Morgunblaðið - 03.09.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.09.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 3. sept. 1944 JIUmgtstiMiiMfr Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Áxni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla. Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlatuí* kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Le»nök Glundroði á sviði verk- lýðsmálanna ÞAÐ VAR SÚ TÍÐIN að stjettasamtök alþýðunnar voru reyrð í pólitískar viðjar Alþýðuflokksins. — Hinum raunverulegu hagsmunum verkafólksins var þá eigi sjald- an skipaður lágur sess við hliðina á flokkshagsmunum Al- þýðuflokksforkólfanna, og lýsti það sjer átakanlegast í því að skoðanafrelsi verkamanna var fyrir borð borið Sjálfstæðismenn risu öndverðir gegn þessu misrjetti og háskalegu misnotkun stjettasamtakanna og það var fyrir baráttu þeirra og þá sjálfstæðisverkamannanna sjálfra. sem því takmarki var náð að breyta skipulagi Alþýðusam- bandsins, þannig að um stjettasamtök væri að ræða, þar sem pólitískar skoðanir manna sköpuðu mönnum ekki misrjetti. Nú virðist hinsvegar, sem yfir verkalýðssamtökunum vofi ný hætta. Að formi til eru samtökin að vísu ópólit- ísks eðlis. En kommúnistar vaða nú uppi innan samtak- anna og verður af ýmsu ljóst, að fyrir þeim vakir allt annað en velferð verkamannanna. Öllum hugsandi mönnum er ljóst, að eitt af því, sem allra mest ríður á, er að geta skapað það jafnvægi og festu í efnahags- og atvinnumálum þjóðarinnar, að okkur reyn- ist erfiðleikar eftirstríðsáranna ekki ofviða og fjármunir þjóðarinnar, sem henni hafa nú áskotnast, renni ekki út í sandinn, þegar verðfall skellur yfir á erlendum markaði. Ef gætilega og skynsamlega væri nú að farið, ættum við að standa þannig eftir stríðið að afkoma manna almennt sje stórum betri en áður, og fjöldinn allur á nú peningainn- stæður, sem að krónutali voru miklir sjóðir fyrir stríð. En hvernig háttar svo til hjá okkur? Dýrtíðarmálin eru enn í mestu óvissu og atvinna er að stöðvast í fleiri og fleiri greinum vegna verkfalla, sem stofnað er til! Jafnframt þessu upplýsist svo, að sum þessara verkfalla eru til orðin með all-furðulegum hætti. Alþýðublaðið og Þjóðviljinn halda áfram að deila um Iðjuverkfallið, og verður af þeim deilum ráðið, að það eru alls ekki hinir almennu hagsmunir verkafólksins, sem mest eru bornir fyrir brjósti. Og á það hefir áður verið bent hjer í blað- inu, að það vekji að sjálfsögðu alveg sjerstaka undrun, þegar upplýsist að stjórn Dagsbrúnar hefir stofnað til olíu- verkfallsins í óþökk hlutaðeigandi verkamanna. Stjórn Dagsbrúnar gefur skýrslu um afstöðu sína til olíuverkfallsins í blöðum í gær. Samkvæmt þeirri skýrslu staðfestist alveg fullkomlega að trúnaðarmannaráð Dags- brúnar, — sem er skipað einum níu mönnum, stjórninni og fjórum að auk, — hefir stofnað til olíuverkfallsins án samþykkis verkamannanna. í skýrslu stjórnarinnar segir, að einhver fundur hafi verið haldinn með verkamönnum olíufjelaganna, en þar var þó engin afstaða tekin um verk- fallið. Og enn segir í skýrslunni, að stjórn Dagsbrúnar hafi síðar boðað til fundar með verkamönnum, en þeir þá ekki mætt. Eftir þetta ákveður svo trúnaðarmannaráð Dagsbrúnar — þessir níu menn — verkfallið. Nú er það augljóst, að það myndi þykja undarlegur grundvöllur und ir Dagsbrúnarverkfalli, ef stjórnin boðaði til atkvæða- greiðslu meðal allra meðlima fjelagsins um það, hvort hefja skyldi verkfall. Engir kæmu til atkvæðagreiðsl- unnar og síðan væri boðað til verkfalls! Þegar fámenn kommúnista-klíka hefir í hendi sjer að segja upp kaupsamningum án þess að leita samþykkis verkamannanna og þeir eru ekki hafðir með í ráðum um samningu uppkasts að pýjum samningi, og vinna er loks stöðvuð án þess að álits þeirra sje leitað, þá er orðið eitt- hvað meira en lítið bogið við hlutina. En þannig er nú upplýst að olíuverkfallið er til komið! Með slíku atferli staðfesta kommúnistar það eitt, að þær grunsemdir, að fyrir þeim vaki aðeins að skapa giund- roða og upplausn, eru á rökum reistar, og jafnframt kem- ur í ljós nauðsyn þess að enn muni þörf að endurbæta skipulag stjettasamtakanna. 5 ára styrjöld í DAG eru fimm ár liðin síð- an heimsstyrjöldin hófst. Þann dag sögðu Bretar og Frakkar Þjóðverjum stríð á hendur, eft ir hina tilefnislausu innrás Þjóðverja í Pólland tveimur dögum áður. Sjálft stríðið hafði í raun og veru staðið miklu lengur. Sumir telja, að tímabilið frá 1918—1939 hafi ekki verið annað en vopna- hlje og aðrir telja, að upphaf núverandi styrjaldar hafi byrj- að með innrás Japana í Man- sjúríu 1931, því eftir þá innrás hófst tímabil ofbeldisins. Tíma bil svikinna samninga og rýt- ingsstunga í bak nágranna- þjóða. Einveldisríkin höfðu forystuna. ★ Abyssiníustyrjöldin var eitt fyrsta dæmið um, hvers vænta mátti af einræðisríkjunum. Spánarstyrjöldin var einskonar aðalæfing Itala og Þjóðverja fyrir frumsýninguna miklu. Hitler fjekk óáreittur að vaða með her inn í Rínarhjeruðin 1936, hann innlimaði Saar- hjeraðið á ,,löglegan“ hátt og Austurríki og síðan Tjekkó- slóvakíu með ofbeldi og hót- unum. Þegar hann rjeðist á Pólland spenti hann bogann of hátt. Þjóðverjar voru þá grá- ir fyrir járnum — mesta her- veldi mannkynssögunnar. Lýð ræðisríkin óviðbúin og hik- andi, ósamlynd og veik. ★ Herskarar Hitlers óðu sigur- sælir yfir friðsöm smáríki og eftir tvö ár var svo komið, að þeir höfðu brotið á bak aftur alla mótspyrnu í Evrópu, nema viljaþrek Breta og herveldi Rússa. Berlín-Róm-Tokio öx- ullinn var traustur að ytra út- liti og það var ekki annað að sjá, en að öll jörðin myndi brátt snúast um þann öxul I heilt ár stóðu Bretar einir gegn ofureflinu. Með heykvísl- ar og aldagamla, kolryðgaða forhlaðninga að vopni stóðu þeir á ströndum Englands og biðu. Churchill forsætisráð- herra lýsti þessu tímabili eins og ferðalagi eftir dimmum dal, þar sem hvergi sást glæta, nema ofurlítill bjarmi efst við himinbrún. En þótt Bretar stæðu einir, voru hugir miljónanna í her- teknu löndunum með þeim. Barátta Norðmanna, Frakka, Pólverja, Dana, Hollendinga og Belga ásamt öllum hinum undirokuðu þjóðunum , mun ekki gleymast á meðan jörðin snýst. Svo kom hið örlagaríka ár, 1941, er Þjóðverjar rjeðust á Rússa og Japanar hófu hina viðbjóðslegu svikaárás á Banda ríkjamenn í Pearl Harbor. Eft- ir það fór að birta á ný. Og þó oft væri skuggsýnt, þá mátti sjá hvert stefndi. Nú eftir 5 ára styrjöld og einhverjar þær mestu hörm- ungar, sem yfir mannkynið hafa dunið, sjer loks á leiðar- enda. Bretar og bandamenn þeirra eru nú komnir upp úr hinum dimma dal og á heiðar- brúhinni sjá þeir ávöxt sinna fórna, blóðs,. svita, strits og tára. — Sigursólin er að renna upp, skær og fögur. Kæruleysi við val símanúmera. MIÐSTÖÐVARSTÚLKURN- ar fengu oft orð í eyra hjer á árunum, áður en sjálfvirka sím- stöðin kom, fyrir hv.e oft þær gæfu skakt númer. Þetta var stöðugt umræðuefni og var ó- spart notað í háði og alvöru gegn stúlkunum. Margir bjuggust við, að þegar hinn einfaldi og þægilegi sjálf- virki sími kæmi, þá myndi það algjörlega hverfa, að menn fengju skakt númer'. Enda gætu símnotendur þá engum kent um nema sjálfum sjer, því þeir veldu símanúmerin sjálfir. En það hefir orðið sú reynslan á, að það er ekki óalgengara en áður var, að menn sjeu ónáðað- ir í síma vegna þess, að valið helir verið skakt númer. Venjulega er það kæruleysi eitt eða sínnuleysi, ef menn velja skakt númer. Það þarf ekki nema örlitla eftirtektarsemi — gæta vel að því, hvað maður er að gera — til þess að fá rjett númer. Stundum stafar það af því, að menn geti ekki stungið fingrinum á rjettan stað, að þeir velja skakt, en líklega þó oftar vegna þess, að menn nenna ekki að gæta að því, hvort þeir viti rjett númer, sem þeir ætla að hringja í. Mörg skringileg dæmi. ÞAÐ ERU til mörg skringi- leg dæmi um það, hvernig fólk getur valið skökk númer. Jeg þekki gamlan piparsvein, sem ekki hefir frið fyrir ungum stúlkum, sem eru að panta hjá honum hárlagningu og „perman- ent“. Hann hefir stundum ekki frið fyrir slíkum pöntunum heila og hálfa daga. Annan mann þekki jeg, sem er vakinn á hverjum morgni með því, að fólk er að panta hjá honum fisk. Hann veit stundum hvað hálfur bærinn hefir í mat- inn, því þeir, sem hringja, eru svo sem ekki að spyrja, hvort þeir hafi fengið rjett númer, heldur panta um leið og svarað er:-„Góði gerið svo vel að senda mjer eina ýsu“. — „Jeg þarf að fá eins og fimm rauðsprettur sendar“. En þetta er alls ekki eins hlægilegt og það gæti litið út fyrir að vera. Það hafa þeir reynt, sem verða fyrir þessum ófögnuði. Það ætti sannarlega ekki að vera til of mikils mælst af símanotendum, að þeir gerðu sjer far um að velja rjett núm- er — það er engihn vandi. Dungal og mæði- veikin. Vesturbæingur skrifar: „ÞÚ MINNIST á kirkjudeil- una og Dungal prófessor, og bendir á, hve einkennilega það komi mönnum fyrir sjónir, að þeir, sem andmæla Dungal, blandi mæðiveiki inn í kirkju- málið. En þetta er meira en einkenni legt. Þetta er til skammar, auk þess, sem slík skrif bera vott um alveg eindæma fávisku. Grein- arhöfundar tala um Dungal og rannsóknarstarf hans rjett eins og hann hafi skuldbundið sig til þess að finna læknisráð gegn mæðiveiki, og það sje honum til ævarandi minkunar, að honum skuli'ekki hafa tekist það. Níels Dungal hefir engin lof- orð gefið um læknisráð gegn mæðiveiki, eins og allir ættu að vita, og mun hvorki hann nje aðrir vísindamenn láta sjer slíkt til hugar koma. Vitað er, að mæðiveikin er á ýmsa lund svip uð krabbameini, og er í tölu þeirra sjúkdóma, sem vísinda- menn geta glímt við mannsald- ur eftir mannsaldur, án þess að finna lækningu við. Hverjum dettur í hug að ásaka nokkurn erlendan vísindamann, sem t. d. hefir unnið að krabbameinsrann sóknum eða á rannsóknum á hinni skæðu húsdýrapest, gin- og klaufaveiki, þó honum hafi ekki enst aldur eða kraftar til að finna örugg læknisráð við slíkum sjúkdómum? En þegar íslenskur vísinda- maður ræðst í það verk, við lít- il tæki og ljelega aðbúð, að öllu leyti, að rannsaka skæða pest, sem hingað berst, og sem er álíka erfið viðfangs og þeir sjúkdóm- ar, sem jeg áður nefndi, þá get- ur hann augsýnilega átt von á, að landar hans svívirði hann fyrir, að honum tókst ekki á skömmum tíma að vinna áiíka þrekvirki og vísindamenn með bestu aðstöðu og fullar hendur fjár um allan heim komu ekki í kring á langri æfi. o Hann hefir gert mikið gagn. NÚ ER ekki svo að skilja, held ur brjefritari áfram, að Dungal hafi ekki gert gagn með rann- sóknum sínum. Hann færði sönn ur á það, við sjúkdómafræðinga, bæði í Englandi og Þýskalandi, að mæðiveikin væri sama sýkin, sem væri til í sauðfje þessara landa. Hvers virði þetta hefir verið fyrir íslenska bændastjett og ís- lensku þjóðina, mega menn reikna, sem vilja. En jeg tel dæmið vandreiknað, því hefði þessi sönnun ekki fengist, gat svo farið, að ennþá torveldara yrði um útflutning á íslenskum sáuðfjárafurðum en nú er — og er þó ekki á bætandi. o Fuglalífið á Tjörninni ÞAÐ HEFIR verið óvenjulega fjölskrúðugt fuglalíf á Tjörn- inni í sumar. Einkum eru það endur, sem sækja Tjörnina og hafa þær átt þar griðastað í alt sumar og alið upp unga sína. Nú eru ungarnir orðnir það vaxnir, að þeir þekkjast varla frá móðurinni, en fjölskyldan heldur saman ennþá og anda- mamma er stolt af börnunum sínum. Undanfarna daga hefir mátt sjá stóra hópa af öndum á Tjörninni. Dag nokkurn núna í vikunni sem leið taldi maður, sem gekk framhjá Tjörninni, 120 endur í einum hóp. Það er gaman að hafa þessa gesti inni í miðjum bænum. • Leyfið börnunum að gefa fuglunum. EINU SINNI var það algeng- ur siður að fara með bö'rn nið- ur að Tjörn og leyfa þeim að gefa fuglunum brauðmola. Börn unum þótti gaman að þessu og fuglarnir fengu fylli sína. En það er eins og eitthvað sje farið að draga úr þessum góða sið, til allrar ólukku. Mjer r sagt, að umhverfis Vonarstræti beri talsvert á fólki, sem hefir ánægju af því að gefa fuglun- úm, eða láta börn sín gera það, en sje að Verða sjaldgæfara, að fuglunum á Tjörninni sjeu gefn Framhald á 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.