Morgunblaðið - 26.08.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.08.1944, Blaðsíða 10
10. MOEGUNBLAÐIÐ Laugardagur 26. ágúst 1944 Það hafði altaf verið siður hjá Van Ryn ættinni að loka Dragonwyck þegar eftir nýár- ið og flytja með þjónustuliðið til borgarinnar. En í ár vildi Nikulás ekki fara. „En hversvegna ekki?“ spurði Jóhanna ólundarlega. „Það er óþolandi leiðinlegt að vera hjer á vetuma og mjer finst heimskulegt að eiga tvö hús í borginni, og nota hvorugt þeirra. Auk þess langar mig til þess að fara í leikhúsið“. Það var að kvöldi til, og þau sátu inni í raijða herberginu. Miranda sat við sauma og Jó- hanna var að myndast við að lesa. Venjulega yfirgaf Nikulás þær, þegar eftir kvöldverð og fór annað hvort upp í turnher- bergið eða inn í hljómlistarher bergið. En í kvöld sat hann and spænis konu sinni. „í vetur vil jeg vera á Drag- onwyck, ástin mín“, endurtók hann. „Ef þig vantar eitthvað af fötum getur þú sent eftir skraddara til borgarinnar“. Jóhanna vætti varirnar. „En hversvegna, Nikulás? Jeg hefi gert svo margar áætlanir í sam bandi við dvöl okkar í borg- inni“. Nikulás reis á fætur og gekk um gólf dálitla stund. Síðan nam hann staðar fyrir framan konu sína, brosti ofurlítið og horfði á hana. „Ekki getur það verið vegna uppreisnarinnar“, hjelt hún á- fram. „Þú sagðir sjálfur, að því væri öllu lokið nú, þegar búið væri að taka Boughton fast- ann. Og það er svo kalt hjer á veturna, jeg fæ áreiðanlega þetta vonda kvef, serti jeg á vanda til“. Nikulás tók fram í fyrir henni. „Það væri mjög leiðin- legt, væna mín. Þú verður um fram alt að fara vel með þig. En við verðum hjer á Dragon- wyck“. Jóhanna hreyfði sig vand- ræðalega í stólnum. Andartak kendi Miranda í brjósti um hana, en en sú tilfinning varð brátt að víkja. F þau hefði flutt til borgarinnar hefði hún áreiðanlega orðið að fara heim! En hversvegna langar mig ekki til þess að fara heim? hugsaði húp. Hvað er það, sem heldur mjer hjer? Hún lyfti höfðinu og leit á Nikulás. Það var eins og hann fyndi augna- ráð hennar, því að hann sneri sjer við og leit á hana. Enn einu sinni furðaði Mir- anda sig á því, hve augu hans voru einkennilega skærblá. Ef hann hefði gefið henni merki, hefði hún þegar hlaupið í fang hans án þess að skeyta nokkuð um Jóhönnu. En í þess stað hneigði hann sig og sagði: „Góða nótt“. ★ Janúar og febrúar liðu fljótt Það komu mjög sjaldan gestir og hver dagurinn var öðrum lík ur.. í miðjum marsmánuði komu mikil frost og Jóhanna lagðist í rúmið í kefi, eins og hún hafði óttast. Þegar Miranda gekk framhjá herbergi hennar morg un einn, á leiðinni til skólastof unnar, heyrði hún Jóhönnu hósta og hnerra og spyrja síð- an Mögdu hásróma, hvort svína steikin væri ekki tilbúin enn- þá. Jafnvel þótt hún sje veik, hugsar hún ekki um annað en mat, hugsaði Miranda með fyr irlitningu. — Það var hlýtt og notalegt í skólastofunni. Miranda og Katrín voru önnum kafnar þar þegar dyrnar opnuðust og Niku lás kom irm. Miranda eldroðn aði, þegar hún kom auga á hann. „Það var gaman að sjá þig, Nikulás frændi“, stamaði hún. Við — jeg var að leiðrjetta reikningsdæmi Katrnar“. Þetta var í fyrsta sinn, sem hann kom inn í skólastofuna. Og undrun hennar jókst enn meir, þegar hún sá, að hann var dá- lítið vandræðalegur. Hún fann, að það var eitthvað sem hann hafði ætlað að segja henni, sem hann kom sjer ekki vel að. Hann gekk út að glugganum og stóð dálitla stund, og starði út í iðandi stórhríðina. „Gengur Katrínu vel?“ spurði hann áhugalaust. ,,Já, já. Hún er fljót að læra. Hún er góð í stærðfræði. Jeg held, að við ættum að fá handa henni kenslubók í stærðfræði“. Nikulás leit á dóttur sína. Hún var rjóð í kinnum og hjelt fast utan um blýantinn sinn. Hann rak upp stuttan hlátur. „Hversvegna ættum við að fá handa henni kenslubók? -—• Fyrir stúlku er nóg að læra að leggja saman og draga frá“. Þegar Miranda heyrði beiskj una í rödd hans sagði hún feimnislega: „Jeg — jeg býst, við að það hafi verið mikil von brigði fyrr þig, að eignast ekki son“. Undarlegur svipur kom á andlit Nikulásar. ,,Jeg þoli ekki vonbrigði“, svaraði hann og gekk yfir að arninum. Miranda roðnaði. Við hvað átti hann? Átti hann við, að hann leyfði ekki sjálfum sjer að finna til vonbrigða, þótt hann hefði ekki eignast son eða átti hann við, að hann og Jó- hanna gætu ennþá. . . .“. Sársaukinn, • sem hún fann til við hugsun þessa, rak hana til þess að tala. „Jeg held að veðrið sje að batna. Jeg á við, að það virðist vera að ljetta til 1 vestrinu“. „Það vona jeg“, sagði Niku- lás. „Annars kemst læknirinn ekki hingað“. ^ „Læknirinn?“ endurtók Mir anda spyrjandi. „Já, auðvitað", svaraði hann kuldalega. „Frú Van Ryn er veik, og jeg hefi sent eftir lækni handa henni“. Miröndu sárnaði kuldi hans og hann skyldi segja „frú Van Ryn“. Það var eins og hanh væri af ásettu ráði, að benda henni á, hver staða hennar var á heimilinu. „Jeg vissi ekki að Jó. . . . að frú Van Ryn væri svona mikið veik“. Nikulás svaraði ekki. Hann gekk aftur yfir að glugganum. Síðan sneri hann sjer að dótt- ur sinni, og sagði: „Þegar þú hefir lokið við lexíur þínar, skaltu fara til móður þinnar. Þú skiptir þjer ekki nógu mik- ið af henni“. „Já, pabbi“, sagði Katrín. — Hún hikaði andartak og sagði svo: „Ætlar Hamilton læknir að lána mjer fallega úrið sitt eins og síðast, þegar jeg var með mislingana?“ Nikulás hleypti brúnum. — „Það er ekki Hamilton læknir, sem kemur. Jeg hefi sent eftir Jeff Turner“. Miranda'leit snöggt upp. — Hversvegna? hugsaði hún. Hversvegna hefir hann sent eftir Turner lækni eftir alt, sem á undan var gengið? Það voru fleiri duglegir læknar til en hann og Hamilton. ★ Jeff hafði furðað sig á því sama, þegar hann fjekk beiðn- nia um að koma til Dragon- wyck. Hann hafði fyrst verið að hugsa um að neita. En svo hafði forvitnin sigrað, forvitni ásamt þakklætiskend. Ef Niku lás bar svo mikið traust til hans ,sem læknis, að hann var fús til þess að gleyma deilu þeirra,gat hann ekki verið þekt ur fyrir að neita. Jeff tók því til áhöld sín, söðlaði hest sinn og lagði af stað til Dragonwyck. Á leiðinni þangað var hann að hugsa um, hve skemtilegt það væri nú, að eiga fallega og þriflega konu eins og t. d. Faith Folger, sem biði eftir honum heima og tæki á móti honum með kossi, þegar hann kæmi heim þreyttur og kaldur. Jeg bið hennar á morg un, hugsaði hann. Það var farið að rökkva, þeg ar hann kom til Dragonwyck. Hann barði að dyrum og Tomp kins opnaði fyrir honum. . „Gott kvöld, herra“, sagði hann. „Jeg er hræddur um, að þetta hafi verið erfitt ferðalag fyrir yður. Það hefir verið bú- ist við yður síðustu tvær stund irnar“. Jeff fjekk Tompkins frakka sinn. „Jeg vona að frú Van Ryn sje ekki mikið veik?“ sagði hann. „Hvernig líður henni núna?“ „Jeg held að henni líður bet ur, herra. En húsbóndi minn hefir beðið með óþreyju eftir yður. Honum er altaf svo um- hugað um heilsu konu sinnar“. Er honum það, já? hugsaði Jeff. Hann gat ekki ímyndað sjer Nikulás, sem umhyggju- saman eiginmann. En ef til vill hafði hann rangt fyrir sjer. Og með venjulegu lítillæti við urkendi Jeff fyrir sjálfum sjer, að hann skildi ekki þetta fólk. Tompkins fylgdi honum upp á loft. Jóhanna heilsaði honum ó- lundarlega. Sögur Bertu gömlu Æfintýr eftir P. Chr. Asbjörnsen. 3. hann allskonar heimskulegum spurningum, en loksins komst hann samt fram úr rúminu, komst í buxur og treyju áður en hann skyldi almennilega hvað hann átti að gera. En þegar jeg lofaði að borga honum vel, virtist alt heldur skýrast fyrir honum og sveipaði á brott úr huga hans öllum ótta, jafnvel við að ganga fram hjá eikinni, þar sem Ólafur á Eskibraut hafði hengt sig. Meðan Berta gamla var að tala við Óla, litaðist jeg um í stofunni, sá þar vefstól, rokk og þunga trjestóla, fötur, byttur og hálftelgd axarsköft og hænsn á priki bak við dyrnar, gamla byssu, sem hjekk uppi undir þaki og snúr- ur yfir hlóðunum, þar sem sokkar hjengu til þerris, auk fjölda annara hluta, sem þreytandi væri að telja upp. Þegar Óli loksins var kominn af stað, settist Berta gamla við eldstóna. Hún var vel til fara, í blárri treyju og svörtu fellingapilsi. Hún var hvasseyg, dálítið skakk- eyg og hafði mikil kinnbein, breitt nef og gulbrúnan hör- undslit. Ekki fannst mjer hún ólík galdranorn, enda var sagt að gamla konan kynni hitt og annað fyrir sjer. Hún var líka álitin góður læknir., Jeg var dálítið hissa á því að kerling skyldi vera á fót- um ennþá, og spurði hana, hvort hún ætti von á gestum, úr því hún væri í sparifötunum. „Ónei, ekki átti jeg það nú“, svaraði hún, „en jeg skal segja stúdentinum eins og er, að jeg var uppi í Ásasókn að líta á kerlingu, sem var eitthvað lasin, en þaðan var jeg sótt til barns, sem hafði vindverki, og gat jeg auð- vitað hjálpað þeim báðum, og jeg var rjett að koma heim núna áðan“. ,,Og þegar jeg hugsa mig um, þá minnir mig að þú getir líka læknað snúna og tognaða ökla, Berta mín“, sagði jeg alvarlegur. „Ojá, ætli það ekki. Ekki batnaði henni Sigríði á Norð- urbænum fyrr en jeg kom og voru þó bæði læknirinn og yfirsetukonan búin að bjástra þetta líka litla við fótinn á henni“, sagði hún glottandi, „og ef stúdentinn hefir ekk- ert á móti því, þá myndi ekki skaða -að bera svolítið brennivín á öklann“. „Lestu bara yfir brennivíninu og komdu með það, það gerir áreiðanlega sitt gagn“, sagði jeg og vonaðist til að Berta gamla beitti einhverjum galdrakúnstum við lækn- inguna, svo jeg sæi þær. Berta náði nú í alldigran, bláan brennivínspela og staup Kaupmaður nokkur bauð húslækni sínum til miðdegis- veislu, sendi þjón sinn með boð in og beiddist svars. Læknirinn skrifaði í flýti svarið á lyfseðil og fjekk þjóninum. En þegar þjónninn kom með lyfseðilinn til húsbónda síns, gat hann ekki með nokkru móti lesið það, sem á honum stóð. Hann skautst þá yfir í næstu lyfja- búð og sagði við lyfsalann: — Getið þjer ekki gert svo vel og lesið þetta fyrir mig?“ Lyfsalinn brá sjer í næsta herbergi með seðilinn og kom að vörmu spori aftur með vænt lyfjaglas. — Það kostar 8 krónur og 50 aura. ★ í öllum málum er jörðin höfð kvenkyns. Vísind'amenn halda helst að það sje vegna þess, að engin veit, hve gömul hún er. ★ Villi og Björn mættust á götu. — Er það satt, sagði Villi, að hún Lísa systir þín sje búin að svíkja hann Ólaf lækni? — Já, það er víst satt, svar- aði Björn, því að hann sendi henni í morgun reikning fyrir 47 læknisvitjanir. ★ — Jæja, skósmiður, eru stíg vjelin mín til? — Nei, en þau skulu vera til á morgun. — Hvað er þetta? Þjer sögð uð í gær, að þjer væruð með það síðara. — Já, þegar jeg hefi mikið að gera, byrja jeg æfinlega á síðara stígvjelinu. ★ Hún: — Pabbi gefur mjer altaf bók í afmælisgjöf. Hann: — En hvað þú hlýtur að eiga stórt bókasafn. ★ — Jæja, svo þjer starfið ekki neitt. — Nei, sjáið þjer til. I hvert skipti, sem mjer býðst atvinna dettur mjer í hug, hve margir menn ganga atvinnulausir og þá hefi jeg ekki brjóst í mjer til þess að taka stöðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.