Morgunblaðið - 02.09.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.09.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 2. sept. 1944. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Öla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Þinghaldið ALÞINGI kemur nú á ný saman til fundahalda í dag. Verður þetta raunar fyrsta þiðnghaldið eftir stofnun lýð veldisins. Það er áreiðanlega fullvíst. að þjóðin væntir þess nú, að til öflugri úrræða muni leiða og meiri samtaka um hin aðkallandi þjóðfjelagslegu vandamál en fram að þessu. ★ Eftir tvennar alþingiskosningar á árinu. 1942 hófst nokk uð annarlegur og nýr þáttur í stjórnmálum okkar með því að ríkisstjóri myndaði óþingræðislega stjórn, án stuðnings eða atbeina Alþingis. Þingflokkarnir höfðu þá að vísu ekki getað komið sjer saman um myndun þingræðislegrar meirihlutastjórnar. Ýmsir væntu sjer því í fyrstu nokkurs af þeirri ný breytni, sem stjórnar- myndun ríkisstjóra fól í sjer. ★ Morgunblaðið hefir aldrei farið dult með að það taldi þá skapast fordæmi sem síður skyldi og algjörlega í bága við anda hinnar þingræðislegu stjórnarskipunar okkar. Stjórn í þingræðislandi án tengsla við þingið er eins og skip án vjelar og annars hreyfiafls. Það flýtur að vísu, meðan það ekki ber í strand, en það getur ekki stefnt að neinu ákveðnu marki. Þannig hefir einnig farið í reyndinni. Stjórnin var sett á laggirnar með því aðalmarkmiði að vinna bug á dýrtíð- inni. Þar hefir lítt aðgjörst, eins og kunnugt er. Stjórn- in beygt af og málunum fleytt fram í mestu óvissu. ^ Sjálfa lýðveldisstofnunina varð hið óheppilega stjórnarform ekki til að hindra. Að sjálfsögðu var það vegna þess að þar voru allir sammála um það er lauk, einnig þeir, sem áður höfðu sagt að það væri best fyrir okkur að hafa okkur hæga og fá ekki „aðvörun í þriðja sinn“. Á sama hátt gæti blessast að hafa slíka óþing- ræðislega stjórn sem nú er, meðan allir væru sammála um lausn málanna á öðrum sviðum. En það er nú einmitt því, sem ekki er til að dreifa. ★ Þessi reynsla liggur nú skýr fyrir þegar þingfundir eru að hefjast að nýju. Stjórnin hefir boðað, að hún hafi gdnt þingflokkunum tillögur va;rðandi dýrtíðarmálin, sem hún muni leggja fyrir þingið í frumvarpsformi. ■— Ljái þingið þessum tillögum ekki fylgi og verði ekki samkomulag um aðra lausn málanna, gæti að vísu far- ið í þetta sinn eins og áður, áð stjórnin beygði af og áfram yrði flotið að feigðarósi. En til þess eru vítin að Varast þau, og þykir því sennilegra að fyrir stjórninni vaki að láta nú slag standa, — standa eða falla með tillögum sínum, svo sem frá upphafi hefði nú að vísu mátt vænta af hverri ríkisstjórn, hvort sem hún væri þingræðisleg eða ekki. Virðist því benda til þess, að þinghaldið nú boði 'þáttaskifti á sviði dýrtíðairmálanna, til skarar ,verði •látið skríða á einn eða annan hátt. Það er líka áreið- anlega fyrir bestu, að menn geri hlutina hreinlega upp við sig, að við áttum okkur til fulls á því, hvar við stöndum, en hættum að stinga höfðinu í sandinn og loka sjónum fyrir þeim vandkvæðum, sem að steðja og fram- undan eru. ★ Nú er líka. fylling tímans áreiðanlega komin. Allir tala um að það sje lífsnauðsyn þjóðinni að bjarga frá eyðingu þeim verðmætum, sem hún nú býr yfir, til framtíðar öryggis og aukinnar hagsældar í framtíðinni, á þeim tíma, þegar heimurinn byltist úr ölduróti styrjald- arinnar. En hjer má ekki sitja við orðin tóm. . Þinghaldinu, sem nú fer í hönd, verður því fylgt með athygli. Á því mun ráðast'um leiðir þær, sem framundan liggja í efnahags- og atvinnumálum þjóðarinnar. Það eru sjálfskaparvíti, ef þær leiðir vísa ekki fram á við til betri tíma. í bíl frá Akur- eyri ab Þjórs- ardrögum LAUGARDAGINN 19. ágúst efndi Ferðafjelag Akureyrar til skemtiferðar suður á fjöll. Þátttakendur voru 25. Farar- stjóri var Þorsteinn Þorsteins- son. Farið var á tveim 1 Vz tons Ford-vörubílum. Farið var upp úr Eyjafirði, suður Vatnahjallaveg, sUður' með Urðarvötnum og suður að Laugarfelli, en þaðan var hald ið í suð-austur að upptökum Þjórsár. Vegurinn upp úr Eyjafirðin- um liggur fyrst upp all-brattar brekkur og síðan um Hafrár- dal, sem er þverdalur er geng ur í suð-vestur úr Eyjafirðin- um. Frá fjallsbrún Eyjafjarð- ar og suður að Urðarvötnum, eru ca. 4 km. Landið er þar mjög grýtt, en vegurinn sæmi- lega ruddur. MeðframUrðar- um eru um 7 km. Landið er grýtt og vegurinn lítið ruddur. Sunnan við Urðarvötn liggur leiðin um sandfylltar lægðir milli melhóla og yfir árfarvegi sem oftast eru þurrir síðari hluta sumars. Frá þessum hluta landsins falla vötn til Jökulsár í Skagafirði. Þegar komið er suður fyrir Geldingsá taka við víðáttumikl ir öldóttir sandar, og virðist mega aka bíl um þá í allar átt- ir án minnstu hindrunar nema hvað smá lækir og kvísladrög kunna að tefja lítilsháttar fyr- ir ferðalaginu. Norðan við Laugarfell var stefnan tekin til suð-austurs og ekið syðst um Kiðagilsdrög og þaðan ca.. 5 km. í sömu átt og var þá komið að nyrstu drög- um Þjórsár. Þangað var komið á sunnudagskvöld, og þar sem allir þurftu að komast heim tiF Akureyrar á mánudag vannst ekki tími til að fara lengra í þetta sinn enda þótt leiðin suð ur um Sprengisand virtist greiðfær svo langt er sjeð varð. Á suðurleið var sandurinn fremur þungur á stöku stað, en slóðin heim reyndist mörgum sinnum fljótfarnari, svo víða mátti aka með venjulegum um- ferðahraða og vel það. Klukk- an um 8 á mánudagskvöld kom ferðafólkið heim til Akureyrar og var þó ekkert kapp lagt á að hraða heimferðinni. Hvorugur bíllinn bilaði hið minnsta í ferðinni. Walfherskepnin byrjar á morgun Waltherskeppnin, síðasta knattspyrnumót sumarsins í meistaraflokki byrjar á morg- un, og keppa þá Fram og Val- ur. Dómari verður Hr. Victor Rae, ritari knattspyrnudómara fjelags Lundúna, sem hjer er nú staddur. Línuverðir verða Haukur Óskarsson og Óli B. Jónsson. — Annan sunnudag keppa svo K. R. og Víkingur, en eins og kunnugt er, er kepni þessari svo háttað, að það fje- lag, sem tapar einum leik, er úr keppninni. \Jtluerji áhripar: ujt' ílciqÍc acýiecýci tA, Virðingarleysi fyrir sjálfum sjer. í DAG ætla jeg að gera það, sem sjaldan kemur fyrir. Jeg ætla að ræða við ykkur um stjórnmál. Það er vegna þess, að jeg reiddist við mann, að mjer verður þetta á, og nú skal jeg segja ykkur söguna eins og hún gekk til. Kunningi minn, sem jeg hitti á götunni í gær, spurði mig að þessari saklausu spurningu: „Jæja, hvernig líst þjer á?“ — Vel, ef þú átt við stríðið, annars svona la la, svaraði jeg. „Nú koma þeir saman band- ittarnir á morgun. Hvað ætli þeir geri nú af sjer til bölvun- ar?“ hjelt kunningi minn áfram. — Ha, hvaða bandittar? spurði jeg í sakleysi. „Nú, en Alþingi, maður“. Það var þegar hjer var komið, sem jeg reiddist og sagði náung- anum til syndanna. Jeg benti honum á, að þetta sífelda nudd og rógur um lög- gjafarsamkomu þjóðarinnar væri ekkert annað en virðingar- leysi fyrir sjálfum sjer og þjóð sinni. Alþingi er spegilmynd af þjóðarviljanum og þeir, sem rægja þingið, rægja sjálfa sig og sína eigin þjóð. Það hefir einhver greindur maður sagt, að hver þjóð fái þá ríkisstjórn, sem hún á skilið. Og það er víst, að í lýðfrjálsu landi fær þjóðin það þing, sem hún á skilið. Þetta ættu menn að hafa í huga, þegar þeir rægja löggjaf- arsamkomu þjóðarinnar. • Aldrei meiri þörf en nú. ALÞINGI, sem nú kemur sam an til fundar, á að ráða fram úr mörgum vandamálum. Vafalaust verða deilur á þingi, nú eins og endránær, og það er ekki nema gott, að menn deili á um málefn in og reyni að finni heppilegustu laúsnina á hverju vandamáli. í stað þess að níða þingið og þingmennina, ætti öll þjóðin að hugsa með alvöru og hlýleik til þingfulltrúanna ■ og óska þeim gæfu og gengis við að leysa úr þeim vandamálum, sem fyrir þingið verða lögð. Því þau vandamál eru þín vandamál og mín. Það er þessvegna, sem góð ar óskir eiga að fylgja þingmönn unum, er þeir koma saman í dag á alþingi lýðveldisins ísland. • Ljettara hjal. OG AÐ SVO mæltu skulum við taka upp Ijettara hjal á ný. Það eru svo mörg smá vanda- mál daglega lífsins, sem við þurf um að minnast á, meðan þjóð- arfulltrúarnir leggja höfuðin í bleyti yfir þeim stærri og vanda meiri. Fyrir nokkrum dögum birti jeg brjef frá manni, sem var ó- ánægður með hreinlæti í mjólk- urbúðum bæjarins. Það var ó- fögur lýsing, sem hann gaf á á- standinu í þeim efnum. í tilefni af þessu hringdi Pjet- ur Sigurðsson í mjólkurstöðinni til mín í gær og spurði mig, hvort brjefritari myndi eiga ið mjólkurbúðir Mjófkursamsöl- unnar í brjefi sínu. Jeg sagði Pjetri eins og var, að mjer væri ekki kunnugt um það, vegna þess, að maðurinn hefði ekki tek ið til neina sjerstaka mjólkur- búð eða búðir. En það væri al- ment mál manna, að dreifing mjólkurinnar í bænum væri ekki í sem bestu lagi, eins og hann vissi ábyggilega sjálfur. inu :i < i Vandræðaástand. FULLTRÚI Samsölunnar virt ist skilja, að bæjarbúar væru óánægðir með, hvernig mjólkur dreifingunni væri hagað í bæn- um. En benti á, að skýringar hefðu verið gefnar á því, hvern- ig á því stæði, að ekki væri hægt að flytja fólki mjólk í flöskum. Útaf kvörtunum um óþrifnað í mjólkurbúðum vildi Pjetur taka það fram, að samsalan hefði fyrirskipað öllum sínum afgreiðslustúlkum að vera með hvítar húfur á höfðinu, er þær væru við afgreiðslu. Lok hefðu verið smíðuð á hvern einasta mjólkurdúnk, sem mælt væri úr i samsöluútsölunum, en vitan- lega véeri ekki hægt að hafa lok in á dúnkunum á meðan verið væri að mæla úr þeim. — Um flugnaveiðara sagði Pjetur, að þeim hefði verið komið fyrir í öllum útsölum, sem samsalan hefði, en hitt gæti samsalan ekki gert að, hvernig ástandið væri í þeim mjólkurútsölum, sem hún hefði ekki yfirráð yfir, en það væru allmargar mjólkurbúðir í bænum, sem samsalan hefði ekk ert með að gera, að öðru leyti en því, að útvega þeim mjólkina. Rjett þykir að láta þessar skýr ingar koma fram, en það breyt- ir engu um það, að mesta vand- ræðaástand ríkir í dreifingu mjólkur hjer í bænum og það verður ekki bætt með orðum einum. Magnúso Hvamms- tangi. FYRIR NOKKRUM árum varð eftirfarandi saga landfleyg: Söngvarinn Stefán Guðmunds son, sem erlendis kallar sig Stefano Islandi, eins og kunnugt er, var á ferð norður í landi. Á Hvammstanga hitti hann mann og kynti sig fyrir honum með því að segja: — Sælir, Stefano íslandi. Hinn svaraði: — Sælir, Magnúso Hvamms- tahgi! Það var ekki fyrr en nú fyr- ir nokkrum dögum, að nýr for- stjóri var ráðinn við Síldarverk- smiðjur ríkisins á Siglufirði, að jag mundi hver það var, sem hafði komið svona vel fyrir sig orði, en það var einmitt Magnús Blöndal, hinn nýráðni forstjóri síldarverksmiðjanna, að því er kunnugir menn fullyrða. Gísli Ólafsson vann rr rr GOLFKEPPNINNI um „Olíu bikarinn“ svonefnda, sem hófst 19. ágúst, lauk 30. sama mán., með sigri Gísla Ólafssonar. — Vann Gísli Haldór Hansen í úr- slitaleiknum með 6 holum yfir, þegar eftir var að leika um 5 holur. Bikarinn, sem keppt var um, vann Halldór Hansen.árið 1942 en Þorvaldur Ásgeirsson 1943. Keppnin var forgjafarkepni, þar sem keppendunum voru gefin aukahögg, mismunandi mörg eftir leikni þeirra, og eiga því allir að hafa sömu möguleika til að yinna bikar- innl I keppninni voru auka- högg frá óngu upp 1 20 á hverj um tveim hringum (36 holum).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.