Morgunblaðið - 03.09.1944, Side 1

Morgunblaðið - 03.09.1944, Side 1
Bl. éxgungur. 197. tbl. — Sunnudagur 3. september 1944. Isafoldarprentsmiðja h.f. ORUSTA HAFIN í ARDENNASKÓGI BRETAR UM 60 KM. FRÁ CALAIS Þjóðverjar fara úr Fimilandi oð beiini Finna London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. FINNSKI forsætisráðherrann flutti ræðu í kvöld og tilkynti þar, að Finnar hefðu fyrir nokkru farið þess á leit við Þjóðverja, að þeir færu með her sinn úr Finnlandi. Kvað hann Þjóðverja háfa orðið við þessari bón Finna. Talið er að þetta sje fyrsta skrefið til þess að Finnar fái frið, þó ekki sje vitað, hvaða skilmála Rússar kunni að setja. Víst er þó talið að ekki verði krafist skilyrðislausrar uppgjafar af Finnum, eða svo sagði ráðherrann að minsta kosti. Sagði ráð- herrann að hin nýja finska stjórn hefði talið það skyldu sína vegna þjóðarinnar að leita friðar. Ekki kvaðst þó ráðherrann vita hverjar þreng- ingar biðu þjóðarinnar, áður friður fengist. Lausafregnir herma, að Þjóðverjar muni verða komnir með lið sitt brott úr Finnlandi fyrir 15. þ. m. og muni þetta vera eitt af skilyrðum Rússa fyrir því að samningar geti hafist. Rússar við Dóná á 320 kílóm. svæði London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. RÚSSAR tilkynna í herstjórnartilkynningu sinni í kvöld, að þeir hafi hreinsað til á landamærunum milli Rúmeníu og Búl- garíu á öllu svæðinu milli Dónárósa og borgarinnar Giurgiu. Einnig kveðast þeir hafa tekið bæinn Oltentia, fyrir vestan Ploesti. Talið að Bandaríkja- menn sjeu komnir austur fyrir Maginotlínuna London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. HERSVEITIR Bandaríkjamanna sem næst eru komnar landamærum Belgíu, eru nú í útjaðri hinna miklu Ar- dennaskóga, þar sem stórorustur voru háðar í fyrri heims- styrjöld. Hafa á þessu svæði verið teknir tveir bæir, annar þeirra, Hirson, er um 7 km. frá belgisku landamærunum. Byrjaðar eru, að sögn frjettaritara, orustur í útjöðrum þessa mikla skógaflæmis og berjast Þjóðverjar þar af hörku. Þá hafa borist fregnir um að Bandaríkjamenn sjeu komnir austurfyrir Maginotlínuna og sjeu þar um 10 km. frá Þýskalandi. Vestar halda Bretar og Kanadamenn áfram sókn sinni í átt til landamæra Belgíu og borganna Calais og Dun- querque. Er talið að framsveitir sjeu um 60 km. frá Calais og álíka langt frá Dunquerque. — Compigeneskóginum verjast Þjóðverjar enn af mikilli hörku, eins í Brest, Lori- ent og St. Nazaire. Rússar kveðast hafa tekið allmarga fanga, þar á meðal fjölda Rúmena, sem börðust í liði Þjóðverja, en aftur á móti hafa þeir sleppt allmörgum rúmenskum stríðsföngum, er þeir höfðu áður tekið, og var þeim vel fagnað í Bukarest, en þangað eru þeir þegar komnir. Gagnáhlaup austan Varsjá. Rússar segja að ekki hafi neitt verið um að vera á öðr- um hlutum vígstöðvanna, en Þjóðverjar kveðast hafa unnið nokkuð á fyrir austan Varsjá. — Enn er talið að barist sje í borginni og geri Þjóðverjar loft árásir á Pólverja. . Þjóðverjar neita að viður- kenna pólsku skæruliðana sem hermenn, þar sem land þeirra hafi verið sigrað í styrjöld að alþjóðalögum, en Bretar höfðu farið fram á slíka viðurkenn- ingu. Oveður hindra sókn í Suður-Frakklandi London í gærkveldi: Regnveður mikil með hagl- jeljum geisa nú í Rhonedaln- um og tefur það og hindrar nokkuð sókn bandamanna norð ur á bóginn. Eru framsveitir nú um 34 km. frá Lyons, en þar er talið að Þjóðverjar skipu- leggi nú aftur sveitir sínar til heimflutnings til Þýskalands. En undanhaldið ver 11. skrið drekaherfylkið, sem talið er eitt allra hraustasta og reynd- asta herfylki Þjóðverja, og verst það fast á undanhaldinu. Frá ví^stöðvunum innan landamæra Ítalíu hafa engar fregnir borist í dag, en talið er að þar sæki Bandaríkjamenn enn áfram. Skarð rofið í Gofnesku línuna London í gærkveldi. HERIR bandamanna hafa nú rofið 20 km. breitt og 5 km. djúpt skarð í hin svonefndu Gotnesku vanarvirki Þjóðverja á Ítalíu. Ekki er ljóst, enn sem komið er, hvort þeir eru komn ir gegnum virkjabeltið, en þyk ir þó líklegt. — Beita þeir þarna ofurefli liðs, bres.kum, suður-afrískum, indverskum, nýsjálendskum og ítölskum sveitum. Enn er barist í bænum Pes- aro á Adriahafsströndinni og hefir aðstaðan ekki breytst að því er virðist. Þar eru það pólsk ar hersveitir úr áttunda hern- um, sem eiga í höggi við Þjóð verja. A miðvigstöðvunum hefir annar hluti áttunda hersins sótt fram fyrir norðan Florens, en enn vestar hefir fimti her- inn unnið nokkuð á. Talið er að hann hafi tekið borgina Pisa. — Þjóðverjar hafa eyði- lagt 56 skriðdreka fyrir banda mönnum í gær. Sókn bandamanna gegn Gotn esku virkjunum var undirbúin með mikilli leynd og dregið þar að óhemju mikið lið. Það var fyrir viku, sem alsherjarsókn bandamanna hófst. — Reuter. Svisslendingar senda matvæli. Zúrich í gærkveldi: Sviss- lendingar hafa sent 12 járn- brautarvagna fula af matvæl- um til handa bágstöddu fólki í Póllandi. Einkum eru vand- ræði sögð mikil í Varsjá, enda barist í borginni. — Reuter. Sambygðum flugvjel um beitt gegn Bretlandi I nótt sem leið beittu Þjóð- verjar í fyrsta skipti nýju vopni gegn Bretlandi, þar sem vart varð við að þeir sendu tvennar sambygðar flugvjelar inn yfir landið. Vopn þetta er þannig gert, að festar eru saman Messer- schmitt 109 orustuflugvjel og Junkers 88 sprengjuflugvjel og er framendi hennar fullur af sprengiefni. Flugmaður er í Messerschmittflugvjelinni og Framhald á 8. síðu Framsveitir Breta og Kana- damanna eru um 30 km. frá landamærum Belgíu og hafa farið yfir hinn sögufræga or- ustuvöll, Vimy Ridge, þar sem Kanadamenn unnu mikinn sig- ur 1917. Fallin er líka bærinn Lens og borgin Douai, sem mik ið var barist um í síðasta stríði. Sótt að Le Havre. Kanadamenn sækja nú hratt í áttina til Le Havre, en þar er talið að Þjóðverjar hafi um 2000 manna lið, sem nú fæst af alefli við að skemma höfnina í borginni. Þá hafa borist fregn- ir um það. að höfnin í Dieppe sje algjörlega eyðilögð, en nærri höfninni eru góðir lend- ingarstaðir. Flugherinn óstarfhæfur. í dag hefir veður verið hið versta yfir Norður-Frakklandi, rigning mikil og stormur á Erm arsundi. Hefir því flugher bandamanna því nær ekkert getað látið til sín taka við að trufla undanhald Þjóðverja. Yfir Maginotlínuna. Ostaðfestar fregnir herma í kvöld, að framsveitir Banda- r'kjamanna sjeu komnar yfir hina fornu Maginotlínu og berð ust nærri Longwyv en sá bær er aðeins rúma fjóra km. frá landamærum Belgíu pg Luxem ’bourg.' Vörnin í hafnarhorgunum. Þjóðverjar verjast enn af Framh. á 2. síðu Síðustu frjettir: Bandamenn komnir inn í Belgíu ÞAD VAR lilkynt seint í kvöld í aðal- bækistöðvum bandamanna, að tvær íramsveitir Bandaríkjamanna væru komn- ar yfir landamæri Belgíu, - Reuter.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.