Morgunblaðið - 08.09.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.09.1944, Blaðsíða 8
8 MOEGUNBLAÐIÐ F^stttdagur 8. sept. 1944 - Kínverska Tur- kesfan Framh. af bls. 7. inn. Brátt rákusfþeir á ind verska varárr.enn og fengu . leigða hjá þeim hesta niður til fyrstu símstöðvarinnar, þar sem hescar og fvigdar- maður biðu þeirra. Hjer eftir var einna l:k- ast sem þeir væru í ánægju legri skemtiferð. Lestaleið- in lá áfram niður dalinn, og voru há fjöll á báða vegu. Hjer og þar voru ræktanleg svæði inn á milli fjallanna og voru þar þyrpingar leir- húsa, umgirt görðum, þar sem uxu aprikósur, ferskj- ur og epli, sem hinir inn- fæddu gáfu ferðamönnun- um óspart að borða. íbúarnir þarna í norður- hluta Kashmir eru vingjarn legir og friðsamir, en lítið eitt vestar er blóðhefndin enn við lýði, og er næstum ógerlegt fyrir útlendinga að ferðast þar um. Eftir hálfs mánaðar ferða lag frá landamærunum, komu þeir niður til Giigú, sem er nyrsta varðstöð ind- verska hersins. Hvíldu þeir sig þar í nokkra daga, áður en þeir lögðu upp í síðasta áfanga leiðarinnar til Strin agar, höfuðborgar Kash- rnir, og siðmenningarinnar. Á þessum síðasta áfanga ferðarinnar fóru þeiv' skamt frá risafjallinu Nanga Par- bat, sem er næstum 8000 metra hátt. Fjórum sinnum | hafa verið gerðir út miklir rannsóknarFeiðangrar til | þess að klífa fjallið, en í öll skiftin hafa menn orðið að gefast upp við það. í Strinagar dvöldu pilt- arnir nokkra daga áður en þeir hjeldu áfram til Bomb- ay, en þangað komu þeir nákvæmlega fimm mánuð- um eftir að þeir lögðu af stað frá Svíþjóð. Fengu þeir þar einkennisbúninga og hófu heræfingar meðan þeir biðu herflutningaskipsins, sem flutti þá suður fyrir Af- ríku og Trinidad til Stóra- Bretlands — lokatakmarks- ins. BEST AÐ AUGLYSA I MORGUNBLAÐINU IVIinningarorð um Ágústu Jónsdóttur Minning frú Guðnýar Jónsdóttur Þann 27. ágúst s. 1. ljest Ágústa Jónsdóttir að heimili sínu, Lambhústúni 1 Biskups- tungum, eftir stutta legu. Ágústa var fædd að Kvíar- holti í Holtum 31. júlí 1877. — Foreldrar hennar voru þau Jón Jónsson og Guðríður Guð- mundsdóttir, bæði Rangæing- ar. Um fermingaraldur fluttist hún með móður sinni út í Hrunamannahrepp og dvaldi þar, þar til hún giftist eftirlif- andi manni sínum, Bjarna Gísla syni, árið 1910, að undanskild- um tveimur árum er hún dvald ist á Isafirði við nám í fatasaumi. — Hafði hún gott af veru sinni þar, enda var hún hög og útsjónarsöm að eðlisfari. Stundaði hún jafnan það starf nokkuð í hjáverkum æ síðan. Árið 1911 fluttust þau hjónin að Lambhústúni og hófu þar búskap. V^r hjónaband þeirra eins og best verður á kosið. Verksvið þessarar konu var að vísu ekki víðtækt frekar en margra annara húsmæðra í sveit. Hefði hún þó efalaust kosið að sinna fleiru en venju- legum heimilisstörfum,* ef á- stæður hefðu leyft, því hún var bæði f jelagslynd og fróðleiksfús í besta lagi. Var hún t. d. virk ur fjelagi í kvenfjelagi hrepps- ins um langt skeið og rækti fjelagsskyldur sínar af áhuga og fórnfýsi. Ágústa sáluga hafði mikið yndi af söng og annari tónlist, enda hafði hún sjálf góða söngrödd, eins og ættfeð- ur hennar ýmsir, en það verð- ur ekki rakið hjer. Gestrisin og góðgjörðarsöm var Ágústa sáluga í besta lagi. Eignaðist hún marga vini og mun þeim nú finnast að fljótt hafi vin- áltuböndin brostið. Hún var hispurslaus í fram- komu, ljett í máli og áhugasöm og fróð um ættir fólks og ann- an fróðleik. Heimili hennar hjer var snyrtilegt og aðlaðandi, enda var hún vandvirk og þrif- in, eins og best verður á kos- ið. Ágústa sáluga eignaðist fimm börn; tvö dóu í æsku, en þessi eru á lífi: Skúli og Gísli, báðir Ágústa Jónsdóttir. lögregluþjónar í Reykjavík og Magnea heima. Ágústa sáluga verður jarðsungin frá Bræðra- tungukirkju í dag. Kunningi. - Fleiri íbúðir bygð- ar Framh. af bls. 2. liði sínu við að bæta úr hús- næðisvandræðunum. Bærinn hefir líka lagt þvj máelefni lið, með því að út- vega og útbúa byggingalóðir, byggja hús. Er það ekki lítið er bærinn hefir lagt fram með því að leggja götur að hinum nýju lóðum, annast vatnsleiðslur, frárennsli o. fl. o. fl. En þegar litið er á þessi mál algerlega án tillits til flokka- áróðurs, þá getur engum dulist að á byggingarmálunum er líka sú hlið, að vafasamur hagur er það öllum, að ýtt sje undir að- flutninga fólks í bæinn, svo hingað safnist fólk, sem ofvax- ið verður fyrir atvinnuvegina að taka við og sjá fyrir atvinnu eftir stríð. En þó ýmsir hafi þetta sjón- armið á bak við eyrað, veit jeg, að allir bæjarfulltrúarnir eru sammála um, að vinna verð ur að því, að koma fólki úr „bröggunum“ þar sem margir hafast við nú. Þrítugasta f. m. andaðist í spítala hjer í bænum frú Guð- ný Jónsdóttir. Hún var fædd 23. september 1864, dóttir síra Jóns prófasts Þorðarsonar á Auðkúlu í Húnavatnssýslu og konu hans, Sigríðar Eiríksdótt ur sýslumanns Sverrissonar. Eftir lát manns síns fluttist frú Sigríður með börnum sín- um að Litladal, sem er næsti bær við Auðkúlu. Dvaldist Guð ný þar með móður sinni uns hún giftist frænda sínum, Brynjólfi Gíslasyni prests á Reynivöllum. Voru þau systra- börn. Tóku ungu hjónin þegar við búi í Litladal og bjuggu þar um mörg ár prýðilega. Þar voru ekki slegin vindhöggin, heldur neytt ítrustu krafta og fyrirhyggju utan húss og inn- an. Hjónin voru samvalin um dugnað og sjálfsbjargarþrá. Ár ið 1907 fluttu þau til Viðeyjar með fjölskyldu sína. Var Bryn- •jólfur þar ráðsmaður hjá Egg- ert Briem um tveggja ára skeið. Munu þau hafa flust bú- ferlum úr Norðurlandi með það fyrir augum, að ííjer yrði auð- veldara að koma börnunum til menta, og það reyndist líka svo. Árið 1909 fluttu hjónin að Skild inganesi við Skerjafjörð og bjuggu þar þangað til Brynjólf ur andaðist 27. jaúar 1923. Flutti Guðný þá með börn- um sínum til Reykjavíkur og átti hjer heima jafnan síðan. Þau hjónin eignuðust níu börn, sem öll eru á lífi og eru þau þessi: Sigríður bankaritari í Reykjavík, Guðlaug gift Ing- ólfi Þorsteinssyni áveitustjóra á Selfossi, Kristín gift Agli Sand holt póstritara, Elinborg mat- reiðslukona í Reykjavík, Jón bókhaldari í Stykkishólmi, Katrín ráðskona á Útskálum, Eiríkur prestur á Útskálum, Theódór tannlæknir í Reykja- vík og Gísli prestur á Kirkju- bæjarklaustri. Þegar frú Guðný misti mannimv voru börn þeirra að vísu flest komin af barnsaldri, en uppeldi þeirra var samt ekki lokið. Ágætri móður og skyldurækinni var það mikið lán og ómetanlegur styrkur hve börnin voru hraust Guðný Jónsdóttir. og efnileg, dugleg og áhuga- söm við nám og starf og lögðu af fúsum vilja mikið á sig til að ná settu marki. Það hefði orðið Guðnýju þung raun að sjá fram á það að börnin næðu ekki þeirri mentun sem hugur hennar stóð til að veita þeim. Sjálf var hún gáfuð og nám- fús og hafði jafnan sterkan á- huga á mer>tun og framförum æskunnar. Því var jeg vel kunn ug því að við stunduðum nám saman í Kvennaskóla Reykja- v'ikur veturinn 1878—79. Þó hún væri yngst námsmeyja, var hún fremst í flokki þeirra hvað kunnáltu og þekkingu snerti. Mintist hún veru sinnar í skólanum altaf með miklum hlýleika og virðingu. Hún var góður íslendingur og unni mjög ættjörð og átthögum og ekki síst Auðkúlu, sem hún oft tal- aði um af mikilli hrifningu, enda er þar útsýni óvenju fag- urt og tignarlegt og sveitin bú- sældarleg í besta lagi. Húsfreyjan er sjaldan sett á bekk með afreksmönnum. Liggja til þess ýmsar orsakir. En skyldu margir aðrir leggja fram slíka orku hugar og handa í lífsbaráttunni eins og góð móð ir margra barna? Ein þeirra var hin látna trygglynda sæmd arkona. Sigurlaug Knudsen. BEST AUGLÝSA I MORGUNBLAÐINU < > < > ♦ X-9 ♦♦♦♦♦»♦♦♦••»♦♦♦♦ •♦♦»♦♦«*■ Efli' ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦<***'' 5oberf Storm Meanwmile. WE KNOW X-9'ö FiRST 5T0P mS ROM'S CAdiU, 60 WE C4N A52UMB, TMÉN, TMAT BLUE-JAW /5 ABCUT TMlRTy- 7MREE MIIEB FROM TMERE! EXPEC TIN6 ANS0NB...6ET VOUR &ATS! CAR JUST PULLEO IN i BLUE-JAWÍ 1—2) Yfirlögregluþjónninn: — Engum falsara myndi hafa sjest yfir skarðið í B-inu. Jeg er viss um, að X-9 hefir verið hjer að verki. Þetta er bending um aðsetursstað Blákjamma. „X-9 .... þrjátíu og þrjár mílur“. 3—4) Yfirlögregluþjónninn: — Við vitum, að X-9 fór fyrst til krár Roxy, svo að við getum þá gert ráð fyrir því, að Blákjammi hafist við um það bil þrjátíu og þrjár mílur þaðan! Á meðani1 Glæpon: — Það var að koma bíll, Blákjammi! Blákjammi: — Hvað þá? Jeg á ekki von á nein- um .... Náið í hótkana!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.