Morgunblaðið - 30.08.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.08.1944, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 30. ágúst 1044. Áttræður: Jóhannes Einarsson, óðalsbóndi Eyvík I HVERT SKIFTI sem mjer kemur Grímsnesið góða í hug, verður mjer hugsað til gamalla samferðamanna. Einn slíkur samferðamaður er Jóhannes Einarsson. Jóhannes Einarsson er fædd- ur í Eyvík 30. ágúst 1864. For- eldratr hans voru Einar Einars- son óðalsbóndi í Eyvík og Guð- rún Sigurðardóttir bónda í Gölt í Grímsnesi. Föður sinn misti Jóhannes er hann var 13 ára, en Sigurður bróðir hans var þá 15 ára. Bjó þá móðir þeirra enn í 14 ár í Eyvík með sonum sínum. Farnaðist henni hið besta og jók mjög efni sín á þeim árum, þrátt fyrir eitt- hvert hið erfiðasta árferði ald- arinnar, enda var hún hin mesta tápkona og ráðdeildar- söm og að öllu hin merkasta kona eins og hún átti kyn til. Má geta þess, að hún um mörg ár, meðari hún var ekkja, var hæsti gjaldandi til sveitar sinn- ar, hjálpaði nauðstöddum ár- lega um hey og mat og ekki hvað síst þegar mest á reyndi, hið alkunna harðindavor 1882. Hún hlaut heiðursverðlaun úr gjafasjóði Kristjáns konungs níunda fyrir framúrskarandi dugnað í búnaði. Árið 1892 ljet hún af búskap í Eyvík og tók þá Jóhannes við jörðinni og hóf þar búskap. Bjó þar fyrst í 8 ár, keypti þá Ormstaði og bjó þar í 9 ár, en flutti þá 'aft- ur að Eyvík og bjó þar uþp frá því uns hann seldi jörð og bú í hendur sona simna. Jóhannes bjó jafnan miklu og afurða- góðu búi, enda blómgaðist hag- ur hans þrátt fyrir erfiðar á- stæður að ýmsu leyti. Hann var hinn mesti framkvæmdamaður í búnaði. Vann árlega mikið að jarðabótum, langt umfram það sem þá gerðist, víðast, og bætti mjög jarðir sínar, einkum Ey- víkina, enda er hún ágæt jörð. •Jóhannes kemur mjög við sögu sveitar sinnar og átti þátt í og studdi öll framfaramál er mið- uðu til góðs fyrir bygðarlagið. Kona Jóhannesar var Guð- rún Geirsdóttir frá Bjarna- stöðum í Grímsnesi, hin glæsi- legasta og ágætasta kona. Ólst & hún að mestu upp í Eyvík hjá móður Jóhannesar, er hafði á henni hinar mestu mætur. Var sambúð þeirra hjóna hin ágæt- asta og var þó mjög reynd. Konan lá rúmföst um mörg ár, en komst þó til sæmilegrar heilsu aftur um nokkur ár, sem að sjálfsögðu mátti mikið þakka hinni framúrskarandi nærgætni og fórnfúsri alúð manns hennar. Hún andaðist vorið 1915 og var öllum harm- dauði, ekki síst eiginmanni og börnum. - Þau hjón eignuðust 7 mann- vænleg börn, 5 sonu og 2 dæt- ur. Þau eru: Einar vjelstjóri í Rvík, giftur Karólínu Guð- mundsdóttur frá Þóroddstöð- um, Kolbeinn bóndi í Eyvík, giftur Steinunni Magnúsd. frá Haga, Albert bílstjóri á Vífils- stöðum, Guðmundur bóndi í Króki í Grafningi, giftur Guð- rúnu Sæmundsd., Jóhann, dá- inn fyrir nokkrum árum, er bjó í bjó í Króki með bróður sínum, Guðrún gift Jóni Þor- kelssyni bónda á Brjálmsstöð- um og Dagmar ógift. Hin breiða bygð, Grímsnes- ið góða, hefir átt því láni að fagna, að eignast marga góða sonu, er hafa alið aldur sinn þar, til gagns og sóma fyrir bygðarlagið. Einn slíkur son- ur er Jóhannes í Eyvík. Hann hefir verið traustur maður í sinni stjett. Það er eins og nátt úra og umhverfi þessa fagra bygðarlags hafi laðað hann til framkvæmda og skapað honum þrek til að vinna bug á öllum erfiðleikum. Aldurinn sjer ltt á Jóhann- esi, enda er hann enn starfandi og hefir barist og berst fyrir sínum brennandi áhugamálum. Hann hefir til skamms tíma verið vegaverkstjóri og barist ótrauður fyrir vegakerfi inn- sveitis og berst nú einnig fyr- ir símalagningu um bygðar- lagið. Vinir þínir og ættingjar fagna þjer í dag í þínu fagra heimkynni. Jeg óska þjer, að þú» megir enn lengi lifa heill og starfandi og njóta síðan góðr ar elli í fögru aftanskini. Stcindór Gunnlaugsson. Útlagar Framh. af bls. 5. maðurinn í þessu land|, sem spái engu um fall Þýska- lands. Jeg geri það ekki •vegna þess, að jeg hefi ekki hugmynd um það hvernig þeir haga sjer, er þeir hafa ekki annað en sitt eigið land I að verja. Munu þeir gefast upp áður en allt er lagt í rúst, til þess að bjarga því sem bjargað verður — eða munu þeir berjast fram í rauðan dauðann í einhvers- konar þjóðernisörvæntingu? Jeg veit það ekki, en þó held jeg að jeg fari nærri um þetta atriði. Þessir banda- menn vorir í Evrópu hafa þjáðst svo mjög í einstæð- ingsskap útlegðarinnar eða hörmungum þrælkunarinn- ar, að þeir munu brátt gleyma ágreiningsmálum sínum og fremur geyma í huga þörfina fyrir þjóðlega einingu í hinni erfiðu en örfandi leit að öryggi fyrir stríði og skorti. London: — Mikill fjöldi kvenna starfar nú við járn- brautir landsins. Sumar líta eftir brautunum sjálfum, en aðrar hafa það starf með hönd um að smyrja vagnana og sjá um, að merkjakerfið starfi rjett. , Frá Skógrækfar- fjelagi íslands SKÓGRÆKTARFJELAG ÍSLANDS gerir um þessar mundir gangskör að því, að auka til muna meðlimatölu sfna, og hefir stjórn fjelags- ins í þessum mánuði sent fjölmörgum Reykvíkingum' brjef með tilmælum um að þeir styrki fjeiagið og mál- efni þess með því að gerast meðlimir. Muri þessu verða haldið áfram einnig í næsta; mánuði, en ekki mun þó að sinni verða náð til nærri allra með þessu móti, sem æskileg- ast væri að ná til, og óskar stjórnin að henda mönnum á, að til þess að gerast meðlim- ir í Skógræktarfjelagi íslands, þarf ekki annað en að senda' nafn og heimilisfang á brjef- spjaldi, ásarnt tilkyrmingu að hlutaðefgandi óski að ger- ast meðlimur í Skógræktar- fjelaginu. Utanáskriftin erí Skógræktarfjelag Islands Laugaveg 3, Reykjavík. Skógræktarfjelagið hyggst' að skipuleggja skógræktarstöðj sína í Fossvogi á næstunni, og hefjast handa um ýmsar; frarnkvæmdir í stöðinni jafni skjótt og ástæður leyfa, svo sem framræslu, plöntun skjól- belta. lagningu vega og stíga um stöðina, en þó fyrst og fremst stórum aukið plöntu- uppeldi. Eru nú í sáðreitum, tugþúsundir birkiplarita, og liggur fyrir þegar á næsta vori, að planta töluverðu af þeim í plöntubeð. Allar þeessar fyrirhuguðu framkvæmdir munu kosta tölu verð fjárframlög árlega á næstu árum, en takist Skóg- ræktarfjeelaginu að auka til! muna meðlimatölu sína, mun því um leið vaxa svo fiskur um hrygg fjárhagslega, að það verði fært um að standa1 straum af þessum framkvæmd um. MORGUNBLAÐINU BEST AÐ AUGLÝSA 1 Heillaóskir vegna lýðveldissfofnunar frá Danmörku og Þýskalandi Frá utanríkisráðuneyt- , inu 29. ágúst.: , Þessar heillaóskir í tilefni af lýðveldisstofnuninni hafa bor- ist: Kveðja frá íslendingum í Árósum, dags. 26. júní þ, á.: „íslendingar, samankomnir í Árósum, árna íslenska lýðveld- inu og forseta þess allra heilta“. Ávarp til ríkisstjórnar ís- lands frá stjórn Fjelags íslénd inga í Þýskalandi, dags. 17. júní þ. á.: „Vjer höfum með áhuga fy'lgt sjálfstæðismálinu síðustu þrjú árin og einkum síðustu mánuð ina og um leið og vjer látum í ljósi samþykki vort með aðgerð um Ríkisstjórnarinnar og Al- þingis, sem vjer teljum á, hygg indum og fullum rjetti bygðar, óskum vjer þjóðinni hjartan- lega til hamingju með úrslit at- kvæðagreiðslunnar. Vjer óskum Islandi allra heilla, heiðurs og frelsis um alla framtíð“. Kveðja frá Th. Krabbe fyrr- verandi vitamálastjóra, dags. 17. júní 1944. „Um leið og jeg minnist margra harningjusamra starfs- ára á fslandi á tímabilinu 1906 —1937, þegar landið tók sem mestum framförum, leyfi jeg mjer á þessum þýðingarmikla degi að bera fram mínar hlýj- ustu og bestu óskir um áfram- haldandi þróun fyrir land og þjóð, samkvæmt hinu nýja stjórnarfyrirkomulagi, í vinsam legri og náinni samvinnu við frændþjóðirnar á Norðurlönd- um“. Fjoldi svifsprengja á loffi London í gærkveldi, ÞJÓÐVERJAR gerðu mikla svifsprengjuhríð að London í kvöld, og sáust heilir flokkar þeirra á lofti í einu. — í gær var ráðist á svifsprengjustöðv ar í Calaishjeraði af hópum Lancaster- og Halifax flug- vjela Breta, en í dag var flug- veður ilt og gat flugflotinn lít- ið aðhafst. — Reuter. Eftir ftobert Slorm V'/ViEAN YOu'VE RUN OFP TMAT 8AT£M OF COUPOH5 ALREADV? Syntliíatc, Inc Worlcí riglits rescrvcdjíj^/ THE UNIOW WfLL BE PROUD OF ME, IF 6LUE-JAW DO£5N'T LOOK •vj' 1—2) X-9: — Hjerna eru seðlarnir. Líttu á þá. ans. Blakjammi: ■— Stórfínt: Prentarafjelagið get- ai: — Getur það verið, að þú sjert þegar ur verið montið af þjeri Ha-ha. , lN TEE 5TACK OF COUNTEí&ElT 6A& COUP0N5 AR.E SOME TUAT X‘9 GOPE6 W/LL REVEAL BLUE-JAW'S HIDE-OUT.-... kvæmlega. í bunkanum eru nokkrir seðlar, sem X-9 vonar, að geti komið upp um felustað Blá- búinn með allan þennan bunka? X-9: — Þetta er 3—4) X-9: — Prentarafjelagið verður montið af kjamma. bara dálítið sýnishorn af vinnubrögðum Silki-Hog- mjer, ef Blákjammi athugar seðlana ekki of ná-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.