Morgunblaðið - 09.09.1944, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.09.1944, Blaðsíða 9
Laugardagur 9 sept. 1944 MORGUNBLAÐIÐ 9 OMAR BRADLEY HERSHÖFÐINGI HANN ER fæddur árið 1893 í Clark í Missouri. Fað ir hans Va(r skólakennari, sem kendi syni sínum að elska útilíf og veiðiferðir. Hann fjell frá þegar dreng- urinn var á fjórtánda árinu. Einn vinur fjölskyldúnnar stakk upp á því að setja snáðann til menta í West- Point herskólann. Bradley útskrifaðist úr skólanum árið 1915 og varð 44. í.röð- inni af 164. Af þessum ár- gangi hafa 30 orðið hers- höfðingjar. — Eisenhower er einn þeirra, hann var 61. í röðinni. Bradleg var í baseball kappliði skólans. Af þessum gömlu kappliðsfjelögum hans hafa sjö aðrir orðið hershöfðingjar. Bekkjarspá- maðurinn í West Point ljet svo um mælt, að það sem einkendi Bradley væri það, að hann kæmist ætíð á „rjettu staðina“. Bradley gekk í fótgönguliðið, og loks nú eftir meira en 25 ára þrotlaust starf, er hann kominn á „rjettan stað“. „Jeg hefi tekið þátt í öllum störfum hersins“, segir hann, ,,og í 25 ár reyndi jeg að útskýra fyrir mönnum, hvers vegna jeg var ekki sendur yfir hafið í fyrri heimsstyrjöldinni. — Jeg þakka fyrir það að þurfa ekki að standa í sama stapp inu eftir þessa styrjöld“. Þegar núverandi styrjöld braust út, hafði Bradley aldrei heyrt hleypt af byssu í orustu. Margir aðr- ir foringjar höfðu tekið þátt í bardögum, og bjóst hann við því að verða undir þeirra stjórn settur. Góður kennari — snjall foringi. ÞAÐ KOM fljótt í ljós, að Omar Bradley átti frama fyrir höndum. Herstjórnar- hæfileikar hans og tækni komu greinilega fram í kenslu hans. Árið 1941 gerði Marshall hershöfðingi Brad ley að brigadier general. Stórkostlegt verkefni beið hans. Hann átti að breyta litla Fort Benning fótgöngu- liðsskólanum í risastofnun, sem gæti æft 14.000 foringja efni í einu. Bradley leysti þetta verk af hendi með mestu prýði. Og þó hafði hann altaf tíma til þess að stunda veiðiskap. Fjelagar hans á veiðiferðunum voru oft óbreyttir hermenn. Mönnum varð nú ljóst, hversu mikla herstjórnar- hæfileika hann hafði til að bera. í febrúarmánuði 1942 var Bradley útnefndur major general, og tók til ó- spiltra málanna við skip^i- lagningu fyrstu fallhlífar- herdeild hersins, 82. her- fvlkið. í febrúar 1943 var hann sendur til Norður-Afríku sem fulltrúi Pattons hers- höfðingja. Með því var hann tekinn fram yfir marga eldri foringja. I maí tók hann við af Patton. Tækni hans og herstjómarhæfileik ar hafa hvað eftir annað Eftir Friderick C. Painton Omar Bradley er maðurinn, sem getið hefir sjer einna bestan orðstír undanfarna mánuði í bardögunum í Frakk- landi. I aprílmánuði s. 1. hafði Bradley á hendi stjórn annars ameríska hersins. I júlí var hann hækkaður í tign, gerður að lieutenant general. í ágúst fóru að ber- ast frjettir af frábærum herstjórnarhæfileikum hans. Alveg nýlega var hann settur jafnfætis Montgomery, sem áður hafði einn haft yfirstjórn alls landhers banda- manna í Frakklandi. komið flatt upp á Þjóðverja og átt mikinn þátt í óförum þeirra. í apríl var ákveðið að flytja annan her Bradleys frá Suður-Túnis 200 mílur norður á bóginn til skvndi árásar. Það er ætíð nokkuð vandamál að flytja 50.000 manna lið, 10.000 farartæki og þær ógrynni birgða sem slíku fylgja. Flutningarnir urðu að fara fram að nætur þeli, til þess að komast hjá árásum óvinaflugvjela og þó var altaf hætta á því að svifblys þeirra kæmu upp um þá. Yfir vegi þá, sem nota varð, lágu aðflutnings- leiðir fyrsta breska hersins austur á bóginn, sem átti í höggi við hersveitir von Arnims. Það gat orðið ör- lagaríkt ef flutningavagnar Bradleys lokuðu þessum leiðum, þó ekki væri nema nokkrar klukkustundir. Bradley tókst að leysa þetta vandamál. Óvinirnir komust aldrei á snoðir um flutningana, og birgða- straumurinn til breska hers ins var ekki stöðvaður. Áð- ur en þessir flóknu flutning ar hófust, var Bradley oft á ferðinni og skýrði áætl- unina fyrir undirforingjum og óbreyttum hermönnum með því að gera uppdrátt í sandinn með trjágrein. Brad ley heldur því fram, að í hernum eigi sem allra flest- ir að vita, hvað sje á seyði. Kom Þjóðverjum á óvart. BRADLEY beitti nýrri tækni í skyiTdiárásinni. í stað þess að berjast niðri í dölunum og fara eftir venju legum leiðum, þar sem veg- ir voru (og um leið Þjóð- verjar), Ijet hann hersveit- ir sínar fara eftir fjalls- hryggjunum. Þetta var svo erfið leið, að Þjóðverjum hafði aldrei dottið í hug, að nokkur myndi reyna að fara hana, enda var hvað ofan í æ komið að þeim ó- vörum. „Það var feiknamikl um erfiðleikum bundið“, sagði Bradley í skýrslu sinni til Marshalls hershöfð ingja, ,,að koma blrgðum til hersveitanna, sem höfðust við í fjallahlíðunum og gerðu árásir þaðan, en þessi aðferð sparaði mörg manns- líf og reyndist að lokum besta ráðið til þess að sigr- ast á óvinunum“. Innan sex ars ameríska hersins í Norð ur-Afríku lokið“, var alt og sumt, sem stóð í síðustu skip un Bradleys. En yfirmenn hans lögðu líka orð í belg. „Heilbrigð dómgreind, yfir-. burðir í tækni og framúr- skarandi hugrekki“, svo vitn að sje í ávarp, sem hann fjekk með orðu, er hann var sæmdur fyrir afrek sín. Mikill árangur — lítið mannfall. SJALDAN EÐA aldrei hefir jafn glæsilegur sigur kostað jafnfá mannslíf (351 Bandaríkjamann, 70 Frakka). Þessi lága dánar- tala á m. a. rætur sínar að rekja til þess, að hershöfð- inginn ljet flytja sjúkra- stöðvarnar nær vígstöðvun- um en áður hafði þekst. Þetta átti ekki einungis þátt í því að bjarga mörgum mannslífum, heldur urðu hermennirnir mun ótrauð- ari en áður. . Þið Ameríkumenn eruð heiðarlegir bardagamenn“, sagði þýskur hershöfðingi, sem tekinn var til fanga í Norður-Afríku. En Bradley gat ekki goldið gullhamrana í sömu mynd. Hann var sár- gramur Þjóðverjum fyrir það að grafa jarðsprengjur, þar sem þær gátu engum orðið að meini, nema óbreytt um borgurum, og hvernig þeir földu gildrur og sprengj ur meðal fallinna manna í valnum. „Þjer skuluð ekki ímynda yður, að óvinurinn sje heiðarlegur“, sagði hann. „Þeir eru svikulir og undir- förlir“. Jeppi Bradleys með þrjár stjörnur málaðar á vjel- arhúsið, er algeg sjón í víg- línunni. Aðalbækistöðvar hans — vanalega tjald — eru nær vígstöðvunum en skynsamlegt gæti talist af hershöfðingja að vera. Bradley hefir oftar en einu sinni sloppið úr lífs- í Afríku var einn sem Bizerte borgar studdust að- allega við hæð 609, Það er næstum því 2000 feta hár, grýttur fjallstindur, sem gnæfir yfir nágrennið. Hæð in var varin af úrvalsliði úr Hermann Göring herfylk- inu. 34. ameríska herfvlkið gerði tilraun til þess að taka hæðina með áhlaupi, en var hrakin til baka Að sunnan reyndi fyrsta herfylkið að sækja fram, er var stöðvað. Fyrsta brynvarða herdeild- in sem var neðar í dalnum gat ekki sótt fram fvr en hæðin var tekin. Bradley háska. fór í jeppanum sínum og: aðstoðarmanna hans, rannsakaði málið, því næst, stóð við hlið hans, drepinn athugaði hann landabrjefið og sprenpjubrot hæfðu langa stund. , Hann vissi að Þjóðverj- arnir höfðu flutt allan þorra skriðdrekabyssna sinna suð- ur á bóginn þar eð breski skammbyssuna hans. Eitt sinn, er hann hætti sjer nokkuð framarlega, Var skotið á hann af leyniskyttu. Bílstjórinn stöðvaði þegar átt. Þetta var ekki skrið- drekaland, en Bradley sendi tíu Sherman skriðdreka að baki 609, til þess að stöðva birgðaleið óvinanna. Þann- ig var búið um hnútana, að árás 34. herfylkisins var gerð í .sama mund. Bardag- inn var geysiharður, en hæð in var tekin. Fjrrsta brvn- varða deildin braust nú fram og sjö dögum seinna var allur þýski herinn á þessum slóðum yfirbugaður. Stórir skarar, sem Bradley króaði af, gáfust upp. í „músagildrunni”, sem hann kallaði svo voru teknir herinn ógnaði þeim úr þeirri bifreiðina, en Bradley lædd ist að leyniskyttunni með skammbyssu sína. Leyni- skyttan komst undan. en sag an komst á kreik, að hers- höfðingjanum hefði ekki tek ist að gera út af við Þjóð- verjann í þetta eina skifti, sem hann fjekk tækifæri til þess. Sagan varð sjerstak- lega vinsæl vegna þess að Bradley státár af skotfimi sinni. vikna veitti Bradley Þjóð- j 37.000 fangar. verjum annað högg. Varnir „Þar með er störfum ann- hershöfðingja hefi jeg nokk- er starfi sínu vaxinn. Hefir fallega framkomu. BRADLEY ER ætíð kurt- eis og nærgætinn. „Jeg hefi aldrei þekt sterkah manh, sem þurfti að tala hátt“, segir hann. Engan annan urntíma heyrt segja „afsak- ið“ við liðþjálfa. Aðeins einu sinni hefir stygðaryrði heyrst hrjóta af vörum hans. Hann var að yfirheyra þýskan foringja, sem tekinn hafði verið til fanga, er skot hljóp óvart úr byssu eins að stoðarmanna hans, og kúlan þaut rjett hjá höfði hans. Bradley byrsti sig: „Farið vaxdega með bannsetta byss una — ef þjer viljið gjöra svo vel!” , Eitt sinn, er hann varð að dvelja um nótt undir beru lofti, bað hershöfðinginn um reku til þess að sljetta jarð- veginn undir svefnpokanum sínum. Einn aðstoðarmanna hans bauðst til þess að vinna verkið. Bradley svar- aði: „Jeg ætla að sofa hjer, en ekki þjer“, og tók til ó- spiltra málanna með rek- unni. Það kemur stundum fyrir, að yngri foringjar vilja taka hermannatösk- una hans og bera hana. „Lát ið hana vera“, segir hann, „jeg er búinn að bera hana í mörg ár“. Eitt sinn kvartaði liðþjálfi nokkur yfir því við Bi’ad- ley, að ekki væri búið að útnefna sig undirforingja. Hershöfðinginn spurði hann nokkurra spurninga um her reglurnar, sem honum veitt ist fullerfitt að svara. Brad- ley ljet þá sækja undirfor- ingja og lagði fyrir hann sömu spurningarnar, sem hann svaraði öllum rjettum. Liðþjálfinn fór og skildi, að ekki var kominn tími til þess að hækka ætti hann í tign. Drekkur Coca-cola og borðar ís! HERSHÖFÐINGINN hef ir tvær ástríður •— Coca- cola og rjómaís. Af þessu tvennu getur hann látið meira í sig en nokkur ann- ar í hernum. Það er ekki hægt að segja, að poker og bridge sjeu ástríður á hon- um, það eru öllu heldur dýr mætir eiginleikar, eins og spilafjelagar hans hafa kom ist að fyrir löngu. Blaðamaðurinn Ernie Pyle sagði eitt sinn við Bradley, að hann gæti ekki hugsað sjer að vera hershöfðingi og taka ákvarðanir, sem hefðu í för með sjer dauða manna. Hershöfðinginn varð þögull andartak. — „Menn sem taka slíkar ákvarðanir, eiga ekki ætíð hægt með svefn“, játaði hann. „Og líklega hefir það meiri áhrif á suma yngri foringjana en mig. Þegar öllu er á botninn hvolft, hefi jeg verið að búa mig undir það síðustu 25 árin, að verða fær um það að senda menn út í dauð- ann, án þess að verða vit- skertur“. Hermennirnir vita, að þegar hann sendir þá er það nauðsynlegt. „Heiðar- legan og tilgerðarlausan“ kalla þeir hann. „Hann legg ur mikið á sig til þess að gera okkur starfið auðveld- ara“. Það er langt síðan þeir komust að því, að Bradley

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.