Morgunblaðið - 06.09.1944, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.09.1944, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 6. sept. 1944, MORGUNBLAÐIÐ TJ Flmm mínúlna krosspta 2> ol a b ó L Lárjett: 1. hóp — 6 maðk *— 8.íþróttafjel'ag — 10 einkennis- stafir — 11 spónamatur — 12 ending — 13 tala — 14 fjöldi — 16 ungselir. Lóðrjett: 2 fangamark — 3 rafstöð — 4 leyndarmál — 5 á eldfjalli — 7 sparar saman — 9 þrír eins — 10 ekki öll — 14 gelti — 15 guð. - I.O.G.T. ST. SÓLEY nr. 242 Pundur í kvöld kl. 8,30. St. EININGIN nr. 14. Fundur í kvöld kl. 8,30. ■—- llpplestur: Ilelg'i llelg'ason. Fjeiagsiíf ÆFINGAR I KVÖLD Á íþróttavellnnnn: Kl. 8,30: Knattspyrna, meistaraflokkur og 1. fl. Á Iláskólatúninu: Kl. 8: Námskeið í frjálsum íjifóttum. Stjóm K.R. Frjálsir íþróttamenn, Ármanns: Kennslu-, kvikmyndir verða sýndar í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar kl. 8 í kvöld. Stjórnin. Húsnæði TRJESMIÐ vantar herbergi. Má vera 0- innrjettað. Tilboð, merkt: „G00“, sendist blaðinu. k~:~:~:~:~k~:~:~:~k~:~:~:~:~:~:~:~:~:~x Kensla ENSKUKENSLA byrjuð aftir. — Kristín Óla- döttir, Grettisgötu 16 I. • k^:kk~^xkkk~:kkkk~:kk~:k~>« Kaup-Sala FERÐAÚTVARPSTÆKI nýasta gerð, sem nýtt, til sölu, Tilboð sendist blaðinu, merkt: „ýiðtæki". Allt til íþrótta- iðkana og ferða- laga. Tjarnargata 5. GLÖS UNDIR SULTU og stórar flöskur, til sölu. — Búðin, Bergstaðastræti 10. MINNIN G ARSP J ÖLD Barnaspítalasjóðs Hringsins fást í verslun frú Ágústu Svendsen. 1 249. dagur ársins. Sólarupprás kl. 6.26. Sólarlag kl. 20.24. Árdegisflæði kl. 8.50. Síðdegisflæði kl. 20.10. Ljósatími ökutækja frá kl. 21.10 til kl. 5.40. Næturlæknir er í læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Ingólfs Apóteki. Næturakstur annast Bifröst, sími 1508. Hjónaeíni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Fanney Magnúsdóttir, Laugav. 86 A og Halldór Oddsson, Óðins- götu 15. Fertug varð í gær frú Anna Ingvarsson, Blönduhlíð. Nýtt met í 400 m. hlaupi? Milli hálfleikja í leiknum milli Fram og Vals í kvöld verður reynt að setja nýtt met í 400 m. hlaupi. Þessir taka þátt í hlaup- inu: Árni Kjartansson, Brynjólf- ur Ingólfsson, Jóhann Bernharð og Kjartan Jóhannsson. Þakkir til Mæðrastyrksnefndar Hjartans þakkir færum við kon- ur, sem dvöldum á vegum Mæðrastyrksnefndar á Laugar- vatni vikuna 28. ág. til 4. sept. Við getum ekki þakkað eins og vera ber. Okkur vantar orð til þess, en Guð þekkir hugsanir okkar og launar öllum fyrir okk ur þær smáu og þreyttu, sem er- um oft í skugganum, en nutum þess að komast í birtuna og blessaða sveitakyrðina og feng- um að gleðjast yfir göfuglyndi þeirra ágætu kvenna, sem alt gerðu til þess að gleðja okkur og hjálpa á allan hátt. Guð blessi Mæðrastyrksnefnd og gefi að starf hennar blessist ár frá ári. Þá ber þeirra starf bestan arð. Ein af konunum. Byggingarsjóði Tónlistarhall- arinnar hafa borist þessar gjaf- ir til minningar um frú Kristínu Norðmann, konu Páls Isólfsson- ar tónskálds: 500 krónur frá Vig- fúsi Einarssyni skrifstofustjóra og 100 kr. frá Nemendafjelagi TónlistarSkólans. Með þakklæti. F. h. Tónlistarfjelagsins, Hauk- ur Gröndal, gjaldkeri. Hallgrímskirkja í Saurbæ: Á- heit frá Ónefndri, afhent af J. S. kr. 30.00. Bestu þakkir. Ásm. Gestsson. Úrslitaleikur annars flokks mótsins fer fram annað kvöld kl. 7,30. Fram og K. R. keppa. Kept er að þessu sinni um nýj- an bikar, sem Lúllabúð hefir gefið. Daglaunavelta I.augarnes- kirkju (innan sáfnaðarins). Áð- ur kvittað kr. 2750.00. — Bóndi við Seljalandsveg kr. 100.00, S. S. áheit 5.00, G. H. við Kirkju- teig 50.00, Ungur maður við Hrísateig 50.00. — Samtals kr. 2955.00. Ljósmæðrafjelag Reykjavíkur hefir ákveðið að halda basar síð ast í september. Þeir sem vilja styrkja fjelagið, gjöri svo vel og tilkynni það til basarnefndar sem fyrst: Rakel P. Þorleifsson, sími 4644, Guðrúá Halldórsd., sími 2944, Pálína Guðlaugsd., sími 4378, Helga Níelsdóttir, sími 1877. ÚTVARPIÐ í DAG: 20.30 Útvarpssagan. Úr ,,Borg- um“ eftir Jón Trausta, III (Helgi Hjörvar). 21.00 Samtal: íslenskur listmál- ari í Vesturheimi (dr. Ed- ward Thorlaksson og Emile Walters málari. — Talplötur). 21.35 Hljómplötur: Dante-sónat- an eftir Liszt. 21.50 Frjettir. V KIST Vinna HÚSEIGENDUR Tökum að okkur góll’dúka- lagnir og viðgerðir á göml- um dúkum. — Upplýsingar í síma 5786 kl. 2—6 eftir hád. HREIN GERNIN G AR úti og inni. Vönduð vinna. Fljót afgreiðsla. Sími 5786, kl. 2—6 e. h. HÚSEIGENDUR Áthugið! Kölkum hús, ryð- hreinsum þök og blakkfern- iserum. — Sími 5786 kl. 2—6 eftir hádegi. STÚLKA óskar eftir vist hjá barnlaus- um eldri hjónum. Áskilið sjer- herbergi, þar sem hún má.hafa aðra stúlku með sjer. Tilboð, merkt: „Vestfirsk stúlka“, , \ sendist blaðinu fyrir annað kvöld. KJÓLAR SNIÐNIR Skólavörðustíg 44, kl. 7—9 á kvöldin. með hinum dásamlega, hress- andi keim. Gefið börnum hann hiklaust. Þeim líkar KIS? vegna þess að það er gert úr ferskum glóaldinum og kol- súru vatni. Vestur- vígstöðvarnar Framh. af 1. síðu. menn hafi tekið Liége, en það- an hefir í dag verið útvarpað dagskrá belgiska útvarpsins. Geta menn sjer til, að heima- herinn belgiski hafi borgina á sínu valdi. Þýski herinn í Suður-Frakk- landi flýr sem fætur toga norð ur Saone-dal. Bandaríkjamenn eru á hælum þeirra og að norð an koma aðrar hersveitir bandamanna á móti þeim. — Bandamenn, sem sækja að sunnan, eru aðeins um 80 km. frá Dijon, en það er ekki meira en 150 km. milli hersveita bandamanna, sem sækja að sunnan og hinna, er sækja að norðan. Sunnar nálgast hersveitir Frakka ítölsku landamærin. Sigraður og vopn- laus her. Þær hersveitir Þjóðverja, sem enn eru einangraðar sum- staðar í Frakklandi og sem bandamenn taka höndum hjer og þar, eru gersigraðir og von: lausar með öllu. Það eru dæmi þess, að þýskir liðsformgjau hafa yfirgefið hersveitir sínar, eins og t. d. í Lille í Norður- Frakklandi. Þegar bandamenn' komu til borgarinnar voru þar aðeins undft’foringjar og ó- breyttir liðsmenn. — Sumir þeirrar ráfuðu um götur borg áriunar drukknir. Aðrir þýskir hermenn reyna að komast undan heim ti Þýskalands, en þeir hafa ekki; nein farartæki. Ilafa banda- menn tekið þýska hermenn' höndum, sem hafa verið að reyna- að komast heim á lík- vognum og vegagerðárþjöpp- urum. Til Þingvalla daglegar ferðir Bifreiðastöð íslands. Sími 1540. Hjer með tilkynnist að konan mín, NIKOLÍNA BJÖRNSDÓTTIR, andaðist í Landakotsspítala 4. þ. m. Einar Eyjólfsson. . .Kveðjuathöfn konu minnar og móður okkar, SESSELJU SÓLVEIGAR ÁSMUNDSDÓTTUR sem andaðist í Landsspítalanum 4. þ. m. fer fram frá heimili dóttur hennar, Klapparstíg 13, í dag kl. 2 e. h... Jarðað verður frá Gamla Hrauni við Eyrarbakka. Jarðarförin auglýst síðar. .. Friðrik Sigurðsson og böm. Það tilkynnist vinumm og vandamönnum, að ekkjan, SIGRÍÐUR RÓSA BJÖRNSDÓTTIR, Heiðarveg 23B, Keflavík, andaðist að heimili sínu að- faranótt 5. þ. mán. Fyrir hönd vandamanna, Ólafur Ormsson. Jarðarför föður míns, ÓLAFS BERGSSONAR, fer fram frá heimili mínu laugardaginn 9. sept. kl. .12,00. Bílferð frá Hverfisgötu 50 kl. 7Vsj. Fyrir hönd vandamanna, Jóhann Ólafsson, Skriðufelli. Jarðarför móður minnar, GUÐNÝJAR JÓNSDÓTTUR, frá Skildinganesi, fer fram föstudaginn 8. þ. m. og hefst með húskveðju á heimili hennar, Bergstaða- stræti 11B, kl. iy2 e. h. Athöfninni í kirkjunni verð- ur útvarpað. Fyrir hönd aðstandenda. Sigríður Brynjólfsdóttir. Jarðarför mannsins míns, föður okkar og tengda- föður, BJARNA GRÍMSSONAR, frá Óseyrarnesi, er ákveðin frá Fríkirkjunni, fimtu- daginn 7. sept. n.k. og hefst að heimili hins látna, Barónsstíg 59, kl. 3 síðd. Athöfninni í kirkjunni verð- ur útvarpað. Jóhanna Hróbjartsdóttir, börn og tengdaböra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.