Morgunblaðið - 31.08.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.08.1944, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudag-ur 31. ágúst 1944. IÐJUVERKFALLIÐ Framh. af bls. 2. aldrei með vissu, hvenær hann kann að missa vinnuna fyrir- varalaust. Trygging sú, sem fastafólk hefir fyrir stöðugri vinnu, er mikils virði, og sú var líka tíðin, að forsprakkar verkalýðsfjelaganna notuðu ó- vissu tímakaupsmanna um vinnu sem röksemd fyrir kröf- um um hækkað kaup þéirra. Þess má einnig geta hjer, að fjöldamargt verksmiðjufólk hefir fengið kaup greitt sam- kvæmt ákvæðisvinnutöxtum. Afköst þess eru miklu meiri en annars, enda hefir það bor- ið úr býtum samkvæmt því. Eru þess mörg dæmi, að verk- smiðjustúlkur hafa fengið kr. 1000.00—1200.00 í kaup á mán uði, sem samsvarar yfir kr. 400.00 í grunnkaup. Þetta fólk hefir alt orðið að leggja niður vinnu, enda þótt það hafi bor- ið úr býtum mun hærra kaup en Iðja fer fram á í kröfum sínum. Annars lítur F.Í.I. svo á, að mjög varhugavert sje fyrir iðn reken^ur að hækka nú kaup, enda þótt tekið yrði tillit til þess við verðlagningu fram- leiðslunnar. Kaupgjald verk- smiðjufólks hefir á síðustu ár- um hækkað svo gífurlega, að örugg vissa er fyrir því, að ýmsar greinir íslensks iðnaðar fái alls ekki staðist, þegar framleiðsla frá útlöndum, þar sem kaup er miklu lægra en hjer,'kemur hjer á markaðinn. Er vandsjeður sá greiði, sem verksmiðjufólki er gerður með því að skrúfa kaup þess upp úr öllu valdi, eyðileggja með því framleiðsluna, og láta fólk ið verða atvinnulaust á eftir. Af ástæðum þeim, sem nú hafa verið hjer taldar, skrifaði F.Í.I. Iðju svohljóðandi brjef, dags. 18. júlí s.l.: „í tilefni af uppsögn yðar á gildandi kaup- og kjarasamn- ingum milli yðar og vor, svo og framkomnum kröfum yðar til breytinga á þeim, viljum vjer leyfa oss að tjá yðui eft- irfarandi: Vjer lítum svo á, að kaup verksmiðjufólks sje þegar orð ið svo hátt, að þar sje engu á bætandi, ef íslenskur iðnaður á ekki að sligast undir því. Þegar af þeirri ástæðu væri torvelt eða ógerningur að ganga að kauphækkunarkröf- um yðar. En í þessu sambandi kemur einnig annað atriði til greina, og viljum vjer leggja á það megináherSlu. Eins og yður mun vera kunn ugt, hefir verðlagsstjóri, með samþykki yfirmanna sinna, neitað um hverskonar hækkun á innlendri framleiðslu til sam ræmis við hækkað kaungjald. Þessi afstaða hans er, að því er virðist óhagganleg, samkvæmt þeim viðtölum, sem vjer höf- um átt við hann og viðskiíta- málaráðherra. Þar sem því útilokað væri, að framleiðsluvörur iðnrek- enda fengjust hækkaðar til samræmis við hið hækt^aða grunnkaup samkv. fyrrnefnd- um kröfum ýðar, sjáum vjer oss ekki fært, eins og sakir standa, að ganga inn á breyt- ingar á kaupgjaldi frá því sem nú er. Jafnframt því að tilkynna yður framanritað, leyfum vjer oss að tjá yður, að vjer höfum afgreitt ofangreint kaupdeilu- mál til sáttasemjara ríkisins í ka»pgjaldsmálum“.' Um aðrar kröfur Iðju en kauphækkúnarkröfurnar hafs samningaumleitanir ekki farið fram, end« þótt þær sjeu að ýmsu leyti svo fráleitar, að ó- gerningur sje fyrir F.Í.I. að ganga að þeim. Að svo stöddu sjer F.Í.I. þó ekki ástæðu til að ræða þessar kröfur nánar. ★ Verkfall Iðju, sem hófst 1. ágúst s.l., mun vera eitt af ein- kennilegri verkföllum, sem átt hafa sjer stað hjer á landi, og eru þó mörg þeirra býsna kyn- leg. Skal þar fyrst telja, að Iðja lætur óátalið, að verk- smiðjur, sem ekki eru meðlim- ir í F.I.I. haldi áfram vinnu, enda þótt þær greiði alls ekki hærra kaup en meðlimir F.Í.I., nema síður sje. Einnig eru dæmi þess, að verksmiðjufólk í verkfallinu ræður sig hjá þess um verksmiðjum fyrir sama kaup og þeim er bannað að vinna fyrir hjá meðlimum F. í. I. Virðist af þessu mega ráða, að verkfallið sje ekki fyrst og fremst gert til þes^að „samræroa“ kaup verksmiðju- fólks gildandi tímakaupi, held ur fremur til þess að skaða meðlimi F.Í.I., og virðist það þó einkennilegt, þegar þess er gætt, að F. í. I. er eini fjelags- skapur atvinnurekenda, sem virt hefir Iðju svo mikils hing- Ið til, að gera við hana kaup- og kjarasamning. Vestur- vígstöðvarnar Framh. «.f bls. 1. að komast með lið sitt norður fyrir Somme. y 130 þús. fangar. í herstjórnartilkynningu Eis enhowers í kvöld er skýrt frá því, að Bandarkjamenn hafi tekið 1466 þýska hermenn höna um í dag og hafi þeir þá alls tekið 130.000 þýska hermenn höndum frá því innrásin hófst, Hjer eru ekki meðtaldir þeir fangar, sem Bretar og aðrar herdeildir bandamanna í Frakklandi hafa tekið. Mótanefnd knattspyrnumanna heldur dansleik að Tjarnarcafé næstk. laugardag. Bazar og bögglasölu heldur K.F.U.K. í Hafnarfirði laugardaginn 2. sept. n.k. kl. 8.30 e. h. í húsi fjélagsins Hverf isgötu 15. Þeir, sem vildu gefa muni á basarinn, eru vinsamlega beðn ir að koma þeim til stjórnar fjelagsins fyrir n.k. föstudags- kvöld. Stjómin. mnnniniminiiiiiiiiiiiiiiiiiimmimiiiiimiiiiiiiiiiiini | Stúlka ( 1 útlærð í kjólasaumi, ósk- i f ar eftir að taka heim lag- jf 3 ersaum. — Tilboð merkt f f „5071“ sendist afgr. fyrir f laugardag. ss EE "niinuimuiuniiUhimiiiniiimiuiimuiinimHnutt ❖ Augun jeg hvíU með gleraugum frá TÝLL Ellilaun og örorkubætur Umsókn um ellilaun og örorkubætur fyrir árið 1945 skal skilað fyrir lok septembennán- aðar. Umsóknareyðublöð verða afhent á Hótel Heklu 1. hæð alla virka daga kl. 9—12 og 2—5, nema laugardaga eingöngu kl. 9—'2. (Gengið inn frá Lækjartorgi). Umsækjendur geta íengið aðstoð við að fylla eyðublöðin á sama stað og tíma. Þeir eru sjerstaklega beðnir að vera við því bún- ir að gefa upplýsingar um eignir sínar og tekjur frá 1. október 1943 og um framfærslu- skylda venslamenn sína (börn, kjö'rbörn, foreldra, maka) Þeir, sem sækja um örorkubætur fyrir ár- ið 1945 og hafa ekki notið þeirra árið*1944, verða að fá örorkuvottorð hjá trúnaðarlækni Tryggingarstofnunar ríkisins. Þeir öryrkjar, sem notið hafa örorkubóta á þessu ári, þurfa ekki að fá nýtt örorkuvottorð, nema þeir fái sjerstaka tilkynningu um það. Trúnaðarlæknirinn verður fyrst um sinn til viðtals á lækningastofu sinni. Vesturgötu 3, alla virka daga nema laugardaga. Ef umsækjendur senda ekki umsóknir sín- ar á rjettum tíma, mega þeir búast við því, að þær verði ekki teknar til greina. ^ Borgarstjórinn í Reykjavík. ‘•“♦“♦“X*vvvvvvv*»*v*«“*“** Skrifstofur og vörugeymslur verða lokaðar í dag vegna skemti- ferðar starfsfólksins. T ? V í: í *X“X“X*^“X“I“X“í“X“X“X“I**X**X**«**X“X“t**X“«“X“I**X“«**X**X“4*****X**** I GARÐAR GÍSLASON. % 5* **“X“X*,X“X“X“X“X“X“*“'“X**X“*“X*****X“XHX“X“X*4X“X“X“****“ Húsnæði til iðnnðnr 3—400 fermetrar óskast á leigu, helst til nokkurra ára. Tilboð merkt „3—400“ sendist blaðinu. |••♦♦••♦♦♦♦♦•♦••^••^•♦♦^••^♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦ ♦•♦♦•♦♦♦♦ ♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦<»♦<» 1—2) Blákjammi: — Jæja, eins og jeg hef sagt ykkur, ætlar Stiletto að koma í kvöld til að fá meira af seðlum. Jeg kæri mig ekki um ryskingar. 3—4) Blákjammi: — En jeg vil, að þið hafið Hogan. Jeg treysti honum ekki fullkomlega ennþá. krumlurnar á hólkunum, það er að segja allir nema X-9 (hugsar): — Ef þú bara vissir, Blákjálki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.