Morgunblaðið - 05.09.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.09.1944, Blaðsíða 7
Þriðjudagnr 5. sept. 1944 MOEGUNBLAÐIÐ T FIMM ARA HEIMSSTYRJÖLD ENDA þótt það væri draumur margra, að heims- styrjöldin 1914—1918 yrði síðasta styrjöldin milli menn ingarþjóða heimsins, leið ekki á löngu þar til þjóðir þær, sem urðu undir í þeim hildarleik, tóku að hugsa til hefnda. Undir forystu Hitl- ers gerðust Þjóðverjar all- umsvifamiklir í Evróþu, og gerðu þeir að lokum vopn- aða árás á Pólland þann 1. september 1939, undir því yfirskyni, að Pólverjar hefðu framið ýms hermdar- verk gegn þýska minni hlut- anum í landinu. Þann 3. sept ember 1939 gripu svo Bretar og Frakkar til vopna gegn Þjóðverjum, því að þeir höfðu heitið Pólverjum að- stoð, ef ráðist yrði inn yfir landamæri landsins, sem þessar þjóðir höfðu áður á- byrgst. Þannig var skollin yfir heiminn ný stórvelda- styrjöld, sem átti eftir að verða skelfilegri og mann- skæðari en nokkur önnur styrjöld, sem yfir heiminn hafði gengið. Þjóðverjar reyndust hafa á að skipa stórkostlegri her- afla en nokkru sinni hafði verið gert ráð fyrir, og enda þótt Pólverjar hefðu allfjöl- mennan her, hrundu þó varn ir þeirra svo að segja þegar í stað. Bætti það heldur ekki úr skák, er Rússar rjeðust með miklum her að baki þeim. Urðu Pólverjar því brátt að gefast upp, en Þjóð- verjar og Rússar skiftu landi þeirra milli sín. Vináttu- samningur var þá enn í gildi milli Þjóðverja og Rússa. Pólland hafði enn á ný glat- að frelsi sínu, én stjórn landsins flutti til Bretlands og hjelt þar áfram starfsemi sinni. Smáríkin verða ofbeldinu að bráð. ” ÞANN 30. nóvember 1939 rjeðust Rússar á Finnland. Var árás þessi fordæmd víðs vegar um heim, og Rússar voru reknir úr Þjóðabanda- laginu. Finnar vörðust af frábærri hreysti, en urðu að lokum að gefast upp fyrir ofureflinu og afhenda nokk- urn hluta lands síns. Alt var enn rólegt að mestu á vest- urvígstöðvunum. Bretar fluttu lið til Frakklands og Frakkar gerðu smáárásir á Siegfriedvirkin þýsku. Vorið 1940 hófust Þjóð- verjar handa á nýjan leik, og var nú skamt stórra högga á milli. Þann 9. apríl rjeðist þýskur her inn í Danmörku og samtímis beittu Þjóðverj- ar öflugum sveitum land- hers og flughers til innrásar í Noreg með aðstoð mikils ^flota. Danmörk lá svo að segja varnarlaus fyrir hin- um volduga her. Norðmenn höfðu nokkru betri skilyrði til varnar, og unnu norskar hersveitir mörg hreystiverk, en innrásin kom svo óvænt, að varnir urðu allar í mol- um. Leið ekki á löngu un§ bæði þessi lönd urðu ofbeld- inu að bráð. Þann 10. maí hófu síðan Þjóðverjar hina stórkostlegu Fyrri grein Þann 3. september 1944 voru fimm ár liðin síðan styrjöldin milii Þjóðverja, annarsvegar og Breta og Frakka hinsvegar hófst. Vopnaviðskifti hófust að vísu 1. sept. með árás Þjóðverja á Pólland, en Bretar og Frakkar sögðu Þjóðverjum ekki stríð á hendur fyrr en 3. september 1939. — í tilefni þessara timamóta birtir Morgunblaðið hjer stutt yfirlit yfir þróun styrjaldarinn- ar frá upphafi hennar. sókn sína á vesturvígstöðv- unum. Sendu þeir óvígan her til árása á Holland, Belgíu og Lúxemburg. Sam- dægurs gekk breskur her á land á íslandi og hemam landið, en íslenska stjórnin lagði fram harðorð mót- mæli. Þjóðverjar óðu áfram gegnum Niðurlönd, og Vest- urveldin tóku nú fyrir al- vöru að gera sjer ljóst hversu geigvænlegir Þjóð- verjar voru. Churchill tók nú við stjórn í Bretlandi, en hann hafði um langan tíma varað bresku þjóðina við hinum mikla vígbúnaði Þjóð verja, og var leitað til hans á úrslitastund. Með því að ráðast gegnum Holland og Belgíu, komst þýski herinn að mestu leyti á snið við Maginot-virkin frönsku, sem ekki mvnduðu samfelda varnarlínu á landa mærum Frakklands og Belgíu. Þýskar hersveitir óðu suður Frakkland, en breski herinn var króaður af við Dunkerque. Bretum tókst að koma meiri hluta hers síns undan til Englands, og mátti það teljast mikið þrekvirki, þegar þess er gætt, að þýski flugherinn var margfalt fjölmennari en sá breski. Þýski herinn hjelt síðan suður Frakkland. — Gamelin, hershöfðingi, ljet af herstjórn, en franska stjórnin fól í örvæntingu sinni Waygand, hershöfð- ingja, að reyna að stemma stigu við framsókn Þjóð- verja. Franska hernum tókst þó ekki aðstöðva Þjóðverja, og þann 6. júní 1940 hjeldu Þjóðverjar innreið sína í höfuðborg Frakklands, tæp- um mánuði eftir að þeir höfðu ráðist inn í Niðurlönd. ítalir þóttust nú sjá fyrir endi styrjaldarinnar og rjeð ust með her manns ihn í, Suður-Frakkland. Roosevelt forseti Bandaríkjanna flutti ræðu og fordæmdi harðlega þessa svívirðilegu árás ítala á varnarlaust land. Petain, marskálkur, var nú kvadd- ur til stjórnarforystu í Frakklandi, og varð það eitt fyrsta stjórnarverk hans að semja um vopnahlje við Þjóðverja og tveimur dögum síðar við ítali. Churchill hafði farið áður til Frakk- lands, og lagði hann ríkt að Frökkum að gefast ekki upp, heldur verjást frá nýlend- unum, eða að minsta kosti láta Bretum í tje flota sinn og flugher. Franska stjórnin varð ekki við þessum tilmæl um. , Orustan um Bretlund og baráttan um Afríku og Súez. BRETAR stóðu nú einir uppi og næstum vopnlausir, því að breski herinn hafði neyðst til að skilja eftirallan herbúnað sinn, er hann hörf aði frá Frakklandi. Alt fyrir það voru þeir staðráðnir í að , , berjast áfram, og ChurchiU,; hoí^ ffur /ert forsætisráðherra, flutti eld- ak+vaÖU að hal^ afram heitar hvatningarneSur til gföSS þjóðar sinnar. Helsta von1 hafið sóknaraðgerðir á hend ur ítölum í Abyssiníu, og þann 6. april var ítalski her- inn hrakinn frá höfuðborg landsins. Addis Ababa. — Skömmu seinna tók Haile Selassie, keisari, aftur við völdum í Abyssiníu, en hann hafði flúið á náðir Breta eft- ir hernám lands hans. Bretar sendu allmikinn her frá Afríku til aðstoðar Grikkjum, en þann 30. apríl urðu þeir að hörfa með þenna her sinn frá Grikk- landi. Um það bil hálfum | mánuði áður höfðu Þjóðverj ar brotið vörn júgóslavneska Ihersins á bak aftur. Ýmsar 'sveitir hersins hjeldu þá j upp til fjalla, og ráku þaðan skæruhernað. Júgóslavar og Grikkir settu hvorir tveggja á stofn stjórnir í löndum . bandamanna, eins og Hol- lendingar, Belgir og Norð- °g ákváðu að halda áfram bar- sinnar. neista von 1 Breta var þó aðstoð Banda- ríkjanna, sem enn voru hlut- laus. Um stund var nú kyrt í Evrópu á yfirborðinu, en þann 4. ágúst hefjast- hern- aðaraðgerðir í Afríku með því, að ítalir gerðu' innrás í breska Somaliland. Höfðu Bretar lítinn her til varnar og urðu innan skamms að yfirgefa landið. Um þetta leyti hófust hin ar stórkostlegu loftárásir Þjóðverja á Bretland, sem áttu að lama baráttukjark bresku þjóðarinnar. Hinn litli flugher Breta gekk þá vasklega fram, og voru eyði- lagðar fyrir Þjóðverjum 2375 flugvj.elar. Yar alment talið að loftárásir þessar væru undanfari innrásar og bjuggust Bretar til varnar eftir föngum, þótt fátækleg- ur væri vopnabúnaður margra hersveitanna. Síðar hefir komið í ljós, að Bretar voru þá nær varnarlausir, en Hitler hætti ekki á að gera innrás, og er það að dómi margra herfræðinga stærsta skyssa hans í'þessari stvrjöld. Jtalir höfðu orðið fvrstir til að hefja landvinninga- styrjöld sína, er þeir lögðu undir sig Ethiopiu og síðar Albaníu. Þann 28. október 1940 rjeðust þeir síðan inn í Grikkland frá Albaníu. Tóku Grikkir vasklega á móti, og gekk ítölum lengi vel lítið í sókn sinni. í ársbvrjun 1941 var enn alt rólegt í Suð-austur-Ev- rópu að undanteknum hern- aðaraðgerðum Itala gegrl Grikkjum, en í aprílbyrjun sendu Þjóðverjar hersveitir sínar inn í Júgóslavíu og Grikkland. Stórkostlegar loftárásir voru gerðar á ýms ar borgir í löndum þessum, einkum Belgrad, höfuðborg Júgóslavíu. Var hún að mestu lögð í rústir. Bæði Júgóslavar og Grikkir snjer- ust gegn innrásarhernum, en áttu við margfalt ofurefli að etja. Bretar höfðu nokkru áður Grikkir höfðu j búist um á Krit eftir fall Grikklands, en þýskur fall- hlífaher var sendur gegn evnni, og þann 1. júní náðu Þjóðverjar henni á sitt vald. Rússar og Bandaríkin koma til sögunnar. RÚSSAR höfðu hingað til verið hlutlausir í styrjöld- inni, og höfðu gert vináttu- samning við Þjóðverja. •— Þann 22. júní lagði Hitler í þá miklu ævintýraför að gera innrás í Rússland á 3.000 kílómetra langri víg- línu. Kom þegar til grimmi- legra bardaga, en rússneski herinn varð þegar að láta undan síga fyrir hinni hat- römmu sókn þýska hersins, sem nú var orðinn svo ölv- aður af sigurvinningum sín- um, að hann taldi sjer alt fært. Víðsvegar um heim var talið, að Rússar myndu vart lengi getað varist Þjóð- verjum, og var þá ekki ann- að sýnna. en Asía ætti eftir að fara sömu leiðina og Ev- rópa. Þjóðvérjar tilkyntu mikla sigra í Rússlandi, töldu sig t. d. á fyrsta degi innrásarinnar hafa eyðilagt fvrir Rússum rúmlega 2.000 flugvjelar. Leið ekki á löngu þar til Hitler tilkynti, að rússneski herinn væri ger- sigraður og væri aðeins eftir að sigrast á dreifðum her- flokkum. Meðan orustan um Bret- land stóð yfir, höfðu Þjóð- verjar lýst hafnbanni á Bret land, og söktu þýskir kaf- bátar miklum fjölda skipa fyrir Bretum og bandamönn um þeirra. Þótt Bandaríkin teldust enn hlutlaus, studdu þau þó Breta með ráðum og dáð og sendu þeim mikið af matvælum og hverskvns nauðsynjum. Bretum hafði einnig bæst álitlegur fjöldi skipa frá hinum ýmsu lönd- um, sem Þjóðverjar höfðu hernumið, einkum var að- stoð norska kaupskipaflot- ans ómetanleg. Vegna hafn- bannsins juku einnig Bretar akuryrkju sina eftir megni. Bretar höfðu þegar í upphtifi stríðs lýst hafnbanni á Þýskaland, en sýnt var, að það myndi ekki reynast eins árangursríkt og í síðustu heimsstyrjöld, og engin von, að auðið yrði að svelta Þjóð- verja til uppgjafar. Þann 4. apríl 1941 hittust þeir Roosevelt og Churrhill á Atlantshafi og sömdu hina frægu Atlantshafsyfirlýs- ingu, sem oft hefir síðar ver- ið vitnað í og talin er vera stríðsstefnuyfirlýsing Breta og Bandaríkjamanna. Bretar höfðu þegar á fvrsta degi innrásarinnar í Rússland lýst yfir því, að þeir myndu aðstoða Rússa eftir mætti eins og allar þær þjóðir, sem ættu í baráttu við Þjóðverja. Sem afleiðing af þessari yfiríýsingu sögðu Bretar Finnum, Rúmenum og Ung\ærjum stríð á hend- ur þann 6. desember 1941, en allar þessar þjóðir börð- ust við hlið Þjóðverja gegn Rússum. Rússar höfðu þó að fyrra bragði gert loftárásir á finskt land og gripu Finn- ar þá til vopna. Þann 7. desember gerðu svo Japanar hina óvæntu árás sína á Pearl Harbor, meðan erindreki Japanskeis ara sat enn við samninga- borðið í Washington. Þessi árás, vakti feikilega gremju í Bandaríkjunum og sam- þykti Bandaríkjaþing ein- róma stríðsyfirlýsingu Roosevelts, forseta, á hend- ur Japönum. Japanar lögðu þegar undir sig ýmsar bæki- stöðvar Bandaríkjamanna á Kyrrahafi. Hófu þeir árásir á Filippseyjar og virki Breta í Hongkong, en Bretar sögðu Japönum samstundis stríð á hendur og kváðust mvndu berjast við hlið Bandaríkj- anna, þar til yfir lyki. Þann 11. desember sögðu síðan Bandaríkin Þjóðverjum og ítölum stríð á hendur. Styrj- öldin var nú orðin heims- styrjöld og öllu mannlegu hugviti var nú af alefli beint að því að valda sem mestri tortímingu á þeim verðmæt um óvinanna, er gerðu þeim kleift að halda áfram bar- áttunni. Engin þjóð var leng ur örugg. Sigurvinningar Japana og Þjóðverja. Á FYRRI hluta ársins 1942 náðu sigrar Japana og Þjóðverja hámarki sínu, og ekki virtist annað sýnna en möndulveldin myndu vaða yfir allan heiminn. Þýski herinn var kominn langt inn í Rússland, og var í byrjun febrúarmánaðar í fimtíu kílómetra fjarlægð frá höf- uðborginni, Moskvu. Öflug- ur þýskur her sótti suður til Kákasíu í áttina tú hinna miklu olíulinda þar syðra. Bretar höfðu áður lagt undir sig mikinn hluta Lybiu, nýlendu ítala í Norð- ur-Afríku, og tekið höndum fjölmennan ítalskan her. Sókn þeirra hafði verið stöðvuð, og þýskur úrvals- her var sendur til Afríku til þess að rjetta hlut möndul- Framhald á 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.