Morgunblaðið - 09.09.1944, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.09.1944, Blaðsíða 16
Laugardagur 9. sept. 1944 16 Verkamanna- fjelagið Hlíf boðar verkfall VERKAMANNAFJELAGIÐ HLÍF í Hafnarfirði hefir boð- að til allsherjar verkfalls frá miðnætti í nótt, ef samningar hafa ekki náðst við atvinnu- rekendur fyrir þann tíma. Blaðið hafði i gærkvöldi lal af Hermanni Guðmundssyni, form. Hlífar. Kvað hann fje-- lagið hafa fengið samníngs- uppkast s.l. miðvikudag frá at— vinnurekendum, sem var að öllu leyli samhljóða samning- um þeim, sem Dagsbrún hefir geri við atvinnurekendur í- Reykjavík. Hlífar-fundur í gærkvöldi hafnaði þessu uppkasti, en samþykli nær einróma (13:1) atkv. samningsgrundvöll mjög sniðinn eftir Dagsbrúnarsamn- ingunum, en þó í ýmsu frá- brugðinn. T. d. eru þar ýmis- leg hlunnindi sem hafnfirskir verkamenn hafa haft, en reyk- vískir ekki. Jafnlefli í Raiha- keppnlnni í GÆRKVÖLDI fór fram hinn árlegi kappleikur milli F. H. og Hauka í Hafnarfirði um Rafhabikarinn svonefnda. — Leiknum, sem var fjörugur og skemtilegur, lauk með jafntefli 1—1. Dómari var Óli B. Jóns- son. Vegna jafnteflisins verður leikurinn endurtekinn í kvöld kl. 5. Á MYND ÞESSARI má sjá,_ hversu óhemjumikla vinn u það hefir kostað Þjóðverja að koma upp svifsprengjustöðvu m sínum í Frakklandi. Myndin sýnir eina af þessum stöðvum, sem bandamenn náðu, áður en verkið við hana var nema rjett hálfnað. Mjólkurfluttningar yfir Ölfusá ganga mjög seint Jóhann Briem og Marteinn Guð- mundssón halda sýningu í Lista- mannaskálanum. Raufarhafnarverk- smiðjan hættir ekki að taka á móti síld FRJETTARITARI vor á Raufarhöfn símar, að frjett, sem birtist í blaðinu fyrir nokkrum dögum um að Rauf- arhafnarverksmiðjan hætti að taka á móti síld vegna pláss- leysis í mjölgeymslu, hafi ekki við rök að styðjast. Móttaka síldar heldur áfram og er veiði góð. Mjólkurflutningur yfir Ölfusá gengur mjög seint og er afar erfitt verk, sagði Stefán Björnsson, forsetjóri Mjólkurbús Flóa- manna, blaðinu í gær. Garðskagavili vígð- ur ó morgun VÍGSLA Garðskagavitans nýja fer fram á morgun, en þann dag verður I fyrsta skifti kveikt á vitanum. — vTgslan mun fara hátíðlega fram, og hefst kl. 2 e. h. Sjera Eiríkur Brynjólfsson að Útskálum framkvæmir athöfnina. Emil Jónsson vitamálastjóri flytur ræðu, þá les Brynjólfur Jó- hannesson upp, blandaður kór ög karlakór munú syngja. Nýi vitinn er hið glæsileg- asta mannvirki; er hæð hans 25 metrar í ljós, en gamli vit- inn var 16 m. í ljós. Var hann bygður árið 1884, en vitinn var svo endurbygður árið 1897. — Vitinn var því nú orðinn 60 ára gamall. — Svo að segja myrkranna á milli er verið að ferja mjólk, við hin erfiðustu skilyrði. — Bátar þeir, er notaðir eru við flutninginn, eru mjög ófull- nægjandi, þá verður að vaða með mjólkurbrúsana út í bát- ana bæði við fermingu þeirra og affermingu, þar.ef bryggju- smíðinni er ekki lokið. í dag var t. d. ferjað 20 smál. mjólkur, en þó koma stundum dagar, að mjólkurmagnið er alt að 25 smál., þá var ferjað 2000 kg af skyri og 1000 kg af rjóma en magn rjómans er stundum allt að 2000 kg. Innviktunarstöð verður komið upp hið fyrsta. Þegar Ölfusárbrú fjell, urðu bændur vestan Ölfusár alveg ' útundan við innvigtum mjólk- ur í Mjólkurbúinu. Var mjólk þeirra í fyrstu flutt beint til Reykjavíkur eins og hún kom fyrir. Slíkir flutningar eru miklu kostnaðarsamari, þar eð þeir krefjast mikils bílakosts. | Það ráð hefir nú verið tekið, segir Stefán að lokum, að skapa | sjer aðstöðu til þess að vigta mjólk þeirra, er búa á fyrr nefndu svæði, vestan árinnar og flytja hana til bæjarins í stærri ílátum eins og venja er til. Walterskeppnin á morgun Á MORGUN kl. 5 e. m. fer fram annar leikur Walters- kepninnar og eigast þá við K. R. og Víkingur. Dómari verð- ur Þráinn Sigurðsson, en línu- verðir (með dómaraprófi) Hrólfur Benediktsson og Frí- mann Helgason, Verður dæmt eftir sama kerfi og í leik þeim, er hr. Rae dæmdi, þannig, að raunverulega dæma línuverðir líka, en dómarinn hefir auðvit að úrskurðarvaldið. Búast má við fjörugum og skemtilegum leik, ef flokkunum hefir ekki farið aftur síðan á Reykjavík- urmótinu. Áttræð er í dag ekkjan Sept- emborg Loftsdóttir írá Hvalgröf um í Dalasýslu, nú til heimilis Höfðaborg 33. Hákon Noreegskon- ungur sendir Belgum heiflaskeyfi Frá norska blaða- fulltrúanum. í SÍMSKEYTI frá London segir, að Hákon Noregskonung ur hafi sent forsætisráðherra Belgíu innilegar heillaóskir og kveðjur norsku þjóðarinnar til belgisku þjóðarinnar í tilefni frelsunar Bruxelles, höfuðborg ar Belgíu. í DAG kl. 1 opna þeir Jó- hann Briem og Marteinn Guð- mundsson sýningu í Lista- mannaskálanum. Sýnir Jóhann þar olíumálverk og vatnslita- myndir. En Marteinn högg- myndir. Olíumálverk Jóhanns eru 27, en um 40 vatnslitamyndir. En Marteinn sýnir 16 höggmynd- ir. — Flestallar myndirnar eru gerðar á síðustu árum. 3V2 ár er síðan Jóhann hefir haldið sjerstaka sýningu á verkum sínum. Mun bæjarbúum leika hugur á að kynnast nýjustu verkum þessara vinsælu lista- manna. Átta bílar koma fil landsins MEÐ SÍÐUSTU ferð frá Ameríku komu hingað 8 bílar. Bílar þessir eru af ýmsum gerð um. Eru tveir þeirra sendiferða bílar, 3 af svonefndri „station- wagon“ gerð, en það eru bíl- ar með farþegahúsi úr trje, og þrir fólksbílar. Flugfjelag Islands á tvo af „stationwagon11 bílunum og Flugfjelagið Loftleiðir h.f. hinn þriðja. Fólksbílana eiga Egill Kristjánsson og maður í þjón- ustu breskra yfirvalda hjer. — Um eiganda þess þriðja og eig- anda að öðrum sendiferðabíln- um tókst blaðinu ekki að afla sjer upplýsinga í gær. Vinnuheimili S I B S fær heitt vatn Samband ísl. bei’klasj úkl-i inga skrifaði bæjarráði fyrirl nokkrft síðan og fór þess új leit, að fá heitt vatn til upp-: hitunar á húsum stofnunarinnj ar að Reykjum í Mosfellssveiti og var tekið fram í beiðninnj að gert væri ráð fyrir að grípai til rafmagnshitunar á búsuiH um, þegar bænum væri ókleifti að láta í tje heitt vatn. Ilæjs arráð sendi erindið til hita-< veitustjórans til umsagnar ogj á fundi sínum í gær samþyktii það, eftir tillögu hans, að verða við beiðninni. Tveir Vestur Is- lendingar hækkaðir í tign Lt. Col. Dóri Hjálmarsson. TVEIR AMERÍSKIR liðsfor- ingjar, af islenskum ættum, sem eru hjer í hernum, hafa nýlega verið hækkaðir í tign. Eru það þeir Dóri Hjálmars- son, sem hækkaði úr majór upp í ofursta (Lt. Colonel) og Ragnar Stefánsson kapteinn, sem fær majórstign. Báðir þessir menn eru vel kunnir á landi hjer og hafa afl að sjer almennra vinsælda fyr ir prúðmannlega og vingjarn- lega framkomu. Dóri Hjálmarsson er Austfirð ingur að ætt, en fæddur vestra. Hann kom hingað fyrir 3 ár- um síðan. Dóri Hjálmarsson ofursti hefir gegnt mjög á- byrgðarmiklu starfi í hernum.. M. a. hefir hann haft með ör- yggismál hersins að gera og í því sambandi haft mikið og gott samband við íslenska blaðamenn. Dóri Hjálmarssón er hið mesta prúðmenni í allri framkomu og drengur góður. Hefir hann unnið sjer vinsæld ir hjá -öllum Islendingum, sem honum hafa kynst. Ragnar Stefánsson majór er og kunnur mörgum hjer á landi. Hann er einnig Austfirð ingur að ætt, dóttúrsonur Jóns alþingismanns í Múla. Ragnar er söngmaður góður, eins og þeir frændur margir, og hefir m. a. sungið hjer í útvarp. Það mun vera mál allra, er þekkja til þessara tveggja Vestur-Islendinga, að þeir sjeu vel að sóma þeim komnir, sem þeim hefir verið sýndur með þessari viðurkenningu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.