Morgunblaðið - 10.09.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.09.1944, Blaðsíða 5
jSunnudagur 10. sept. 1944 MORGUNBLAÐIÐ 9! Merkilegt start Mæðra styrksnefndar í BYRJUN júlímánaðar barst Mæðrastyrksnefnd mjög höfð- ingleg gjöf, kr. 10.000,00 — tíu þúsund krónur — frá börnum frú Margrjetar Gunnlaugsson, Reykjavík í tilefni af fæðingar degi móður þeirra þ. 3. júlí s. 1. Ákvað Mæðrastyrksnefndin ó fundi 6. s. m. að fje þetta skyldi verða stofnfje húsbygg- ingarsjóðs fyrir sumarheimili mæðra. Síðan hafa n'efndinni borist aðrar gjafir í sjóð þennan, kr. 1000,00 sem er áheit frá firm- anu Ragnar Guðmundsson og Co. og 500 krónur frá herra forstjóra Frímanni Ólafssyni. Sendir nefndin öllum gefend unum bestu þakkir fyrir rausn þeirra og góðvild. Mæðrastyrksnefnd hefir nú um 10 ára skeið haft fjársöfn un á Mæðradaginn til ágóða fyrir sumarstarfsemi sína. En hún hefir verið tvíþætt: Hvíldarvika. I 10 sumur hafa mili 50—60 konur dvalið viku- tíma á Laugarvatni á vegum nefndarinnar og þó að dvalar- tíminn hafi ekki verið lengri en þetta, telja konur sig hafa lengi búið að þeirri hvíld og hressingu, sem þær nutu þar. En það kom fljólt í ljós að barnakonur gátu yfirleitt ekki komist frá heimilunum til þess að njóta einhverskonar sumar hvíldar, nema þær ættu þess kost að hafa a. m. k. yngstu börnin með sjer og margar vildu ekki fara án þeirra. og að þörf var á sumarheimili þar sem mæður gætu dvalið um tíma með börnum sínum. Árið 1936 fjekk nefndin að lá:i hús Afmælisfjelagsins í H\ eragerði og stofnaði þar fy sta sumarheimili sitt fýrir m rsður og börn. Dvöldu þar um 60 nanns misjafnlega lengi en i 1 starfaði heimilið þá 3 mán- t i. Næsta sumar voru þar 114 r mns, enda var þá búið í 16 1 ium til viðbótar við húsið. ■ þó veðrið væri ekki altaf á- 1 anlegt það sumar undi fólk i jer vel, enda var þá mikið ; nnuleysi í Reykjavík og r " gir sem bjuggu við erfið i ; iidi nefndin gjarnan hafa í 'idst þarna, en húsið var þá í hreppnum fyrir skólahús < ijekkst ekki lengur til þess- i afnota. ■ ð 1938 flutti heimilið að n.olti í Biskupstungum, en 5 :■ er sundlaug og hverahiti, : ufegurð er þar mikil fjær < ' ær. En húsið var ónóg fyr 5 rfsemina og hafði nefnd '5 Vr altaf mörg tjöld sem sof '5 'sr í. na hafa dvalið á hverju f ~u'i frá 60—70 manns og var i din þar í 6 sumur. Sumarið 1 þegár hjer var mestur <’ : um loflárásir, fjekk nefnd 5 lentaskólaselið og hafði þar ] mili fyrif konur með ung- 1 n og voru því 2 heimili á v gum nefndarinnar það sum- er og dvalargestir samtals um 150. Nú í sumar gat nefndin ekki lengur fengið skólahúsið til af- nota. Og hefir heimilið starfað að Þingborg í Flóa. ,Sjest á því sem hjer hefir ver ið sagt, að sumarheimili nefnd arinnar hafa nokkuð oft haft vistaskipti og því ekki undar- legt þó að nefndina sje farið að langa til að verða á einhvern hátt sjálfri sjer nóg með hús- næði fyrir þennan þátt starf- semi sinnar. Er nefndin þakk- lát þeim, sem að því hafa stutt með þeim rausnarlegu gjöfum sem áður er frá skýrt og þeim sem enn eiga eftir að leggja stein í grunninn. Er enginn vafi á að 3. júlí (fæðingardagur frú Margrjet- ar Gunnlaugsson) á eftir að verða tyllidagur hjá gestunum á sumarheimilum Mæðrastyrks nefndarinnar í framtíðinni, sem minst verður þar m. a. með því að bakaðar 'verða sjerstaklega góðar pönnukökur og drukkið bragðgott afmæliskaffi. Og hver veit nema þeir verði margir sem vildu láta minnast fæðingardags móður sinnar eða annara góðra kvenna á eitt- hvað svipaðan hátt. Greifinn af Monfe Crisfo er kominn úf á íslensku MARGIR mnu kannast við Greifan af Monte Cristo, þv£ saga þessi var mikið lesin h.jer á landi um eitt skeið, bæði á dönsku og öðrum tungumál- um. Ev talið að fáar bækur hafi náð jafn víðtækri lit- breiðslu um heim allan og vérið meira lesnar. Það er næstum furðulegt, að Greifinn af Monte Cristo skuli ekki hafa komið út á íslensku fyrir löngu, og er þó hðin heil öld: síðan hann birtist fyrst á frummáiinu. Ilöfundur bókarinnar, Al- exandre Dumas, er einn af frægustu rithöfundum Frakka. Var hann mikilvirkur rithöf- undur, og liggja eftir hann fjöldi lióka, en þó mun hann hafa orðið frægastur fyrir Greifann af Monte Cristo, sem þykir mjög vel samin, fjörug og lifandi samtöl, hraði mikill í atburðum og skemtileg frá- sögn. Þó reyfarabragur sje á flestum sögum Dumas, er Greifinn af Monte Cristo ein af þeim fáu bókum hans, sem: teljast má að nokkru leyti til klassiskra verka. Olafur Þ. Kristjánsson kenn ari í Ilafnarfirði hefir þýtt bókina og skrifað mjög fróð- legan formála að henni. Bók- in er prentuð í prentsmiðj- unni Oddi h.f., en Bókaútgáf- an Norðri gefur hana út. Er allur frágangur hinn prýði- legasti. Særðir menn um Sviss Zúrich: Allmargar járn- brautarlestir fullar af særðum þýskuni og ítölskum hermönn um hafa yerið fluttar um Sviss, land, en það er heimilt, sam- kvæmt 1 laagsáttmálanum. Mæðginin meiddusf r Aíta nýjar bækur r frá Isafoldarprenl- i smiðju ...........' ' Það er sagt að kettir hafi níu líf, og þessi kattaniæðgin hjer þurftu á þeim öllum að halcla, er svifsprengja lagði heimili þeirra gjörsamlega í rústir. Nú eru þau á batavegi. Rauðskinna V. Kauðskinna, V. Sögur og sagnir. Safnað hefir Jón Thorarensen. Reykjavík 1944. Isafoldarprentsmiðja h.f. ÝMSIR fást nú við söfnun þjóðsagna og , alþýðufróðleiks, og hefir mikið verið gefið út af slíku tagi hin síðari árin- Kenn- ir þar margra grasa, og verður naumast annað sagt, en að sumt sje harla bragðdauft og veiga- lítið. Bækur um þjóðleg fræði virðast seljast vel og er golt til þess að vita. En nokkuð fast mun nú á það. lagið gengið, 1 með prentun margvíslegs fræoa tínings, sem naumast getur tal- ist mikill bókmentalegur feng- ur. Má þó raunar segja, að varla komi út kver um þessi efni, sem sje svo alls vesælt, að hvergi geti þar að líta ein- hverja ménningarsögulega mynd, þótt í smáum slíl kunni að vera. Maður skyldi halda, að ekki þyrfli að verða mikill söknuður hjá landslýðnum, þótt eitt þjóð sagnasafn lognaðist út af í miðj um klíðum, þegar tvö eða fleiri rísa jafnan upp í staðinn. Eng- inn efi er þó á því, að margir munu hafa saknað Rauðskinnu sjera Jóns Thorarensen, og þótt miður farið, ef dagar henn ar væru taldir. Hefir naumast verið gefin út þekkilegra og vinsælla þjóðfræðarit hin síð- ari árin, nema þá helst Grá- skinna, meðan hún lifði. — í sumar voru full fjögur ár síð- an Rauðskinna ljet síðast á sjer bæra, og var því nokkur ástæða til að ætla, að dagar hennar væru taldir. En .nú er hún kom in á kreik að nýju, og munu margir hyggja gott til þess. — Hefir ísafoldarprenlsmiðja ný lega sent frá sjer fimta hefti ritsins, eða annað hefti annars bindis. Allmargir munu hafa lagt sögur af mörkum til hinnar nýju Rauðskinnu. Má þar eink- um nefna Böðvar Magnússon, hreppstjóra á Laugarvatni, Ól- af Briem, magister frá Stóra- ,Núpi, Þórð Kárason á Litla- Fljóti, Jósef J. Björnsson á Vatnsleysu, Svein Sveinsson frá Hólmaseli og dr. Símon Jóh. Ágústsson. Hefir safnandi sjálfur, eða ritstjóri, skráð fátt eitt af því, 'sem í ritinu er, og saknar maður þess. Kann hann vel með söguefni að fara, ritar hressilegt mál og nær stpndum hinum magnþrungha og lit- úðga þjóðsagnastíl. Þó mun flestum þykja sá missirinn mestur, að þær syslur, Ólína og Herdís Andrjesdætur, skuli nú ekki lengur segja sögur. — Prýddu þær mjög fyrri hefti Rauðskinnu, með fróoleik sín- um og sjaldgæfri frásagnar- gáfu. Er því ekki að leyna, að varla stendur hin nýja Rauð- skinna jafnfætis sumu því, sem áður var komið af rilinu, þótt enn sje margl vel um hana. — Hjer mun ekki fjölyrt um ein- stakar frásagnir. Þarna er fjöldi sagna um drauma, spár og fyrirburði, en fátt nýunga, að því er þjóðtrú snerlir. All- mikið rúm skipar persónusaga. Eru þar einna veigamestar frá sagnir dr. Símonar Jóh. Ágústs sonar, af Jóhanni skyttu og Þorsteini í Kjörvogi, einkum hin síðamefnda. Þá munu ýms ir lesa með athygli langt og ein kennilegt brjef um „sögu og dul speki“. Er það dagsett í Lund- únum 4. maí 1921, og ritað til Ásgeirs Sigurðssonar aðalræð- ismanns Breta á íslandi. Höf. er enskur maður, og kveðst hann vera afkomandi íslenskr- ar konu, sem sjóræningjar frá Algier hafi numið á brott í lok 17. aldar! Eftir 19 ára ánauð í ,,Barbaríinu“, átti konunni að hafa verið bjargað. Gerði það breskur liðsforingi, sem kvong aðist henni síðan. Nú kvaðst þessi afkomandi hinnar ísl. konu hafa lagt mikla stund á austurlenska dulspeki, og komist í því sambandi að merkilegum niðurstöðum um ísland og framtíð þess. — Er brjefið allt hið furðulegasta, og skal hjer enginn dómur á það lagður. Gils Guðmuiulsson. HAUSTIÐ er komið. Einn af haustboðunum er hinn aukni fjöldi bóka, sem bókaútgefend- ur senda frá sjer síðustu daga. Einn bókaútgefandi, ísafoldar- prentsmiðja, sendi nýlega 8 bækur í bókaverslanir sama daginn, enda gefur hún árlega út flestar bækur hjer á landi. ’ Rauðsltinna var ein þessara 8 I bóka, 5. hefti, með mörgum | sögnum og sögum, meðal ann- ars merkilegu brjefi frá ensk- um mentamanni til Ásgeirs heitins Sigurðssonar konsúls. Önnur er Islensk fræði (Studia Islandica), sem gefin er út að tilhlutun Háskólans, en Sigurður Nordal annast rit- stjórn. Þetta er 9. hefti og fjall ar um menningarsambandl Frakka og íslendinga eftir próf. Al. Jóhannesson. Islensk. fræði hafa fastan hóp kaup- enda og aukast vinsældir með ári hverju. — Þriðja bókin er eftir skáldkonuna Hugrúnu, sem margir kannast við af ljóð um hennar. En í þetta sinn send ir hún frá sjer safn smásagna og kallar bókina ,,Við sólar- upprás“. — Fjórða bókin heit- ir ,,Hve glöð er vor æska“, barnabók eftir Frímann Jón- asson kennara á Strönd í Rang árvallasýslu. — Fimta heitir ..Töfraheimur mauranna“, eft- ir Wilfrid S. Bronson, en Guð- rún dóttir Guðmundar heitins Finnbogasonar hefir þýtt. Er þetta falleg bók, prýdd fjölda mynda, en líf og starf raaur- anna er, eins og flestir vita, eitt af því furðulegasta í dýra- ríkinu. — Sjötta bókin er Spænsk málfræði eftir Þórhall Þorgilsson. Er það fyrsta spænska málfræðin, sem út kemur á íslandi, að undan- teknu stuttu ágripi framan við fyrstu kenslubók hans í spænsku, sem kom út árið 1930. Spönskunám hefir auk- ist allmjög hjer á landi síðustu árin, en málfræðina hefir vant að tilfinnanlega. — Sjöunda bókin er námskver í kristnura fræðum. eftir síra Jakob Jóns- son. En áttunda er Skriftar- kenslubók eftir Guðmund I. Guðjónsson kennara. Skriftar- kenslubókin er í tveimur heft- um, snotur að frágangi og virið ist vera hentug við kenslu. Aukin vöruviðskíttt Noregs og Tjekkó- Slóvakíu Frá norska blaða- fulltrúanum. í FRJETT frá London segir, að Trygve Lie utanríkisráð- herra Norðmanna, og Masaryk, utanríkisráðherra Tjekl^ósló- vakíu, hafi skiftst á brjefum, þar sem þeipi kemur saman um að auka vöruskiftaverslua milli þjóðanna að stríðinu loknu. Strax og tiltækilegt þykir eftir stríð munu norsk yfirvcdd gera ráðstafanir til að koma fiski og öðrum sjávarafurðum. til Tjekkóslóvakíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.