Morgunblaðið - 08.09.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.09.1944, Blaðsíða 1
81. árgangiir. 201. tbl. — Föstudagur 8. september 1944 Isafoldarprentsmiðja h.f. IIMIMRÁS í ÞÝSKALAIMD ÞÁ OG ÞEGAR Á ÞESSUM uppdrœtti er -sýnd Siegfriedlínan þýska og franska Maginotlínan franska. Ennfremur eru merktar á kort ið helstu þýsku borgirnar skamt frá landamærunum. Rússor nú höndum I snmnn við her Titos : London í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. RÚSSAR IIALDA ÁFRAM hraðri sókn í Rúmeníu og í kvöld berast fregnir frá Kairo um, að hersveitir Rússa, sem sæija frá Rúmeníu inn í Júgóslavíu hafi ná<) höndum sam- an við hersveitir Titos. Rússneska stjórnin hefir sæmt Tito marskálk æðsta tignarmerki Rússlands, Súvaroff-orðunni. T herstjórnartilkynningu " ' Harðir bardagar við Rimini á Íalíu Konur, börn og gnmulmenni vinnn nð virkjugerð ú lundumærunum Sedan fallin — Patton sækir yfir Moselle fljót Rússa í kvöld segir á leið: „llersveitir vorar fyrir sunn an Lomza sóttu inn í nokkra bæi og þorp. 1 Rúmeníu hjeldu hersveitir vorgr áfram sókn sinni og tóku f.jórar stórar borgir. ^ gær handtóku her- sveitir á öðrum Ukrainuvíg- stöðvunum 3000 þýska yfir- menn og óþreytta hermenn. Þrír þýskir hershöfð- ingjar teknir. Það er nú vitað, að meðal þýsku fanganna, sem teknir voru á öðrum Ukrainuvíg- stöðvunum 3. septeniþer, voru hershöfðingjarnir, Burghort Schvarz og von Denitz. Búlgarar slíta sam- bandi við Þjóð- verja LONDON í gær: — Fregnir hafa borist um að Búlgarar hafi slitið stjórnmálasambandi sínu við Þjóðvei’ja. Ekki hafa borist neinar fregnir um hvern ig Rússar hafa tekið í vopna- hljesbeiðni Búlgara. Londcn í gærkveldi. ÁTTUNDI herinn á ltalíu á í hörðum bardögum við Rimini á Adriahafsströnd tta- líu. —. Iterskip bandamaima halda uppi skothríð á stöðv- ar Þjáðverja við borgina og flugvjelar bandamanna gei’a árásir á herstöðvar Þjóðverja dag og nótt. Fyrir norðan Flórens hafa" bandamenn tekið bæinn Prato sem er um 20 km. norðan Floi'ens. — .Reuter. ■ Finnska vopnahljes nefndin í Moskva MOSKVA í gærkvöldi: Finska vopnahljesnefndin kom til Moskva í kvöld í flugvjel. Sagt var að formaður nefndarinnar, Hackzell forsætisráðherra „væri mjög upptekinn“. í nefndinni eru 14 manns. •— Finnar ferþuðust fyrri hluta leiðarinnar til Moskva í bifreið, en síðan í tveimur rússneskum flugvjelum, en oi’ustuflugvjelar voru til verndar. —Reuter. Svifsprengjuárás- um á Lofldon lokið LONDON í gærkvöldi: — Það var opinberlega tilkynnt í London í dag, að Lundúnabú- ar þurfi ekki lengur að óttast svifsprengjuárásir á London. Þáð'gæti í hæsta lagi verið um að ræða nokkrar eftirlegukind ur af þessum svifsprengjum. Þá hefir verið skýrt frá því, hvei'nig Bretar unnu bug á þessum ófögnuði. Þeir vissu um það í apríl 1943, að Þjóð- verjar höfðu á prjónunum fyr- irætlanir um leynivopn. Til- raunir með það voru gerðar í Penemunde við Eystrasalt. — Bretar gerðu mikla loftárás á þessa tilraunastöð. Síðan hófu Þjóðverjar að byggja stöðvar fyrir svif- spi'engjurnar í Norður-Frakk- landi. Voru bygðar 100 slíkar stöðvar og éyðilögðu flugmenn Breta allar þessar stöðvar og siðan voru þær jafnóðum eyði- lagðar og gert var við þær eft- ir loftárásir. En þá fundu Þjóðverjar upp einfaldari stöðvar og gátu hul- ið þær svo vel, að næstum ó- gerningur var að sjá þær úr lofti. Árásirnar stóðu í 80 daga. Um miðjan júni hófust svif- spi'engjuárásirnar og stóðu als í 80 daga. Á þessu tímabili sendu Þjóðverjar um 8000 sprengjur til Englands, aðal- lega til London, en Bretar voru tilbúnir til varnar og komust aldrei nema rúmlega 2000 á ákvörðunarstað. — Orustuflug vjelar skutu niður rúml. 1900, margar voru skotnar niður með loftvarnabyssum og fjöldinn allur lenti á loft- belgjavörnunum. Fyrst í stað fórst einn mað- ur að meðaltali fyrir* hverja sprengju, sem fjell á London, en síðustu dagana þurfti að meðaltali 3 spi'engjur til að di'epa einn mann. í baráttunni við svifsprengj- urnar mistu Bretar og Banda- ríkjamenn 450 flugvjelar með samtals 2900 flugmönnum. London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. BANDAMENN safna nú að sjer liði til innrásarinnar í sjálft Þýskaland, sem getur.hafist þá og þegar. Eftir hina hröðu framsókn bandamanna norður yfir Frakkland og Belgíu, hafa þeir orðið að hægja á sjer á meðan hergögn, vistir og liðsauki er flutt frá Ermarsundshöfnunum, sem þeir hafa á sínu valdi, en aðalhöfn bandamanna í Norður Frakklandi er enn Cherbourg og samgöngukerfi Frakk- lands er allt í molum. En bandamenn nálgast stöðugt landamæri Þýskalands, bæði frá Belgíu og Frakklandi. Bretar eru komnir inn í hjeraðið um- hverfis Hasselt, 50 km norðaustur af Louvain. En þaðan eru einir 50 km til þýsku landamæranna við Aachen og 80 km til Köln. Austar hafa hersveitir Pattons farið yfir fljótið Moselle og hafa nú náð öruggri fófestu. Moselle er í ytri varnarlínu Þýskalands. , Dönsku konungs- hjónin flytja í Ama- lienborg CHRISTIAN X. Danakon- ungur og Alexandrine drotning hafa flutt í konungshöllina Amalienborg í Kaupmanna- höfn. Hefir það vakið feyki- mikinn fögnuð meðal Kaup- mannahafnarbúa að sjá Danne brog fánann við hún á ný á Amalienborg. Enn vilja þeir bandalag. London: — Ritari enska kommúnistaflokksins hefir rit- að breska verkamannaflokkn- um brjef, þar sem stungið var upp á því, að flokkarnir gengju sameinaðir til næstu kosninga. Flótlamönnum varnað inngöngu í Sviss .ZURICII í gæi’kveldi: — Af staða stjórnarvaldanna í Sviss landi gagnvart stríðglæpa- mönnum — hugtaki, sem ekki er notað hjer í landi — var mörkuð í gær, er nokkrir Wlassovs-j.kósakkar' ‘ Hvít- Rússar, sem barist hafa með Þjóðverjum) reyndu að kom- ast inn fyrir lanjamæri Sviss- lands á flótta undan Maquis- F’rökkum. SviáSneskir landa- mæraverðir sneru Hvít-Rúss- unum aftur. Þetta var skamt frá Les V.errieres. — Reuter. Konungur slasast. London: — Nýlega meiddist konungurinn í Irak, Feisal, í bifreiðaárekstri. Konungurinn er níu ái'a að aldri. Slysið varð í Alexandríu. Handan landamæranna hafa Þjóðverjar safnað saman öllu því vinnuafli, sem þeir geta til þess að byggja varn arvirki. Vinna nú konur, börn og gamalmenni að virkjagerð Þýskalandsmeg- in landamæranna- Þjóð- segjast muni verja hverja þúfu í landi sínu. Og á meðan fólkið heima byggir varnarvirki gegn inn- rás bandamanna, reyna sigr- aðir þýskir hermenn að kom- ast heim til föðurlands síns frá vígstöðvunum í Belgíu. Veg irnir eru yfirfullir af hermönn um, sem eru á flótta heim. Segir svo í herstjórnartil- kynningu Eisenhowers í kvöld, að í dag hafi amerískar flug- vjelar gert árásir á hundruð flutningatækja Þjóðverja á vegunum, sem liggja frá Mons til þýsku landamæranna hjá .Aachen. ) Á einum stað voru 500—1000 farartæki stöðvuð í umferðar- stíflu. Eyðilögðu flugvjelar bandamanna þar 483 vjelknú- | in farartæki og 217 hestvagna I Belgíu. En það er ekki alstaðar á víg stöðvunum, sem þýsku her- mennirnir geta flúið beina leið heim. Á Ermarsundsströnd Belgíu nálgast Bretar hafnar- bæina Ostende og Zeebrugge, og eina undankomuleið Þjóð- verja þar er yfir Shelde-ósa yfir til Flushing. En fluglið bandamanna sjer um, að það er engin skemtifei’ð. í Belgíu halda bandamenn áfram að hreinsa til. Þeir hafa Framh. á bls. 5.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.