Morgunblaðið - 02.09.1944, Side 1

Morgunblaðið - 02.09.1944, Side 1
81. árg-angnE. 196. tbl. — Laugardagur 2. september 1944. Isaíoldarprentsmiðj* h.f, -------«------------------------- Orustunni una Fruhkland að Ijúka BRESKUR HER A CALAISSVÆÐINU ARRAS, DIEPPE, VERDUN TEKNAR Bandamenn irá Suð- ur-Frakklondi komnir inn I Ífiolíu London í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. FRAMSVEITIR Bandaríkjamanna, sem sóttu fram gegn um Nissa, eru nú komnar um 8 km yfir landamæri Ítalíu og Frakklands og sækja hratt fram. Er að sögn fregnritara harla lítið um mótspyrnu Þjóðverja á þessum slóðum. Þjóðverjar hleypa vatni á stór svæði í Holiandi oy Belyíu London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. SVO VIRÐIST NÚ, sem orustan um Frakkland sje að verða á enda kljáð. Bandamenn sækja hvarvetna fram í Norður-Frakklandi og fellur hver borgin eftir aðra í hend- ur þeirra, og eru margar þeirra mjög kunnar, bæði úr þessari styrjöld og eins hinni fyrri. — Eru meðal þeirra borgirnar Arras, norðaustur af Amiens, Verdun, kastala- bærinn frægi suður af Sedan og Dieppe, hafnarborgin fræga við Ermarsund. Þá er talið að Þjóðverjar í Le Havre eigi sjer ekki undankomu auðið. — Bretar eru komnir inn á svifsprengjusvæðið í Calaishjeraði. Sagt er að Þjóðverjar veiti nú vatni á mikil landsvæði í Belgíu og Hollandi. í Rhonedalnum heldur und- anhald Þjóðverja áfram, þeir fara þar eins hratt og þeir kom ast. Bandaríkjamenn eru komn ir um 30 km. norðvestur af Grenoble. Þar hafa franskar sveitir einnig valdið Þjóðverj- um þungum búsyfjum. Þá hafa hersveitir banda- manna tekið bæinn St. Greve og tekið allar stöðvar Þjóðverja á vesturbökkum Rhonefljóts- ins upp til Valence, sem þeir náðu í gær. Talið er, að framsveitir sjeu nú um 70 km. frá Lyons. Bardagar eru enn allharðir við Briancon, og hafa Þjóðverj ar þá borg enn á valdi sínu. — Frakkar hafa strangan vörð um spönsku landamærin, en yfir þau er talið að margir sam- starfsmenn Þjóðverja hafi sloppið til Spánar að undan- förnu. Samningum við Búlgara frestað London í gærkveldi: Frestað hefir verið að leggja vopnahljesskilmála banda- manna fyrir búlgörsku sendi- nefndina, sem nú er í Cairo, vegna þess, að ríkisstjórn Búl- garíu hefir sagt af sjer, og þyk ir ekki sýntt hvað það boðar. Talið er þó að forsætisráðherr ann fráfarandi kunni að mynda nýja stjórn. Fulltrúarnir í Cairo eru hafð ir í gæslu, þar til fyrir þá hafa verið lagðir vopnahljessamning arnir. — Reuter. Trjáviður frá Brasilíu. London: Breska ríkisstjórnin hefir keypt mikið af timbri í Brasilíu og á að nota það til þess að byggja upp hús, sem ónýtst hafa af völdum loftárása og svifsprengja. Rafmagnsstjóri vill hækka rafmagnsverðið Á FUNDI bæjarráðs í gær var lagt fram frv. rafmagns- stjóra að nýrri allmikilli hækk- un á rafmagnsverði frá því, sem nú er, 50—60% samkv. flest- um gjaldskrárliðum. Frumvarpið verður til fyrri umræðu á næsta fundi bæjar- stjórnar. Fyrir vestan og sunnan Plo- esti, segjast Rússar hafa sótt fram gegn nokkurri mótspyrnu og tekið mörg þorp og bæi. — Borgin Giurgiu, sem áður var nefnd, er suðaustan Bukarest. Þá segjast Rússar hafa sótt fram fyrir suðvestan Constanza en kveða annarsstaðar á hinum löngu vígstöðvum ekkert hafa borið til tíðinda. Sumarsókn sögð stöðvuð. Þjóðverjar segja í dag, að Hafði lcynisföð ÞESSI náungi er ítalskur og ber nafnið Guillermo Kunse- muller. Hann var handtekinn í Chile fyrir skömmu, fyrir að hafa í fórum sínum sendistöð, sem hann notaði til þess að koma fró sjer árangrinum af njósnum fyrir erlent ríki. þeim hafi tekist að koma sjer upp samfelldri varnarlínu alt frá finska flóanum til Karpata fjalla og sje sumarsókn Rússa þar með stöðvuð. Þeir skýra þó frá hatramlegum bardögum sumstaðar á svæði þessu, svo sem í Eistlandi, nærri Dorpat, í Lettlandi og víðar. Skærur í Finnlandi. Finska herstjórnin segir í dag Framh. á 2. síðu Allsherjaral- laga að Goln- esku virkjun- um London í gærkveldi. Herir bandamanna á Italíu hafa nú byrjað allsherjarat- lögu að gotnesku varnarlín- unni svonefndu og eru orustur mjög harðar, en ástandið víð- ast hvar óljóst enn. Þjóðverj- ar segja bandamenn ekkert hafa unnið á, enn sem komið er. Pólskar hersveitir eru sagð- ar hafa brotist inn í bæinn Pesaro við Adríahafið, og er barist af miklum ofsa í bæn- um. — Norðar segja frjetta- ritarar, að bandamenn hafi, lcomist nokkuð inn í virkja- kerfið, þrátt fyrir öflugar varnir og gagnáhlaup Þjóð- verja. — Tekið er fram að varnarkerfi þetta sje mjög breitt og mikil virki í því hvarvetna. — Reuter. Friðarfundur bannaður. London: Friðarsamkoma sú, sem breskir friðarsinnar ætuðu að halda á Trafalgartorgi í Lundúnum fyrir skemstu, var bönnuð af hálfu yfirvaldanna. Þeir, sem að samkomunni stóðu, eru í fjelagsskap, sem er andvígur öllu vopnavaldi. Með töku Arras nálgast bresku hersveitirnar mjög landamæri Belgíu, eru að- eins um 48 km frá þeim. — Mótspyrna Þjóðverja á þessu svæði er hverfandi lítil og bruna skriðdreka- sveitirnar sína leið til aust- urs, en láta fótgönguliðið, sem aftur kemur um það að hreinsa til. Breskar hersveitir eru komnar inn í Calaishjerað- ið, það hjerað Frakklands, sem næst er Englandi. —• Er talið, að þegar hafi verið eyðilagðar allmargar svif- sprengjustöðvar Þjóðverja þarP Taka Ðieppe Það voru Kanadamenn er tóku hafnarborgina Dieppe, og voru Þjóðverjar farnir úr borginni. — Það voru líka Kanadamenn, sem gengu á land við Dieppe þann 19. ágúst 1942 og mistu við það um 5000 menn, fallna, særða og fanga. í Dieppe er höfn ágæt og geta hafskip lagst þar að hafnarbökkum. Sækja nú Kanadamenn bæði austur með ströndinni og einnig vestur í átt til Le Havre, en þar er talið að Þjóðverjar muni verjast. Orustan um Verdun Það voru Bandaríkjamenn, sem tóku kastalaborgina Verdun, þar sem mest var barist í fyrri heimsstyrjöld. Það var líka þar, sem Þjóð- verjar brutust inn í Frakk- land og gegnum varnir Frakka vorið 1940. Nokkrir bardagar urðu um borgina, en Bandaríkjamenn eru nú Framh. á 2. siðu. Rússar við landa- mæri Búlgaríu Taka borgina Giurgiu London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. FREGNIR frjettaritara herma í dag, að rússneskar her- sveitir sjeu nú komnar að landamærum Búlgaríu við Svartahafið, en í herstjórnartilkynningu Rússa í kvöld er sagt, að tekin hafi verið borgin Giurgiu, sem er rjett við landamærin, og staðfestir þetta frjettir fregnritaranna að því leyti, að Rússar eru komnir að landamærunum, þótt ekki sje> við Svartahafið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.