Morgunblaðið - 12.09.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.09.1944, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 12. sept. 1944, ÞAÐ ER nokkuð almenn skoðun, að þeir, sem eru á öðru máli en maður sjálfur, hljóti að vera það af illum hvötum. Fátl er meiri misskilningur. — Sjónarmiðin eru mörg. Erfitt er að fá slíka yfirsýn, að unt sje að skoða allar hliðar hvers máls. Ekkert er því eðlilegra en, að sitt sýnist hverjum. — Fr.elsið á að tryggja, að allar skoðanir geti komið fram, og lýðræðið, að það verði ofan á, sem flestum sýnist rjett. Eftir franska heimspekingn- um Voltaire er höfð þessi meg- inregla: Jeg er skoðun þinni ósammála í einu og öllu, en þó mun jeg til þrautar berjast fyr ir, að þú megir halda henni fram. — Virðingin fyrir skoð- unum annara og viljinn til að láta sannfærast af því, sem rjettara reynist, eru hvort- tveggja undirstöður stjórnskip unarinnar í lýðfrjálsum lönd- um. Mannfyrirlitning Tímans. FÁTT ER því leiðara nje anda lýðræðisins hættulegra heldur en að ætla andstæðing- um sínum ætíð illt. Eitt af verstu óþroska-merkjunum í íslensku þjóðlífi er andúðin, er oft kemur fram gegn málefna- legum umræðum. í þeirra stað gætir langt úr hófi fram á- reitni og getsaka um, að illar hvatir sjeu orsökin að fram- komu andstæðinganna. Segja má, að allir sjeu um þetta sek- ir. Enginn á þó í þessu ljótari feril en blaðið Tíminn. Mis- skilmngur væri samt að halda, að orsakir þess væru þær, að aðstandendur þess blaðs sjeu sjálfir ver innrættir en þorri annara rnanna. Meðal ástæðn- anna fyrir því, að'Tíminn hef- ir frá fyrstu tíð skorið sig úr að þessu leyti, er vafalaust sú, að sumir ráðamenn hans hafa verið haldnir einskonar mann- fyrirlitningu. Þeir hafa ekki fyigt reglunni: Margur hyggur mann af sjer. Ef þeir hefðu að- hylst hana, þá hefðu þeir ætl- i að öðrum sömu óeigingirnina og víðsýnina, sem þeir þekktu hjá sjálfum sjer. Mannþekkingin ekki mikil. EN áreitni Tímans stafar ekki eingöngu af fyrirlitningu á hæfileikum og mannkostum andstæðinganna. Hún kemur ekki síður af þeirri skoðun, að slíkur málflutningur um tak- markalausa spillingu andstæð- inganna, sje einmitt líklegasta leiðin til að ná eyrum þjóðar- innar. Það er þannig öllu öðru fremur fyrirlitningu á dóm- greínd kjósendanna, sem því- líkar baráttuaðferðir lýsa. Fljótt á litið verður því eigi neitað, að forráðamönnum Tím ans hefir orðið að mannfyrir- litningu sinni. Þeim hefir tek- ist að efla stóran flokk og öðl- ast mikil völd. En þar kemur' þó miklu fleira til. Einkenni- legt er það og, að í engum flokki endast þeir ver, sem á oddinum eru hafðir, en einmitt í 'Framsókn. Tveir forsætisráð- herrar flokksins. hafa gengið Æ R O G N Æ R úr honum. Aðalráðamaður og formaður flokksins um langt skeið er nú sviftur öllum völd- um og fær ekki .að skrifa í nein blöð flokksins. Eitthvað er því andrúmsloflið þar í flokknum lævi blandið, og eigi sýnast höfðingjar flokksins miklir mannþekkjarar, úr því að samvinna þeirra allra lýkur með sömu ósköpunum, er gagn kvæm kynning þeirra eykst. Framsókn vill sjálfa sig feiga. EN ástæðan til leiðinlegra vinnubragða og illkvittnis- skrifa er og oft á tíðum hrein og bein vanþekking. •—■ Þetta lýsir sjer einnig mæta vel í ritsmíðum Tímans. Um þessar mundir vitnar blaðið mjög til enskra fyrirmynda. — Meðal þess, sem blaðið telur þar, eftir breytniverðast, er, að Englend ingar hafa ekki hlutfallsko'sn- ingar til þings síns,' heldur þann háttinn, að sá er kosinn, sem flest atkvæði fær án þess að nokkur uppbótarsæti sjeu höfð til að jafna á milli flokk- anna. Nú er það að vísu svo, að hóp ur þeirra fer sívaxandi í Eng- landi, sem telja slíka kosningar aðferð úrelta. En rjett er það samt, að enn er hún þar við höfð og verður vafalaust um sinn. Tíminn gleymir hinsveg- ar að segja frá ástæðunni til þess, af hverju Englendingar halda svo fast í þetta fyrir- komulag. Hún er sú, að stóru flokkarnir þar, íhaldsflokkur- inn og verkamannaflokkurinn, vilja halda í tveggja flokka- fyrirkomulag. Þeir vilja eyða frjálslynda flokknum. Koma í veg fyrir, að nokkur miðflokk- ur sje til í landinu. Hjer á landi er það aftur á móti Framsókn, sem segist vera miðflokkurinn. — Vilja jafna öfgarnar á báða bóga. •— Hún stenst aldrei reiðari, en ef því er haldið fram, að eðlilég- ast væri, ef einungis tveir flokkar væru í landinu. Þrátt fyrir það berst hún og mál- gögn hennar fyrir úreltri kjör- dæmaskipun, sem annarsstaðar er varin með því einu, að hún drepi miðflokkana! Sjálfstæðismenn vilja aftur á móti ekki hindra meg rang- látri löggjöf, að fólkið geti skifst í flokka eftir því, sem það sjálft vill. Þeir treysta því, að rökin fyrir rjettum málstað sigri að lokum. Rannsóknarnefndin. EKKI fer betur fyrir Tím- anum, þegar hann fer að sækja fyrirmyndirnar til Banda ríkjanna. Öðru hvoru er blað- ið að ræða um, að hjer þurfi, sterkt forsfetavald svipað og í Bandaríkjunum er. Vitað er og, að Tíminn styð- ur eftir föngum þá utanþings- stjórn, sem nú situr og sett var á laggirnar samkv. kröfu kommúnista. í Bandaríkjunum er ekki þingræðisstjórn fremur en hjer. En sá er munurinn, að þar er sá háttur hafður eftir beinum fyrirmælum stjórnar- skrárinnar. Hjer brýlur þetta stjórnarfyrirkömulag aftur á' hafa móti alveg í bág við stjórnar- j skrána. Allt stjórnarfyrir- ' komulag Bandaríkjanna er miðað við utanþingsstjórn. Vegna þess, að ráðherrar eru þar ekki háðir trausti þingsins, þá eru þinginu fengin önnur ráð lil að fylgjast með störfum stjórnarinnar. Hið elsta þeirra er skipun rannsóknarnefnda til að athuga gerðir stjórnvald anna. Svipuð heimild er hjer, en hefir eðlilega verið lítið not uð á meðan þingið sjálft til- nefndi ráðherrana. Eftir að utanþingsstjórnin kom, var vitanlega miklu rík- ari ástæoa en ella til að skipa slíkar nefndir, alveg eins og í Bandaríkjunum. Á þinginu 1943 kom tillaga um slíka nefnd í mikilsvert mál, þar sem ófullnægjandi upplýsing- j •ar voru fyfir -hendi, Og for- j ráðamennirnir svöruðu ekki nema skælingi þegar til þeirra ! var leitað. Tíminn ætlar enn af göflunum að ganga, þegar hann minnist á þessa tillögu. Þrátt fyrir það, þá er hann eindreg- inn málssvari þess stjórnar- fars, sem hlýtur að hafa í för með sjer skipun slíkra rann- sóknarnefnda, ef einræði á ekki að ríkja í landinu. •:**:**:**:**:**:**:**:*^**:**:**:*<**:**:-:**:**:-:**:**:-:**:**:**:**j* góðan málstað, mega hvorki hafa svo litla trú á sjálfum sjer nje almenningi, að þeir treysti sjer ekki að vinna málstað sínum nægilegt fylgi með rökum áður en yfir lýkur. Stefnt fyrir Ijósmynda- tökur. Stokkhólmi: — Norskum stúdent, sem vinnur við norsku sendisveitina hjer í borginni, hefir verið stefnt fyr ir ólöglega ljósmyndatöku. Hafði hann meðal annars tek- ið myndir af þýðingarmikilli brú. — Síðar var hann hand- tekinn, er hann var að taka myndir á Öðrum stað. Samgöngurnar yfir Ölfusá ræddar á Alþingi ÞINGSÁLYKTUNARTILLAGAN um endurbyggingu Olfus- árbrúar o. fl. var rædd á fundi í sameinuðu Alþingi í gær. Eins og áður hefir verið getið, að tillögunni. eru það 15 þingmenn, sem standa Rökin ráða að lokum. TÍMINN er vafalaust á móti einræði. Það skal ekki dregið í efa. Andúð íslensks almenn- ings á því stjórnarfari er svo míkil, að flokkur, sem þó stend ur jafnföstum fótum og Fram- sókn víða um land, hlýtur að berjast gegn einræðinu. Þrátt fyrir það er alveg víst, að skiln ingur Tímans á grundvallar- reglum lýðræðisins er ærið sljór. Þessa dagana hefir hann tek- ið upp harðar ádeilur á Sjálf- stæðismenn fyrir það, að þeir vilja, að lýðræði ráði í verka- lýðsfjelögunum. Áður var ein- ræði Alþýðuflokksins trygt í Alþýðusambandinu, hvað sem á dundi. Þetta gat að vísu ver- ið gott fyrir Alþýðuflokkinn í bili. Hann gat gert sig stóran af fylgi,' sem hann hafði ekki. Og það var þægilegt fyrir Fram sókn að geta í skjóli ranglátrar kjördæmaskipunar haft meiri hluta á þingi gegn vilja þjóð- aíinnar, og út í frá stuðst við Alþýðuflokk, sem fór með völd yfir verkalýð, sem honum var andsnúinn. Þetta gat gengið í bili. En heldur ekki lengur. Sem betur fór fengu Sjálf- stæðismenn hvorttveggja leið- rjett á löglegan hátt. Ella hefði alt þetta ranglæti áður en varði hrunið með ósköpum ofan á for göngumenn þess, og breyting- arnar þá valdið enn meiri spjöllum en raun varð þó á. Umskifta-tíminn héfir orðið nógu erfiður samt. Afglöp Al- þýðuflokks og Framsóknar hafa gefið kommúnistum ærinn byr í segl, þótt enn hefði hann ekki verið aukinn. Sjálfstæðismenn hafa ekki trú á þeim friði, sem uppi er haldið með rangfengnu valdi. Fólkið verður sjálft að ráða, hvort það kýs ilt eða gott. Og þeir, sem sjálfir telja sig Fyrsti flutningsmaður, Jör. Brynjólfsson, mælti nokkur orð fyrir^ tillögunni. Hann kvað ó- þarft að fara mörgum orðum um þetta mál, svo Ijóst lægi það fyrir. Eins og stæði, væri ekki unt að halda uppi flutn- ingum yfir Ölfusá, nema þeim allra brýnustu og þó aðeins af veikum mætti. Strax og nokk- uð bæri út af, myndi ómögulegt að ferja yfir ána á smábátum, sem notast væri við nú. Öllum væri ljóst, að þétta á- stand skapaði óskaplega erfið- leika í þeim þrem sýslum, sem alt ættu undir flutningum á þessari leið, svo og í kaupstöð- Unum Reykjavík og Hafnar- firði. í ráði væri að reyna að bæta nokkuð úr erfiðleikunum, uns ný brú kæmi á ána., Ef hepn aðist að ná upp gömlu brúnni og treysta hana svo, að nota mætti hana til bráðabirgða, myndi það besta lausnin. En þetta tæki sinn tíma. Þess vegna væri nauðsynlegt að hefjast þegar handa um lagfæringu á veginum upp Hreppa. En nú mætti telja þann veg ófæran með öllu á 17 km. kafla.’Þanhig væri um svo stóran krók að hefði bíll Ölfusá til leið. verið 11 klst. frá Reykjavíkur þessa Upplýsingar- samgöngumálaráðherra. Samgöngumálaráðherra, Vil- hjálmur Þór, kvað það síst að undra, að þingmenrt hefðu á- huga fyrir skjótum framkvæmd um í þessu máli. Þingsályktunartillagan færi fram á þetta þrent: 1) Bygg- ingu nýrrar brúar á Ölfusá, 2) Athugun á bráðabirgðabrú á Ölfusá eða ferju, til notkunar meðan verið væri að byggja brúna og 3) Umbætur á Hreppaveginum. í sambandi við þetta kvaðst ráðherrann vilja skýra þinginu frá því, sem búið væri að gera, en það væri þelta: Nýja brúin. Það mál væri í undirbúningi. Uppdrættir gerð- ir og bráðabirgða áætlanir. — Strax eftir fall brúarinnar hafi verið lagt fyrir vegamálastjóra að verða sjer úli um alla þá verkfræðilega aðstoð, sem þyrfti, til þess að unt yrði að hraða nýbyggingu brúarinnar. En vegagerðin væri nú í verk- fræðingahraki. Einnig hefir ver ið gerð ráðslöfun til útvegunar á efni til bruarinnar.' En það þyrfti peninga til þessara fram kyæmda. Samkvæmt lauslegrl áætlun, kostaði ný brú um 1.6 milj. kr. Bráðabirgðabrú. Strax eftir fall Ölfusárbrúarinnar hafi ver- ið lagt fyrir vegamálastjóra að reyna að koma upp bráðabirgða brú á ána, með því að lyfta gömlu brúnni. Væri nú unnið sleitulaust að þessu. Fyrir helg ina hafi tekist að ná upp eih- um strengnum og öðrum í morg un. Einnig hefði styrktarstreng verið komið yfir. Væri þetta verk því alt á góðum vegi. Verð ur nú reynt að styrkja streng- ina og e. t.v. síðar settur stólpl undir á grynningunni. Ef þetta verk hepnast, þá er ljóst, að það kemur að mestum notum. Þá væri einnig til athugunar að setja kláf-ferju yfir ána, e£ bráðabirgðabrúin mishepnað- ist. Hreppavegurinn. Ráðherrann kvaðst ekki hafa trú á Hreppa- leiðinni sem bráðabirgðalausn á þessu samgöngumáli. Hjer, ræða, að fullkomið neyðarúr- ræði væri að fara hann. En svo væri þess að gæta, að það kosb aði óhemju fje að gera veginn þannig úr garði, að hann gæti talist fær fyrir mikla umferð. Taldi ráðherrann því rjettara að leggja höfuðáherslu á bráða birgðabrú. Að síðustu sagði ráðherrann, að þegár væri hafist handa um framkvæmdir 1 þessu máli og áskorun til ríkisstjórnarinnar, um þetta því óþörf. En hitt væri nauðsynlegt, að þingið trygði peninga til framkvæmd- anna. > Enn tóku til máls þeir Eir. Einarsson, Jör. Br. (aftur), Sveinbjörn Högnason, Helgi Jónasson og Ingólfur Jónsson. Voru allir ánægðir yfir skjót um aðgerðum í þessu máli, en nokkuð ósammála um Hreppa- leiðina. Að lokum var tillögunni vísað til fjárveitinganefndar. Tito fjekk ekki áheyrn. Zúrich: — Fregnir hafa bor- ist hingað um það, að Tito mar- skálkur hafi farið þess á leit að fá áheyrn hjá.Páfa, er hann var í Rómaborg fyrir skömmu, en Páfinn neitaði að verða við þessum tilmælum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.