Morgunblaðið - 02.09.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.09.1944, Blaðsíða 8
8 MOEGÐNBLASIÐ Laugardagur 2. sept. 1944. STJÓRNARSAMVINNA — Svartskeggur Framh. af bls. 7. Um morguninn hafði May- nard skipstjóra, sem var fyr ir árásarskipunum, tekist að róa þeim svo nálægt skipi Teach, að hann gat kallað til hans og skorað hann á hólm. Svartskeggur svaraði með fyrirlitningu og undirstrik- aði orð sín með því að láta skjóta á þá úr byssum skips síns. Tuttugu menn fjellu á öðru skipinu en níu af hinu. Engan mann var að sjá á hvorugu skipanna..Nú gafst Teach tækifæri til að sleppa, en skúta hans rann á grunn og hann ákvað að fara hvergi, en gera í þess stað út af við þá, sem enn kynnu að vera á lífi af óvinum sín- um. Með fjórtán menn fór hann um borð í skip Mayn- ards, sem einnig hafði strandað. En Maynard skipstjóri beið hans með ellefu mönn- um, sem höfðu komisf af. Þar eð þeir óttuðust aðra skothríð sem myndi hafa gert út af við þá, földu þeir sig undir þiljum með skammbyssurnar og sverð- in, reiðubúnir að berjast í návígi. , Einvígið milli Teach og Maynard var stórhrikalegt. Þeir skutu fyrst hvor á ann- an á stuttu færi. Svartskegg jrr .hitti ekki, en fjekk skot i andlitið. Hann ljet sjer jivergi bregða, en greip til sverðs síns. Þannig börðust þessir tveir menn og skutu af skammbyssunum þegar færi gafst. Teach barðist hraustlega, þótt ákaflega blæddi úr sári, sem hann fjekk á hálsinn. Að lokum steyptist hann á höfuðið — dauður. — Seigla hans var furðuleg, því að í líkama hans voru fimm kúlur, og tuttugu önnur minni sár hafði hann fengið í viður- eigninni. Ef Loftur getur það ekk) — bá hver? Hermdarverk „hirð- arinnar" og lög- reglu Quislings Frá norska blaða- fulltrúanum. FRA NOREGI berast þær frjettir, að „hirðin“ og ríkis- iögregla Quislings hafi gert sig seka um slík hermdarverk' í Austurdal, að geysilega gremju hefir vakið meðal Norðmanna. ðlunu grimdar- verkin mjög torvelda störf þeirra manna,- sem Vilja, að reikningsskil Quislmga fari fram samkvæmt rjettarregl- um. Yar þessu athæfi hald- ið áfram, má Tníast við hörð- ustu gagnráðstöfum af hendi Norðmanna. „IIirðin“ og ríkislögreglan ihafa handtekið fjölda manns í Austurdal, einkum í Rena, Osen og Engerdal. Enn er ekki vitað, hvern þátt Þjóð- verjar eiga ^þessu athæfi. Það er heldur ekki enn vitað, hve margir hafa verið handteknir, en aðeins í Rena hafa 50 ,manns verið teknir höndum. Margir þeirra, sem taka átti fasta, snerust til varnar. Veg- um og brúm var Jokað, og hinum handteknu var mis- þyrmt hræðilega. Lögreglan' notaði gúmmíkylfur og kaðal- spotta við pyntingarnar. Einn hinna handteknu, fimtugur strætisvagnabílstjóri í Rena, var rekinn iit á gras- flöt fyrir framan hreppstjóra- skrifstofuna, og þar var hann, neyddur til að hlaupa um, en‘ :„hirðin“ og lögreglan reyndu að skjóta í fætur hans sjer til skemtunar. Síðan var honum . misþyrmt inú í hreppstjóra- skrifstofunni. Var þar kippt af honum öllum nöglum, fing- ur hans brotnir og báðar fæt- ur höggnar af. Ilann ljesfc skömmu síðar í sjúkrahúsi Lögreghiyfirvaldið í Rena' er Quislingur, Gjertsen að nafni, og verður hann víst á- reiðanlega látinn bera ábyrgð á hermdarverkunum, UM EKKERT hefir verið I rætrt eins mikið meðal þjóðar- innar síðustu missirin eins og | stjórnarsamvinnu flokkanna. Af hverju hefir hún ekki tek- ist? Hverjum er um að kenna? Hverjir eru hinir seku? o.s.frv. Meðal almennings mun það yfirleitt talið æskilegt og sjálf- sagt, að samvinna um þingræð isstjóm takist. Þjóðin er búin að sjá, að núverandi stjórnar- ástand er óhæft. Það má ekki haidast áfram og það má ekki endurtaka sig. Hitt greir.ic menn á um, hvers konar stjórn arsamvinna eigi að. koma og hvað hafi verið í veginum. Gangá klögumálin nokkuð á víxl í því efni og margir, sem af lítilli sanngirni ræða þetta mál. Öllum hugsandi mönnum ætti að vera það Ijóst, að þeg- ar enginn flokkur hefir meiri hiuta á þingi, og þegar þjóðin hefir skift sjer í fjóra harð- snúna andstöðuflokka, þá eru á því miklir örðugleikar að jafna deilurnar og stofna svo náinn fjelagsskap milli and- stöðuflokka, sem stjórnarsam- vinna heimtar. Reynslan frá þjóðstjórnartímabilinu hefir heldur ekki verið til hvatning- ar á ieiðinni. í það minsta höf- um við Sjálfstæðismenn ekki svo bjartar minningar um þá samvinnu, að þær sjeu hvetj- andi til þess að stofna nýja. Þó höfum við ekki látið það fyr- ir standa, því af okkar hálfu hafa rækilégar tilraunir verið gerðar hvað eftir annað til að koma stjórnarsamvinnu á, og enn er ekki sjeð, hvernig þær enda. Alþjóðar hagur er okkur fyrir öllu og það var gert í fullri andstöðu við okkur, að setja nú^erandi ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn verður því ekki með neinum sannind - um sakaður um það, að stjórn- arsamvinna hefir ekki tekist. Má að því færa glögg og óyggj andi rök, en verður að mestu látið bíða að þessu sinni, af því að enn er ekki útsjeð um sam- vinnu. Einn þeirra manna, sem einna mest hefir ritað og rætt um stjórnarsamvinnu, er Jónas Jónsson alþm. I riti sínu Ófeigi 2. tölubl. skrifar hann mikið um þetta efni. Hans aðal rök- semd er sú, að öll villan sje í því fólgin, að hinir borgara- legu flokkar hafi nokkuð reynt að hafa kommúnista með í samningunum. Hann bendir á samningatilraunir Framsóknar manna um „vinstri stjórn“ vet urinn 1942-^-43, og hann bend- ir á samvinnutilraunir Sjálf- stæðismanna eftir kosningar 1942 og fyrir þjóðhátíðina s.l. vor. Helst er svo að skilja, þó ekki sje það sagt berum orð- um, að þetta sje lagt að jöfnu af því að í öll skiftin er við það miðað, að ,,kommúnistar“ sjeu með. Þetta er þó mjög vill andi, því hjer er ákaflega ó- líku saman að jafna. Tilraunir Sjálfstæðismanna fyr og síðar frá síðustu kosn- ingum hafa verið bundnar við allra flokka ríkisstjórn. Þær hafa miðast við þjóðareiningu með því höfuð markmiði að fleyta þjóðarskútunni yfir öldu rót stríðsáranna og sætta þau deilumál, sem beint og óbeint eru tengd við stríðið og þær breytingar, sem a það veldur. Flokkadeilur um mismunandi stjórnmálastefnur skyldu hins vegar geymdar þar til stríðið er búið og þjóðarskútan getur aftur siglt á sljettum sjó. Tilraunir Framsóknarmanna til að koma á vinstri stjórn og sem stóðu 5—6 mánuði 1942 og 1943, voru alt annars eðlis. Þær voru bygðar á því, að rík- isstjórnin skyldi starfa í and- stöðu við stærsta flokk þjóð- arinnar, Sjálfstæðisflokkinn. Þær voru bygðar á harðleik- inni hefrviarpólitík gegn at- vinnurekendum þjóðarinnar, sem fylgja Sjálfstæðisflokkn- um. Undirstaðan var innan- landsstyrjöld en ekki þjóðar- eining. Þetta mun ekki hafa verið að skapi J. J. eða hans manna innan flokks og þess vegna hefir hann lent í deilum við meiri hluta flokksmanna sinna. Með það hefir hann ekki farið dult. Að jafna því við viðleitni Sjálfstæðismanna til stjórnar-, samvinnu er því fjarri lagi. — Hins er og vert að minnast, að þegar J. J. og aðrir telja alla flokkana nema kommúnista „borgaralega flokka“, þá er það ekki rjett, þó það bæti á engan hátt afstöðu kommúnist anna. Alþýðuflokkurinn er yfir- lýstur „sósíalista“flokkur og sumir Framsóknarmenn standa vinstra megin við hann. Geta jafnvel eftir reynslunni að dæma stokkið yfir kommúnist- ana líka, þegar mikils þykir við þurfa. Það er því ekki eðlilegt að vel gangi að koma á stjórn- arsamvinnu með þessum mönn um án þess að kommúnistar sjeu líka með, enda hafa þeir aldrei ljeð máls á því. Þrátt fyrir alla þessa ann- marka og marga fleiri er það eins víst og tveir og tveir eru fjórir, að þjóðin í héild óskar stjórnarsamvinnu og það er al- þjóðar nauðsyn að koma henni á strax á því framhaldsþingi, sem nú hefst. Verkföll og kaup deilur, síhækkandi dýrtíð og vaxandi örðugleikar fyrir at- vinnurekstur landsmanna ger- ir það ómissandi. Alt hefir ver- ið spent hærra og hærra að undnaförnu og spilið heldur á- fram, þar til alt timbrið hryn- ur, ef eigi verður tekið öflug- lega í taumana til leiðrjetting- ar. Hvaða flokki sem menn fylgja eða hafa fylgt, þá hljóta þeir að sjá, að við get- um ekki til lengdar rekið land búnað, sjávarútveg eða iðnað með. hærrL tilkostnaði en alls staðar annars, staðar í veröld- inni. Landbúnaðarvörur verð- ur ekki hægt að verðbæta með ríkisframlagi eftir stríð; iðnaði verður ekki lengi haldið áfram í skjóli innflutningshafta og verndartolla, og við getum ekki vonast eftir sama verði fyrir sjávarafurðir nema til stríðsloka. Að þing og þjóð standi sam- an um að mæta örðugleikum breytinganna á viðeigandi hátt er svo þjóðnauðsynlegt at riði, að það ætti að vera hafið yfir allar deilur um einkarekst ur og ríkisrekstur og annað það, sem skiftir flokkum. Takist ekki heiðarleg stjórn- arsamvinna nú, er ekki annað fyrir hendi en þingrof og kosn mgar. En er nokkur vissa fyr- ir, að hægara verði um stjórn- arsamvinnu eftir þann bar- daga? J. P. < i v :w Efiir Robert Storm i! < i w jm IWOED NEW VORK 0AÍ?. MIS WAR 15 DRIVIN' M£ A 6UV CAN'T U . j ' 7^ AND 6A50UN£...TH£R£!5 A LAU6H! WMV, I HBARD JU6T T'DAS THERE'5 MORE öA5 IN TUE COUNTRÍ THAN THEY KNOW WMAT T'DO WITMÍ Copr. 1.944, P” Z biEÁRD ''iOU QRMH' ABCUT 6A5«.HCVttO / VOtJ LíKÚ TO l-ATCH ( 0NTO A 5ET OF I ' COUPON61 II ' HEY, PAL... LEMME MAve A WORD W/TH you. WHV.. VEAH SURE 1-2) í troðfullri krá í New York. Einn gestanna: — Þetta stríð er að gera mig vitlausan. Maður getur andskotann ekkert gert án þess að hafa skömmt- unarseðil. Og bensínið. Það er nú blátt áfram hlægilegt með það. Það er ekki lengra síðan en í dag, að jeg heyrði, að það væri svo mikið til af bensíni í landinu, að menn vissu ekki, hvað við það ætti að gera. 3-4) Gesturinn: — Og gúmmíið, skal jeg segja ykkur. — Annar gestur: — Heyrðu, lasm. Finndu mig augnablik. Jeg heyrði, að þú varst að tala um bensín. Hvað segirðu um að klófesta dálítinn bunka af bensínseðlum? Hinn: — Jahá. Það væri nú ekki ónýtt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.