Morgunblaðið - 30.08.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.08.1944, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 30. ágúst 1944. MORGUNBLAÐIÐ 5 Sjötugur: ÁRNI ÞORVALDSSON fyrv. yfirkennari á Akureyri ARNI ÞORVALDSSON er nú staddur vestur á Stað á Reykja- nesi (símstöð Reykhólar) með konu sinni. — Hann varð kennari við gagnfræðaskólann á Akuréyri 1909, og hefir hann átt þar heima síðan, en á hverju vorijöll þessi ár hefir hann leit- að suður og vestur og ekki kom ið norður fyrr en á áliðnu sumri og oftast seint í septembeer. — Einnig nú, sjötugasta sumar ævinnar, hjelt hann suður til Reykjavíkur, heilsaði þar upp á kunningjana, dvaldist með þeim um hríð og tók svo stefn- una að vanda vestur að Stað, og þaðan horfir hann nú í dag yfir farinn veg, sjötíu ára skeið. — Síðastliðin 35 sumur hefir hann dvalist ýmist með móður sinni og stjúpa á Brjánslæk eða með foróður sínum að Stað, en nú eru þau öll þrjú dáin, en ættin lifir enn vestur þar, en nú dvelst hann með mágkonu sinni og bróðursyni, og s.l. vor var systursonur hans, Jón Árni Sigurðsson, vígður prestur til Staðar á Reykjanesi, svo að enn er Árni þar vestra undir frænd garði sínum. Nær því árlega hefir hann einnig vitjað bernskustöðva sinna í Norðurárdal, sunnan Holtavörðuheiðar. Þrent ber til þess, að Árni Þorvaldsson hefir svo fast sótt vestur yfir öll þessi ár um bjarta vordaga: Ættrækni, ferðaþrá og átthagaást. Móður sinni unni hann mjög, og var hann svo hamin^jusamur að fá að vera návistum við hana nær sumarlangt árlega fram á sjötugsaldur. Stjúpföður sinn mat hann mikils og þótti vænt um og með þeim bræðrum var jafnan einkarkært. Frændrækni hans er einlæg, og veit jeg ,að þessi forna dygð íslendinga er ríkari með honum en flestum öðrum mönnum, sem jeg hefi kynst. Henni skyld er trygð hans við vini sína. Hann fylgir reglunni: ,,Vin sínum skal maðr vinr vesa, þeim ok þess vin“. — Ferðaþrá íslendinga er við fcrugðið. Árna myndi þykja líf- ið leitt, ef hann gæti ekki ferð- ast eitthvað á hverju ári. En ferðum sínum hefir hann eink- um beint á þá staði, sem minna hann á feður og frændur og þar sem hann hefir slitið barns- skónum. Þarna rennur saman ættræknin og átthagaástin og í þjónustú þeirra hefir hann neytt ferðaþrár þeirrar, er búið hefir honum í brjósti alla ævi. Hann ann mjög náttúru íslands og margar mestu yndisstundir lífsins hefir hann átt í skauti hennar, á fjöllum uppi, í hlíð- um og dölum, giljum og græn- um grundum, við hafið og úti við eyjar blár. Margt ber fyrir augun við Breiðafjörð um bjarta sumardaga. Árni var hinn mesti göngu- garpur, hefir klifið margt fjallið og notið útsýnis víða um lönd og höf. í æsku sinni átti hann nokkurt skeið heima í Ytri-Fagradal, svo að þaðan kann hann líka að meta útsýnið yfir Breiðafjörð. Á stúdentsárum sínum í Kaupmananhöfn var hann sí og æ á ferðalögum í sumarleyfinu, og var slíkt þó fátítt á þeim ár- um meðal íslenskra stúdenta. Ferðaðist hann fyrir svo lítið fje, að undrum sætti, og mun mega fullyrða, að ferðalífið hafi ekki orðið honum dýrara en þó að hann hefði setið kyrr í Höfn. Svo hygginn var hann og spar- samur á ferðalögum. Hann fór á Parísarsýninguna miklu árið 1900 með vinum sínum, Guð- mundi Gamalíelssyni og Sig- fúsi Blöndal síðar kgl. bóka- verði. Farið hefir hann a. m. k. tvisvar suður í Týról, ferðast með bátum um Rínarfljót og víða um Þýskaland, Svíjflóð (vatnaleiðina), Noreg, Frakk- land, England, hálendi Skot- lands og um Danmörku. Einnig hefir hann vitjað St. Pjeturs suður í Róm, komið til Napoli, út í Capri og í bláa hellinn og gengið upp á Vesúvíus. — í riti sínu „Frá Alpafjöllum“ hef ir hann lýst ferðum sínum suð- ur þar og víðar á meginlandi Evrópu. Bera landa- og þjóða- lýsingar hans vitni um skarpa eftirtekt og glöggan skilning á náttúrunni og mannlífinu. Segir hann manna best frá þegar honum tekst upp, og kemur það þá fram, sem fáum er kunnugt, að hann er gæddur skáldlegri andagift. Fyrirtaks kvæði hefir hann líka samið og hnyttna gamanbragi. Það er vonandi, að bráðum komi á prent ýmis- legt, sem Á. Þ. hefir skrifað frá ferðum sínum, því að það er prýðilega frá því gengið og bráðskemtilegt. Þegar Á. Þ. hafði lokið em- bættisprófi og hóf kenslu í Rvk sem stundakennari við Menta- skólann og rnikið sóttur einka- kennari, var svo ástatt, að fáir einir höfðu fengist hjer við enskukenslu. — Aðalbrautryðj- andi um enskukenslu hjer á landi var hinn merki orðabók- arhöfundur Geir T. Zoéga, síð- ar rektor. En eigi að síður hófst nýtt tímabil í sögu enskukensl- unnar hjer á landi með Á- Þ. (og Böðvari frænda hans Krist- jánssyni). Þeir höfðu báðir lagt stund á ensku sem aðalnáms- grein við háskólann í Khöfn hjá hinum fræga hljóðfræðingi Otto prófessor Jespersen. •— Ruddu þeir kenslubókum hans braut hjer á landi við tvo helstu skólana, þar sem enska var kend, sunnan- og norðanlands. Báðir höfðu þeir dvalist í Eng- landi og tamið sjer þar góðan framburð málsins. Þeir þýddu enska málmyndalýsingu, eftir Jespersen, og var hún kend í skólunum. Hófst nú kensla í enskri tungu með nýju og full- komnara sniði en áður hafði tíðkast hjer á landi. Má telja þá frændur meðal brautryðj- enda á þessu sviði í skólum landsins. Þetta kann mörgum að vera *gleymt nú, og er því meiri ástæða til að rifja það upp til maklegrar viðurkenningar hinum sjötuga heiðursmanni og frænda hans og vini. ,,Þeim heiður, sem heiður ber“. Auk ensku kendi Á. Þ. mörg ár latínu við Mentaskólann á Akureyri, og ljet sú kensla ur í Stafholti, en hann var eitt hinna mörgu barna sr. Þor- valds Böðvarssonar, sálma- skálds í Holti undir Eyjafjöll- um. Móðir sr. Þorvalds var Ingi björg Jónsdóttir prófasts í Steinnesi Pjeturssonar, systir sr. Halldórs á Hofi í Vopnafirði og þeirra mörgu systkina. En mæður þeirra hjónanna, sr. Stefáns og Ingibjargar, voru systur, dætur sr. Björns Jóns- sonar í Bólstaðarhlíð. Kona sr. Jóns Sigurðssonar á Breiðabólsstað og móðir frú Kristínar (móður Árna),’ var Ragnheiður, dóttir Jóns stúd- ents Friðrikssonar Thorarensení Víðidalst.og Kristínar Jónsd. pr. á Gilsbakka Jónssonar. Friðrik i faðir Jóns stúdents var prest- ur á Breioabólsstað í Vestur- hópi, einn hinna mörgu barna Þórarins Jónssonar, sýslu- manns á Grund í Eyjafirði | (ættföður Thorarensenanna) og Sigríðar Stefánsdóttur systur er bæði prýðilega vel að sjer í klassiskum fræðum og ann þeim af öllum hug. Á. Þ. er bæoi lærður maður og mentaður, en svo hljedræg- ur, að hvorki nemendur fians nje aðrir hafa fyrir þá sök notið hans sem skyldi. Jeg var samkennari hans nyrðra tuttugu ár, og er mjer Ólafs stiftamtmanns. En kona sr. Friðriks var Hólmfríður, dóttir Jóns varalögmanns Öl- afssonar (frá Eyri í Seyðisfirði vestra) og Þorbjargar, dóttur Bjarna sýslumanns Halldórs- sonar á Þingeyrum, en Bjarni var tengdasonur Páls lögmanns Vídalín. Er Árni Þorvaldsson 7. maður frá þeim fræga lög- manni. Bróðir Ragnheiðar ömmu Árna, var Páll Vídalín. alþm. í Víðidalstungu, faðir Jóns konsúls Vídalín, Páls í Laxnesi og frú Kristínar, konu Jóns Jakobssonar landsbóka- varðar. Bróður átti frú Kristín, móð- ir Á. Þ., er Jón hjet Vídalín. Hann hafði lokið stúdentsprófi og verið að námi erlendis, en lauk eigi prófi, atgervismaður mikill, en nokkuð drvkkfeldur. Kona hans var Sigþrúður Rögn valdsdóttir bónda í Fagradal Sigmundssonar, en móðir henn- ar var Guðrún Friðriksdóttir Jón Vídalin varð skammlífur (d. 1880). Móðir hans, frú Ragn- heiður, var í Fagradal, og nokkru eftir það, að dóttir henn ar, frú Kristín, hafði mist mann sinn, fluttist hún að Fagradal með börnum sínum, og á Árni skólann í Rvík 1905—1909, en var skipaður 2. kennari við gagnfræðaskólann á Akureyri frá 1. okt. 1909. Gegndi hann kenslustörfum við þann skóla til vorsins 1939; tók þá heilsu- brest, en slepti ekki embættinu þá þegar. Fjekk lausn frá því 1. febr. 1941. Hann var settur skólameistari lengst af skóla- ársins 1919—1920 og einmg mest af skólaárinu 1920—1921. Kona hans er Jónasína Elín Hallgrímsdóttir --sjómanns á Akureyri Indriðasonar, mynd- arleg og vel verki farin. Hefir hún vérið honum styrk stoð, ekki síst eftir það, að heilsa hans tók að bila. Þau eru barn- laus. Vinir Árna Þorvaldssonar árna honum allra heilla á sjö- tugsafmæli hans. B. T. hann einkar kær eftir þetta langa samstarf; því lengúr, sem jeg vann með honum, því vænna þótti mjer um hann og því meira mat jeg hann, fvrir sakir óvenjulegra mannkosta, ánægjulegrar og mentandi við- ræðu og djúptæks lærdóms. — Sjerstaklega er ánægjulegt að vera 'með honum einum eða í hóp fárra manna, sem hann þekkir vel og unir sjer með. Er hann þá stundum svo skemti- legur, að vart verður á betra kosið. Árni Þorvaldsson er fæddur 30. ágúst 1874 í Hvammi í Norð urárdal. Voru foreldrar hans Gunnlaugur Þorvaldur Stefáns son, þrestur þar, og seinni kona hans, Kristín Jónsdóttir. Eru aðeins sjö ár síðan hún and- aðist. Faðir frú Kristínar var Jón prestur á Breiðabólsstað í Vesturhópi Sigurðsson stúdents í Varmahlíð undir Eyjafjöllum Jónssonar. Bróðir hans var Páll pr. í Akureyjum Eggerz. alþm. í Árkvörn, faðir Páls alþm. í Dæli í Víðidal, en hann var faðir frú Vigdisar, konu Gísla Einarssonar, prófasts í Stafholti, en hann var áður í Hvammi. Voru þau frú Vigdís og Árni því þremenningar að frændsemi, og þær frænkurnar, j þaðan fagrar æskuminningar. frú Kristín, móðir Árna, og frú Þykir honum töfrandi útsýn yf- Vigdís hinar mestu vinkonur,! ir Breiðafjörð úr Tjaldaness- báðar gervilegar, góðar og dug- hlíðinni. Hjelt hann væri undanþeginn FYRIR skömmu var breskur þingmaður sektaður fyrir a3 fara inn á bannsvæði við ströndina. Fyrir rjetti sagðist þingmaðurinn hafa haldið, afl hann sem þingmaður væri untl anþeginn slíku banni og mætti fara hvar hann vildi. — Þessn hafnaði rjetturinn, en þingmað urinn kvaðst mundu vekja máls á þessu á þingi. — Reuter Aladdin-lampar með glóðarneti Handluktir Luktarglös Lampaglös 8”’, 10”’ VERZLUN O. ELLINGSEN hi. andi konur. Atti Ami margar Þegar börn frú Kristínar ánægjustundir hjá frænku sinni stálpuðust, tók hún heimilis- og sr. Gísla í Hvammi og æ kennara handa þeim og fleirum síðan, en þar ólst Árni upp með ungum mönnum þar veslra að foreldrum sínum til 10 ára ald- urs; dó þá faðir hans, aðeins 48 ára gamall. —*Stóð móðir hans uppi með þrjú ung börn: Árna, Jón. (síðar pr. á Stað á Reykjanesi) og Valborgu Elísa- betu (ér síðar átti frænda sinn, Sigurð Pálsson frá Dæli, bjuggu á Auðshaugi. Þeirra sonur.m. a. Jón Árni, núverandi prestur á Stað). Fyrri kona sr. Þorvalds var Valborg Elísabet Svein- bjarnardóttir rektors Egilsson- ar, og var þeirra sonur Bene- Fagradal, Bjarna stúdent Sím- onarson frá Iðunnarstöðum 1 Lundarreykjadal. Kendi hann þeim bræðrum, Árna og Jóni, undir skóla. Þegar þeir fóru í Latínuskólann, fluttist móðir þeirra búferlum til Reykjavík- ur og dvaldist þar, þangað til hún giftist í annað sinn Bjarna Símonarsyni árið 1897. Varð hánn síðan mérkisprestur á Brjánslæk og hjeraðsprófastur. Ári áður en frú Kristín giftist í annað sinn varð Árni stúdent. r-KIST við öll tækifæri. Ljúf- fengur og hressandi gló- aldindrykkur. dikt Gröndal, bæjarfóg.skrifari Cand- mag. varð hann frá Kaup og skáld í Rvík. Lifir Árni nú mannahafnarháskóla árið 1905 einn þv:irra systkina. (enska aðalgrein, en aukagrein Faðir sr. Þorvalds í Hvammi ar franska og þýska). Stunda- honum einnig vel, því að hannvar Stefán Þorvaldsson, prófast kerínari var hann við Menta-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.