Morgunblaðið - 05.09.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.09.1944, Blaðsíða 1
81. árgangur. 198. tbl. — Þriðjudagur 5. september 1944 Isafoldarprentsmiðja h.f. BRETAR KOIVINIR IIMIVI í HOLLAND TÖKU ANTWERPEN I GÆRKVELOI EN BRUXELLES í FYRRAKVÖLD TER-APET BItIrpam ROTTERp. •TtlS0R& ANTWERPEN •WAASTBICHfl Göbbels bolar skærubernii ÞJÓÐVERJAR hafa fyrir- skipað allsherjar skæruhernað þýskra borgara gegn banda- mönnum, ef þeir komast inn yfir landamæri Þýskalands. Kom þetta fyrst fram í blaði Dr. Göbbels, „Das Angriff“, og hefir grein þeirri nú marg- sinnis verið útvarpað af þýska útvarpinu . og er hún á þessa leið: „Ófriðurinn mun taka á sig aðra mynd, þegar víglínan verður jafnframt landamæra- lína Þýskalands, eða víglína þjóðar með hugprúð hjörtu og styrka hugi. Þá verður þetta þjóðarstríð, og þjóðin er ósigr- andi. Ef Rússar eða Bandaríkja menn setja fót sinn á þýska grund, mun hvert þorp, hver *hæð, hvert bóndabýli verða vígi. Bændur munu yfirgefa plóginn og grípa byssuna, ung ir og aldnir munu glaðir berj- ast fyrir föðurlandið, ekkert skal falla óvininum í hendur, enginn Þjóðverji mun leið- beina þeim í neinu. Vopnahlje Finna og Rússa Stjórnmálaslit við Þýskaland Stokkhólmi í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. í MORGUN kl. 8 hættu vopnaviðskifti Finna og Rússa, og síðar var tilkynt að Finnar hefðu slitið stjórn málasambandi við Þjóð- verja. Þjóðverjar hafa sam- ið við Finna um það, að her þeirra sem í Finnlandi er, skuli horfinn þaðan á braut fyrir þann 15. þ. m. Ekki hefir heyrst neitt um þetta frá Moskva enn sem komið er, en Mannerheim marskálkur, forseti Finn- lands er sagður hafa boðist til þess við Sovjetstjórnina, að vopnaviðskiftum skyldi hætt og færi her Finna á Kirjálavígstöðvunum aftur til landamæra þeirra, sem ákveðin voru með friðar- samningum Finna og Rússa veturinn 1940. Þjóðverjar kveða það mark- mið Rússa að Finnar verði al- gerlega varnarlausir orðnir, áð- ur en þeir fái að vita nokkuð um friðarskilmálana, svo Rúss- ar geti ha£t í öllum höndum við þá á eftir. Fregnir herma, að þýski her- inn sje þegar farinn að fara til Norður-Noregs. Finnar lentu, sem kunnugt er í styrjöld við Rússa, er ráðist var á Finnland veturinn 1939. Var þá barist þar til í mars 1940, er Finnar voru að þrot- um komnir og urðu að semja frið. Misstu þeir við þá samn- inga Viborg og allmikil lands- svæði, auk þess sem þeir urðu að leigja Rússum Hangöskag- ann. Þegar Rússum og Þjóðverj- um lenti saman sumarið 1941, hófst aftur ófriður Finna og Rússa og hefir staðið síðan. •— í júnímánuði síðastliðnum gerðu Rússar mikla sóknarlolu á hendur Finnum, náðu Vi- borg og allmiklu af Kirjálaeið- inu. Kreppti þá enn mjög að Finnum. Rússar komnir inn í Búlgaríu! ÞÝSKAR fregnir hermdu í kvöld, að Rússar hefðu farið inn yfir landamæri Búlgaríu á nokkrum stöðum og myndað þar forvígi handan Dónár. Þessi fregn hefir ekki verið staðfest enn sem komið er. —* Reuter. Engir bardagar í Noregi Frá norska blaðafulltrúan- um: — Frá opinberri norskri hálfu hefir ekki verið staðfest, að bardagar eigi sjer stað á ýmsum stöðum í Norður- Noregi. Mer Þjóðverja við Ermarsand i hættu London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. BRESKI ANNAR HERINN fór seint í kvöld yfir hollensku landamærin skamt frá borginni Ant- werpen í Belgíu, sem fallin er bandamönnum í hend- ur. Bruxelles, höfuðborg landsins var tekin í gær- kveldi og er nú belgiska útlagastjómin komin þang- að, — hin íyrsta útlagastjórn, sem kemur heim. — í Hollandi er sagt að bandamenn hafi tekið bæinn Breda. Hersveitir Þjóðverja á svæðinu milli Boulogne og árinnar Shelde í Hollandi eru nú raunverulega umkringdar og eiga sjer litla von undankomu. Setu- lið Þjóðverja í Boulogne hefir neitað að gefast upp, en Kanadamenn nálgast nú borgina mjög, eftir að hafa tekið Abbeville. I Le Havre hafa Þjóðverjar einnig neitað að gefast upp. — Þá hafa bandamenn tekið hina miklu iðnaðarborg Lille nærri landa- mærum Belgíu. Pólverjum í Varsjá berst engin hjálp London í gærkveldi. í DAGSKIPAN til pólska heimahersins í kvöld, segir Sosnokowsky yfirforingi Pól- verja á þessa leið: „Ibúar Varsjárborgar eru í dag einir og yfirgefnir, og í þessu felst hryllileg gáta, sem oss Pól- verjum er ómögulegt að botna í, sjerstaklega ef maður virðir fyrir sjer hinn óhemjumikla hernaðarstyrk, sem banda- menn hafa eins og stendur“. Hann bætir því við, að það að missa 27 flugvjelar yfir Varsjá á einum mánuði, muni ■ flugheri bandamanna ekki mik ið um, þar sem þeir hafi nú tugi þúsijnda af flugvjelum af öllum gerðum. Síðan getur hann þess, að pólski flugher- inn hafi mist 40% af flugvjel- um sínum og flugmönnum í baráttunni um Bretland og seg ir síðan: „Ef íbúar Varsjár eiga að farast undir, rústum heimila sinna og ef það á að slátra þeim eins og fje, vegna þess að enginn kærir sig um að hjálpa þeim, þá mun samviska heimsins fá á sig óafmáanleg- an blett, sem aldrei hefir átt sinn líka“. — Reuter. 80 km frá Sifriedvirkjunum Þótt ekki sje auðvelt að segja neitt um fjarlægðir, eins hratt og sóknin gengur, áætla herfræðingar að fram sveitir sjeu til jafnaðar 80 km frá Sigfriedvirkjunum, en þar er álitið, að Þjóðverj- ar muni búast til varnar. —• Dempsey, yfirmaður annars breska hersins ljet svo um- mælt í dag, að þýska her- stjórnin hefði ekki lengur stjórn á hersveitum sínum í Belgíu. Bandaríkjamenn við Nancy Hinn þriðji her Pattons hershöfðingja mun vera kominn lengst til borgarinn- ar Nancy, eigi allfjarri landamærum Þýskalands. Ekki er vel vitað um aðstöðu hans og framsókn, en hann á í orustum við Þjóðverja í Ardennas'kógunum miklu, innan landamæra Belgíu og mun vera kominn' mjög nærri landamærum Luxem- bourg. , Barist í Compigegneskógi Þjóðverjar verjast af hörku á nokkru svæði aðal- lega í Compiegneskógi og við borgirnar Carpiquet og Chambrez. Virðast þeir þó ekki vilja leggja til stóror- ustu og halda undan, en heyja baksveitahernað jafn framt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.