Morgunblaðið - 31.08.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.08.1944, Blaðsíða 5
Fimtudagur 31. ágúst 1944. MORGUNBLAÐIÐ 5 Lestin, sem getur ekið út af teinum og eftir vegi. JEG VERÐ að játa, að það Rom mjer dálítið á óvart að Sjá það nýlega, að Bandaríkja tnenn eru nú farnir að nota járnbrautarlestir, sem ekki eru aðeins á gúmmíhjólum og knún ar dieselvjelum, með alt að því 25 vögnum í lest, heldur einn- ig þannig gerðar, að þær geta ekið út af teinunum og haldið áfram ferðalaginu eftir venju- legum þjóðvegum, ef svo býð- ur við að horfa. Lestir þessar eru kallaðar auto-railers og eru þegar not- aðar á 18 járnbrautalínum í U.S.A., Canada og Mexico, fyr ír þungaflutning, póst, hrað- póst og farþega. Hafa þær þeg ar ekið svo skiftir miljónum mílna, ýmist eftir teinum eða vegum. Lestir þessar eru sjer- staklega gerðar til notkunar í erfiðu landslagi, eins og Al- aska, þar sem oft og tíðum verð Stýrishjólin, sem halda brautar- bílnum á teinunum, sjást á milli gúmmíhjólanna. ur að fara yfir fúamýrar, þar sem venjúlegar lestir myndu kaffærast. Lestir þessar geta beygt í 30 gráðu horn, og farið upp 10 gráðu halla. Teinamir geta ver ið úr trje, ef þess ef óskað, og enst þó von úr viti, þar eð gúmmiið slítur þeim lítið. Með þessari vagnagerð er unninn sigur á þeim ókosti venjulegs járnbrautarvagns, að vera skilyrðislaust bundinn við téinana. Er'hægt að hugsa sjer þann möguleika, að slikir vagnar safni flutningi, líkt og vörubif- reiðar gera nú, t. d. fiski í ver- stöðvum, eða kjöti, smjöri, mjólk o. fl. í sveitum, og aki síðan eftir vegunum upp á brautarteinana á þar til gerð- um stað, og haldi ferðinni á- fram á teinunum, einir sjer eða í lest. Þetta virðist í fyrstu næsta ótrúlegt, og jeg gat ekki varist þeirri hugsun, þegar jeg las þetta, að ef einhver hjer heima fyrir hefði stungið upp á þessu ■— áður en það var gert í Ame- ríku — þá hefði hailn líklega verið álitinn Klepptækur. En hvernig er þetta nú hægt, að skifta frá spori yfir á jafn- sljettu? Jú, það er gert með því að draga upp sjerstök stál- hjól, sem notuð eru til að stýra vögnunum á teinunum, þegar lestin á að fara eftir þeim. Sjást hjól þessi greinilega á meðfylgjandi myndum. Framan á auto-railerinn má setja snjóplóg til notkunar, hvort heldur vill á teina eða veg. E.t.v. á þessi nýjasta gerð af brautarvagni framtíð fyrir sjer hjer á landi, þótt engu Eftir Gísla Halldórsson verkfræðing Síðari grein skuli um það spáð að svo stöddu. Mjer þykir það líklegt. Samanburður á tveim brautum. ÞAÐ LIGGUR við, að óþarft sje að gera samanburð á af- komu gömlu brautarinnar, sem Sv. Möller og þeir fjelag- ar fyrirhuguðu að reka með góðum árangri, og hinnar nýju, ljettbygðu brautar, er jeg myndi leggja til að yrði bygð. Undirbyggingar, undirstöður og teinar gætu t. d. verið mun ódýrari fyrir ljettbygða, vjel- knúna vagna heldur en fyrir þunga eimreið. Þá 450 far- þega, sem Sv. Möller gerði ráð fyrir að. flytja daglega hvora leið með ca. 30 km. meðalhraða, væri hægt að flytja með 10 dieselknúnum vögnum á helm- ingi styttri tíma og við meiri þægindi. Lestir Sv. Möllers áttu á sín- um tíma að kosta samtals ca. kr. 1.241.000.00 (þar af vöru- vagnar kr. 88.000.00). Hvað þær myndu kosta í dag, er erf- itt að segja að órannsökuðu máli. E.t.v. 3 til 4 miljónir kr. Hinsvegar myndu 10 diesel- knúnir vagnar, eins og stend- ur, tæpast kosta meir en %— 1 miljón króna. Frekari sam- anburður ætti að vera óþarfur. Reksturskostnaður. FLESTAR þær bifreiðar, sem flutninga stunda hjer á landi, eru enn búnar bensínhreyflum, enda þótt eyðsla þeirra sje fyr- ir bragðið miklu meiri en ef dieselhreyflar væru notaðir. Þó munu nú flestir strætisvagn ar í Reykjavik hafa dieselvjel- ar og nokkrar langferða vöru- bifreiðar, en mesta furða, að þær skuli ekki vera fleiri, eft- ir að augljósar sannanir hafa fengist fyrir hinni miklu fjár- hagslegu hagkvæmni sem dies- elknúnu vagnarnir skila í bein hörðum peningum. Man jeg glögt þá tíð, er jeg gekk milli nokkurra stærstu bifreiðaútgerðarmanna lands- ins fyrir meir en 10 árum með tilboð og upplýsingar um dieselknúna vagna frá Krupp, Mercedes Benz og Scania Va- bis, er augljóslega sýndu fram á hinn góða árangur, er gat. náðst með dieselvögnum — en árangurslaust. Því var þá með- al annars haldið fram, að skell- irnir og ólyktin yrði svo mik- il, að ólíft yrði í bænum, ef vagnar þessir yrðu teknir í notkun. Ekki munu menn þó finna mikil brögð að þessu. Af sömu ástæðu og diesel- vjelin er að ryðja sjer til rúms í vörubifreiðum, er hún auð- vitað sjálfkjörin aflvjel í braut arvagna og færi orkueyðslan tæpast yfir 15 lítra af diesel- olíu á 100 km. fyrir 24 manna vagn. Ef reiknað væri hinsvegar með bensíni, þá myndi eyðslan vera sem næst 20—25 lítrar af bensíni á 100 km. leið upp og ofan, en samkvæmt reynslunni af hinum franska vagni um 15 lítrar á jafnsljettu. Til þess að gera sjer ein- hverja hugmynd um kostnað við áætlunarferðir vjelknúinna járnbrautarvagna skal nú tek- ið dæmi, sem að vísu er valið nokkuð út í bláinn. Segjum að ferðum væri hald ætlun sje ákaflega lausleg, ætti hún þó að nægja til þess að gefa hugmynd um, að rekstur dieseldrifinna brautar vagna virðist gkki óhagkvæm- ur, þegar borið er saman við núverandi gjaldskrá langferða bifreiða. Er í þessu sambandi vert að muna það, að slit á brautar- vagni er margfalt minna en á bifreið og ending að sama skapi meiri, en ferðaöryggi, stundvísi, flýtir og þægindi margföld á við það, sem gerist í bílnum. Brautarvagninn get- ur því, vegna meiri ferðahraða og minni áreynslu á ®vagn- ^tjóra, en lengri endingar, far- ið miklu fleiri ferðir en bifreið in. Jafnframt er eldsneytis- eyðslan minni svo um munar, er stafar af því, að núningsmót staðan er minni á teinum held- ur en á vegum og vegna þess, að hægt er að halda miklu jafn ari hraða á brautarvagninum heldur en bifreiðinni, sem oft þarf að hægja á sjer, skifta um gír o.*fl., en það kostar stór- aukna eyðslu og slit. _______ WWPh.. »*««* >• ■- I Kostnaður vegna vagnstjórnar kr. 90:6 = kr. 15.00 Bensínkostnað og smurolíu per ca. 60 km. mætti e.t.v. áætla Afborgun, rentur og viðhald vagns áætlað ríflega 30% per ár af kr. 100.000 stofnkostnaði, kr. 30.000 er deilist á t. d. 1500 ferðir á 60 km. ög gerir ca. per túr Hjer við bætist hlutdeild í stjórnarkostnaði, vegna skrifstofuhalds, brautarstöðva o. fl. lauslega á- giskað kr. 1000.00 per dag á 10 vagna, samt. 60 hálfferðir —:■ 1000:60 = ca. Brautarbíll á teinum. Stýrishjol- in nema við teinana. — 10.00 — 20.00 17.00 Kostnaður við hverja ferð austur að Selfossi kr. 67.00 ið uppi milli Selfoss og Reykja víkur á t. d. klukkutíma fresti og færi 1 klt. í ferðalagið. Þar eð ekki þyrfti að stýra, yrði aksturinn mjög auðveld- ur fyrir vagnstjórann og væri ekki til of mikils ætlast, að hann færi 3 heilferðir fram og aftur eða 6 hálfferðir daglega ca. 300 daga ársins. Tæki þá daglegur akstur 6 klt. með hvíldum 5 sinnum. Ef vagnstjóra væri launað með kr. 90.00 per dag, kæmi þannig í hlut hverrar farðar austur eða að austan: Fargjald með rútubíl austur að Selfossi kostar nú kr. 9.75 per mann. Það þyrfti því ekki nema 7 farþega að meðaltali í hvern túr til þess að rekstur- inn gæti með framangreindum forsendum borið sig. I þessu sambandi verður að hafa hug- fast, að ferðalög hayndu mikið aukast, ef um fljótar, örar og reglubundnar ferðir væri að ræða, svo sem hjer hefir ver- ið lýst. Með því að nota dieselvjel í stað bensínvjelar spöruðust mikil eldsneytisútgjöld og rekstratkostnaður lækkaði að sama skapi. Enda þótt framangreind á- Niðurlag. HJER AÐ framan hefir ekki verið borinn saman kostnaður við brautarlagningu og vega- gerð, og hefi jeg því miður eng ar upplýsingar um þessi atriði og get því ekki gert raunhæfan samanburð. Eitt er hinsvegar víst: að viðhald brautarinnar er margfalt minna en viðhald vegarins og f lutningar eftir brautinni frá öllum sjónarmið- um hagkvæmari fyrir þjóðar- heildina, ef miðað er við svip- aðan stofnkostnað í báðum til- fellum. Nú verður að vísu ekki kom- ist af án sæmilegs vegar aust- ur yfir fjall, ef vel á að vera. En ef járnbrant tekur megnið af flutningunum sömu leið, mæðir auðvitað miklu minna á þeim vegi en ella og því ekki eins mikill tilkostnaður að halda honum- við, svo að hægt sje að skjótast eftir honum fyr ir einkabifreiðar og aðrar bif- reiðar, sem einhverra hluta vegna þyrftu að fara hann. Þegar þetta er haft í huga og sjerstaklega það, að örar og skjótar áætlunarferðir austur í Ölfus myndu hafa svipuð á- hrif eins* og ef Ölfusið með sín- um gögnum og gæðum væri flutt í nágrenni Reykjavík- ur, þá má það skiljast, að Reykvíkingar gætu hæglega stundað atvinnu í Ölfusi eða Ölfusingar í Reykjavík, og verið ekki mikið lengur á leið- inni en verkamaður í Reykja- vúk er nú að komast vestan úr bæ austur í Kleppsholt. Með tilliti til hinna miklu jarðhitasvæða Ölfusins, þar sem jafnvel má gera ráð fyr- ir, að fyrir hendi verði næg 'aflgufa til ýmiskonar virkj- ana og með tilliti til gróðursæld ar þess og Flóans, þá er erfitt að reikna út, hversu mikla ó- béina þýðingu járnbrautin austur gæti haft. Þar eystra gæti auk aukinnar ræktunar jafnvel risið ypp stór verksmiðjufyr- irtæki. er hagnýttu hinn ódýra hita og vjelaorku, en styddust við Reykjavík sem hafnar- og verslunarbæ. Er vert að muna það, að Brautarbílí með snjóplóg. Reykjavík er nú þegar orðirt útflutnings og verslunarhöfn fyrir nær alt Suðurland, auk þess sem hún er markaður þess ara sveita. Á svipaðan hátt gæti járn- braut milli Reykjavíkur, Hafn- arfjarðar, Keflavíkur og Sand- gerðis flutt þessa staði nær hverjum öðrum og skapað við- unandi samgöngur milli þeirra og vdð hina miklu flughöfn, sem þar rís upp og óefað á eft- ir að öðlast meiri þýðingu fyr- ir oss en flesta grunar. En það er efni í aðrar hugleiðingar. Ritað 30. mars 1933. Endurrit- að og umbætt 20. ágúst 1944. Gísli Halldórsson. iniimmmiiiimtiiiuiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiim = I 2—3 herbergja = tbúð = 1 vantar mig 1. okt. 2—3 =| = fullorðnir í heimili. Reglu H 1 semi og góð umgengni. — S = Fyrirfram greiðsla eftir = samkomulagi. |* Freynióður Jóhannsson S málari. Simi 2229„ -= 3 iiiiiimmiiiiimiimtmii(iiiiii"i'iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiumi miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniimimiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiHi I Sfiúlka I útlærð i að sauma og sníða allan kvren- og barnafatn- að, vill taka.að sjer að standa fyrir verkstæði, gjarna lagersaum. — Góð meðmæli. Tilboð merkt „4719“ sendist afgr. fyrir laugardag. iiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimnniiuiiiimiiiiiuiii

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.