Morgunblaðið - 02.09.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.09.1944, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 2. sept. 1944. tst Brúðkaupsdegi Tabithu lauk með því, að ungu hjónin óku í stórum vagni heim á nýja heim ilið sitt. Og ekki voru þau fyrr horfin inn í húsið, en nokkrir af fjelögum Ob tóku að lemja saman potthlemmum, skjóta flugeldum og reka upp öskur mikil, svo að óhljóðin heyrð- ust í margra mílna fjarlægð. Hjelt þessu áfram til miðnætt- is. — „Tibby verður hamingju- söm“, sagði Ephraim. Hann sat á ,stól í eldhúsinu og var að klæða sig úr sunnudagaskón- um sínum. Þeir voru nokkuð þröngir. „Það er enginn vafi á því, að hún og Ob eru mjög vinsæl“. Abigail og Miranda voru að taka til í eldhúsinu. Hvorúg þeirra svaraði Ephraim. „En þú nærð þjer aldrei í mann, ef þú ekki bætir þetta háttalag þitt“, hjelt hann á- fram og sneri sjer að Miröndu. „Karlmönnum geðjast ekki að hrokafullum konum. Þú verð- ur orðin piparmey áður en þú veist af, ef*þú ekki gætir þín“. „Það vona jeg ekki, pabbi“, svaraði Miranda. Hún leit á móður sína og augu þeirra mættust. „Þú þurkar upp“, hvíslaði Abigail. „Jeg skal ljúka við að þvo. Þú mátt ekki fara illa með hendurnar á þjer“. Miranda leit þakklátlega á móður sína. Henni var mikil huggun í því, að móðir hennar skyldi vita um leyndarmál hennar. Það varð raunverulegt fyrir bragðið. Það hafði stund- um komið fyrir, að hún hjelt sig hafa dreymt Dragonwyck og alt, sem komið hafði fyrir hana þar. Ef Nikulás gleymdi henni nú — ef hann hefði í rauninni ekki meint það, sem hann sagði — ef hann hitti einhverja aðra-----. — Þegar leið á sumarið, jókst ótti hennar, og þegar komið var fram í september, var hún hætt að geta borðað og svaf illa. Hringurinn og brjefið, sem hún hafði fengið frá Niku- lási, morguninn, sem hún fór frá Dragonwyck, gátu nú ekki lengur hughreyst hana. Stúlkan er að tærast upp, hugsaði Abigail og horfði kvíðafull á Miröndu. Jeg vildi, að hún hefði aldrei farið til Dragonwyck eða sjeð þennan Nikulás. „Borðaðu matinn þinn“, var hún vön að segja. „Það er ekki sjón að sjá þig“. „Já“, sagði Ephraim einu sinni og þurkaði sjer um munninn, um leið og hann leit á dóttur sína. „Hvað er að þjer, barnið mitt? Það er eins og þú hafir allar heimsins áhyggjur á herðum þínum“. Hann hafði verið ánægður með hegðun hennar undanfarið. „í næstu viku verður uppskeruhátíð hjá Peck“, hjelt hann áfram, „og jeg hefi heyrt, að þangað eigi að koma fiðluleikari frá Stam- ford. Það verður gaman fyrir þig að fara þangað. Sennilega híttir þú einhvern ungan mann þar“. . Miranda svaraði ekki. Hún sat þegjandi og starði út í loft- ið. — Faðir hennar hleypti brún- um og ætlaði að fara að segja eitthvað, þegar Nat hrópaði: „Sjáið þið, það er ókunnur maður, á litföróttum hesti, að fara inn um hliðið okkar!“ Miranda stökk á fætur. Gat verið, að það væri Nikulás? Þau hlupu öll út að gluggan- um, því að ókunnur maður var stórviðburður þar. „Það getur ekki verið far- andsali11, sagði Nat. „Hann hefir engan farangur með sjer“. „Þetta er sennilega einhver að spyrja til vegar“, sagði Abi- gail. Henni hafði dottið það sama í hug og Miröndu, en þegar hún sá vonbrigðasvip- inn á andliti stúlkunnar, vissi hún, að þetta var a. m. k. ekki Nikulás. Nú var hesturinn kominn alveg upp að húsinu. „Jeg ætla að vita, hvað hon- um er að höndum“, sagði Ep- hraim og opnaði hurðina. Þegar Miranda sá framan í ókunna manninn, rak hún upp undrunaróp. „Þetta er Turner læknir!“ hrópaði hún. Hún starði á breiðar axlir hans og brosandi andlit, og hún hataði hann vegna þess, að hann minti hana á Dragonwyck. En ef til vill getur hann sagt mjer eitt- hvað í frjettum, hugsaði hún alt í einu. Hún þaut niður stigann um leið og Jeff fór af baki. Andartak lá við, að Jeff þekti hana ekki aftur. Fallega, gylta hárið hennar var nú fljettað í tvær fljettur, sem vafið var þjett um höfuðið. Hún var í baðmullarkjól, með stóra svuntu. Hún hafði lagt mikið af o£ var föl í andliti, svo að löngu, brúnu augun hennar virtust ennþá stærri en þau í raun rjettri voru. Hún brosti til hans. „Ó, Turner læknir!“ hrópaði hún. „Hafið þjer — vitið þjer — — ?“ hún þagnaði, þegar hún fann, að Ephraim starði á hana. Jeff tók' í hönd hennar, en heyrði varla, hvað hún sagði. Hann hjelt, að ákafinn og gleði hreimurinn í rödd hennar, þeg ar hún hrópaði nafn hans, væri ' egna þess, hve glöð hún væri yfir að sjá hann. Honum hitn- aði um hjartaræturnar. Hon- um fanst hún enn fegurri nú, í látlausum baðmullarkjólnum, en öllum skrautklæðunum, sem hann hafði sjeð hana í á Drag- onwyck. „Og hver er þessi herramað- ur, Ranny?“ spurði Ephraim, strangur á svip. Jeff slepti hönd hennar og brosti dálítið vandræðalega. „Jeg heiti Jeff Turner, frá Hudson, hr. Wells. Miranda hef ir ef til vill getið mín við yð- ur?“ „Nei, það hefir hún ekki“, svaraði Ephraim. Hann mis-' skildi einnig hegðun dóttur sinnar. Þessi ungi maður hlaut að vera ástæðan fyrir öllum andvörpum og vesaldómi stúlk unnar. En þótt honum litist vel á Jeff, hafði hann ekki í hyggju að láta á því bera, fyrr en hann hefði fengið fulla skýr ingu í málinu. Jeff settist nú að snæðingi og^Miranda sá, að hún varð að bíða með spurningar sínar, þar til faðir hennar hafði lokið yf- irheyrslu sinni. — Það kom í ljós, að Jeff hafði farið til New York. „Þar er ágætur læknir, að nafni John Francis, sem notað hefir nýja aðferð við kóleru. I júlí- mánuði kom skip til Hudson, er flutti með sjer kóleru frá Indlandi. Það voru aðeins fá- ir, sem veiktust, guði sje fyrir að þakka, en tveir þeirra dóu“. „Jeg vona, að þeir hafi dáið í trú á Drottinn sinn, eins og góðir, kristnir menn“, sagði Ephraim. Jeff kinkaði kolli. „Sálir þeirra eru öruggar. Það, sem máli skiftir fyrir mig, eru lík- amar þeirra“. „Ungi maður“, sagði Ep- hraim. „Þessi athugasemd yð- ar ber vott um ljettúð. Líkam- inn er einungis duft og aska. En —“, hjelt hann áfram, því að hann hafði áhuga á málinu og ungi maðurinn virtist dugn- aðarmaður, þrátt fyrir alt', „funduð þjer nýtt kólerulyf í borginni?“ „Það er aðeins leir, sem not- aður er“, svaraði Jeff. „Kín- verskur leir. Francis læknir hefir notað hann, og hefir hann reynst prýðilega“. „Er hann borðaður?“ spurði Nat. Drengirnir þrír hlýddu með athygli á Jeff. Það var Miranda ein, sem veitti því enga athygli, sem hann var að segja. Hvað varðaði hana um kóleru? Hún átti aðeins eina hugsun. Henni fanst máltíðin aldrei ætla að taka enda. Og löngu eftir að allir höfðu lok- ið við að borða, sat Ephraim og spjallaði við gestinn, þótt margt væri eftir ógert fyrir kvöldið. — Jeff sagði þeim frá því, hvernig leir væri notaður við kóleru, og hann sagði þeim og frá ferðalagi sínu frá Hudson. Hann hafði komið ríðandi vegna þess, að hann vildi koma við í Poughkeepsie, Fishkill og White Plains til þess að hitta þar kunningja sína og ræða við starfsbræður sína. „í morgun var jeg í Rye“, sagði hann og brosti. „Og þar eð jeg var kominn svona nærri Greenwich, datt mjer í hug að heimsækja Miröndu“. Þetta var auðvitað ekki heilagur sannleikurinn, því að hann hafði altaf ætlað sjer að heim- sækja Wells-fjölskylduna, þótt hann gerði sjer ekki fulla grein fyrir því, hvers vegna hann vildi sjá Miröndu aftur. BEST AÐ AUGLtSA 1 MORGUNBLAÐINU. Sögur Bertu gömiu Æfintýr eftir P. Chr. Asbjörnsen. 9. að vinnu sinni, heyrði hún hróp og köll úti. Gekk hún þá út og heyrði hrópað í hól einum nærri selinu: „Haki konungur! Haki konungur!“ „Já“, hrópaði Haki konungurú móti úr öðrum hól eða haug, svo undir tók í fjöllunum í kring. „Haki konungur, sonur minn, viltu gifta þig?“ var kall- að langt í burtu í einum hólnum enn. „Já, það vil jeg“, æpti Haki konungur, „ef jeg get fengið hana Bergþrúði, sem er hjerna í selinu?“ „O, já, ætli það verði ekki hægt“, heyrði Bergþrúður svarað úr öðrum *hól, og við það varð hún svo hrædd að hún vissi ekki hvað hún átti af sjer að gera, en tók þó það ráð að hlaupa inn í selið aftur. En þá tók nú heldur að gerast gestkvæmt í selinu, hver kom þar inn af öðrum með mat og drykk á silfurfötum og í silfurskálum og allt var fólk þetta skartbúið, en nokkrar konur báru brúðarskart fagurt með sjer og var nú farið að bera á borð og færa hana í brúðarkjól, og ekki fannst henni hún megna að veita neina mótspyrnu. Þessi stúlka átti sjer líka kærasta, og var hann á veiðum í fjöllunum, ekki allfjarri. Og allt í einu kom að honum slíkur ótti og angist, að honum fannst hann endilega mega til með að fara til selsins þegar í stað. En þegar hann kom svo langt að hann sæi til selsins, sá hann þar allt um- hverfis hesta með fornfálegum reiðtýgjum, og vissi þá strax hvað um var að vera. Hann læddist að selinu og gáði inn um glugga, og þar sá hann allt veitslufólkið. Haki konungur var brúðgumi og búið að skreyta brúðina. „Já, nú er víst ekki annað eftir en að umsnúa í henni augunum“, sagði ein af brúðarmeyjunum. Þá fannst pilti tími til kominn að láta til sín taka, hann hlóð í skyndi byssu sína og hafði hnapp úr erfðasilfri, sem hann sleit af peysu sinni, fyrir kúlu og skaut Haka kon- ung, svo hann fjell. Og um leið þaut allt veislufólkið út, en tók þó Haka konung og bar hann á milli sín. Maturinn varð að allskonar óþverra, pöddum og kvikindum, sem skriðu í allar áttir. Það eina, sem eftir varð, var brúðar- skartið og eitt silfurfat og það er sagt að til sje þárna í bygðinni enn í dag“. Gyðingur nokkur var að kaupa sjer föt hjá klæðskera. „Eiga fötin að vera með ensku, frönsku eða amerísku sniði?“ spurði klæðskerinn. „Nei, umfram alt ekki; þau eiga að vera hlutlaus, því að jeg fer ekki að gera upp á milli þeirra“, svaraði Gyðingurinn. ★ — Þjer lofuðuð mjer launa- hækkun, ef þjer yrðuð ánægð- ur með mig, sagði Skotinn við vinnuveitanda sinn. — Já, en jeg get ómögulega verið ánægður með mann, sem heimtar launahækkun. ★ í blaði einu í Skotlandi kom sú frjett, að við austurströnd- ina hefði veiðst síld með shill- ing í maganum. Daginn eftir stóð svohljóð- andi frásögn í sama blaði: „Allur skoski fiskveiðaflot- inn er lagður af stað til aust- urstrandarinnar“. Skoti, sem var á ferðalagi, gisti á hóteli, sem stóð nálægt lcirkju. Turnklukka kirkjunn- ar blasti við glugga hans, Hann stöðvaði úrið sitt þeg- ar í stað. Konan.: — Hefirðu sjeð fing- urbjörgina mína, Angus? Maðurinn: — Hún stendur við hliðina á whiský-flöskunni. Jeg neyddist til þess að gefa Mac Whister snaps í gær. ★ Stúlka nokkur var að aka bíl fyrir horn, lenti á öðrum bíl og var flutt í spítala. Við rúmið standa læknirinn og hjúkrunarkona. Læknirinn: — Skrifið niður, systir: Síðubrot, öxl úr liði, mar á fótlegg ..... — Hvað eruð þjer gömul? — Tuttugu og fimm ára. — Skrifið ennfremur: Minn- ið bilað, sagði læknirinn. ★ Einu sinni bað gamall mað- ur en ríkur sjer ungrar ekkju. Ekkjan bað vinkonu sína að ráða sjer heilt í þessu. — En ráddu mjer samt ekki frá því fyrir alla muni, bætti hún við. ★ Rósa: — Hvað geturðu lengi haft þjónustustúlkurnar í vist- inni? Hanna: — Þangað til þær eru orðnar leiðar á manninum mínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.