Morgunblaðið - 31.08.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.08.1944, Blaðsíða 1
81. áxgangur. 194. tbl. — Fimtudagur 31. ágúst 1944. Isafoldarprentsmiðja h.f. BANDAMENN SÆKJA AÐ SOMME Hröð sókn eftirtöku Rheims: Rouen sögð fallin London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. BANDAMENN SÆKJA hratt fram frá Signu og eru komnir um miðja vegu milli Signu og næstu stórár, sem er Somme, sem fræg er úr bardögunum í síðasta stríði. Það eru breskar og kanadiskar vjelahersveitir, sem sækja fram frá neðri Signu til Somme og sókn þeirra ógnar öllu liði Þjóðverja, sem enn er á Havre-skaga og ennfremur borginni Le Havre. 1 herstjórnartilkynningu Eisenhowers í kvöid segir, að bandamenn hafi tekið borgirnar Beauvais og Courney og sótt fram norður af Beauvais. Þjóðverjar segja Rouen fallna. Þjóðverjar skýrðu frá því að hersveitir þeirra hefðu yfirgef- ið Rouen, en í herstjórnartilkynningu bandamanna í kvöld seg ir, að bandamenn sjeu enn um 8 km. frá miðbiki borgarinnar. Telja menn, að Þjóðverjar hafi skýrt frá falli borgarinnar til að undirbúá þjóðina heima fyrir undir meiri slæmar frjettir. Flótti Þjóð- verja é Suður- Frakklandi Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. HERSVEITIR Þjóðverja. sem eru á undanhaldi í Suður- Frakklandi hafa nú aðeins um 30 km. breitt svæði til undan- komu og er það milli Monte- limar og Livron. Á þessu svæði þrengist Rhonedalurinn mjög og' brattar hlíðar liggja að veg inum og járnbrautinni eftir dalnum. Dalurinn breikkar svo aftur þar sem árnar Drome og Rhone koma saman, rjetta suð- ur-af Livron. Allar brýr á Drome hafa verið sprengdar og Þjóðverjar hafa orðið að notast við bátabrýr til að koma her sín ura norður yfir fljótið. „ Þjóðverjar hafa barist hat- ramlega á þessum slóðum til að reyna að fá meginliði sínu borg ið yfir ána. En bandamenn sækja fast á og tóku herfangi um 800 fullhlaðna herflutn- ingabíla í gær. 45.000 fangar. Bandamenn hafa nú tekið rúmlega 45.000 þýska fanga í Suður-Frakklandi og fleiri bæt ast í hópinn daglega. Hringurinn um Lyons þrengist. Hringurinn um Lyons þreng- ist stöðugt.Er hersveitum Þjóð verja þar ekki undankoma auð ið. Heimahersveitir Frakka hafa enn náð á sitt vald nokkr um borgum í Suður-Frakklandi þar á meðal Clermont-Ferrand, Tarare, Bourgoin og Bourg- Saint-Maurice. I Bordeaux hafa Þjóðverjar hörfað yfir á eystri bakka Gar onne-fljóts. Bandaríkjamenn yfirgefa Briancon. Bandaríkjahersveitirnar, sem sóttu fram 160 km. til Alpanna nofður af Cannes, hafa neyðst til að hörfa úr borginni Brian con, sem þeir tóku í vikunni sem leið. Þetta er landamæra- borg við Geneve-fjallaskarð- ið og liggur vegur þaðan til Torino í ítalíu.Talið er þó, að aðéins sje um það að ræða, að bandamenn hörfi þarna um stund á meðan þeir bíða eftir liðsauka. Hún arfleiddi kirkjuna. Stokkhólmi: — Gömul og rík kona, er nýlega andaðist í Stokkhólmi, arfleiddi ansku kirkjuna í borginni að öllum eignum sínum, en þær námu um 75.000 krónum sænskum. Islenskur silungur á 13 krénur kílólð í New York BLAÐIÐ ,,New York Herald Tribune“ birtir þann 26. þ. m. fregn um íslenskan silung, sem sendur hefir verið vestur og seldur þar, sem lostæti hið mesta. Birtir blaðið tveggja dálka mynd með greininni Silungurinn var seldur á um 2 dollara (13 krónur) kílóið. • Bretar hernámu þýskan kafbál við ísland Lundúnablaðið „The Daily Telegraph“ birti nýlega grein um kafbátahernað Þjóðvérja, eftir flotamálasjerfræðing blaðs ins. í greininni er sagt frá því að fyrir um tveimur árum hafi Bretar hertekið kafbát við ís- landsstrendur. „Kafbáturinn var nærri óskemd ur og var gert við hann. Þessi kafbátur er nú í þjónustu breska flotans. Ploesti er auk þess þýðing- armikil samgönguborg, því þaðan liggja góðir vegir til Bukarest og alla leið til Búlg- aríu. önnur olíuborg í Rúm- eníu, Buzau, er einnig í hönd- um Rússa og hafa þeir þá náð á sitt vald öllum olíu- svæðum í Rúmeníu. Bent er á, að eftir töku Konstanza muni Rússum veit- ast Ijettara að flytja liðsaulca og vistir til hers sín§ í Rúm- eníu. Ný sókn vejtur af Varsjá Þýska frjettastofan skýrir frá því í kvöld, að Rússar Sfjórnar vörn Þjóð- verja í Frakklandl Þessi mynd er af Giinther von Kluge, sem nú er yfir- hershöfðingi þýska hersins á vesturvígstöSvunum. Hann hefir lýst yfir hollustu sinni við Hitler og Nasistaflokkinn. hefðu hyi-jað á ný á sókn fyr- ir norðan Varsjá og brotist í gegnum varnir Þjóðverja á nokkrum stöðum. 1 rússnesku herstjórnartil- kynningunni í kvöld er getið um gagnáhlaup Þjóðverja á Eystrasaltsvígstöðvunum, en Þjóðverjar segjast liafa hrund ið þeim öllum. 50.000 fangar Þá er frá því skýrt í her- stjórnartilkynningu Rússa, að á öðrum Ukrainu-vígstöðvun- um liafi Rússar tekið 50.000 þýska fanga. Vopnahljesnefnd Búlgara í Kairo Kairo í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. VOPNAHLJESNEFND frá búlgörsku ríkisstjórninni kom til Kairo í dag og tóku s.jer- fræðingar bandamanna í Balk anmálum á móti nefndinni á flugvellinum. Eru í þessari sjerfræðinganefnd bæði her- menn og borgarar. Með nefndinni kom til Kairo breskur liðsforingi, sem hefir unnið þýðingarmikið verk í Balkanlöndunum und- anfarið. Það er talið, að vopnahljes- nefndin hafi fult vald til að undirskrifa vopnahljessamn- ing milli Búlgara og banda- manna, en þó mun ekki vera hægt að ganga endanlega frá vopnahljessamningum án þess, að láta ríkisstjórnina í Sofía vita um skilmála. Páfi heldur ræðu á morgun RÓM í gær: — Páfi mun halda ræðu á morgun, sem út-, varpað verður og endurvarp- að víða um heim. — Ræðuna flytur Páfi í tilefni af því, að á morgun eru 5 ár liðin síðan styrjöldin hófst Rheims fallin. Hersveitir Pattons hershöfð- ingja tóku Rheims í dag. Er það hin fræga borg, þar sem Frakka konungar voru krýndir fyrr á öldum og þar eru margir fransk ir konungar grafnir. Rheims er auk þess mikil samgöngumiðslöð og þaðan liggja vegir og járnbrautir til þýsku landamæranna og belg ísku landamæranna. Vjelaher- sveitir Pattons hafa sótt fram frá Rheims og nálgast nú belg ísku landamærin, en ekki er þess getið hvar hersveitirnar eru. Er enn íylgt þeirri reglu, að gefa ekki upplýsingar um ferðir þessara hersveita, sem hafa sótt fram með svo miklum hraða undanfarið. Fara yfir Vesle. Frjettaritari Reuters 1 aðal- herstöðvum bandamanna í Frakklandi símar í kvöld, að hersveitir Pattons muni hafa farið austur fyrir ána Vesle, sem Rheims stendur við og önn ur fylking af her hans sæki norður til belgísku landamær- anna. Þessi frjettaritari telur, að víglína Pattons sje um 200 km. og nái frá Laon, Rheims, Cha- lon til Vitryto og Troeys. Undankoniuleiðir Þjóðverja. Þýsku hersveitirnar, sem enn eru á svæðinu milli Signu og Somme, hafa opnar undan- komuleiðir meðfram strandveg inum og vegina gegnum Ami- ens og Abbeville, en sæki bandamenn jafn hratt fram næstu daga og þeir hafa gert í dag og i gær, mega Þjóðve-j- ar hafa hraðan á, ef þeir eiga Framhald á 8. síðu. Alvarlegt áfali fyrir Þjóðverja: Rússor taka olíu- lindasvæði í Ploesti London í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. RUSSAR hafa náð á sitt vald borginni Ploesti og öllu olíu lindasvæðinu í Rúmeníu. 5r þeta mikið og þungt áfall fyrir Þjóðverja, því frá þessum olíulindum fengu Þjóðverjar svo að segja allar jarðolíubirgðir sínar. Fy.rir stríð var hægt að fram- leiða um 10.000.000 smálestir af olíu í Plöesti, en eftir árásir bandamanna á olíuhreinsunarstöðvarnar er áætlað, að hægt hafi verið að hreinsæ þar um 2.000.000 smálestir olíu árlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.