Morgunblaðið - 06.09.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.09.1944, Blaðsíða 12
12 Fjölmeni hjeraðs- mól Sjálfstæðis- manna á Blönduósi HJERAÐSMÓT Sjálfstæðis- manna í Austur-Húnavatns- sýslu var haldið á Blönduósi s. 1. sunnudag. Sjálfstæðisfje- lag Austur-Húnvetninga og fje lag ungra Sjálfstæðismanna, Jörundur, stóðu að mótinu. — Hófst* það kí. 2 e. h. með sam- eiginlegri kaffidrykkju í sam- komuhúsinu. Páll Kolka hjeraðslæknir, formaður Sjálfstæðisfjelagsins, setti mótið með ræðu og stjórn aði því af miklum skörungs- skap. Ræður fluttu auk hans alþingismennirnir Jón Pálma- son og Sigurður Bjarnason frá Vigur. Ennfremur flutti ræðu Agúst Jónsson, bóndi á Hofi í Valnsdal. Til skemtunar var gaman- vísnasöngur, Lárus Ingólfsson og kvikmyndasýning, er Viggó Nathanaelsson stjórnaði. Um kvöldið var svo dansað. Þetfa hjeraðsmót Sjálfstæðis- manna í Austur-Húnavatns- sýslu var hið fjölmennasta er þeir hafa haldið. Sóttu það um 400 manns úr öllum hreppum sýslunnar. Fór mótið prýðilega fram og sýndi mikinn einhug sjálfstæðisfólks í sýslunni. Minkum banað við Elliðaár MIKILS af minkum hefir orðið vart að Eddubæ við Ell- iðaár, rjett við stífluna í án- um. I sumar banaði bóndinn iþar, Emil Jónsson, tveim mink um með skóflu sama daginn, Og nú fyrir nokkru varð vart minks í hænsnahúsi og hafði hann þegar tekið hænuunga. ©art bóndi lokað hann inni i hænsnahúsinu og banað hon- um með kvísl. — Síðan hefir fólkið þarna oft orðið vart mínka, sem halda sig einkum í skurðum þarna nærri. Munu þeir hafa drepið allmörg hænsni. Grlkkir filbúnir að gera uppreisn KAIRO í gærkveldi: Grísk- ic föðurlandsvinir eru tilbún- ir að gera uppreisn gegn Þ.jóð verjum í Grikklandi á hvaða augnabliki sem vera skal. Þeir bíða einungis eftir að þeim verði gefíð merki um að hefjai uppreisnina. Grískir skæru- flokkar hafa haft sig allmikið í frammi undanfarið og veitt Þjóðverjum marga skráveif- una. ( Þjóðverjar halda áfram að flytja lið sitt hrott úr Suður- Orikklandi og eyjunum í Eyja hafi. Er talið, að svo geti farið fyrr en varir, að Grikk- land verði aftur frjálst. Nazistar æfa fasista. London: — Þýskar frjettir hexma, að þýskir liðsforingjar hafi lokið við að æfa 4 herfylki ítalskra fasista, sem berjast eiga með Þjóðverjum á Italíu- vígstöðvunum. # Hallaðist, en fjeil ekki ÞEGAR BARDAGARNIR stóðu sem hæst í Pisa á dögtuium, Vörii margir hræddir um, að halli turninn í Pisa myndi mi loks falla, en því hefir verið spáð oft síðan turtiinn v'ar hvgður árið 1174, að turnilin myndi ekki lengi standa. En hinn frægi turn steudur enn, þd hallur sje. Haukar unnu hand- knaftleikskeppni í Hafnarfirði Á SUNNUDAGINN var fór fram í Engidal við Hafnarfjörð handknattleiksmót innan Hafn arfjarðar. Var kept bæði í kvenna- og karlaflokkum með 7 manna liðum. Voru leikirnir hinir fjörugustu og áhorfendur margir, en úrslit urðu þau, að Haukar unnu báða leikina, sigruðu flokka Fimleikafjelags Hafnarfjarðar. — I kvenna- flokki unnu Haukar með 6—4, en í karlaflokki með 7—6. — Dómari var Baldur Kristjóns- son. Slík mót munu far fram árlega og er kept um bikara.sem þeir hafa gefið, Adolf Björnsson bankamaður (kvennaflokkur) og Stefán Sigurðsson kaupm. Til þess að vinna bikarana til eignar verður að vinna þá þris- var í röð eða fimm sinnum alls. Gestir koma frá Vestmannaeyjum. Um þ,ann 10. þ. m. mun koma til Hafnarfjarðar í boði Hauka handknattleiksflokkur úr knatt spyrnufjelaginu Tý í Vestm,- eyjum og mun hann keppa við bæði hafnfirsku fjeiögin og að líkindum einnig við einhvern flokk úr Reykjavík. Finskum ríkisborgur- um í Danmörku bann- að að fara úr landi. FINSKUM ríkisborgurum, sem dveljast í Danmörku, hef- ir verið bannað að fara þaðan. Reyni einhver þeirra að kom- ast úr landi, verður hann sam- stundis handtekinn og skoðað- ur sem fangi. — (Frá danska útvarpinu hjer.) Vegleg gjöf til Hólakirkju HINAR upphaflegu hurðir Hólakirkju munu hafa verið teknar frá henni, þegar henni var breytt, 1886, og settar nýj- ar vængjahurðir í stað þeirra. Þjóðminjavörður hefir beðið Jóhannes Reykdal í Hafnar- firði að gera nýjar eikarhurðir fyrir kirkjuna. Er hann hafði lokið smiði hinnar fyrstu, fyr- ir aðaldyrnar, flutti sonur hans hana norður og heim til Hóla. Var henni komið fyrir rjett áð ur en samkoman var þar 13. f. m., og afhenti þjóðminjavörð ur hana þá sem gjöf til kirkj- unnar frá herra Reykdal. Hurð in er gerð að miklu leyti eftir lýsingu Jósefs Björnssonar á upphaflegu hurðunum. Hún er öll tvöföld, mjög traust og vönduð, gefandanum og smiðn um að öllu leyti til mikils sóma Rikssljórnir hverfa heim úr úllegð R í K1 SST.J ÓRNIR hernumdu landanna í Evrópu, sem handa menn eru nú að ná á sitt vald, eða hafa ]>cgar náð á sitt vald, eru nú farnar að undirhúa. heimför sína úr útlegðinni. Belgiska stjórnin fer til Bnixelles í þessari viku. - - Stjórn Luxemhurg er og á för um frá London. Hollenska stjórnin hýr sig til brottferð- ;u' og mun vera til að hverfa heim strax og' handamenn ná Jíollandi á sitt vald. Ríkis- stjórnir þessar hafa Ajerið í útlegð í rúmlega fjögur ár og dvalið þann tíma í London. — Repter. Söngskemfun á Ak- ureyri SÖNGSKEMTUN hjeldu hjer í Nýja Bíó í gærkvöldi frú Davina Sigurðsson og Einar Sturluson. Á söngskrá voru 12 einsöngs lög og 3 tvísöngslög eftir ís- lenska höfunda, Björgvin Guð mundsson, Sigfús Einarsson, Sigvalda Kaldalóns og Sigurð Þórðarson. Mörg hinna erlendu viðfangs efna voru úr frægum óperum, svo sem „Faust“, „La Traviata“, „Brúðkaupi Figaros“ o. fl. Söngvurunum var tekið með miklum ágætum. Sjerstaklega vakti frú Davina Sigurðsson geysilegan fögnuð tilheyrenda með sinni þróttmiklu og vel skóluðu rödd. Tilheyrendur voru því miður alltof fáir, því að Akureyringar sátu flestir heima og ljetu þessa óvenju- lega listrænu söngskemtun fara fram hjá sjer. En ef hún skyldi verða endurtekin, sem von er til, mun hún vei'ða fjöl- sóttari, eða svo ætti að minnsta kosti að verða. Undirleik annaðist Páll Kr. Pálsson, með prýði. Missti bát, nól og 200 mál af síld VJELBÁTURINN „Hringur“ varð fyrir miklu tjóni, er hann var á leið til Siglufjarðar í gær. Báturinn hafði verið á veið- um við Rauðunúpa, en á leið til Siglufjarðar fjekk hann kalsaveður, misti annan bát- inn, nokkuð af nótinni og 200 mál af síld. Hæflir Raufarhafn- arverksmiðjan bræðslu! BÚIST er við, að síldarverk- smiðjurnar á Raufarhöfn verði að hætta bræðslu eftir tvo til þrjá daga. Stafar þetta af því, hve litlu mjöli verksmiðjurn- ar hafa komið frá sjer, og alt geymslupláss þar á staðnum þegar yfirfult. Svíar lofa Finnum hjálp Frá sænska sendiráðinu: SÆNSKA ríkisstjórnin hef- ir, ef friður kemst á milli Finna og Rússa, lofað finsku stjórninni að láta Finnum í tje vissar matvælategundir og iðn aðarvörur, en fram á þetta hef ir finska stjórnin farið. Þetta er fyrst og fremst sáðkorn, við bit, sykur, fita til iðnaðarþarfa og vissar aðrar iðnaðarvörur. 4 þýsk herfylki berjast gegn Tjekkum. London í gæfWeldi: — Fjög- ur þýsk herfylki (40—50 þús- und hermenn) berjast nú gegn heimahei'num tjekkóslóvenska, sem nýlega hefir tekið upp bardaga gegn Þjóðverjum. Miðvikudagur 6. sept. 1944! Eisenhower hvel- ur erlenda verka- menn í Þýskalandi fil uppreisnar LONDON I gær: — Eisen- hower yfirhershöfðingi hefir látið útvarpa tilkynningu tit erlendra verkamanna í Þýska- landi, þar sem hann segir, að sókn bandamanna sje nú kom- in á það stig, að tími sje kom- inn fyrir þá til að gera upp- reisn gegn Þjóðverjum. í tilkynningunni segir á þessa leið: „Nú, þegar ósigur er óum- flýjanlegur, munu Þjóðverjar gera alt, sem í þeirra valdi stendur, til að draga þýsku þjóðina og útlendinga, sem í landinu búa, með sjer niður í hyldýpið. Sókn bandamanna gegn Þjóðverjum er nú svo langt komið, að þjer getið haf- ist handa, ekki einungis til að flýta fyrir ósigri Þjóðverja, heldur og til að vernda ykkar eigin líf. Framvegis munu ykk ur verða sendar fyrirskipanir gegnum útvarp. Þessar fyrir- skipanir verða endurteknar í fregnmiðum, sem varpað verð ur niður úr flugvjelum". Fyrsta fyrirskipunin. Fyrsta fyrirskipun talsmanns Eisenhowers til erlendra verka manna í Þýskalandi er á þessa leið: „Allir verkamannaflokkar verða að vera vel á verði. Byrj ið að flýja frá verksmiðjunum, sem þið vinnið í, og leitið skjóls úti í sveitunum. Nasistar hafa ekki nægjanlegt mannafl til að leita ykkur uppi. Byrjið að hafa að engu fyrirskipanir verkstjóra ykkar, sem halda uppi sambandi milli ykkar og Þjóðverja. — Þið verðið að vera á verði fyrir þeim quisl- ingum, sem eru í þjónustu Þjóð verja til að njósna um ykkur. Neyðið þá tii að hætta hinurn viðbjóðslega verknaði sínum. En gætið þess samt að láta ekki fulltrúa Gestapo tæla ykkur til að rasa um ráð fram. — Reuter. Rússar faka 200 bæi í Rúmeníu London í gærkveldi. RÚSSAR hafa í dag tekið margar stórar borgir í Rúm- eníu og samtals rúmlega 200 bæi þar í landi, að því er segir í herstjómartilkynningunni rússnesku í kvöld. I herstjómartilkynningunni segir ennfremur, að Þjóðverj- ar hafi hrundið gagnáhlaupum Þjóðverja fyrir norðan Tartu og valdið Þjóðverjum miklu tjóni þar. Fyrir suðvestan Lofnza segj ast Rússar hafa tekið járnbraut arborgina Wyszkowanda og rúmlega 150 aðra bæi og þoi-p. Á nokkrum stöðum eru rúss- neskar hersveitir komnar að ánni Narew. Wyszkowanda er við ána Bug, hjer um bil miðja vegu milli Varsjá og Lomza. — Reuter. |

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.