Morgunblaðið - 10.09.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.09.1944, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 10. sept. 1944 70 ára: \ CARL BERNDSEN póstafgreiðslumaður Á MORGUN 11. sept. er sá mæti maður Carl Berndsen á Skagaströnd 70 ára. Hann er fæddur á Skaga- strönd 11. sept. 1874, sonur hjónanna F. H. Berndsen káupmanns og Bjargar Sig- urðardóttur. Carl ólst upp hjá foreldr- um sínum en gerðist verslun- armaður 1892 hjá JóhannÍ Möller kaupmanni á Blöndu- ós. Var hann þar í 4 ár og naut mikilla vinsælda rneðal viðskiftamanna Möllers, Ilann giftist 15. apríl 1896 Steinunni Siemsen kaupmanns í Keflavík hinni mætustu konu. Sama vor fluttist hann til Skaga- strandar og starfaði við versl- un föður síns á Hólanesi næstu árin. Tók svo við versluninni árið 1901 og rak hana um 15 ára skeið, en hætti 1916 mest vegna þeirra örðugleika, sem stríðið hafði í för með sjer fyrir öll viðskifti á þeim ár- um, Á árunum 3922—1936 var Carl bókhaidari hjá tengda- syni sínum, Ólafi Lárussyni kaupfjelagsstjóra á Skaga- strönd. Póstafgreiðslumaður á Skagaströnd hefir hann ver- ið síðastliðin 48 ár og er enn. Ilann var bóndi á Spákonu-, felli árin 1919—1922 og altaf síðan hefir hann haft nokk- urn búskap með öðrum störf- um. Þau hjónin Carl og Stein- unn eignuðust 6 börn og cru 5 þeirra á lífi, alt hið merk- asta fólk. Einn son mistu þau fyrir fáum árum þá fulltíða mann. Carl Berndsen er vinsæll maður í hjeraði sínu 'og víða um land á hann góðvini. Ilajm er gáfaður maður og gleðimaður mikill, fríður sín- um og A'ar hið mesta karl- menni að burðum. Alúð hans og framúrskarandi gestrisni er alkunnug eigi aðeins inn- an hjeraðs heldur o.g víða um land. Kona hans og börn hafa verið honum samhentíþvíefni og heimilið því einstakt glað- værðar- og gestrisnis heimili. Carl Berndsen er víðsýnn maður og skoðanafastur á- hugamaður um framkvæmdir og opinber mál, heldur jafn- an sínar götur og lætur ekki hlut sinn fyrir neinum. Á þessum merkilegu tíma- mótum æfinnar mun verða fjölmenni vina og vandamannai á hinu glaðværa og gest- risna fyrimyndar heimili. Sá fjölmenni vinahópur hús- bóndans, sem ekki á þess kost að mæta heima til að heiðra þenna kæra vin á afmælisdag- inn sendir honum og allri fjölskyldunni bestu kveðju og hugheiiar óskir um gleði og hamingju á ókomnum ár- um. Lifðu heill kæri vinur. Jón Pálmason. Fleiri segja nei. London: — Kosningar standa nú yfir í Ástralíu um það, hvort þjóðin vilji fela stjórninni vald til þess eftir styrjöldina að stjórna öllum viðreisnarfram- kvæmdum. — Enn sem komið er hafa 253.560 fleiri neitað spurningunni en játað. Ký bék: Saga könnunarleið- angra til Suður- skautsins NÝLEGA er komin á mark- aðinn bók eftir Sigurgeir Ein- arsson, sem nefnist Suður um höf. Er þetta saga rannsókn- arferða til Suðurheimskauts- ins, hliðstæð fyrri bók höf- undarins, Norður um höf, sem fjallaði um rannsóknarleið- angra til Norðurheirnskauts- ins. ' Þessi nýja bók Sigurgeirs er yfir 300 bls. í stóru broti,. prýdd miklum fjölda mynda og korti af suðurhveli jarðar. I henni er að finna ítarlegar frásagnir af öllum rannsókn-, arleiðangrum til Suðurskauts- ! ins og þeim mönnum, sem þar j hafa einkum komi við sögu. /Auk þess er þar að finna mik- inn fróðleik um lönd og eyjar innan takmarka Isálfunnar og dýralífs þeirra. Er bók þessi hvorttveggja í senn: stórfróð- leg og skemtileg aflestrar. Efnið er stórbrotið og fjöl- þætt, enda rötuðu heimskauta könnuðirnir tíðum í margs- skonar æfintýri og áttu við, hina ótrúlegustu örðugleika að etja. Bókaútgáfa Guðjóns Ó. Guð jónssonar gefur bók þessa út og er vel til hennar vandað í hvívetna, Hafskipið Rex stór- skemmt London í gærkveldi. BRESKAR Beaufighterflug- vjelar rjeðust fyrir skömmu á hið fræga ítalska hafskip Rex á Adríahafi og kveiktu í því með rakettubyssum. Síðar varð vart' við, að skipið væri dregið til hafnar, en þar rjeðust flug- vjelar aftur á það og hittu það enn með allmörgum rakettu- skeytum. — Rex er frægasta Atlantshafsfar Itala, hafði um tíma Bláa bandið svonefnda fyrir hraðamet í siglingum yf- ir Atlantshafið. Skipið er um 50 þús. smál. að stærð og þótti að öllu mjög veglega búið. — Reuter. Sextugur: Bjarni Kjartansson forstjóri Bjarni Kjartansson, forstjóri í Siglufirði, verður sextugur í dag. Hann er fæddur að Drangshlíðardal undir Eyja- fjöllum 10. sept. 1884. Foreldr- ar hans voru: Kjartan Guð- mundsson, bóndi í Drangshlíð- ardal og síðari kona hans Sól- veig Finnsdóttir. Guðmundur, afi Bjarna, var sonur Jóns „ríka“, bónda í Drangshlíð, Björnssonar „ríka“, að Eystri- Sólheimum. Guðmundur reisti nýbýlið Drangshlíðardal og bjó þar til dauðadags. Af syst- kinum Guðmundar komust 6 til fullorðins ára og eru frá þeim komnar miklar ættir á Suðurlandi. Meðal bræðra hans var sjera Kjartan í Ytri-Skóg- um, er dó að Elliðavatni við Reykjavík 1895. Öll voru þau systkinin dugnaðarfólk hið mesta, höfðinglynd og prúð- mannleg og virðist ekki hvað síst -prúðmenskan vera ein- kenni ættarinnar. Sólveig Finnsdóttir, móðir Bjarna, var ættuð frá Mýrdal og stóðu að henni góðar ættir. Bjarni ólst upp hjá foreldr- um sínum og stundaði algeng sveitastörf sem þá var títt og var til sjóróðra í Vestmanna- eyjum á vetrum. Um tvítugs- aldur fluttist hann til Víkur í Mýrdal og tók að.stunda þar skósmíði og síðar verslunar- stöi'f. Vann hann sjer fliótt traust sem verslunarmaður og árið 1911 tók hann við for- stöðu hins tiltölulega nýstofn- aða kaupfjelags Skaftfellinga, er þá var í byrjun aðeins pönt- unarfjelag og gegndi síðan kaupfjelagsstjórastörfum, er það hóf almenna verslun. Gegndi hann því starfi til árs- ins 1928, er hann tók við for- stjórastarfi við Áfengísverslun ríkisins í Siglufirði, sem hann hefir annast síðan. Meðan Bjarni vár kaupfje- lagsstjóri í Skaftafellssýslu, naut hann mjög almennra vin- sælda. Prúðmenska hans og góðvild var öllum kunn og á hinum miklu kreppu og erfið- leikaárum, sem voru meiri í Skaftafellssýslu en víða ann- arsstaðar, ekki síst af völdum Kötlugossins 1918, vildi hanri hvers manns vandræði leysa. Þó að Bjarni væri að eðlisT fari maður hljedrægur, gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum á þeim árum og var hrókur alls fagnaðar á gleðimótum og í fjelagslífi. Ekki hvað síst hafði sönglistin heillað hug hans, enda voru þeir bræður Bjarni og Sigurjón, nú kaupfjelags- stjóri í Vík, sjálfkjörnir for- ystumenn í öllu sönglífi þar um slóðir og munu margir minn- ast þess með gleði. Bjarni kvæntist 1906 Svan- hildi Einarsdóttur, Hjaltasonar í Vík, hinni ágætustu konu, og hefir heimili þeirra jafnan ver- ið rómað fyrir gestrisni og myndarskap og munu Skaft- fellingar fyrr og síðar minnast þess. Það er og mála sannast, að þegar þau fluttu burt úr Skaftafellssýslu var þeirra al- ment saknað af hjeraðsbúum. Þau hjónin hafa eignast 4 börn, sem öll eru á lífi: Einar, skipstjóra í Vestmannaeyjum, Sólveigu, húsfreyju í Siglufirði, Kjartan, sparisjóðsgjaldkera og Björgvin, lögfræðing, sem einn ig eru þar búsettir. Bjarni Kjartansson hefir jafn an notið sjerstakra vinsælda, sökum góðgirni sinnar og prúð mensku. Síðustu 16 árin hefir hann átt heima í Siglufirði og verið forstjóri áfengisversiun- arinnar þar og rækt það starf af sinni alkunnu trúmensku, enda þótt ekki sje vandalaust að gera þar öllum til hæfis. Á þessum tímamótum í ævi hans munu vinir hans nær og fjær senda honum margar hlýj ar kveðjur og árna honum og fjölskyldu hans heilla og far- sældar. Ó. J. Þ. BEST AÐ AUGLYSA I MORGUNBLAÐINU •♦♦♦••♦••♦♦♦••*♦♦»♦•♦♦•••••••♦••♦♦••♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦•♦•••♦♦•<»♦♦♦♦••••♦♦•♦♦•♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦«»♦♦»♦♦♦♦♦♦♦<»<&♦<»»♦» < t t X-9 5W Eftir Roberl Slorm ii OKAY, pUööY... PUT UP SOUR 5HOOT5-PI5TOL AN' ÖET SACK IN VOU/? SAöKET í Wm HEY, BLUE-JAW! CALL OFP THI5 W4TCI-Í OOÖ...I DON'T LjKE ^ POINTERS! Copr. T944, King Featurcs Syndicate^Jnc Worid rights reserved. JCH - TCM! C'/VSON, i'LL FIX VOU A FROSTV ONE. T * UOOAN'S HERE-ME'LL f mooan? BE ÖLAD T'ÖEE YOUÍ Xr . r YOU AIN'T J'JST KIDDIN blue-jawí I JUMPEP MY BAIL ! WELL, FL00P5Y, HOW AI?E AUL TME BOY5 / !N TME POLICE , j LINE-UP? 1—2) Floopsy: — Heyrðu, Blákjammi! Sveiaðu þessum varðhundi. Jeg kann ekki við, að verið sje að benda á mig. Blákjammi: — Svona, Puggy. Stingdu hólknum á þig og hringaðu þig aftur niður í körfuna þína. 3—4 Blákjammi:—Jæja, Floopsy, hvernig líð- ur öllum strákunum, sem lögreglan er að reyna að hæla í? Floopsy:— Það er nú annað en tómt gam- an, Blákjammi! Jeg stakk af, þótt jeg vðeri búinn að setja tryggingu í málinu. Blákjammi: — Uss- uss. Svona, jeg skal blanda handa þjer einn jökul- kaldan drákon. Hogan er hjerna. Það gleður hann að sjá þig. Floopsy: — Hogan?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.