Morgunblaðið - 27.08.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.08.1944, Blaðsíða 5
Sunnudagur 27. ágúst 1944 MORGUNBLAÐIÐ 5 Frelsi og friður í nánd. Um þessar mundir ríkir gleði í öllum lýðfrjálsum Iöndum. Menn sjá nú hilla undir enda- lok styrjaldarinnar. Hinar und- irokuðu þjóðir eru að fá frelsi sitt á ný. Parísarborg er aftur orðin frönsk. Það fær mönnum tvöfaldrar ánægju. — Það er vitni þess, að kúgunarvaldið er svo lamað, að máttur þess er senn á þrotum. En það er einnig vitni þess, að með hinni frönsku þjóð býr enn óbugaður máttur. Því að það var franska þjóðin sjálf sem frelsaði sína eigin höfuðborg. Á sama veg mun fara með öðrum undirokuðum þjóðum. Máttur þeirra mun vakna á ný, þegar hjálpin nálgast. Herir yf- irdrotnaranna eiga hvergi hjálp ar að vænta á undanhaldi sínu. Jafnvel þeirra eigin Iiðsmenn snúa nú við þeim bakinu. Um það er dæmi Rúmena glögg sönnun. Sá andvari frelsisins, sem nú fer um Evrópu, er að verða að stormi, sem innan stundar steypir einvöldunum af stóli. Uggur á íslancli. Því eftirtektarverðara er, að hjer á íslandi hefir undanfarna daga búið uggur með mönnum. Sá uggur á þó ekki rætur sínar að rekja til þess, sem í Evrópu er að gerast. Heldur voru það fregnir úr vesturálfu heims, sem honum voru valdandi- Um síð- ustu helgi var það almenningi birt, að forseti íslands væri boð inn vestur um haf. í fyrstu tóku menn þeirri fregn með óbland- inni ánægju. Menn töldu þetta heimboð enn eitt merki þeirrar velvildar og vináttu, sem við höfum búið við af hálfu hinn- ar miklu Bandaríkjaþjóðar. Töldu þetta vitni um kurteisi, sem stærsta lýðveldið og hið mesta vildi sýna hinu minsta. En bráðlega tóku menn að setja þenna atburð í samband við aðra, sem eru að gerast. Menn sögðu, að úr því að það yæri ekki forsetinn einn, sem væri boðinn, heldur einnig ut- anríkisráðherra landsins, þá gæti ekki verið um vináttuboð eitt að ræða eða kurteisi, heldur hlyli undir að búa, að um stjórn mál ætti að semja. Ástæður óttans. Almenningur fór því að velta því fyrir sjer, hvað á seiði mundi vera. Þá vaknaði í fyrstu upp fyrir mönnum, að í Banda- ríkjunum er þessa dagana hald- in ráðstefna með stórveldunum um alþjóðaöryggi. Á leikmanna máli mundi það merkja, að stór veldin eru að ræða sín á milli um skiftingu herafla sinna og óhrifasvæða í heiminum. Her- stöðvar og aðstöðu eftir stríð og á meðan á hinu langa vopna- hljei stendur, sem ráðgert er þangað til endanlegur friður verður saminn. Sumir settu för utanríkismála ráðherrans íslenska vestur um haf þegar í stað í samband við þessa samninga. Ekki vegna þess að ísland væri stórveldi. Heldur þvert á móti, vegna þess að það væri minst af hinum minstu. En engu að síður hern- aðarlega mjög mikilvægt. Og þess vegna vildi eitthvert stór- veldið eða þau öll tryggja sjer bækistöð hjer á landi. Hugleiðingar fárra manna í REYKJAVlKURBRJEF Þingmenn nú neita því aftur á móti harðlega, að þeir eigi nokkurn þátt í þessu stórmæ'Ji ríkisstjórnarinnar. þessa átt breyttust í ugg almenn ings, þegar hingað barst fregn um, að Connally, formaður ut- anríkisnefndar Bandaríkjanna, hafði látið svo um mælt, að Bandaríkjunum væri lífsnauð- syn að hafa bækistöðvar á Is- landi og ef hægt væri, ættu þau að reyna að eignast eyjar þær á Atlantshafi, þar sem Banda- ríkjamenn nú hafa bækistöðv- ar. Þarna er skýringin komin á hinni skyndilegu för fórseta og utanríkisráðherra vestur um haf, sögðu margir. Aðrir ljetu sjer nægja að láta í ljós, að um leiðinlega og óheppilega tilvilj- un væri að ræða, að hvort- tveggja, vesturförin og hina at- buroina skyldi samtímis bera að. Málið horfir öðruvísi við. Við nánari eftirgrenslan og íhugun kom í ljós, að atburð- unum var býsna öðru visi varið en í fyrstu mátti ætla. Það fór að frjettast, að utanríkisráðherr ann hefði alls eigi verið boðinn vestur. Tilætlun valdamanná vestra hefði þess vegna ekki verið sú, að hefja stjórnmála- umræður við ísland, heldur ein- göngu hin að sýna hinu unga lýðveldi og forseta þess vin- semd og kurteisi. För utanrík- isráðherra hefði því eigi meiri pólitíska þýðingu en lögreglu- þjónsins, sem með forsetanum fór. Báðir voru einungis fylgd- armenn forsetans. Fullyrt er, að þessi siðari frjett sje rjett. En ef svo er, þá breytir heimboðið alveg um svip. Engin ástæða er framar til að leita annarlegra skýringa af hálfu Bandaríkjanna. Marg- reynd vinsemd þeirra í okkar garð er ærin skýring á kurteis- isboði forseta landsins til Was- hington. Þessu til styrktar bæt- ist svo það, að Connally hefir þverneitað að hafa nokkru sinni viðhaft nein slík ummæli, sem eftir honum eru höfð- Telur þau einberan tilbúning blaðamanna þar vestra. Uggur sá, sem vakn- aði um, að vesturförin væri utanstefna í líkingu við Nor- egsfarir íslenskra höfðingja á Sturlungaöld, virðist þannig sem betur fer ástæðulaus. För forseta verður eflaust hin mesta sæmdarför og hann og hinir glæstu fylgdarmenn hans koma sjálfsagt heim hlaðnir margvíslegum sóma. Hinu verður þó ekki neilað, að þótt eigi væri það tilætlun Bandaríkjanna, þá hefir förin fengið pólitískan svip vegna þátttöku utanríkisráðherrans. En það er íslenska stjórnin, sem því hefir valdið. Á því hlýtur hún að sjálfsögðu að gefa skýr- ingar hið allra bráðasta. Hvers eðlis eru þær umræður, sem ut- anríkisráðherrann á að hefja, og hver undirbúningur þeirra hefir átt sjer stað á Islandi? Lífsnauðsyn Bandaríkjanna. Sumir kunna að segja, að of mikillar bjartsýni gæti í því að fullyrða, að uggur almennings um utar.stefnu sje ástæðulaus. Svipuð ummæli þessum hafi áð ur birst í bandarískum blöðum og þótt orð Connallys sje al- 26. ágúst. rangt eftir höfð, þá liggi þó þessi skoðun á lífsnauðsyn bækistöðva á íslandi fyrir Bandaríkin í loftinu þar í landi! íslendingum beri því að gjalda varhug við og vera vakandi um rjett sinn. Morgunblaðið hefir auðvitað enga aðstöðu til að dæma um, hvort einhverjir menn í Banda rikjunum ala slíkar óskir í brjósti. Og vissulega er sjálf- sagt að gæta allrar varúðar. En ef óskir um bækistöðvar koma fram, þá er afstaða íslands al- veg skýr. Um þetta efni er bú- ið að semja. Það er ekki eftir að semja um það. Um það var samið strax áður en Bandaríkin tóku að sjer hervarnir landsins um sinn. Þá lýsti forseti Banda- ríkjanna yfir þessu: ,,Bandaríkin skuldbinda sig til að hverfa burtu af íslandi með allan herafla sinn á landi, í lofti og sjó, undir eins og nú- verandi stríði er lokið“. Slík er þjóðrjettarleg skuld- binding Bandaríkjanna og eng- um ábyrgum íslendingi kemur til hugar að það muni rjúfa hana. Og ef raddir koma fram í aðra átt, hvar sem er í heim- inum, þá er engu öðru til að svara en vitna til þessa samn- ings. Valdið getur auðvitað orðið rjettinum yfirsterkara. En það þarf ekki að óttast hjer. Því að þótt íslendingar sje ekki vel að sjer í alþjóðamálum, þá vita þeir tvent: Annað er, að Banda- ríkin ganga ekki á gefin heit. Hitt er, að Bandaríkjunum er engin lífsnauðsyn að hafa bæki- stöðvar hjer. Lífsnauðsyn þeirra er önnur. Sú, að engin önnur ríki fái hjer bækistöðvar. Það fá þau heldur ekki með sam- þykki íslendinga. Brotnar rúður. Bismarck sagði einhverju sinni, að ríkisstjórnirnar hefðu oft nóg að gera við að setja í rúður, sem blaðamennirnir hefðu brotið hjá nágrannaþjóð unum. íslendingar hafa rtú orð ið fyrir slíku rúðubroti með blaðaskvaldrinu, sem bjó til hin óvinsamlegu ummæli Con- nallys. En þeir þurfa ekki að kippa sjer upp við slíkt. Menn verða miklir á ýmsu í Banda- ríkjunum. Þegar Big Bill Thomson var borgarstjóri í Chicago, þá hjelt hann sjer uppi á því og varð frægur fyr- ir að skamma Georg sáluga V. Bretakonung. Fullyrti, að hann ætlaði að leggja undir sig Bandaríkin. Gagnstætt því segja blaðamennirnir nú, að Bandaríkin ætli að leggja und- ir sig Island. En það eru ekki orðhákar í Bandaríkjunum, sem gera sig seka um að brjóta rúður í húsi nágrannans, hvort sem það er konungshöllin breska eða kot- ungshreysið íslenska. Okkur Islendinga hendir því miður hið sama. Allir góðir menn hneyksluðust yfir fjandskap þeim, er kommúnistar sýndu Banadríkjunum, þegar Alþingi svaraði vinarkveðju Banda- ríkjaþings\ á síðastliðnu vori. Af svipuðum toga eru spunnin fyrirmæli þau, sem Þjóðvilj- inn öðru hvoru birtir til Banda ríkjamanna um það, hvern þeir eigi að kjósa fyrir forseta á hausti komanda. Má þó segja, að þau sje meinlaus, þar sem þau verða líklega að litlu höfð. Bandaríkjamenn telja sig sennilega einfæra um, án að- stoðar Þjóðviljans, að ákveða sjálfir, hvort þeir velja hinn glæsilega foringja sinn Roose- velt fyrir forseta á ný, eða kjósa heldur hinn ötula Dewey. Forðumst molbúaháttinn. Miklu skaðsamlegri er sá á- róður, sem sumir, m. a. starfs- menn við háskólann, hafa haft í frammi um, að okkur væri hættulegt að kynnast banda- rískri menningu og að skólar í Bandaríkjunum stæði á lægra stigi en skólar í Evrópu. Banda ríkjamenn mega auðvitað láta sjer slíkan þvætting í ljettu rúmi liggja. Hann gerir þeim ekkert. En hann skaðar okkur. Rejmsla strðsáranna hefir kent okkur Islendingum, að af Bandaríkjamönnum er ótal margt að læra. Tækni þefrra og margt i menningu getur orðið okkur til ómetanlegs gagns. Lítið dæmi um það var hin stórfróðlega grein Hilmars Kristjónssonar, sem birtist hjer í blaðinu á dögunum um nýtískubáta og veiði-aðferðir á vesturströnd Bandaríkj- anna. Látum okkur endilega taka upp menningarsamband á ný við meginland Evrópu, þeg- ar það verður mögulegt. En lát um ekki þann molbúahátt henda okkur, að slíta þá þræði, sem á undanförnum árum hafa verið spunnir til vináttu og samstarfs okkar litla lands, við hinar miklu enskumælandi þjóðir, Bandaríkjamenn og Breta. Ný Nobelsverðlaun? Litlu betri en sá molbúahátt ur að vilja útiloka sig frá menningu mestu framfaraþjóða heimsins er hitt, ef íslendingar ætla að fara að útdeila verð- launum fyrir dáðir mannkyns ins. í rauninni er hvorttveggja af sömu rót runnið. Oflæti þjóð ar, sem er að vakna til nýrra afreka, en hefir ekki til fulls áttað sig á afstöðu sinni. Það er að vísu meinlaust gaman af forsætisráðherranum dr.. Birni Þórðarsyni, að hann skuli láta stofna nýtt íslenskt heiðurs- merki. „Heiðursmerki vegna endurreisnar lýðveldisins“. — Hann hefir þá einhvers að minnast um eigið afrek í sam- bandi við þann sögulega at- burb. Annað er, hvort mörg- um finst sjerstakur sómi af sæmdum frá einmitt honum af þessu tilefni. En gamanið fer að nálgast það, að verða á kostnað allra íslendinga, þegar eitt af hinu nauðsynlegasta er talið, að breyta reglum Fálka- orðunnar svo, að hana ,,má sæma þá sem unnið hafa af- rek í þágu mannkynsins“. Fullyrt er, að þessum nýju Nobelsverðlaunum hafi forsæt isráðherrann ráðið einn, þó að sjálfsögðu í samráði við rík- isstjórnina í heild. Þegar orð- an var stofnuð var haldinn um það einkafundur þingmanna. Landinu verður að stjórna. Það væri synd að segja, að ríkisstjórnin hefði ekki neitt að dunda við. En á meðan ís- lenska stjórnin er að leika sjer að því að stofna nýja orðu og breyta þeirri gömlu svo, að velgjörðamenn mannkynsins verði hjeðan í frá glögt ein- kendir, svo örugt sje, að ekki verði á þeim vilst, þá eru aðr- ir, sem eru að gera út um ör- lög þjóðanna. íslendingar skilja vel, að þótt eigi sje að marka öll skrif blaða úti í heimi varðandi land þeirra, þá verður framtíð Is- lands um langt skeið ráðin með þeim ákvörðunum, sem nú í stríðslokin verða teknar um öryggismál þjóðanna og við- skifti þeirra sín á milli. íslendingar ætlast til að for- ystumenn þeirra sjái þjóðinni og hagsmunum hennar borgið á þessum örlagaríku tímum. Þeirrar forystu er því miður ekki að vænta hjá núverandi ríkisstjórn. Það er Alþingi eitt. sem slíka forystu getur skap- að. Það má ekki lengur bregð- ast hlutverki sínu. Alþingi verður nú að mynda öfluga ríkisstjórn, sem er þess um kora in að stjórna landinu. Rætl um Eysfrasaðt é Teheranráð- sfefnunni Einn frjettaritari Saturday Evening Post hefir í frásögn af Teheranráðstefnunni skýrt frá því, að Stalin og Roosevelt hefðu á ráðstefnunni rætt um frelsi Eystrasalts. Stalin hafði tekið það fram, að hann væri alveg viss um það, að Danir, Svíar og Norðmenn hefðu á- huga á því, að Eystrasalt væri aðgengilegt fyrir skip allra landa heims, og Roosevelt sagði að það gleddi sig, að Stalin gæfi í skyn, að hann sæi enga hættu fyrir Rússland í sjálf- stæði Norðurlandanna. Þegar farið var að ræða um Kielarskurðinn, sagðist Roose- velt forseti, sem á unga aldri hafði verið viðstaddur hersýn- ingar í Kiel, að það væri nauð- synlegt að Þjóðverjar rjeðu ekki yfir skurðinum. Hann stakk upp á því, að komið yrði á fót sjerstöku ríki við skurð- inn. Skurðurinn skyldi vera öllum opinn, eins og Panama- og Suezskurðurinn. En Banda- menn ættu, með tilliti til heims friðarins, að hafa eftirlit með stjórn rikisins, sem nefnast skyldi Fríríkið Kiel. Ríkinu skyldi óheimilt að hafa her. Stalin hlustaði á tillögur for- setans með sýnilegri ánægju og stóð á fætur, rjetti forsetan um höndina og sagði: Þarna höfum við lausnina. Það er einmitt þetta, sem á að gera. Churchill forsætisráðherra, — sem einnig hafði hlustað á til- lögur Rooseveltá, sagði, að þær væru athyglisverðar. En hann vildi fresta umræðunum um þetta fyrirhugaða ríki. (Samkvæmt danska útvarp- inu hjer).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.