Morgunblaðið - 10.09.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.09.1944, Blaðsíða 10
MORGTJNBLAÐIÐ Sunnudagur 10. sept. 194i 10 Þetta fyrsta samkvæmi Mir öndu átti ekki að vera fjöl- rrrent. Nikulás bauð Schermer- horn-hjónunum, Brevoorts og Hamilton Fishes, Filipp gamla Hone og konu hans, vegna þess, að Hone, sem einu sinni hafði verið borgarstjóri í New York, var mjög skemtilegur og mikill samkvæmismaður. Eftir nokk- urt hik bauð hann einnig Astor fólkinu. Þótt það væri auðug- asta fólk landsins hafði það engin áhrif á Nikulás, heldur geðjaðist honum vel að húsi þeirra í Lafayette Place og kuldalega alvörusvipnum, sem einkenndi John gamla Jakob. Hjer hefðu flestir numið stað ar í sporum Nikulásar, eða boðið fleirum úr „úrvalslið- inu“. En hann kærði sig koll- óttann um alla stjettaskipt- ingu, og bauð Mme. Therseu Albanese, frægri söngkonu, frú Elizabetu Ellet, munnhvatri skáldkonu og Hermann Mel- ville, ungum sjómanni, sem ný lega hafði gefið út bók, sem hann kallaði „Typee“, og vak- ið hafði mikla athygli í bók- mentaheiminum. Miranda hafði lengi haft á- hyggjur út af samkvæmi þessu, sem átti að kynna hana opin- berlega sem frú Van Ryn. O- róleiki hennar skyggði jafnvel á stríðsyfirlýsingu Polk forseta gegn Mexiko. Þegar öllu var á botninn hvolft höfðu allir átt von á stríði og það sem skeði var enn svo langt í burtu og staðirnir voru með útlendum nöfnum, Palo Alto og Resaca de la Palma. Raunar var það aðeins áhugaleysi Nikulásar á stríðinu sem endurspeglaðist í Miröndu. „Jeg hygg, að við höfum eng ann siðferðilegan rjett til þess að hefja styrjöld", sagði hann. „En sennilega vinnum við, og færum eitthvað út kvíarnar. A. m. k. verður til annað þræla- ríki handa Suðurríkjunum“. „Þola Norðurríkin það?“ spurði Miranda. „Sennilega ekki“, svaraði hann og yppti öxlum. „Jeg ef- ast ekki um, að Norður- og Suðurríkin lenda í hár saman einn góðann veðurdag'*. „Áttu við að þau berjist?“ spurði Miranda óttaslegin. — ,?Það gætu þau ekki gert. Þau tilheyra sama landinu“. „Vel á minnst“, sagði Niku- lás, og skipti um umræðuefni. „De Grenier greifi er í New York núna. Jeg bauð honum í samkyæmið. Hann er konulaus í þetta sinn“. „Ó“, sagði hún. Hún mundi glöggt eftir litla fjöruga Frakk anum, og gullhömrum hans á dansleiknum fjórða júlí. Það yar þá, sem jeg vissi fyrst, að jeg' elskaði Nikulás, hugsaði hún, og furðaði sig á því, hve óralangt virtist síðan. „Nikulás“, sagði hún alt í einu. „Hvenær förum við aftur til Dragonwyck? ' Hún hafði á- kafan hjartslátt meðan hún béið eftir svari hans. Hun vissi ekki þvgrsyegi^a, þvi að, það. virtist heimskulegt að óttast svo eðlilega spurningu. „Það verðdr ekki fyrr en í júnílok“, svaraði hann. „Verka mennirnir eru ennþá að lag- færa ýmislegt þar. Jeg geri ráð fyrir að við förum hjeðan eftir hálfan mánuð til gistihússins á Catskill, til þess að losna við hitann áður en við förum til Dragonwyck“. Hún andvarpaði feginsam- lega. En hvað jeg er heimsk, hugsaði hún, að láta mjer detta í hug, að hann forðaðist að minnast á Dragonwyck. Það er eins og mamma var vön að segja, jeg hefi kollinn fullan af allskonar fáránlegum hugmynd um. Hún fór nú upp á herbergi sitt og settist þar niður og skrif aði langt brjef til móður sinn- ar, þar sem hún lýsti með mörg um fögrum orðum hamingju sinni og dyggðum Nikulásar. Þegar Abigail las brjefið fyrst, þrem dögum síðar, varð hún rólegri. Hún rjetti Ephra- im það. „Hún virðist ánægð eins og unglamb. Jeg sagði þjer, að það væri engin ástæða til þess að vera með áhyggjur hennar vegna“, sagði hann, og rjetti henni brjefið aftur. En þegar Abigail renndi aug unum yfir það í annað sinn, hleypti hún brúnum. „Jeg veit ekki. Hún segir nærri því of mikið. Það er eins og hún sje að reyna að sannfæra sjálfa sig um leið“. „Drottinn minn dýri, Abby“, hrópaði Ephraim. „Ef sá Al- máttugi sjálfur rjetti þjer gull kórónu, myndirðu hafa áhyggj ur út af því, að hún væri ef til vill aðeins með gullhúð. Ranny er hamingjusöm og hvað kær- irðu þig um frekar?“ „Ekkert, býst jeg við“, svar aði Abigail og andvarpaði, um leið og hún tók aftur til við gæs ina, sem hún hafði verið að reyta, þegar brjefið kom. ★ Daginn, sem samkvæmið átti að vera, lá Miranda uppi á svefnherbergi sínu og reyndi að hvíla sig. Hárskerinn hafði komið og farið, og hún þorði vart að hreyfa höfuðið, til þess að eyðileggja ekki handa- verk hans. Alt var nú reiðu- búið, og var það að þakka Niku lási og hinu þaulreynda þjón- ustuliði hans, sem var litið gef ið um hinar feimnislegu uppá- stungur Miröndu. „Verið þjer alveg róleg, frú“, sagði frú MacNab, ráðskonan, þegar hún spurði, hvort ísinn væri kom- inn. „Húsbóndinn hefir gefið sínar fyrirskipanir, og við Sandy munum sjá um að þeim verði framfylgt“. Þau komu fram við hana éins og gagnlaust, en hrífandi barn, og IVliranda reyndi að yf- irvinna gremju sína með því að hugsa um, að í rauninni væri hún algjörlega óreynd. Það verður gaman að kynn ast .nýju fólki, hugsaði hún, —f Síðan hún kom til borgarinnar* hafði hún.: ek}d sjeð ajwað, foik; j en þjónustufólkið — og svo auðvitað Nikulás. Það er ekki þannig, að jeg kæri mig um neinn annan en Nikulás, flýtti hún sjer að bæta við í huganum. Hún var ekki einmana, þótt hún þráði ein- staka sinnum að eiga vinkonu, sem hún gæti þvaðrað við um föt, handavinnu o. s. frv. Með henni gæti hún hlegið og sagt það, sem henni datt í hug, án þess að þurfa stöðugt að vera á verði. Nú var barið að dyrum og frú MacNab korn inn með brjef í hendinni. „Hjer er brjef til yðar, frú“. Frá mömmu, hugsaði Mir- anda með ákafa. En það var ekki frá Abigail. Hún kannað- ist ekkert við rithöndina og póststimpillinn var frá Hudson, New York. Hún braut brjefið upp og leit á undirskriftina. „Jeffer- son Turner“. Hvað skyldi hann vilja mjer? hugsaði hún. Hún hafði lítið hugsað um hann, síðan hann kvaddi Wellsbúgarðinn. „Kæra Miranda! (stóð í brjef- inu). Jeg heyrði um giftingu þína fyrir skömmu. Jeg verð að játa, að jeg varð mjög undrandi. Jeg vona að þú verðir mjög ham- ingjusöm. Þegar þú kemur upp eftir, verð 'jeg þar ekki, til þess að óska þjer til hamingju, þar eð jeg hefi gengið í herinn og fer innan skamms til Mexiko. Jeg veit ekki, hversu góður hermaður jeg verð, en jeg hygg að þeir geti alt af notað mig sem lækni. Skilaðu innilegri kveðju til fjölskyldu þinnar, þegar þú skrif ar næst. Jeg vona að þjer líði æ- tíð sem best. Guð blessi þig“. Jeff hafði verið lengi að koma þessu brjefi saman. Hann hefði aldrei skrifað það, ef hann hefði ekki verið á leið til vígvallarins, og nærri því sann færður um, að hann myndi ekki koma þaðan aftur. Ef mexi- könsk kúla gerði ekki út af við hann myndi áreiðanlega ein- hver drepsótt gera það. Hann hafði kveðið nokkuð vægt að orði, þegar hann sagð- ist hafa orðið undrandi yfir giftingu hennar. Hann hafði fyrst orðið sem þrumu lostinn og síðan ofsalega reiður við Nikulás. Þegar hann varð ofur lítið rólegri, gat hann gert sjer fulla grein fyrir, hver uppruni þeirrar tilfinningar var. — Afbrýðissemi og tilfinning fyrir Miröndu, ‘ sem þoldi ekki á neinn hátt, umhugsunina um hana, sem eiginkonu annars manns. Ephraim hafði ekki sagt svo mikla fjarstæðu, þegar hann sagði við Abigail, að Jeff myndi koma aftur til Greenwich, því að það var einmitt það, sem hann hafði haft í huga. Hann vissi nú, að hann hafði aðeins verið að bíða eftir því, að Mir ánda næði sjer aftur eftir hrifn I ingu sína: áf Nikulási. Galdrafuglinn Koko ♦ Æfintýr eftir Anthony Armstrong. 6. „Dettur mjer ekki í hug“, sagði Ali með nokkurri áherslu. Hann tók Koko upp með taki hins æfða dýra- vinar, sem hefir verið bitinn áður, og fór sína leið. Nú leið tíminn og smám saman tók konungurinn að gleyma galdrafuglinum, eins og Koko var nú opinberlega nefndur. Ali hafði tilkynt, að kvikindinu væru gefin kol að jeta og væri gráðugt í þau, það væri yfirleitt við bestu heilsu og yxi hratt, eins og Ali hafði spáð. Við og við sendi háðherrann hátíðlegt brjef og blómvönd með til keisarans í Granada, til þess að segja honum, hve vel Koko litla liði og hve gaman væri að hafa hann í höllinni, og hverjum sem vissi um þetta tilskrif, hlaut að finnast að alt gengi betur en á hefði horfst í fyrstu. Svo fór konungur að líta á gripinn eftir nokkra mán- uði. Já, það var víst ekki neinn vafi á því, að Koko hafðl vaxið. Hann var meira að segja orðinn nærri eins hár og fullorðinn maður. Vængirnir voru orðnir stórir og líktust helst leðurblökuvængjum og ekki var trútt um, að sæist hreistur milli fjaðranna. Nefið var beitt eins og rakhnífur og þá voru nú ekki broddarnir á halan- um á honum bitlausir. Og ekki hafði augnaráðið mildast. Það var líkast því sem maður frysi, þegar hann horfði á mann. Konungur leit fljótt undan, þegar fuglinn gaut á hann augunum. „Mjer verður bara ilt“, sagði hann. „En jeg held við verðum að hafa hann, annars ræðst Granada á okkur. — En heyrðu Ali, hvað gengur að þessum náunga þarna?“ spurði konungur og benti á einn hestasveininn, sem drógst þar áfram og virtist ekki gott að sjá hvort hann væri vakandi eða sofandi. Ali virtist áhyggjufullur. Það var meira að segja ekki laust við að hann væri hálf sofandalegur sjálfur. — „Þetta er einn af þeim sem gefa galdrafuglinum, yðar hátign“, svaraði hann. „En það er nú svo, að við erum allir að verða svipaðir honum, jeg býst við að það sje vegna þess, hvernig fuglskarnið glápir á mann“. Konungur gaut augunum til Koko og leit fljótt undan aftur. „Jeg vissi að það væri eitthvað ilt við kvikindið“, sagði hann. ,,Æ, hvað jeg vildi að galdramaðurinn okkar væri kominn aftur og gæti komist að því, hvers konar skepna þetta er í raun og veru“. Nýi bæjarstjórinn var á gangi um þorpið snemma morg uns. Hann hitti ýmsa verka- menn og tók-þá tali og ætlaði með því móti að gera sig vin- sælan hjá alþýðunni. Loks kom hann þar sem Jón gamli götuhreinsari var að vinnu sinni. — Hvað ert þú að gera? spurði borgarstjórinn. — O, jeg er nú bara að sópa göturnar, sagði Jón. — Hvernig líkar þjer sú at- vinna. Ertu ánægður með hlut skipti þitt? — Ánægður. Jeg er nú hræddur um það. Það eru ekki margir, sem hafa það betra en jeg. En hver ert þú, kall minn? Eitthvað held jeg að þú sjert ekki fyrir neðan meðallagið. — Ja, jeg er nýi borgarstjór- inn hjerna. — Já, rjett segir þú, kall minn. Ja, það getur nú verið sæmileg stuð'a líká. ; v Fyrir rúmri ö'ld síðan var Achnied Effendi sendiherra við prússnesku hirðina í Berlín. Hann bauð ætíð mörgum fögr um konum í veislur sínar. í einni veislunni bar sendiherr- ann sjálfur tyrkneski sælgæti fyrir gesti sína. Hann gaf feg- urstu konunni helmingi meira en hinum. Hún var mjög hreyk in af þessu og hrósaði sjer mjög af hilli sendiherrans og ræddi um það við gestina, hvernig á því gæti staðið. Loks herti hún upp hugann og fór til sendiherr ans og spurði hann um orsök- ina að því. — Það stendur þannig á því að munpurinn á yður er helm- ingi stærri en á hinum gestun- um, svaraði sendiherrann. ★ Skoti var á skemtigöngu á- samt syni sínum og sagði: — Á hvaða skóm ertu núna, drengur miim? — Það eru nýju spariskórn- ir mínir, svaraði drengurinn. — Taktu þá lengri ^kref, drengur minn, svaraði faðir- inn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.