Morgunblaðið - 27.08.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.08.1944, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagui 27. águst 1944 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavik Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmimdsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlandj. kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Verkefni Eimskips ÞAÐ HEFIR ekki verið neinn smáræðis bægslagangur sumra blaða, í sambandi við gróða Eimskipafjelagsins s. 1. ár. Verður ekki annað ráðið af þessum skrifum en að blöðin telji það mikla þjóðarógæfu, að afkoma fjelagsins skyldi hafa verið svo góð, sem raun varð á. En hvað varð um þenna gróða? Það hlýtur að vera skoðun þeirra blaða, sem ráðist hafa á Eimskip, að gróð- anum hafi verið ráðstafað á einhvern þanri máta, sem ósamrýmanlegur er hagsmunum þjóðarheildarinnar. Við skulum þá athuga hvernig aðalfundur Eim'skips ráðstafaði gróðanum. Ekki fengu hluthafar gróðann. Þeir fengu aðeins sinn gamla ákveðna skamt (4% af hluta- fjenu); meira fóru þeir ekki fram á. Langmestur hluti gróðans -10 milj.) var lagður í nýbyggingarsjóð fjelagsins. M. ö. o. Eimskipafjelagið ákvað að verja gróðanum í ný- byggingu skipa, strax og tækifæri gefst. Er þessi ráðstöfun á gráða Eimskips gagnstæð hags- munum alþjóðar? Nei, vissulega ekki. Við skulum aðeins í þessu sambandi minna á eina þörf þjóðfjelagsins, að því er snertir aukinn skipakost. En sú þörf er líka svo brýn, að það er lífsnauðsyn fyrir atvinnu- vegi landsmanna, að hún verði uppfylt. Er hjer átt við þá aðkallandi nauðsyn, að þjóðin eignist kæliskip, ekki aðeins eitt skip, heldur tvö eða þrjú. Það verður ekki með tölum talið tjónið, sem atvinnu- vegirnir hafa þegar beðið fyrir það, að ekki hafa verið til kæliskip til þess að flytja framleiðsluvöruna á erlendan markað, jafnharðan og hún varð til. Strax og möguleikar opnast fyrir Eimskip, að ráðast í nýbyggingu skipa, hefst það handa um byggingu kæli- skips, eins eða fleiri. Fjelagið spyr ekki um hvað slík skip kosti. Því er ljóst, að atvinnuvegunum er það lífs- nauðsyn, að þjóðin eignist þessi skip. Hólið verður að háði TÍMINN er með heilmikinn reiðilestur um Sjálfstæðisfl. í forystugrein í síðasta blaði. Tilefnið er að hjer í blaðinu voru fyrir nokkru gerð að umtalsefni hin skoplegu skrif Tímans að undanförnu, þar sem dregin er upp mynd af Framsóknarfl. sem hinum víðsýna „jafnvægis- og mið- flokki“ í þjóðfjelaginu, er bryti á bak aftur ofstækið og öfgarnar til hægri og vinstri. Var ritstjóra Tímans á það bent, hversu þessi skrif kæmu m. a. illa heim við „ástar- æfintýrið“, við „öfgarnar til vinstri“, þegar Framsóknar- menn sátu mánuðum saman að samningaborði með komm únistum og lögðu höfuðkapp á að komast í samstjórn með þeim. Enn sæti illa á Framsóknarmönnum að gera sjer fjarska mikið far um að reyna að skrökva upp á Fram- sóknarfl., að hann sje einskonar pólitískur sáttasemjari í þjóðfjelaginu eða „jafnvægis“-flokkur, þar sem þessi flokkur væri í raun og veru höfundur úlfúðarinnar í ís- lenskum stjórnmálum. Reiðilestur Tímans út af þessum ábendingum skal ekki rakinn. Þegar alt illt á að vera Sjálfstæðisfl. að kenna, en allar „umbætur“ að þakka Framsóknarfl., þarf víst meira en fáar línur til leiðrjettingar. En við eitt má staldra. Ritstjóri Tímans segir m. a. mjög svo ásakandi: „Kölluðu þeir (þ. e. Sjálfstæðism.) ekki allan stuðning við atvinnuvegina ölmusur og fátækrastyrki?“ Þetta andvarp ritstjórans er meira en það sýnist. Það minnir á harða baráttu, sem átt hefir sjer stað í þjóðfje- laginu milli þeirra, sem vildu búa þannig að atvinnu- vegum, að þeir þyrftu engar ölmusur og styrki, og hinna, sem farið höfðu með völdin í þjóðfjelaginu og skyldu þannig við, að efnahagsstarfsemi þjóðarinnar var í rúst- um. Hólið getur orðið að bitrasta háði! Það verður það, þegar stjórnmálaflokkar fara að hæla sjer af styrkveit- ingum til atvinnuvega þjóðarinnar, sem þeir sjálfir hafa reynst vanmegnugir að búa að þannig, að þeir gætu borið sig og heilbrigð efnahagsstarfsemi þróast. „Kosninga- bensínið" YIÐ Lýðveldiskosningarnar s. 1. vor var a£ hálfu Lands- nefndar lýðveldiskosninganna gerðar ýmsar ráðsta'fanir í þeim tilgangi að takmai'ka eftir mætti útgjöld við þjóð- aratkvæðagreiðsluna. Ein afi þeim ráðstöfunum var að fá sem flestar bifreiðar til að aka kosningardagana j þegnskyldu vinnu. Takmarkaður bensín- skamtur torveldaði í fyrstu þessar tilraunir. Jeg snjeri mjer þá fyrir hönd Lands- nefndarinnar til atvinnumála- ráðhei’ra með óskir um að bíl- ar sem æk.ju endurgjaldslaust við Jtjóðaratkvæðagreiðsluna, fengju aukaskamt af bensíni, svo þeir yrðu skaðlausir hvað bensínleysi þeirra snerti. Ráð- herra varð góðfúslega við þessari ósk, enda rættist vel úr með bifreiðarnar. Nokkur dráttur varð á að koma þessu í kring að aflokn- um kosningum. En vegna í- trekaðra blaðaskrifa um þessá bensínúthlutun, vil jeg taka fram að þann drátt ber á eng- an hátt að ásaka atvinnumála- ráðherra eða atvinnumála- ráðuneytið fyrir, málið fjekk þar fljóta og góða afgreiðslu. Það er nú nær mánuður síð- að tilkynning kom um það frá atvinnumálaráðuneytinu till lögreglust.jórans í Reykjavík og bæjarfógetans í Hafnar- firði að afhenda umtalað bensínleyfi samkv. skrá er fylgdi. Eitthvað hefir verið afhent af þessum leyfum, en megnið mun ennþá vera óafhent. Þar sem núverandi skömt- unartímabil er senn á enda, og ennþá knappari skamtur á næsta skömtunartímabili hafa margir óskað þess að fá sinn aukaskamt’ með næstu úthlut- un, sem verður um næstu mánaðamót. Þetta hefir feng- ist samþykt og geta menn tekið sinn aukaskamt hjá áð- urnefndum aðil.jum strax eft- ir mánaðamótin eða, í byrj- un næstu úthlutunartímabils. Að lokum þetta, vegna þeirrá sem eru með ásakanir út af nefndum drætti: Það urðu nokkrar orsakir til að tef.ja fyrir afgreiðslum, seni jeg hirði ekki að skrásetja hjer. Ferðasaga fótgangandi flugmanna. FYRIR SKÖMMU hitti jeg tvo breska flugmenn, sem dvalið hafa hjer á landi um hríð. Tal- ið barst brátt að íslandi og ís- lendingum og það, sem vakti sjerstaka athygli mína var hvað þessir tveir menn vissu mikið um landið og þjóðina, en þó eink um hve hlýjan hug þeir báru til sveitafólksins. Það var bókstaf- lpga eins og þeir hefðu aldrei fyrr hitt almennilegt fólk og þótt ust þó báðir hafa ferðast víða um lönd. Þessir bresku flugmenn heita A. W. Cockram og er sá flug- sveitarforingi, en fjelagi hans heitir Mc G. Dunnett og er eins og nafnið bendir til Skoti að ætt. Þeir fjelagar ákváðu að gera það, sem ekki er alment meðal erlendra hermanna hjer á landi, en það var að fara í gönguferð um landið í sumar- leyfi sínu. Flugmennirnir sögðu mjer alt um ferðalag sitt. Fyrst fóru þeir hjeðan úr bænum í bílum aust- ur yfi'r Fjall, en síðan til Þing- valla um Grafning. En frá Þing völlum fóru flugmennirnir gang andi austur yfir Lyngdalsheiði og frá Laugarvatni gangandi að Geysi og Gullfossi. Voru þeir á rölti í nokkra daga og kunnu hið besta við sig. Rjetta leiðin. — HVERNIG datt ykkur í hug að fara í þessa gönguför, þegar þið hafið farartæki eins og bíla og flugvjelar til að spóka ykk- ur á? spurði jeg bresku flug- mennina. Þeir voru ekki í vandræðum með svarið: — Með því að ganga og koma við á sveitabæjunum kynnist maður best landinu og fólkinu. Þetta höfum við reynt erlendis og það hefir aldrei skeikað. Menn, sem vilja kynn- ast löndum og þjóðum, eiga að ferðast fótgangandi og tala við almenning, borða hjá almenn- ingi og gista á sveitabæjunum. — Við vissum ekki mikið um Island fyrir ári síðan, þegar jeg fjekk skipun um.að fara til ís- lands. Þá brá mjer heldur en ekki í brún, sagði Cockram, en nú veit jeg betur. Jeg vildi gjarna búa hjer á landi — bara ef það væri dálítið styttra heim! Minti þá á Skotland. — ÞAÐ, sem okkur fanst undravert, en um leið skemti- leg tilbreytni, var að á hverj- um degi komum við í nýtt lands- lag, nýjan gróður og algjörlega nýtt umhverfi. Sumstaðar minti landslagið svo mikið á landslag í Skotlandi, að við urðum al- veg forviða. íslenskum sveitaheimilum! Það er nú ekki klipið við nögl sjer. Skyrið, smjörið og mjólkin. Það er fæða, sem við erum farnir að kunna að meta. Við dvöldum á þessum bæ í Laugardalnum eina nótt og næsta dag' fórum við í heyvinnu með heimámönnum, en hjeldum svo áfram ferðinni til Geysis. • Vildu ekki taka borgun. ÞANNIG hjeldu bresku flug- mennirnir áfram að segja mjer ferðasögu sína af gönguferðinni um Suðurland og enn hjeldu þeir áfram. — Það sem okkur þótti verst, en um leið undarlegt, var að ef maður þáði greiða á sveitabæj- um, var ekki hægt að fá að borga fyrir sig. Einu sinni kom- um við að manni, sem var að slá skamt frá bóndabæ. Við tölum ekki nema tvö eða þrjú orð í íslensku og bóndi kunni álíka mikið í ensku. En við gátum komið honum í skilning um, að , okkur langaði í mjólk að drekka, og var það auðsótt mál. En ekki var að tala um að fá að borga. Að lokum reyndi jeg að gefa bónda sígarettupakka, en hann ætlaði aldrei að fást til að taka við hohum. Á öðrum stað gistu flugmenn- irnir í hlöðu. Þar fanst þeim full hlýtt, en að öðru leyti fór vel um þá. Hjer var tækifæri. SAGA FLUGMANNANNA bresku er hjer sögð vegna þess, að hún er að mörgu leyti lær- dómsrík fyrir okkur. Hjer hafa dvalið þúsundir erlendra her- manna síðustu 4 árin. Allflestir hafa farið hjeðan af landinu og fara jafn nær og þeir komu að þekkingu á landinu. Við höfð- um látið stærsta tækifæri, sem okkur hefir nokkru sinni borist upp í hendurnar til landkynn- ingar, ganga okkur úr greipúm. Það má víst fullyrða, að hægt hefði verið að fá hermenn í stutt ar eða langar gönguferðir, sem t. d. Ferðafjelag íslands hefði gengist fyrir, og haft góða túlka með í förinni. Það hefði mátt og raunar átt að efna til ferða til Þingvalla fyrir hermenn, til þess að fræða þá um stað. Fleira og fleira mætti nefna. Bretarnir tveir, sem jeg sagði ykkur frá, munu alla ævi bera Islandi og Islendingum vel söguna vegna þess, að þeir fóru í nokkurra daga gönguferð hjer í nærsveitunum, og var vel tek- ið. — Forvitni. MIKIÐ GETUR fólk verið for- En þá, sem langar til að ná í sökudólginn bið jeg að snúa s.jer til mín. Reykjavík, 28. ág. 1944. .. Eyjólfur Jóhannsson.. . Umferðabanni afljett. London: — Umferðabanni því um hjeruðin í Suður-Eng- landi, sem lengi hefir staðið, var afljett í gær. En um leið var fólki gert kunnugt, að hætta væri á flugsprengjum ó- vinanna á þessum svæðum, svo ekki væri ráðlegt að ferðast mikið þangað. 1 Hjálpuðu til við hey- skapinn. AÐ LAUGARVATNI komu þeir fjelagar seint um kvöld og var tekið þar með mestu virkt- um. Ekki voru til rekkjur fyrir þá, en einhver „góðgjarn mað- ur“ vildi alt fyrir okkur gera og við fengum að sofa á gólfinu í borðsalnum um nóttina og var það ágætt, því við höfðum svefn poka með okkur. Næsta dag hjeldum við inn í Laugardal og gistum þar á bæ, sem okkur hafði verið vísað á, en við vildum fyrir hvern mun kynnast sveitafólkinu. Þar höfð- um við það gott eins og annars- staðar. En mikil lifandi skelfing er borið af mat fyrir mann á vitið. Undanfarna daga hefi jeg ekki haft frið vegna fyrirspurna um klæðaburð Vesturfaranna. Því miður get jeg engar upplýs- ingar gefið um þetta atriði. Menn vita nú ekki, eða fá ekki að vita það, sem minna er, t.d. hver bauð utanríkisráðherran- um vestur. Við þeirri spurningu fæst ekkert svar og sumir segja meira að segja, að það sje kjána leg spurning. En svona getur fólk ið látið, af eintómri forvitni. En það get jeg fullyrt eftir bestu heimildum, að sagan um að „föruneytið" hafi fengið sjer einglyrni, er uppspuni frá upp- hafi til enda. Það Ru ekki þykja neitt fínt að vera með svoleiðis fyrir westan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.