Morgunblaðið - 12.09.1944, Síða 1

Morgunblaðið - 12.09.1944, Síða 1
Bl. árgangfur. 204. tbl. — Þriðjudagur 12. september 1944. Isafoldarprentsmiðj* h.f. BARIST INNAN ÞÝSKIJ LAIMDAIVBÆRAIMISIA BRETAR KOMIMIR IIMN í HOLLAND Bandaríkja- menn nálg- ast Aachen London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. SVEITIR úr fyrsta ameríska hernum fóru í kvöld yfir þýsku landa- mærin nærri Aachen og er talið að þær sjeu nú lengst komnar um 8 km. innfyrir þau. Eru þarna háðar miklar orustur. — Þá hermdu aðrar fregnir seint í kvöld, að amerísk- ar hersveitir hefðu náð allmiklu af Maginotvirkj unum frönsku á sitt vald. Eisenhower ræddi við Montgomery í Bruxelles í gær. Slórorusfur í Karpala- fjöllum Eiiikaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. Þjóðverjar greina frá mikl- um orustum í skörðum Karpata fjailanna, þar sem Rússar reyna að komast niður á ungversku sljettuna. Einnig er barist í Transylvanisku Ölpunum, svo- nefndu, en sá fjallgarður skilur láglendi Rúmeníu frá Transylv aniu. Herma Rússar að þeir sjeu sumsstaðar komnir yfir fjallgarð þenna. Þá halda Rússar áfram sókn sinni inn í Búlgaríu með miklu liði og hraða og munu nú ekki eiga langt eftir til höfuðborg- ar landsins, Sofia. Fyrir suðvestan borgina Loma í Norður-Póllandi kveð- ast Rússar hafa sótt fram í miklum orustum og tekið nokk ur þorp, eitt þeirra 30 km. sunn an áðurnefndrar borgar. Þá kveðast Rússar hafa hald ið áfram. hertöku Rúmeníu og farið þar inn í nokkrar borgir. I Búlgaríu kveðast Rússar hafa handtekið tvo þýska hershöfð- ingja. Ráðist á Þjóðverja í Norður- Finnlandi. Þýska herstjórnin tilkynnir í Framh. á bls. 11 St jórnin setur Alþingi I frest til 15. þ.m. Kveðsl biðjast lausnar þá eí ný stjérn er ekki mynduð eða við- ( unandi lausn fengin í dýrtíðar- málunum VIÐ SÍÐARI umferð í útvarpsumræðunum um clýrtíðarfrumvarp ríkisstjórnarinnar í gærkvöldi kvaddi forsætisráðherra, dr. Björn Þórðarson sjer hljóðs og lýsti yfir því, að ríkisstjórnin hafi ákveðið, að ef Alþingi hefir ekki fyrir 15. þ. m. « myndað nýja ríkisstjórn, er hefir örugg- an stuðning meirjhluta Alþingis, eða tryggður verði meirihluti þings fyrir j viðunandi lausn dýrtíðarmálanna, þá j muni ríkisstjórnin leggja fyrir forseta lausnarbeiðni sína, sem væntanlega verði tekin til greina. i Boosevelt og Churchill sestir á rökstóla í Quebec Stalín of önnum kafinn til að gefa verið með London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. CHURCHILL, forsætisráðherra Breta, og Roosevelt Banda- ríkjaforseti eru komnir til Quebec í Kanada, þar sem þeir munu sitja á ráðstefnu í nokkra daga. Eru frúr þeggja í för með þeim. Stalín var boðið til ráðstefnunnar, en hann afþakkaði og kvaðst ekki geta yfirgefið Rússland sem stæði. — Mest mun verða rætt um hermál. Þeir Roosevelt og Churchill hittust á járnbrautarstöðinni í Quebec í morgun og ræddus.t við um hríð. Síðar í dag byrj- uðu þeir aftur viðræður, er með al annars munu snúast um aukna sókn gegn Japönum. Tal ið er að af öryggisráðstöfunum verði lítilla frjetta, að vænta af ráðstefnunni, þar sem þar mun aðallega rætt um hermál. Stalín svaraði boði um þátt- töku í ráðstefnunni á þá lund, að meðan rússneskir herir sæktu fram á eins breiðri víg- línu og raun væri á og sífelt lengra fram, gæti hann ekki yfirgefið Rússland eða heri sína. Churchill og Roosevelt hafa látið svo um mælt, að þeir skildu vel þessa afstöðu Stalíns og verið gæti að hann væri á vígstöðvunum sem stæði. Mikil kartöfluuppskera London í gærkveldi: — Til- kynt er af opinberri hálfu i Þýskalandi, að kartöfluupp- skera ársins sje óvenju mikil, miklu meiri en uppskera fyrra árs. Þriðji og sjöundi amer- íski herinn sameinast London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. BRESKAR HERSVEITIR eru komnar inn í Holland einhversstaðar nærri hinni miklu iðriaðarborg Eindhoven, sem stendur um 16 km. frá landámærunum, og yfir Schelde-Meuse skipaskurðinn. Þjóðverjar hörfa nú frá Albertskurðinum og að hinum fyrrnefnda, en þar er búist við því að þeir muni aftur búast til bardaga. Bandaríkjamenn fóru í morgun inn í furstadæmið Luxemburg og tóku í dag samnefnda borg, höfuðborg fylkisins. Norðar eru Bandaríkjamenn um 15 km. frá landamærum Þýskalands og hafa þegar skotið af fall- byssum á þýska grund. — Sunnar herma fregnir er bár- ust seint í kvöld, að sjöundi ameríski herinn, sem innrás- ina gerði í Suður-Frakkland, og þriðji herinn, undir stjórn Pattons, hafi sameinast nærfi Dijon, en sú borg var tekin í dag. London í gærkveldi: Bor bershöfðingi, yfirmaður Pólverja þeirra, sem þerjast í Varsjá, hefir lýst því yfir, að manntjón Pólverja þeirra, sem verjast í gamla þorgarhlutan- um hafi numið 88% af heildar- tölu þeirra þann mánuð, sem barist hefir verið. Hann kvað jafnvel fleiri hafa fallið af her- ráði sínu, þar stæði varla nokk ur maður uppi. — ReUter. Stórárásir á Bresf og Havre London í gærkveldi: Bandamenn herða nú mjög sókn sína gegn hinum innikró- uðu liðssveitum Þjóðverja í hafnarborgunúm Brest og Le Havre. Lancastersprengjuflug- vjelar Breta sveimuðu yfir Le Havre og vörpuðu 5000 smál. sprengja á borgina. Einnig skutu herskip Breta á virki Þjóðverja. Á landi gerðu Kana damenn árásir á útvirki Þjóð- verja og náðu hæðum fyrir norðaustan borgina. Bandaríkjamenn hafa í dag háð mikla götubardaga í nýrri hverfunum í Brest og náð mestu af þeim. Þýska fallhlífa liðið, sem ver borgina, hefir eft ir óhemju harða vörn hörfað inn í gamla borgarhlutann, en hann er múrum girtur. — Reuter. Það var í nótt sém leið, að Bretar komu skriðdrekum yfir Albertskurðinn svo- nefnda og sóttu fram um 16 km., alt að Schelde-Meuse skurðinum og yfir hann eft- ir brú, sem ekki Hafði verið eyðilögð. Hefir síðan verið unnið að því að tryggja að- stöðu herjanna þarna, en framsveitir eru, sem áður er sagt, komnar inn yfir landa- mæri Hollands. Bardagarnir við Mosel. Litlar fregnir fara enn af þriðja ameríska hernum og bardögum hans við Mosel- fljótið, aðrar en þær, að hann eigi í mjög hörðum bardögum við Þjóðverja. Þó er sagt, að Þjóðverjar sjeu nú hvergi vestan fljótsins lengur. Vörn Þjóðverja er sem stendur hvergi harðari en þarna. _____ Milli Luxembourg og Liege. Bandaríkjamenn hafa sótt nokkuð fram milli landa- rQæra Luxemburg og iðnað- arborgarinnar Liege, og þar eru þeir næstir landamær- um Þýskalands. Hafa þeir tekið bæ í Luxemburg um 20 km. norðaustan höfuð- staðarins. Stjórnin í Luxem burg, sem verið hefir í Lond on, mun bráðlega hverfa heim aftur. Sameining tveggja herja. Fregnirnar um samein- ingu hinna tveggja herja Bandaríkjamanna fyrir vest an Belfortskarðið eru enn óljósar og lítið annað úitað þaðan, en að borgin Dijon Framh. á bls. 11.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.