Morgunblaðið - 05.09.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.09.1944, Blaðsíða 12
12 Þriðjndagur 5. sept. 1944 Forseli ferðast ura Suðurland Frá utanríkisráðu- neytinu 4. sept. FORSETI ÍSLANDS fer í heimsókn til Víkur í Mýrdal laugardaginn 9. þ. m. Sunnu- daginn 10. þ, m. heimsækir hann Rangárvalla- og Árnes- sýslur. I næstu viku mun hann heim sækja Gullbringusýslu, Kjós- arsýslu og Hafnarfjörð. í fylgd með forseta verður forsetaritari. Þannig eiga lýðveldis- menn að taia. í FRÁSÖGN Morgunblaðs- ms s.I. sunnudag af ritstjórn- argreininni í New York Times, í tilefni af komu forseta ís- lands til New York, fjellu af vangá út niðurlagsorðin í Times-greininni, en þau voru á þessa leið: ,,Þannig eiga lýðveldismenn að tala. Eykur það virðingu vora fyrir hinum merku og virðulegu gestum“. Nokkur stjórnar- frumvörp ny NOKKUR ný stjómarfrum- vörp eru komin fram á Al- þingi og verður hjer getið þeirra helstu. Framboð og kjör forseta Islands, Samkvæmt 5. gr. stjórnar- skrár lýðveldisins skal setja lög um framboð og kjör forseta og ar frumvarpið fram borið til þess að fullnægja þessu fyr- irmæli. En þjóðkjör forseta fer fyrsta sinn fram á næsta ári. Er í frv. fylgt meginreglum kosninga til Alþingis, við for- setakjörið. Sameining I 1. gr. segir: „Eftir árslok 1944 er fjármálaráðherra heim ilað að sameina rekstur Áfeng- isverslunar ríkisins og Tóbaks einkasölu ríkisins, þegar er hann telur það hagkvæmt. Eft ir sameininguna skal nafn rekstrarins vera: „Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins“.“ Fjármálaráðh. ræður fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins og ákveður laun starfsmanna. Gjafafje. Lagt er til, að breyta skatta- lögunum þannig, að skattgreið anda sje heimilt að ráðstafa alt að 10% af nettótekjum sín- um, þó ekki yfir 10 þús. kr., til líknar- og menningarmála, án þess að þær fjárhæðir sjeu reiknaðar til skatts. Tollskráin. Frumvarp þetta er samið eft ir tillögum nefndar, sem starf- að hefir að endurskoðun toll- skrárlaganna. í nefndinni áttu þessir sæti: Guttormur Er- lendsson tilnefndur af Fjelagi ísl. iðnrekenda, Eyjólfúr Leós tilnefndur af S. í. S., Birgir Kjaran tilnefndur af Verslun- arráði íslands og þeir Sig- tryggur< Klemensson og Jón Hermannsson, tilnefndir af ríkisstjórninni. Hifler og herforingjar hans ÞETTA er ein nýjasta myndin, sem tekin hefir verið af Hitler Hann er með herforingjunum og myndin var tekin skömmu áður en honum var veitt banat ilræði. Á myndinni sjest einn þeirra herforingja, sem var í ráðum um að veita Hitler bana. Talið frá vinstri til hægri sjást á myndinni Hitler, Heinz Guderian. Fedor von Bock marskálkur, sem var á móti Hitler og Wilhelm Keiteí marskálkur. Rússar halda áfram sókn í Rúmeníu London í gærkveldi. RÚSSNESKAR hersveitir halda áfram sókn í Rúmeníu, að því er rússneska herstjórn- artilkynningin hermir í dag, og sækja hratt fram. Hafa Rúss ar tekið borgina Brasov, en hún er í þeim hluta Transyl- vaníu, sem Rúmenar hjeldu eftir, er því hjeraði var skift og rjett við landamæri Ung- verjalands. Ennfremur var tekinn bær- inn Sinaia á þess'um sömu slóð um og mörg þorp. Sinia er sum araðsetursstaður rúmensku konungsfjölskyldunnar. Rússar segjast hafa tekið all mikið af setuliðinu i Braila höndum, þar á meðal ýmsa liðs foringja háttsetta. Á vígstöðvunum í Póllandi segjast Rússar hafa tekið bæ- inn Lomza, en hann er um 60 km. frá landamærum Austur- Prússlands að sunnan. — Ann- ars minnast Rússar lítið á or- ustur á norðurhluta Austurvíg stöðvanna, en Þjóðverjar segja frá viðureignum bæði í Eist- landi og Lettlandi. — Reuter. Bandamenn elfa Þjóðverja til Lyons London í gærkveldi. BANDAMENN veita Þjóð- vgrjum eftirför í Mið-Frakk- landi,, eftir töku borgarinnar Lyons, og gera alt sem þeir mega til þess að her Þjóðverja fyrir norðan borgina sleppi ekki heim til Þýskalands. Hafa herir bandamanna nú farið um 320 km. leið síðan gengið v^ir á land í Suður-Frakklandi. Kona brenn- ist til bana ÞAÐ hörmulega slys vildi til s.l. sunnudag, að Sesselja Ásmundsdóttir, Gamla-Hrauni við Eyrarbakka, skaðbrendist, og ljest hún af völdum þess í Landsspítalanum í gærmorgun. Slysið vildi til með þeim hætti, að Sesselja var að kveikja upp í eldavjel og not- aði til þess olíu. Sennilegt er, að eldur hafi verið í glóð, og er hún skvetti olíunni yfir, hef ir eldurinn gosið upp og náð fötum hennar. — Þar eð alt heimafólk var við heyskap og henni tókst ekki að slökkva eld inn í fötum sínum, var hún, er fólk kom að, orðin skaðbrend, er því tókst að slökkva hann. Forsetar íslands og Bandaríkjanna skiflusl á gjöfum FORSETI BANDARÍKJ- ANNA og forseti íslands skift- ust á gjöfum, áður en þeir kvöddust á dögunum. Roose- velt forseti gaf Sveini Björns- syni ljósmynd af sjer, áletraða í silfurramma, en Sveinn Björnsson færði Roosevelt að gjöf vandað eintak, Ijósprent- að, af Konungabók (Codex Regius) af Grágás. Er frá þessu skýrt í frjetta- grein frá utanríkisráðuneytinu, sem hefir sent blöðunum ítar- lega skýrslu um vesturför for- seta. Hefir mest af því, sem þar er sagt, áður verið birt í blaðinu eftir frjettaskeytum og verður því ekki upptalið á ný. Walterskepnin: Engin úrslil milli Fram og Vals FYRSTI LEIKUR Walters- kepninnar, sem fram fór á sunnudaginn, var ósköp áferð- arfallegur og prúðmannlegur, en árangursríkan sóknarleik sýndi hvorugt liðið, og yfirleitt var leikurinn ekki mikið spenn andi og heildarsamleikur harla lítill, nokkrir góðir menn í hvorutveggja liðinu og búið, enda var auðheyrt á áhorfend- um, að þeim fanst þetta harla lítið spennandi, því það heyrð- ist varla eitt ærlegt óp allan þenna framlengda leik í gegn. Fram skoraði mark sitt í miðjum fyrri hálfleik. Var Þór hallur þar að verki, komst inn fyrir, skaut snarlega, og Her- mann hjelt ekki knettinum. — Skeði svo lítið, þar til um miðj an siðari hálfleik, að Sæmund- ur Gíslason, sem var tvímæla- laust besti maður í liði Fram, meiddist og var utan vallarins um stund. — Meðan svo stóðu sakir, kvittaði Valur, sem þá hafði haft miklu meiri sókn um nokkurn tíma. Var það hinn kornungi, hægri útherji, sem skoraði með háu skoti af löngu færi. Magnús hefði líklega var ið það, ef aðrir verjendur hefðu ekki skygt á hann. Síðan hafði Valur mikla sókn út leikinn og var svo leik ur framlengdur um stundar- fjórðung á hvort mark, en kom ekki að haldi. Liðin skildu jöfn og voru orðin þreytt að lokum. Skástu mennirnir í Valslið- inu voru þeir Sveinn Helga- son og Björn Ólafsson, en bágt á jeg með að skilja, hversvegna Anton lefkur miðframherja, en Sveinn Helgason framvörð. Jeg hjelt þó, að ekki ætti að vera mikill vafi á, hvor betri sóknarliði væri. I Fram bar Sáemundur af öðrum, Karl Torfason bestur í sókn og aftasta vörnin yfirleitt styrk. Hr. Victor Rae dæmdi leik- inn. Hefir hann til að bera mik inn myndugleika og öryggi og dæmdi í einu orði sagt vel. — Línuverðirnir, Haukur Óskars son og Óli B. Jónsson, unnu vel með dómaranum, sem vera ber. J. Bn. Fjelögin keppa aftur kl. 7 annað kvöld. Nýja landbúnaðar- vísitalan 109.4 stig HAGSTOFAN hefir nú reikn að út hina nýju landbúnaðar- vísitölu, eins og hún verður frá 15. þ. m. Vísitálan hækkar um 9.4 stig og verður því 109.4. Samkvæm( þessu hækkar verð landbúnaðarvara frá 15. sept. n.k. Verð á mjólk' til bænda verður nú kr. 1.34%-pr. lítra, í stað kr. 1.23 í fyrra; verð á dilkakjöti verður nú kr. 7.76 pr. kg. í stað kr. 6.82; nauta- og alikálfakjöt kr. 6.82 í stað kr. 6.20. Verð á gærum lækkar í kr. 2.80, x stað kr. 3,50, en ullarverðið er óbreytt, kr. 8.50. Jarðarför frú Krist- ínar Norðmann FRÚ KRISTÍN NORÐMANN, kona Páls ísólfssonar tónskálds verður jarðsungin í dag frá Dómkirkjunni. Frá því í fyrra haust hefir hún legið í Lands- spítalanum og við miklar þján ingar af ólæknandi sjúkdómi, er dró hana til dauða. Sjúkdóm sinn bar hún með frábæru hug rekki og hetjuskap alt fram í andlátið. Frú Kristín var fædd 4. nóv- ember 1898, dóttir Jóns kaup- manns Norðmann á Akureyri og Jórunnar Einarsdóttur frá Hraunum. Hún giftist Páli ís- ólfssyni 1921. Börn þeirra eru þrjú: Jón, sem stundar flug- vjelafræði í Ameríku, Einar, í 6. bekk Mentaskólans, og Þur- íður, sem er yngst þeirra syst- kina. — Frú Kristín andaðist 29. f. m. Frú Kristín heitin hafði ósk að þess, að um hana yrði ekki skrifaðar minningargreinar; fyrir því er þetta mál ekki lengra. Hraðkeppni í Hafn- arfirði n. k. sunnu- dag Á SUNNUDAGINN kemur fer fram hraðkepnismót í hand knattleik kvenna í Engidal við Hafnarfjörð. Er öllum fjelög- um innan I. S. í. á svæðinu frá Borgarnesi að Vík í Mýrdal heimil þátttaka í mótinu að báðum stöðunum meðtöldum, og eru væntanlegir þátttakend ur beðnir að tilkynna þátttöku sem fyrst til form. Fimleika- fjelags Hafnarfjarðar, Gísla Sigurðssonar lögregluþjóns, Hverfisgötu 38, Hafnarfirði. Þetta er annað árið, sem slíkt mót er háð, en í fyrra bar K. R. sigur úr býtum eftir tvísýna leiki, unnu KR-stúlkurnar bæði Hafnarfjarðarfjelögin. Nú er búist við meiri þátt- töku og fjölbreyttari, spenn- andi leikjum. „Olíudeilan" Verkamenn hafna miðlunarlillögu sáltasemjara SÍÐASTLIÐINN laugardag bar sáttasemjari fram miðlun- artillögu í olíudeilunni svo- nefndu. Miðlunartillaga þessi fól í sjer framlenging fyrri samnings með þeim breyting- um, sem nokkrir verkamenn olíufjelagánna höfðu tjáð sig fylgjandi, og auk þess 25 kr. grunnkaupshækkun á mánuði hjá bílstjórum. Atkvæðagreiðslan um þessa miðlunartillögu sáttasemjara fór fram fyrir hádegi í gær. Varð niðurstaðan sú, að vinnu veitendur samþyktu tillöguna, en Dagsbrúnarmenn höfnuðu henni með 15:6 atkv. (eitt at- kvæði kom ekki fram). Verkfall þetta heldur því áfram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.