". Þetta er dagsanna hjá brjef- ritara. Það eru bæði erlendir og innlendir menn, sem sýna ónær- gætni við sjúklinga með hávaða við sjúkrahús bæjarins. Geymdi vindilinn i tvo ar. London: — Kanadiskir her- menn, sem nýlega tóku þorp eitt í Normandie, fengu skömmu eftir heimsókn gam- allar konu, sem hafði meðferð- is stóran og dýran vindil, sem hún sagðist ætla að gefa Churc- hill. — Kvaðst konan vera bú- in að geyma gripinn í tvö ár í þerrri von, að hún gæti serit hann. —: Vindillinn er nú kom- inn til Churchills.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.