Morgunblaðið - 08.09.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.09.1944, Blaðsíða 2
2 MOEGUNBLAÐIÐ Föstudagur 8. sept. 1944 Rafmagnsverðið hlutfallslega lægst lífsnauðsynja Rafveitan þarf tekjuauka SKÝK'i' IIEFIR verið frá því hjer í hlaðinu, að raí- niaarnsstjóri legði til að raf- júagnsverðið yrði hækkað um. nál. 50% frá því, sem það. hefir verið. Yar [>essi gjaldskrártillaga hans til umræðu á bæjarstjóm aífundinum í gær. Borgarstjóri reifaði málið og sagði m. a.: Rafmagnsstj'óri hefir ekki verið í bænum undanfarna daga, þurfti að sitja fund raf- veitusárðbands á Akureyri. — Hann hefir gert greinargerð ■ fyrir einstökum liðum í gjald- skrártillögu sinni. En heildar- greinargerð fyrir tekjuþörfum Rafveitunnar fylgir ekki enn tillögum hans. Þessa greinar- gerð fæ jeg, þegar hann er kom inn’ heim. Hinsvegar sje jeg ekki betur, en •að það liggi í augum uppi, að rík ástæða sje fyrir að hækka rafmagnstaxtana. Rafmagns- stjóri segir, að hækkun taxt anna verði um 50%. Jeg vil taka það fram á þessu stigi málsins, að hvorki bæjarráð nje jeg, nje einstakur flokkur hafa enn tekið afstöðu tii til- lagna þessara. Tóílaga frá 1942 Rafmagnsstjóri lagði til árið 1942, að taxtarnir yrðu þá all- verulega hækkaðir, en gjald- skráin frá 1940 var þá. og lengi síðan I gildi með aðeins 7% álagi, nema hvað bráðabirgað hækkun var gerð á s.l. hausti. Þegar rafmagnsstjóri gerði þessa tillögu sína 1942, var verðvísitalan 250 stig og gjald- skráin sjálf gaf jafnvel tilefni til, að reiknað yrði með 33% álagi en ekki 7%, eins og gert var. , En bæjarstjórn hliðraði sjer hjá að hækka taxtana þá, m. a. vegna þess, að rafveitan hafði Jbá miklar tekjur af viðskiftum við setuliðið. Árið 1942 greiddi setuliðið rafveitunni 2 miljónir króna. En hagnaður fyrirtæk- isins það ár var þó ekki nema 1.8 milj. kr. eða nokkru minni en þessar aukatekjur. Þá var rafmagnið ekki í góðu lagi vegna hins mikla álags, og því þótti rjettara að hækka ekki táxtana fyrr en rafmagnið héfði verið aukið. Það skal tek- ið fram, að setuliðið notaði mjög lítið rafmagn þann tíma sólarhringsins, sem notkun bæj afbiúa var mest. En þegar nýja vjelarsamstæðan við Sog væri kpihin í notkun, átti að taka taxtana lil endurskoðunar. Upphitunin ódýrari. Þegar sagt er, að tillögur S.teingríms Jónssonar miði að þýí að hækka taxtana um 5ð%, þá er ekki átt við, að taxtarnir hækki um 50% frá bfáðabirgðahækkuninni, sem gerð var í fyrrahaust. Hún rriiðaðist ekki við það, að auka tékjur rafveitunnar, heldur stefndi að því, að draga úr raf- magnsnotkun til herbergja- hitunar, meðan raforkan var aígerlega ófullnægjandi. Hækk trnin um 50%, sem nú er talað um, er hækkun á taxtanum frá 1940 með því 7% álagi, sem lengi hefir verið á honum. Einhversstaðar hafa þessar tillögur verið túlkaðar þann- ig, að rafmagnsstjóri vildi hækka t. d. upphitunartaxtann um 50% frá því, sem upghit- unin var sett í fyrra haust. En það er misskilningur. Þar sem hitun verður á annað borð leyfð þar fá menn hitunina við lægra verði en verið hefir, t. d. í út- hverfum bæjarins, þar sem Hitaveitan kemur ekki til greina. Setuliðstekjur. Það er Ijóst, að þegar hinar óvenjulegu tekjur frá setulið- inu hverfa, þá breytist að- stajSa rafveitunnar mikið. Árið 1943 greiddi setuliðið til raf- veitunnar kr. 1.600.000. En það ^ár var lekjuafgangur fyrirtæk isins kr. 1.450.000. Nú er það víst, að þessar tekjur hverfa alveg' og ýmsar aðrar tekjur rafveitunnar, sem standa í ó- beinu sambandi við setuliðið. En rafveitan þarf að leggja fram stórkostlegar fjárhæðir til aukninga á kerfinu o. fl. T. d. nú 350 þús. kr. í rafmagns- kerfi í Digraneshálsi og mikið í bæjarkerfið á Kleppsholti. Rafmagnsstjóri hefir gert uppástungu um það, að reist verði hjer eimtúrbínustöð. Eðli legt er, að rafveitan standi und ir öllum nauðsynlegum viðbót- um. En aðalatriðið er, sem gerir taxtahækkun nauðsynlega, að reksturskostnaður allur hefir stóraukist, en rafmagnsverðið staðið í stað síðan 1940, að heita má. Þetta hefir getað staðist, vegna aukateknanna frá setu- liðinu, sem hverfa alveg þá og þegar. Að vísu er hækkunin allveru leg, samkv. tillögum rafmagns stjóra. En alt fyrir það verður rafmagnið .samkv. tillögum hans hlutfallslega ódýrara en fyrir stríð. Ódýrara en áður. Samkvæmt heimilistaxta í frumvarpi rafmagnsstjóra fær verkamaður fyrir daglaun nú 251 kílówattstund af rafmagni, efi fjekk fyrir stríð 137 kíló- wattstundir fyrir dagkaup sitt. Þrátt fyrir hækkunina, sem hjer er gert ráð fyrir, getur verkamaðurinn kéypt 100 kíló- \yattstundir fyrir 3 klst. og 11 mín. vinnu, en várð árið 1939 að vinna 7 klst. og 19 mínútur fyrir 100 kwstundum. Þrátt fyrir hækkunina yrði rafmagnið mun ódýrara en fyr ir stríð, miðað við kaupgjald og gjaldgetu almennings. Ef fylgt er þeim reglum um hækkun á töxtum vegna dýr- tíðar, sem innifelast í núver- andi gjaldskrá frá 1940, þá ætti hækkunin að vera 37%, en er 7%, og færi þá að náig- ast tillögur rafmagnsstjóra. Síð an gjaldskráin var sett 1940 hefir reksturskostnaður raf- veitunnar hækkað um 144%, en taxtarnir sem sagt um 7%, en rafmagnsstjóri ráðgerir 50%. Hækkunin 144% reiknast með því að taka með í reikn- inginn greiðslurnar fyrir Sogs- rafmagnið, sem hefir verið ó- háð verðsveiflum. En hækkun- in á öðrum reksturskostnaði hefir orðið 246%. Það er því næsta eðlilegt, að farið sje fram á taxtahækkun. Hún er ekki óviðráðanleg. Og rafmagnið yrði eftir sem áður sú lífsnauðsyn, sem minst hefði hækkað frá því í ófriðar- byrjun. Þetta eru mínar hugleiðing- ar alment um málið frá leik- mannssjónarmiði. Vænti jeg þess, að málið fái afgreiðslu til 2. umræðu. Umræður. Sigfús Sigurhjartarson lagði ekki mikíð til málsins. Kvaðst eiga von á greinargerð frá raf- magnsstjóra. Hann sagði mörg rök að því hníga, að rafmagn- ið þyrfti eitthvað að hækka. En aðalatriðið væri, að það yrði selt við sannvirði. Vænt- anleg greinargerð rafmagns- stjóra myndi skera úr um það, hvað væri sannvirði. Jón A. Pjetursson sagði hins vegar, að hann væri að því kominn að greiða atkvæði gegn því, að málið fengi að fara til 2. umræðu. Því rafveitan þyrfti á engum taxtahækkun- um að halda. Hún væri vel efn um búin. Ef taxtar hennar hækkuðu yki það tilfinnanlega dýrtíð í landinu og erfiðleika fólks o. s. frv. Borgarstjóri svaraði J. A. P. með fám orðum. Sagði .m, a., að afstaða Jóns væri svo öfga- full og fjarstæðukend, að erf- itt væri að taka hann alvar? lega. Hann talaði um, að hjer væri verið að efna til aukning ar á verðbólgu og bærinn mætti ekki ganga á undan í því efni. En bærinn hefði einmitt hald- ið rafmagnsverðinu í sama far inu frá ófriðarbyrjun, þrátt fyrir gífurlega aujtinn reksturs kostnað. Og þetta hefði verið hægt vegna aukateknanna, sem nú hyrfu. Borgarstjóri sagði, að hann hefði frekar átt von á því að fá ákúrur fyrir það, hve lengi það hefði dregist að hækka taxtana og koma fjárhag raf- veitunnar á öruggan grund- völl. Því reikningarnir sýndu, að það eru tekjurnar frá setu- liðinu, sem riðið hafa bagga- muninn í rekstri fyrirtækisins. Hækkunin á rafmagnsverð- ' inu, sem rafmagnsstjóri ráð- gerði nemur 200 krónum að meðallali á fjölskyldu á ári. Væri það ekki viðráðanlegt þegar meðal árstekjur manna væru samkv. nýjum útreikn- irfgum 20 þús. kr. Fleiri íbúðir bygðar en nokkru sinni áður Yfirlit um húsabyggingar í Reykjavík Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI í GÆR, gerði Ársæll Sigurðs- son fyrirspurn um það til borgarstjóra hvað liði undirbúningi að bygging fyrirhugaðra íbúðarhúsa við Skúlagötu, og hvort ekkí væri hægt að koma því til leiðar. að allir, sem vilja byggja getj fengið byggingarlóðir. Borgarstjóri sagði, að verið væri að gera uppdrættina að hinum fyrirhuguðu húsum, og því máli hraðað, svo sem unnt væri. En um byggingarlóðirnar sagði hann m. a.: Þeir menn, sem bygðu sjálfir yfir sig, væru látnir sitja fyrir, með lóðir, en þeir sem bygðu hús til að selja þau, féngju helst lóðir undir stór hús, því bau reyndust tiltölulega ódýrust og hentugust fyrir bæinn. Ymsir leituðu eftir lóðum, sem svo gætu ekki bj«gt og hefðu ekk- ert með lóðirnar að g'era. Byggingar á stríðsárum. Síðan vjek borgarstjóri að skýrslu þeirri, sem bygginga- fulltrúinn hefir nýlega gert um byggingar 1 bænum síðustu ár- in, og vakti m. a. ef|irtekt á þessum atriðum skýrslunnar: Að síðustu tvö árin 1942 og 1943, hafa verið bygðar fleiri íbúðir í Reykjavík, en nokkru sinni áður, eða um 360 íbúðir á áó> og er þá öllum bráða- birgðaíbúðum sleppt t. d. íbúð- unun»í Höfðaborg. Síðustu tíu árin fyrir stríð voru bygðar að meðaltali 230 íbúðir á ári. Þetta fullnægði það vel þörfinni að erfitt var að þá að leigja íbúðir í gÖmlum timburhúsum. Árið 1940 var mjög lítið bygt eða samtals 25 íbúðir. En næstu þrjú árin svo mikið, að meðaltal fjögra áranna, 1940— 43 varð 250 íbúðir á ári, að und anskildum bráðabirgðaíbúðum, og er þá meðaltal íbúðafjölg- unarinnar stríðsárin hærra en á 10 ára tímabilinu fyri^ stríð. Þegar talað er um húsnæðis- vandræðin og ljelega frammi- stöðu sjórnarvalda bæjarins í þessum málum, þá er ekki rjetk að ganga framhjá þessari stað- reynd. | Vandræði Breta. Það er fróðlegt fyrir okkujj að bera saman ástandið í þess- um málum hjá okkur við á- standið annarsstaðar t. d. í Eng landi. Jeg las nýlega í áreið- anlegu bresku blaði skýrslu um húsbyggingar þar í landi. Fyrir stríð voru þar bygð 300’ —350 þúsund hús á ári. — En síðan 1940 hafa verið bygð þai; 55 þúsund hús og er það mikið minna en eyðilagst hefir af húsum á sama tímabili. í sama blaði er sagt frá því< að ákaflega ískyggilegt sje» hvað“ byggingakostnaður hafi aukist í Englandi á ófriðarár- unum, og er sagt að hið opin- bera þurfi að grípa í taumana! til að kippa því í lag, því síð- an 1939 hafi byggingarkosln- aður þar 1 landi tvöfaldast. —« Þétta þykir ákaflega alvarlegfl þar. En hjer hefir byggingar- kostnaður fimm faldast, ef ekki meira. > En þrátt fyrir þessa gífur- legu verðhækkun, hefir samfl aldrei verið meira bygí í Rvíki en hin síðustu ár. Svo borg- arar þæjarins hafa ekki legið á Framh. & 8. síðil. Hiíaveiiugjaldið aðeins notkunargjald frá næsfu mánaðamótum. Ýmislegf enn á tilraunastigi. 1 SVOIILJÓÐANDI bi*éytingar á gjaldskrá Ilitaveitunnaí voru samþ. í einu hljóði á bæjarstjórnarfundi í gær til 2. umr. 3. grein gjaldskrárinnar verði sVbhljóðandi: Fyrir hvern rúmmeter vatns um vatnsmæli skal greiða kr. 1.36 — eina krónu þrjátíu og 4 sex aura — afnotagjald. Hitaveitustjórinn skal áætla vatnsnotkunina, með hliðsjón af hítaþörf húss, þar til vatns- rnælir hefir verið settur upp. Sama gildir, ef vatnsmælir bil- ar. 4. grein verði svohljóðandi: í 4% mánuð að sumri til skal greiða helming afnotagjaldsins skv. 3. grein, kr. 0.68 — sextíu og átta aura — fyrir hvern rúmmeter vatns, og miðast það tímabil við álestur á vatnsmæla sem næst 14. maí og 30. sept. Gjaldskrárbreytingar þessar koma til framkvæmda frá mælaálestri um 30. sept. 1944. Um þessar breytingar á' gjaldskránni sagði borgarstjórl — Breytingin á Hitaveitu- gjaldinu er raunverulega sá ein, að fastagjaldið er afnum- ið, án þess að nokkur verðbreyt ing sje gerð og alt gjaldið verður notkunargjald. Hafa menn orðið ásáttir um að. þetta væri heppilegast. É Jeg vil um leið, sagði borg- arstjóri, vekja athygli á því, að vegna þess að fastagjaldið var tiltölulega lægra á vetrum; en á sumrin, með því fyrir- komulagi, sem hingað til hefii; verið, þá verður afnotagjald- ið nokkru hærra yfir vetrar- mánuðina nú en var í fyrra. —- En afnotagjaldið verðuTj aftur á móti minna á sumrin, vegna þess, að þá var fasta- Framli. á 6. síðu. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.