Morgunblaðið - 09.09.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.09.1944, Blaðsíða 6
6 MOBflUNBLAÐIÐ Laugardagur 9. sept. 1944 - FJÆ R O G NÆ R l! t VVVVVVVvVVVV Gildi trúarinnar. Menn greinir á um gildi trú- arinnar og þýðingu kirkjunnar til ills eða góðs. Vitneskjan um eilífðarsannindi hinna kirkju- legu kenninga fæst ekki í þessu lífi. Á meðan menn dvelja hjer á jörðu verður ekki með vísindalegum sönnunum skorið úr, hvert er upp- haf alheimsins nje hvað um hvern einstakling verður að jarðnesku lífi hans liðnu. En þótt úr þessu verði ekki skorið fyrr en síðar, þá geta menn nú þegar gert sjer grein fyrir, hver áhrif trúin hefir í þessu lífi. Verður þá ekki um það villst, að máttur trúarinnar er mikill og að fáar stofnanir hafa haft örlagaríkari áhrif en kirkjan. Kirkjan er mannleg- ur fjelagsskapur og er því að sjálfsögðu mannlegum breisk- leika háð og áhrif trúarinnar eðlilega ólík á ólíka menn. Það er því eigi nema að vonum, að hvorttveggja hafi oft sætt mis- jöfnum dómum. En látum sagn fræðingana um að dæma um á- hrif trúarinnar og feriJ kirkj- unnar á liðnum öldum. Lítum sjálf til okkar eigin tíma og þess, sem af þeim má læra. Síðasta vonin. Það væri blindur maður, sem eigi gerði sjer nú ' þegar Ijóst, að í þeim fieljarátökum, sem í heiminum hafa verið und anfarin ár, hafa fáar eða engar stofnanir staðið sig betur en kirkjan, og fátt eða ekkert veitt mönnum meiri mátt til að standast alls-kyns raunir en trúin. 5nSlendingar segja, að því lengra, sem menn sjeu komnir á haf út, því guðhrædd ari verði þeir. Sumum finst það að vísu guðlast en stað- reynd er það samt, að nú þegar öll sund eru að lokast fyrir Hitler, þá lætur hann, sem á- kaft hefir látið ofsækja kirkj- urnar í Þýskalandi, dagsdag- lega prjedika í útvarpinu, að drottinleg forsjón hafi bjargað lífi sínu og muni á sama hátt frelsa þýsku þjóðina. Hætt er við, að lífi Hitlers hafi fram að þessu verið þyrmt í öðrum til- gangi en þeim, að honum auðn ist að leiða þjóð sína til sigurs. En Hitler er búinn að reyna, bver máttur trúarinnar er með þjóð hans og síðasta vonin er núr að sá kraftur verði honum til verndar. Reynslan í Þýskalandi og Rússlandi. Sannleikurinn er og sá, að eina stofnunin í Þýskalandi, sem ekki hefir orðið sjer til skammar er kirkjan. Hótanir annara andstæðinga Hitlers inn an Þýskalands hafa að litlu orðið. Vígbúnaður kommúnista og sosial-demokrata í Þýska- landi gegn nasistum reyndist orðagjálfur eitt. Kirkjan, og þá eigi síður hin kaþólska en mót mælenda-kirkjan, er eina stofn unin, sem sæmilega hefir stað ið á verði. Forystumenn henn- ar, bæði prelátarnir, kaþólsku og mótmælandinn Niemöller, hafa aðvarað þjóð sína gegn yf- irdrottnunar-andanum og ill- um afleiðingum ranglætisins. í uppbyggingu hins nýja Þýska lands verða þetta þeir máttar- viðir, sem öruggast mun að byggja á. Svipað héfir farið í Rúss- landi. Af andstæðingum kom- múnista reyndist kirkjan þraut seigust. Árum saman var hún að vísu bannfærð og ofsótt, en mætti hennar tókst ekki að eyða. Og þegar á Rússland var ráðist, þá var bannfæring kirkj unnar afturkölluð. Stalin og fjelagar hans urðu fegnir að leita sambands til verndar föð urlandinu við þá stofnun, sem þeir áratugum saman höfðu grimmilega ofsótt og af öllum mætti reynt að útrýma. Norðurlönd. Þá hefir kirkjan ekki látið sitt eftir liggja, hvorki í Dan- mörku nje Noregi. I hinni hetju legu baráttu norsku þjóðarinn ar má raunar vera, að fáir sjeu öðrum fremri. Oll þjóðin hefir staðið þar sem einn maður, að örfáum kvislingum undantekn- um. Þó er það víst, að þátttöku kirkjunnar mun eigi síst verða minnst, er stundir líða. I Dan- mörku var það lengi prestur- inn Kaj Munk, sem var sam- viskurödd þjóðarinnar og hjelt henni vakandi eftir, að Christ mas Möller hafði látið af ráð- herradómi, og þar til hin al- menna andstaða gegn kúgun- inni braust út fyrir rúmu ári. Með þrumandi prjedikunum og eldlegum hvatningum vakti Kaj Munk þjóð sína, eyddi und anhaldsviljanum og særði hana til samvinnu um hennar helg- ustu mál. Á bak við stóryrðin var vitundin um, að um lífið væri að tefla, bæði fyrir dönsku þjóðina og prjedikarann sjálf- an. Orðin höfðu þann árangur sem til var ætlast. Danska þjóð in vaknaði til nýs lífs. En vöku maðurinn varð að láta lífið fyr ir morðingja hendi. Við Babylons-fljót. Prjedikana-safn Kaj Munks hefir nýlega verið gefið út á íslensku undir nafninu við Babylons-fljót. Sá, er þetta rit ar, hefir margar stríðsbækur lesið en enga betri en þessa. — Þessi bók á erindi til allra. Sjálfsagt þykir þó ýmsum sem þar sje stundum af öfgum mælt. En Kaj Munk vissi, að gegn andvaraleysi, sundrungu og undanhaldi tjáði engin tæpi tunga. Svo varð að tala, að all- ir skildu. Og að veði fyrir, að af alvöru væri mælt, setti hann sjálfs sín líf. Veðið varð hann að inna af höndum. Vitneskjan um það fær hinum magn- þrungnu orðum enn meira gildi en ella í hugum lesandans. Það er því eigi að furða, þótt þýðandi þesarar ágætu bókar, sjera Sigurbjörn Einarssoh, hafi orðið fyrir nokkrum áhrif um af henni. Sjera Sigurbjörn hafði þegar fengið orð, fyrir að vera eipp kröftugasti prjeðikr ari innan íslensku kirkjunnar. Má því nærri geta, að eigi hafi dregið úr þunga prjedikana hans við kynninguna af kjarn- yrðum Kajs Munks. Hallgrímskirkja. Því er heldur eigi að neita, að sumum fanst þeir vera að lesa prjedikanir Kaj Munks á ný, er þeir lásu ræðu sjera Sig urbjörns, þá, sem hann hjelt á Skólavörðuholtinu eigi als fyr ir löngu. Þetta á ekki síst við um þann kafla hennar, sem nokkur deila hefir risið af. Kaj Munk tekur mjög svipað og þó engu vægar til orða um þá, er hann telur bregðást kærleiks- boðorðum Krists eða föðurland inu í nauðum þess, og sjera Sig urbjörn gerir um andstæðinga Hallgrímskirkju, þá, sem það eru af „metnaði einum, öfund og hroka, eða blindum fjand- skap við kirkju Krists“. Hvor umtveggja er svipuðu heitið. Sjera Sigurbjörn hefir nú ítrekað, að ummæli hans eigi eingöngu við þá, sem á móti Hallgrímskirkju eru apf orsök- um þeim, er hann telur. Dreg- ur það mjög úr hörku heitinga hans. Skal því þó ekki neitað, að ýmsum virtist efnið til harð yrða Kajs Munks nokkuð ólíkt tilefni orða sjera Sigurbjarnar og þá eigi síður býsna misjafnt það, sem hvor um sig átti í húfi. Hvað sem um það er, þá veyrður eigi um hitt deilt, að enginn ávinnur sjer heill með því að stjórnast af illum hvöt- um, hvort sem er í stóru máli eða smáu. Orsakir andstöðunnar. - Spurningin er aftur á móti sú, hvort margir eru á móti því, að Hallgrímskirkja sje byggð samkvæmt teikningu Guðjóns Samúelssonar, af „metnaði ein um, öfund og hroka, eða blind- um fjandskap við kirkju Krists“. Fullvíst er það, að margir eru á móti byggingunni. Skal það eigi dregið í efa, að einhverjir sjeu það af þeim á- stæðum, sem sjera Sigurbjörn greinir. Um það hlýtur honum að vera kunnugt, því ella hefði hann ekki tekið svo til orða. En hitt mun þó vera, að miklu fleiri sjeu það af alt öðrum á- stæðum. Ýmsir telja, að undir búningur málsins sje ekki slík- ur sem vera beri. Kirkjubygg ingin sje söfnuðinum ofvaxin, enda ekki miðuð við hans þarf ir. Hjer sje um að ræða aðal- kirkju þjóðar og höfuðborgar og þessvegna eigi að skipa miklu víðtækari byggingar- nefnd en frá einum söfnuði. Menn greinir á um stærð kirkj unnar og útlit hennar. Margir telja, að hæpið sje að byrja á byggingunni þegar einungis er í ráði að byggja í bili lítinn, og það ljótasta hluta hennar. Þá ! liggi nær að fresta byggingunni - um sinn, þangað til aðstæður : eru til að koma henni allri j upp. Tímann, sem þangað til líð ur, megi svo nota til að átta sig betur á útliti hennar og bæta um það, ef ástæða þykir til, svo sem margir ætla, að frekari at- hugun muni leiða af sjer. Vöndum til kirkjunnar. Þvílíkar ástæður munu hafa valdið því, að bæjarstjórnin vildi ekki.samþykkja bygging- una að svo stöddu. Vitað er og, að bæjarstjórn hefir boðið fram aðstoð sína við að reyna að finna annað hús fyrir guðþjón- ustur Hallgrímssafnaðar, ef hann vildi sinna því og beita sjer fyrir slíkri lausn. Það er ekkert launungarmál, að marg ir vel-kristnir menn eru sam- mála þessari afstöðu bæjar- stjórnar og hafa beinlínis hvatt einstaka bæjarfulltrúa til henn ar. I augum slíkra manna er aðalatriðið, að hinu ágæta bygg ingarsvæði á Skólavörðuhæð verði ekki ráðstafað til annars en Hallgrímskirkju. Þess er og ,að vænta, að svo verði að far- ið. Hallgrímskirkja á í framtíð inni að rísa á Skólavörðuhæð- inni og gnæfa þar yfir bæinn. En mörgum myndi virðast af því lítill skaði, þótt meiri festa og samræmi væri komin í ís- lenskan byggingarstíl, en nú er, áður en reist er slík höfuð- kirkja, sem standa á um aldir. Gretlislaug í Mið- firði opnuð fil al- nofa SUNNUDAGINN 3. sept. s. I. var sundlaug umf. Grettis í Miðfirði í V.-.l lúnavatnssýslu tekin til afnota. Sundlaugin er hygð austan; við samkomuhns fjelagsinsmeð skjólvegg móti norðri. Stærðj laugar er 16,67x7 m! og kring'1 um hana steinsteyptar stjettir, en böð og búningsklefar verða. áfastir samkomuhúsinu og undir leiksviði þess. Öllu eb snyrtilega fyrirkomið og fylgt fylstu kröfum um vistleika og hreinlæti. Kostnaðarverð laugl arinnar mun vera um 57 þús-, iindir, en fjárstyrkir hafa fengist frá íþróttanefnd rík- isins kr. 16000,00, sýslusjóði kr. 5000,00, ungmennasam- bandi V.-Hún. 2700,00 og hreppsnefnd kr. 15000,00. Ein- staklingar hafa gefið fje og vinnu og sumir þeirra lagt allmikið á sig. Fólk hjer í Revkjavík, sem ættað er úr Miðfirðinum hefir einnig hjálp að til. Samkoman sem fór fram við opnun laugarinnar var sett af form. fjelagsins,, hr. Sigurði Daníelssyni, en, hr Benedikt Guðmundsson lýsti mannvirkinu og skýrðii frá sögu mannvirkisins. Þá' syntu 3 drengir. Þorsteinn1 Einarsson íþróttafulitrúi flutti ræðu, mintist hann í ræðu sinni tveggja sundkappa úr hygðum V.-II únavatnssýslu., þeirra Grettis Ásmundssonan og Gests Bjarnasonar, sem kallaður var Sund-Gestur og’ kendi sund víða um land uni 1860. Þá sýndu 4 piltar sund. Að lokum voru kvikmynda-i ,sýningar og dans. ^amkoxntl- húsið og umhyerfi laugar var .■fágurlega skreitt. Samkoimi- gestir voru um 400. Rangur frjeítafluln- ingur Vegna ummæla í grein, sem birtist í dagblaðinu Vísi 4. þ. m., og greinargerðar' í öðrum dagblöðum, um stofnun hluta- fjelagsins Innkaupasamband rafvirkja, óskum vjer eftir að birt verði eftirfarandi leið- rjetting: í greinargerð fjelagsstjórnar innar segir m. a.: „Að stofnun þessa innkaupasambands standa því sem næst 80% af öllum starfandi rafvirkjameist urum á öllu landinu“. Samkvæmt upplýsingum frá Rafmagnseftirliti ríkisins, er tala löggiltra rafvirkja á land- inu um 105, auk þess munu vera starfandi með bráðabirgð ar löggildingu um 40 rafvirkja meistarar-^g er þannig tala þeirra als um 145. Að stofnun Innkaupasam- bands rafvirkja, hlutafjelag, standa 12 löggiltir rafvirkja-, meistarar, skv. firmatilkynn- ingu í Lögbirtingarblaði nr. 41, frá 23. júní s.l., eða um 8% af löggiltum rafvirkjum, en ekki 80%, eins og ranglega var hermt. I Vísi segir: „Ástæðan sem til þess lá, að samband þetta var stofnað var sú, að rafvirkjar gátu ekki sætt sig við að þurfa að kaupa ófull nægjandi efni til að vinna úr, en slíkt hefir fram að þessum tíma valdið þeim miklum erfið leikum í rafmagnsframkvæmd- um þeirra“. Er stríðið hófst, tók fyrir öll viðskipti við Evrópu, nema við Bretland og síðastliðið hálft annað ár, hefir orðið að kaupa allar rafmagnsvörur frá Banda ríkjunum. í Bandaríkjunum og Bret- landi tíðkast efni af öðrum gerð um en hjer var notað, og kf þeim ástæðum og vegna styrj- aldarinnar, hefir þurft að nota það efni, sem fáanlegt hefir verið. Ströng vöruskömtun hefir verið í Bandaríkjunum á öllu raflagnaefni og rafvörum, og jafnvel framleiðslubann á t. d. öllum heimilistækjum, síðan fyrstu styrjaldarárin. I þessu sambandi má geta þess, að al- gjört útflutningsbann var á öll um rafmagnsvörum frá Banda ríkjunum, frá því. í september 1943 til ársloka, að undanteknu 15000,00 dollara verðmæti, er ráðstafað var af Viðskiptaráði til Raftækjaverksmiðjunnar h. f. í Hafnarfirði. Ennfremur skal tekið fram, að fyrirhugað útflutningsmagn á rafmagns- vörum til Islands, fyrstu tvo ársfjórðunga þessa árs kom ekki til framkvæmda í Banda- ríkjunum. Það magn af rafmagnsvörum sem nú hefir verið úthlutað í Bandaríkjunum, fyrir síðari helming þessa árs, er langt frá því að fullnægja þörfum lands- ins. Frá Bretlandi hefir verið al- gjört útflutningsbann á raf- magnsvörum frá því í ársbyrj- un 1943. I Vísi segir: ,,að þeir aðilar, sem hafa haft á hendi innkaup fyrir rafvirkj ana, hafa reynst harla linir í þéssum starfa sínum, og ekki Framh. á bls. 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.