Morgunblaðið - 05.09.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.09.1944, Blaðsíða 8
8 MOEGUjJBLAÐIÐ Þriðjadagur 5. sept. 1944 Fimm ára heims- styrjöld Framh. af bls. 7. veldanna. Undir forvstu Rommels hrakti her þessi, ásamt með ítölum, breska áttunda herinn inn fyrir landamæri Egyptalands, alt til E1 Alamein. Var það aug- sýnilega ætlun Þjóðverja að ná Suezskurðinum á sitt vald og komast til landanna við austanvert Miðjarðar- haf. Þann 1. júlí 1942 tókst áttunda hernum loksins að stöðva Rommel við E1 Ala- mein og bjuggu báðir herir sig þar til úrslitaviðureign- ar. Meðan þessu fór fram í Evrópu ogAfríku, sótti jap- anski herinn fram með mikl um hraða í Austur-Asíu og virtist óstöðvandi. Hong- kong, Singapore og Corregi- dor, sem alt höfðu verið tal- in nær óvinnandi virkþ f jellu Japönum í hendur eft- ir tiltölulega skamma viður- eign. Frahska Indo-Kína gekk þeim á hönd og Thai- land gerði bandalag við þá. Hver eyjan eftir aðra var tekin í Austur-Indíum, og japanskur her sótti alt til landamæra Indlands. Breski flotinn varð fyrir miklu á- falli, er hann misti tvö af stærstu og bestu skipum sín- um, Prince of Wales og Repulse. Búist var við japanskri innrás í Ástralíu og bjugg- ust Ástralíumenn til varnar eftir föngum. Með sókn Jap ana inn í Burma, hafði Burmabrautin verið rofin, en um hana hefði verið flutt ur meginhluti birgða þeirra, er bandamenn höfðu látið Kínverjum í tje. Varð því ekki annað sagt en horfur allar væru hinar kvíðvæn- legustu fyrir bandamenn. Alt fyrir það brast kjarkur þeirra ekki, og var unnið nótt og dag að hergagna- framleiðslu í öllum her- gagnaverksmiðjum þeirra. Allri orku var beint að því að hagnýta til hlýtar hina risavöxnu framleiðslugetu Bandaríkjanna. Akranesferðir 1 Fyrst um sinn verða daglega ferðir milli Akra- | I ness og Reykjavíkur með m.s. Víði sem hjer greinir | Frá Reykjavík Kl. 7. Frá Akranesi Kl. 9,30| | Frá Reykjavík K1 16,30. Frá Akranesi Kl. 21,30 | Á laugardögum verður ferð frá Reykjavík kl. 14 í stað 16,30. Vörum verður veitt móttaka við skipshlið alla virka daga aðra en laugardaga, kl. 13-16. Útgerðin SaStpokar Syrirliggjan di Ólafur Gíslason & Co. h.f. ’ Sími 1370 .’MW**V*A«***Vt«*«»*««*««**4*M*»«*«>*é<*«4*é«*t4*M*U*«4*M*M*U**.**A.*U*<.*M*<AAAAA*..*^*.AA*U*U\AA*A**< • ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ * • ♦ •** ♦ •**•**•**•**•**♦**♦••♦•*♦•*•**♦*•••*•**••*♦**«.••♦•*•**••*•♦*♦•**♦*•**♦**•♦♦*♦♦•♦♦•♦♦*♦♦•• •“.“.“.“.“.“.“.♦♦♦•‘.“♦“♦“.“•“•♦♦.“.♦‘♦♦‘♦“♦•VVVVV*.**,M»**»M,M»**,**,*V*,**,**,**,**.**,*V%**,**,**,«,*«,**.« UMBÚÐAPAPPÍR hvítur Sulphite í 40 og 75 cm. rúllum. OJ. Ofa^ááon (O JJemLö^t •K“;"K"K*<"KKK“K^"K"K“;“>*K"K"K“K“:“K"K"K";“K"K“K";“K“:“> l ;*• Óska eftir að gerast áskrifandi að — Greinargerð Iðju Heimskringlu í skinnbandi (óbundin). Helgafellsútgáfan Box 263. ? f v t t f t t t t ? ? t <«:"K"K"K"K"K"K"K"K..;“K"K":"K":"K"K"K"K"K">*K"K“?*K"K~>. AUGLtSING ER GULLS ÍGILDI Framh. af bls. 5. út í bláinn og sýnir ekki ann- að en það, hve fákunnandi for- sprakkar hennar eru um alt það, er á einn eða annan hátt snertir rjettindi þess fólks, sem þeir þykjast vera að berjast fyrir. 5. Iðja krefst þess, að meðlim ir F. í. I. hafi eingöngu Iðju- meðlimi í þjónustu sinni. F. I. I. krefst þess á móti, að meðlimir Iðju vinni einungis hjá með- limum F. í. I. Þetta er svo sann gjörn krafa, að óþarfi virðist um hana að ræða. Samt vill Iðja ekki verða við henni. Og hver eru orsökin? ,,I sannleika eru iðnrekendur því sammála að fella þetta niður, þótt þeir hinsvegar hafi ekki viljað fella það niður“. Þetta eru ekki loð- in orðatiltæki nje óskýr hugs- anagangur! „Engir tapa meira á þessu ákvæði en einmitt þeir“. Eru þá forsprakkar Iðju alt í einu farnir að bera hag iðnrekenda svo fyrir brjósti, að þeir þverneiti að taka upp í samninga ákvæði, sem iðnrek- endur tapa mest á af öllum? Blessaðir öðlingarnir! Þeir gera það þá sennilega af góðvild sinni að fallast á þetta ákvæði, sem F. í. I. sækist svo mjög eft ir, enda þótt það eigi að vera því svo óhagstætt. 6. Iðnrekendur telja eins árs biðtíma of stuttan, telja hann naumast mega vera skemri en 2 ár. Styðjast þeir við margra ára reynslu í þessum efnum. Vjer skorum á Iðju að skýra frá því, hvaða rannsóknir hún hefir látið fram fara í þessum efnum. Meðan hún gerir það ekki, lítum vjer á ummæli Iðju í greinargerð hennar hjer á undan sem markleysu eina. 7. Þá eru það loks kröfurn- ar um grunnkaupshækkunina. í greinargerð Iðju segir, að „kröfur Iðju geti því varla heit ið kauphækkun, heldur aðeins samræming við annað launa- fólk í líkri vinnu“. Þetta hefir verið þungamiðjan í röksemda fræðslu Iðju fyrir kauphækk- unarkröfunum, enda þótt frá henni sje hvikað á ýmsum stöð um í greinargerðinni hjer á undan. í greinargerð Iðju er skýrt frá því, hvert sje kaup sam- kvæmt samningum Dagsbrún- ar og Framsóknar. Þar sjest, að til mun vera kaup, sem nálægt er kröfum þeim, sem Iðja hef- ir gert. En þar sjest líka, að til er kaup, sem er miklu hærra en Iðja hefir gert kröfur um til handa verksmiðjufólkinu. Ætli Iðja kæmi ekki næsta ár, ef yið hana yrði samið um kröfur hennar, og krefðist þess, að kaup verksmiðjufólks yrði samræmt þessu háa kaupi? Það gæti „varla heitið kauphækkun heldur aðeins samræming við annað launafólk í líkri vinnu“. Þannig hafa verkalýðsfjelögin á undanförnum árum bitið í skottið hvert á öðru og skrúfað kaupið upp, og altaf hefir ástæð an verið, að nú ætti að „sam- ræma“ kaupgjald þessa fjelags kaupgjaldi annars fjelags. En þessi langavitleysa verður ein hverntíma að hætta, og það er m. a. af þeirri ástæðu, að F. I, I. hefir nú spyrnt fótum við uppi vöðslu kommúnistaforsprakk- anna í verkalýðsfjelögunum. En í greinargerð sinni forð- ast Iðja það eins og heitan eld- inn að taka afstöðu til þeirra ástæðna, sem F. í. I. hefir fært fram fyrir því, að iðnrekend- ur gætu ekki orðið við kröfum um kauphækkun. Þær ástæð- ur eru aðallega tvær, í fyrs-ta lagi, að mörg iðnaðarfram- leiðsla þolir als ekki það háa kaup, sem krafist er, og í öðru lagi, að iðnrekendur geti ekki hækkað kaupið, jafnvel þótt þeir treystu sjer til þess af öðr um ás.tæðum, vegna þess að þeir fá ekki leyfi til að taka hækkað kaupgjald með í verði framleiðsluvara sinna. Þetta eru svo veigamiklar ástæður, að óhugsandi er, að iðnrekend ur semji, að þeim óbreyttum, um hækkað kaupgjald. Spangól Iðju um „samræm- ingu“ á kaupi er alveg árang- urslaust. Þegar Iðja hinsvegar samræmir kröfur sínar gbtu iðnaðarins og öllum aðstæðum í þjóðfjelaginu, munu iðnrek- endur verða allra manna fús- astir til að ganga að kröfum hennar í hvívetna. BEST AÐ AUGLYSA I MORGUNBLAÐINU 1 X-9 Eftir Roberl Sform ií |TWO HOURe L.ATBR’, AT N£W 'IORK HBADQUARTEŒ&. IT*5 COUNTERFEIT, ALL RIGHT, BUT, BOV5----1 THINK I 5EE 5041ETHIN5 1—2) Afgreiðslumaðurinn: — Hve marga lítra, herra minn? Seðlakaupandinn: — Fyllið geyminn. Hann tekur fimtán lítra. Annar afgreiðslumaður- -. — inn; •— Hmm, þetta er skrítið. — Hinn: — Hvað er skrítið, Tom? 3—4) Tom: — Líttu á B-ið á þessum bensínseðl- um. Hinn: — Jahá. Og þau eru eins á öllum seðl- unum. Tveim klukkustundum síðar á lögreglustöð- inni í New York. Yfirlögregluþjónninn: — Seðl- arnir eru falsaðir, það er ábyggilegt. En jeg held jeg sjái dálítið annað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.