Morgunblaðið - 29.08.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.08.1944, Blaðsíða 6
6 M0B6UNBLAÐIÐ Þriðjudagur 29. ágúst 1944. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík FraroJiv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbðk. Ofureíli hinna kúgúðu ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGUR Dana 29. ágúst er og verður sjerstæður í sögu landsins. Á þeim degi hrintu þeir af sjer í einni svipan öllu ámæli heims, um undanlátssemi við ofbeldi nasismans. f>eir áttu aldrei það ámæli skilið. Þeir sýndu það best í verki þann dag. Sigur hinnar fámennu, að heita mátti vopnlausu þjóð- ar í viðureigninni við hið stálbrynjaða ofurefli, mun ekki aðeins varpa ljóma á framtíð Ðana. Þau viðskipti vopn anna og andan's greindu skilmerkilega frá, að barátta hinna vopnum búnu Þjóðverja gegn frelsisunnandi þjóðurn álfunnar er og verður alla daga vonlaus. Þjóðverjar ætluðu að gera yfirráð sín í Danmörku að fyrirmynd, hjeldu að þeir gætu sannfært heiminn um, að lýðræðissinnuð, frjálshuga menningarþjóð, með alda- grónar hugsjónir um persónufrelsi og rjettaöryggi, gæti þolað sambýli við Nasismann. Þetta var og er ógerlegt. Danska þjóðin, og þá fyrst og fremst danskur æskulýður sýndi heiminum á virkan hátt sannleiksgildi orðanna að „jafnvel úr mekkjunum svíða má sverð — í sannleiks og frelsisins þjónustu- gerð“. Stund frelsisins nálgast. Heitasta ósk Dana í dag, ungra og gamalla, allra stjetta er að taka sem yirkastan þátt í því, að hrinda ófögnuði Nasismans af höndum sjer. Að lyfta merki frelsis og þjóðareiningar hátt við hún, eins og aðrar undirokaðar þjóðir Evrópu og ekki síst frændþjóðin norska. Að hlynna að loga fórnfúsrar ætt- jarðarástar sem lýst hefir frá ströndum Danmerkur und anfarið ár og vermt hugi þjakaðra manna og kúgaðra um víða veröld. , Hjer á landi, sem annarsstaðar er iv tlsisbaráttu dönsku þjóðarinnar fylgt með óskiptu athygli, með þeirri einlægu von, að Danmörk megi sem fyrst fá endurheimt frelsi sitt, og við hlið hinna sameinuðu þjóða fá að taka upp hið mikla alþjóðlega starf, sem nú er fyrir höndum. að tryggja heiminum frelsi og frið og almenningi allra Janda aukna farsæld. Enn syrtir að ÞAÐ HORFIR EKKI friðsamlega í kaupgjaldsmálun- um nú, fremur en oft endranær. Iðjuverkfallið hefir senn staðið mánaðartíma, en ekki verður sjeð að menn sjeu að neinu leyti nær lausn deilunnar en í upphafi. Þvert á móti. Deilan virðist fara harðnandi. Þannig hefir Dags brún fyrirskipað samúðarverkfall hjá öllum fyrirtækj- um í Fjelagi ísl. iðnrekenda og hefst það frá 3. sept. n. k. En hjá fyrirtækjum þessum vinna nokkrir verka- menn, sem eru í Dagsbrún og ráðnir áamkvæmt samn- ingi þess fjelags. Samúðarverkfallið nær einnig til allrar vinnu sem unnin er fyrir fyrirtæki í Fjelagi ísl. iðnrek- enda, t. d. við flutninga og þessháttar. Það horfir því engan veginn friðsamlega um lausn þessarar deilu. Sama er að segja um verkfallið hjá olíufjelögunum. Þar eygja menn enga lausn og deilan fer harðnandi. Þetta eru verkföllin, sem hafin eru. En ekki er ann- að sjáanlegt en að ný verkföll bætist við í náinni fram- tíð. Þannig hefir Sveinafjelag skipasmiða hjer í Reykja- vík sagt upp kaupsamningi frá 1. sept. n. k., Þvotta- kvennafjelagið Vörn (deild úr Iðju) frá 1. sept., Fjelag járniðnaðarmanna frá 3. sept.. Verklýðsfjelag Akraness frá 5. sept. og Hlíf í Hafnarfirði frá 10. sept. Þetta eru fjelögin, sem bætast við í hópinn, nú alveg á næstunni En svo hafa einnig prentarar og bókbindarór sagt upp samningum frá 1. okt. n. k. Af þessu er ljóst, að hjer horfir engan veginn friðsam- lega. Stefnir í raun og veru í fullkomið óefni. Ef vel væri. ætti þjóðfjelagið nú að vera önnum kafið við að búa þann ig í haginn, að allir gætu verið öruggir um framtíð sína. En í þess stað logar hjer allt í illindum og deilum. Rifið er ákaft niður, í stað þess að byggja upp. Náifúrulækninga fjelag slofnað á Akureyri Akureyri í gær \Jílverji áhríj^ar: 'IjJr clagíegci Íífinn ♦♦♦♦♦♦ Frá frjettaritara vorum: STOFNFUNDUR Náttúru- lækningafjelags Akureyrar var haldinn í starfsmannasal KEA s. 1. sunnudag. Á fund- inum mætti Jónas Kristjánsson læknir og Björn L. Jónsson, veðurfræðingur. Björn L. .Jónsson gat þess í fundarbyrjun að fyrir til- mæli manna á Akureyri væri Jónas Kristjánsson mættur til þess að stofna fjelagsdeild þar. Fundarstjóri var Sigurð- ur L. Pálsson, mentaskóla- kennari, en ritari Þorsteinh Stefánsson, bæjargjaldkeri. Björn L. .Tónsson skýrði síð- an frá tilgangi N. L. F. 1. og starfssemi þess í Reykjavík. Eru íslendingar þjóf- gefnir? HVERNIG ætli það yrði tekið upp hjer á landi, ef amerískur hermaður, eða hermenn, sem dvalið hafa á íslandi, ljetu hafa það eftir sjer, er þeir koma heim, að íslendingar sjeu þjófgefnir og óábyggilegir. Þeir steli öllu steini ljettara og ekkert megi vera í friði fyrir þeim. Mikil ógurleg móðgun yrði þetta talin, sem von er. En því miður gæti þetta komið fyrir án þess, að gengið væri svo mjög á snið við staðreyndirn ar. Það hefir einkum farið í vöxt upp á síðkastið, að Islendingar hafa gerst ágengir á eignir setu- liðsins. Einkum eru það hjólbarð ar og stykki úr bílum, sem stol- ið er. Ameríkumenn segja, að það megi ekki skilja eftir bíl mannlausan augnablik, án þess að búið sje að rífa hann í sund- á morgnana, en það vill líka oft dragast að jeg komist í rúmið á kvöldin vegna heimilisanna. Mjer þykir því ergilegt að fá ekki frið til að sofa fyrir fólki, sem gengur syngjandi og galandi um götur um og eftir miðnætti. Hvað er hægt að gera til að kenna þessum nátthröfnum að virða svefnfrið fólks hjer í borg- inni? Væri ekki reynandi að breyta vinnutímanum hjer í bænum? Láta fólk byrja fyrr daginn en alment er gert. Því má ekki byrja vinnudag í skrifstofum og verslunum klukkan 8 að morgni, eins og gert er í sumum lönd- um og hætta þess fyrr á kvöld- in? Það gæti verið, að fólk væri þá fyrr í rúmið á kvöldin og frið ur fengist til hvíldar um blá- nóttina“. Stofnendur Akureyrardeild arinnar voru 58, en ýmsir gátu ekki mætt, sem hafa lýst yfir að þeir muni gerast fje- lagar. Frestað var til næsta fundar að kjósa stjórn. Þegar gengið hafði verið; frá fjelagsstofnun flutti Jón- as Kristjánsson, læknir, mjög1 ýtarlegt og fróðlegt erindi unT læknisfræðileg efni en fund- urinn þakkaði með, lófataki. Sjóbardagar við Brefagnestrendur London í gærkveldi: Flotamálaráðuneytið breska tilkynti í dag, að sökkt hefði verið tveim þýskum flutninga skipiun í morgun í skærum,, sem urðu á sjó út af Bretagne1 skaga, en þar eru hersjdp bandamanna á verði, til þess að gæta að ekki sleppi skip, Þjóðverja í höfnum Vestur- Frakklands. Snarpasti bardaginn varð síðar í dag út af Dantifer- höfða, en þar lenti frönskum; tundirspilli og breskum smá- herskipum saman við þýska, skipalest, varða vopnuðum; togurmn, og nokkrum hrað- bátum. Var þar sökkt tvelm skipum þýskum, en eittjaskað. Öll bresku skipin og franski tundurspillirinn komu aftur heim, en manntjón varð nokk- urt á þeim. — Reuter. Vopnahljesskil- málar Búlgara Vopnahljesskilmálar banda- manna Búlgurum til handa eru nú fullbúnir og munu verða lagðir fyiúr fulltrúa Bfilgara einhvern næstu daga, að líkindum í Cairo. Evrópu- nefndin svokallaða gekk frá skilmálunum, en síðan voi’u þeir samþyktir af stjórnum Bandaríkjanna og Rússlands, áður en Búlgörum yrði kunn- gert um að þeir væru reiðu- ^ bimir. — Reuter. ur og stela af honum hjólbörð- unum eða öðru. Af þessum sökum fáum við Is- lendingar á okkur það orð, að við sjeum þjófgefnir og það er gamla reglan, að þó ekki sje nema um fáa menn að ræða, sem stunda þenna „business", þá fær öll þjóðin óorðið á sig. Skammgóður vermir. ÞETTA HNUPL frá setulið- inu er oftast nær skammgóður vermir fyrir þjófana. Bílbarðar setuliðsins eru það frábrugðnir hjólbörðunum, sem seldir eru til borgaranna, að það er ekki um að. villast. Það er hægt að þekkja hjólbarða af herbíl- um hvar sem er og það kemur fyrir svo að segja daglega, að menn eru kærðir fyrir að vera með hjólbarða frá hernum á bíl- um sínum. Setuliðsmenn eru þar að auki farnir að verða varari um sig en áður. Þeir skrifa upp númerin á hjólbörðum undir bílum sínum og það er hægt á stundinni að sjá, hvar herhjólbarða hefir ver- ið stolið og hvenær. Islendingar, sem lagt hafa fyr- ir sig þessa óheiðarlegu og vafa- sömu atvinnugrein, ættu að leggja hana niður hið, bráðasta. í flestum eða öllum tilfellum kemst upp um verknað þeirra, en þar að auki koma þeir slæmu orði á landa sína. Hættulegt sport. ÞÁ MÁ minna bílbarðaþjóf- ana á eina staðreynd enn í þessu sambandi, en hún er sú, að við hverja einustu herbúð og birgða stöðvar hersins eru vopnaðir verðir dag og nótt. Þeir hafa fengið fyrirskipun um að skjóta á menn, sem eru að snuðra í kringum eignir hersins, eða fara inn fyrir herbúðagirðingar. Hjer er alvarleg hætta á ferðum fyrir þá bjána, sem læðast inn í her- búðir til að stela. Hjólbarðaþjófnaðir eru að verða hin mesta plága hjer í bæn um, ekki aðeins hvað snertir setu liðið, heldur af íslenskum bíl- um. Hver einasti bíleigandi ætti að gera sjer að reglu að skrifa upp hjá sjer númerin á hjólbörð um sínum og verður þá auðveld ara að hafa upp á þeim, ef þeim verður stolið. © Ónæði að næturlagi. HÚSMÓÐIR skrifar mjer á þessa leið: „Jeg er ein þeirra mörgu þreyttu húsmæðra, sem þurfa að fara snemma á fætur Verst- um helgar. „LANGMEST eru ólætin um helgar og það er blátt áfram fyrirkvíðanlegt fyrir marga að eiga von á því um hverja ein- ustu helgi að fá ekki svefnfrið. Við húsmæður og margir aðrir verðum að rísa árla úr rekkjum jafnt sunnudaga sem aðra daga. Það er illa farið, ef óreglumenn- irnir eiga altaf að hafa forrjett- i'ndi til að níðast á rjettindum hinna“. Kvartað um hávaða sorphr einsunar - manna. NÚNA UM helgina bárust mjer þrjú brjef, þar sem kvart- að er um hávaða, sem sorp- hreinsunarmenn valda, sem vinna að sorphreinsun að nótt- inni. I einu brjefinu segir, að sorphreinsunarmennirnir taki ekkert tillit til þess, að það sje nótt, því þeir skelli tunnulok'um og kasti frá sjer ílátum, sem þeir safna sorpinu í, og sjeu með alls konar óþarfa hávaða. Það má gera ráð fyrir, að sorphreinsunarmenn, sem að næturlagi vinna, taki þessar að- finslur til greina og reyni að vinna störf sín eins hávaðalaust og frekast er unt. Umferðarmerkin á götunum. MIKLAR UMBÆTUR hafa verið gerðar á umferðarmerkj- um hjer í bænum síðustu árin. En þó stendur vafalaust margt til bóta í þeim efnum ennþá. Undan farin ár hefir setuliðið sett upp merki fyrir sína menn viða í bænum. Þau merki eru eins og hver önnur stríðsfyrirbrigði og ekki er líklegt, að við þurfum að merkja götur okkar með umferð armerkjum á ensku, þegar stríð inu er lokið. í fyrra haust sýndi setuliðs- stjórnin okkur þá hugulsemi, að setja upp hættumerki við skóla bæjarins og hafði meira að segja herlögregluvörð við suma skól- ana til þess að gæta þess, að bíl- stjórar færu varlega framhjá skólunum. Getum gert þetta sjálfir. NÚ ER að líða að því, að skól- arnir byrji á ný og setja þarf upp umferðarmerki við þá til að minna bílstjóra á að aka varlega framhjá skólunum.. En nú ætt- umum við að geta gert þetta sjálfir, úr því búið er að sýna okkur aðferðina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.