Morgunblaðið - 13.09.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.09.1944, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 13. sept. 1944. MOEGDNBLABIÐ 5. AGUST ÞORARINSSOIM ATTRÆÐUR OFT og mikið hafði jeg heyrt um Ágúst Þórarinsson í Stykk ishólmi, aðeins sjeð hann, aldrei talað við hann fyrr en hjer um daginn, að hann kom hingað til bæjarins og var hjá Haraldi syni sínum á Blóm- vallagötu 2 og hans góðu konu. Þangað kom jeg. Þar hitti jeg hann. Og þar röbbuðum við saman stutta stund. En sjaldan hefi jeg fengið af fundi manns með ríkari tilfinningu um, hve ákaflega mikið hann ælti ósagt af öllu því einkennilega og skemtilega, sem hann hefir sjeð og lifað- Þegar við höfðum setst í hinni vistlegu dagstofu, hús- móðirin helt í glösin og við há- tíðlega drukkið dús, fór jeg að finna að því við þenna glað- lega og elskulega gamla mann, hve sjaldan hann kæmi til Reykjavikur. Ferðalög. — Ja-á, segir hann. Jeg er orðinn hagvanur þarna vestur á nesinu. Og jeg kann -ekki við þessa bíla. Maður situr þarna eins og klessa, getur ekki hreyft sig, er í raun og veru eins og „flutningur“ en ekki mennskur maður. Jeg vil ferð- ast með skipum, þar sem mað- ur getur haft frjálsræði, lagt sig útaf þegar maður vill, ög gengið um og fengið sjer frískt loft á þilfarinu á milli. — En þetta eru engar skipaferðir að vestan. Sjera Árni bróðir minn var nývígður til Miklaholts í september 1886. Hann bað mig að koma og heimsækja sig í febrúáí1 um veturinn. — Jeg skrapp þangað til að hitta hinn unga prest — og hefi verið á þeim slóðum síðan, í bráðum 58 ár. Undirbúningsárin. Jeg kom vestur í Hólm og kyntist þar Eiríki Kúld, próf- asti. Hann fjekk mig til þess að taka að mjer barnakenslu í Ólafsvík. Þar hafði verið kennt einn vetur. Þetta var fyrsti barnaskólinn í sýslunni. Jeg var tregur, en ljet tilleið- ast. Maður varð að vera áræð- inn á þeim árum. Lítið um at- vinnu. — Hafðir þú ekki nægan und irbúning til þess að kenna krökkunum? — Það er nú verra, segir Ágúst, rís á fætur og gengur um gólf. Sagan er svona. — Fermingarárið mitt, 1879, var mjer komið 5 vikna tima að Birtingaholti til fræðslu, hjá frænda mínum, Magnúsi Helga syni. Harin var þá stúdent óg var að bíða eftir prestskapnum. Þetta var aðalnámið. En áður hafðri fóstri minn fengið Brynj ólf á Minna-Núpi, hinn al- kunna fræðimann, til þess að kenna okkur krökkunum skrift og reiknig um lítinn tíma. — Hann Var sjálfmentaður áhuga maður. Kalt var frammi í stof- unni, þar sem kennslan fór fram, því að engín eldfæri voru þar til hitunar, hvergi kveikt- ur eldur nema til matargerð- ar. En krislindóminn lærðum við úti í fjósi. Nægilegur hiti hjá kúnum. Þar þuldum við og þuldum, hyert í kapp við ann- Segir sitt af hverju frá langri æfi að. Og þegar inn kom, hlýddi fóstra mín okkur yfir. Það gerði hún rækilega. Hún vand aði um við okkur með hægum orðum, en mjög ákveðnum, ef henni líkaði ekki frammistað- an. Sjaldan þurfti hún að taka til þess. I Birtingaholti. — Og svo var framhaldsskól inn í Birtingaholti? — Já. Það var lóðið. Magn- ús kendi þar bróður sínum Kjartani, undir skóla, Hálfdáni Guðjónssyni, síðar vígslubisk- up. Þar var líka Hannes Thor- arensen, síðari forstjóri og Hannes Þorsteinsson, síðar þjóð skjalavörður. Jeg öfundaði hann af því, að mjer fannst hann geta lært allt á auga- bragði. Enda kom það á dag- ar alþm. Mjer var kpmið i ^ fóstur til móðurbróðir míns, mn siðar. En jeg kenndi í sigurg|£ Magnússonar hrepp- \ mig á þeim árum, vinna venju brjósti um hann, er hann þurfti að hætta, því að hann var ráð- inn í skiprúm á Eyrarbakka up. Launin voru ekki há, sem jeg fjekk, 30 kr. á mánuði í „innskrift”. Engir peningar til þar frekar en annarsstaðar. Á þessu átti jeg að fæða mig, kaupa þjónustu, ljós og hita. Húsnæði hafoi jeg uppi í þak- herbergi, sem rann allt út í slaga. Mjer vildi það happ til, að Hagbarth Thejll var nýfluttur til Ólafsvíkur. Hann hafði áð- ur verið verslunarstjóri á Búð- um, en sú verslun var lögð niður. Thejll Ijet mig hafa aukavinnu við verslunina og greiddi mjer heldur hærra kaup en jeg fjekk við kennsl- una. — Þótt ekkert fengi jeg greitt í peningum. Þá var ekki unn Magnúsdóttir, Andrjesson j dýrtíðaruppbótin eða neitt slíkt. Jeg þurfti að leggja mikið á stjóra að Kópsvatni. Annar j lega 16 tíma á sólarhring, og móðurbróðir minn var Helgi i þá tíma, jeg áttu að heita að á vertíðinni. Mjer fannst jeg læra of lítið í Birtingaholti. Jeg átti að læra þar dönsku, eitthvað í sögu, landafræði, rjettritun og reikn ing. Magnús heimtaði of mikið af mjer. Jeg var fjörugur og gáskafullur í því fjölmenni, er þá var í Birtingaholti. En systir Magnúsar, Guðrún, síðar húsfreyja á Hrafnkells- stöðum, hjálpaði mjer. Bráð- gáfuð. Hún fór með mig afsíð- is á kvöldin, þegar flestir voru háttaðir og las með mjer það, sem jeg átti að skila daginn eft- ir. Sjálf mátti hún ekki læra, af því hún var kona. Þetta var tíðarandinn. En hún hafði þó fest margt af því í minni,. sem kennt var á daginn, því að hún spann og spann á rokkinn sinn í sama herbergi og kertnslan fór fra-m. Eftir þetta nám mitt í Birt- ingaholti, komu nokkrir nám- fúsir unglingar til mín um helgar og fengu hjá mjer til- sögn í reikningi. í þeirri grein var jeg kominn svo langt, að jeg hefi ekki bætt við mig að neinu ráði síðan. Sumir yildu einnig fá tilsögn í dönsku. En jeg neitaði því af góðum og gildum ástæðum. — Mig minnar, að bróðir þinn segði mjer að þið hefðuð ungir misst föður ykkar. Ætt og uppruni. — Hann dó, þegar jgg var á öðru ári, frá átta börnum, og það elsta 11 ára. Hann var lærður garðyrkjumaður, Þór- arinn Árnason, bjó á Stóra- Hrauni við Eyrafbakka. Þar er jeg fæddur. Hann var rúm- lega fertugur þegar hann dó. Hann sigldi ungur og kom til orða að hann tæki próf í dönsk um lögum. Jón forseti mátti ekki heyra það nefnt. Hann vildi að faðir minn lærði garð- yrkju. Og svo varð. Þegar hann kom heim, fór hann að leið- beina bændum á Suðurlands- undirlendinu í gárðrækt. Þetta gekk nokkuð. En erfitt var um margt, útvegun verkfæra og annað. Þá voru engir jarð- ræktarstyrkir. ■— Svo dó hann sem sagt. Móðir mín hjet Ing- í Birtingaholti. Móðurætt mín , jeg ætti frí, varð jeg að nota eftir mætti, til að bæta við mína eigin þekkingu. Svona var þá. Nú er venjan, 8 tíma vinna og hún ljeleg. Mjer leið vel í Ólafsvík og var þar í fimm ár. Aðstand- endur barnanna, sem jeg hafði undir höndum voru mjer mjög samhent í því, að börnin hefðu sem mest gagn af skólagöng- unni. Þeir sáu um, að börnin lásu sem meest heima hjá sjer og brýndu fyrir þeim að leggja sig fram. Mjer skilst að þessu hafi hrakað í barnaskólum yf- irleitt síðustu 50 árin. Jeg var mjög heppinn að komast tii Thejll. Fyrst og fremst, að fá hjá honumNkaup- ið, en ekki síður af því, að hjá er svokölluð Bolholtsætt úr Rangárþingi. Sumir kalla hana Langholtsætt. En það er rangt. Faðir minn var af svokall- aðri Högnaætt, afkomandi Högna prófasts Sigurðssonar, sem átti átta dætur og áttá syni, er allir urðu prestar. En föðuramma mín Var Þórunn Sæmundsdóttir, systir Tómas- ar Sæmundssonar.' Árni afi minn bjó á Klasbarða í Land- eyjum. Hann var bróðir sjera Hjartar Jónssonar á Gilsbakka. Faðir þeirra Jón, var kallaður Jón „auðgi”. Jón Helgason bisk up hjelt að hann hefði átt nokk urar jarðir. I atvinnuleit. — Hvað svo um kennsluna í honum fjekk jeg þá bestu Ólafsvík? I kennslu í bókfærslu. Thejll — Nú er best jeg segi þjer j var prýðilega að sjer og heimt- hvað gerðist í millitíðinni, svo ; aði reglusemi bæði við bók- að þú fáir ágripið i heilu lagi. | færslu og annað. Hann þótti Jeg var heima á Kópsvatni I stundum nokkuð harður í horn þangað til 1881. Þá kom jeg' að taka sem húsbóndi, en hingað til Reykjavíkur og mjer fannst jeg sleppa betur lærði trjesmíði hjá Guðmundi en aðrir, af því að jeg kenndi Jakobssyni. Lauk því námi á þremur árum. En að því búnu yar hjer epga atvinnu að fá. -— Harðindi og hörmungar og fólkið að flykkjast til Ameríku. Þá var eins og helst væri eilt- hvað upprof yfir Austfjörðum. Þar var þá síldarútvegur Otto Wathne í blóma. Jeg fór þang- að 1 atvinnuleit. En Wathne tók helst ekki nema kvenfólk í sitt síldarbrúk, því að Norð- menn, sem þangað komu, sátu fyrir vinnu hjá honum. Jeg var á Austfjörðum til haustsins 1886. Sívinnandi all- an tímann þar eystra. Við-sjó- róðra, heyskap, smíðar og kenndi börnum á vetrum. Mjer leið vel á Austfjörðum. Fólkið var gott við mig. Og jeg góður við það. En þegar jeg hvarf þaðan, var gróðinn lítill og pyngjan Ijett. Og þegar hingað kom um haustið 1886, var enn lítið að gera. Þess vegna ljet jeg tileiðast að skreppa vestur á nesið. í Ólafsvík. — Þá víkur sögunni til Ól- , afsvíkur. — Já, þá kem jeg að því aft- börnum hans í skólanuin. I Stykkishólmi. Oft hafði jeg komið í Stykk- ishólm, áður en jeg fluttist þangað, og þar kynntist jeg konunni minni, Ásgerði Arn- finnsdóttur. Við erum svo til jafngömul, hún fædd 8. okt. 1864, en jeg þetta fyr, 13. sept. Hún var í húsinu hjá Holger Clausen ' kaupmanni, önnur hönd frúarinnar. Clausen hjelt stórveislu, þegar við giftumst, 6. sept. 1890, með 50 manns. Það var náttúrlega matar- veisla og þess háttar. Clausen hjelt langa ræðu og i viknaði, því hann vildi ekki ! missa konuna mína af heim- i ilinu. Árið 1892 flutti jeg7 i Stykkishólm og gerðist bók- haldari hjá Tangsverslun. — Hafði það starf í 20 ár. Næstu 20 árin var jeg svo verslunar- stjóri við þá verslun, þangað til árið 1932, að Sigurður sonur minn keypti verslunina. Síðan hefi jeg lengst af starfað við verslun og útgerð hans, oftast haft jafnlangan vinnutíma og aðrir. Kann best við að vera fyrstur 1 búðina á morgnana- Þessi stutti vinnutími, sem nú tíðkast á ekki við mig. — Þú getur vafalaust sagt margt um breytingarnar, sem orðið hafa á versluninni síðan þú komst í Hólminn? — Þá var verslunarsvæði Stykkishólms mikið stærra en nú. Þar var miðstöð allrar verslunar við Breiðafjörð- Þá var engin verslun á Búðardal og) verslunarsvæði Borgarness minna en það er nú. Haustferðalög. Þá var stundum vinnutíminn. mest allan sólarhringinn með- an á kauptíðum stóð, en þær voru þetta 3 eða 4 vikur í einu. Svo var minna að gera á milli. Þá var ekki þetta eilífa „renne- rí” í kaupstaðinn allan ársins hring eins og nú er. Nú er allt af kauptíð og aldrei kauptíð þó, eins og í gamla daga. Þeg- ar jeg var bókhaldari hafði jeg mikinn eril og erfið ferðalög, i markaðs túrum. Var ekki slarksamt á þeim ferðalögum stundum? — Jæja, þetta svona jafnt og þjett. Það þótti góður siður að gefa bændum hressingu áður, en jeg fór að kaupa af þeim. Það mi'nnsta kosti greiddi held ur fyrir viðskiftunum. — Til þess að gera bændunum ljett— ara fyrir, að þeir þyrftu ekki að reka fjeð mikið til, hjelt jeg markaði á allt að því tíu bæjum á dag á haustin. •— Þá þurfti jeg að hafa hraðann á. Mest af fjenu úr Snæfells- og Hnappadalssýslu var rekið í Hólmmn, þangað til upp var sett verslun í Skógarnesi í Miklaholtshreppi. En fjenu úr Dölunum var slátrað þar og af urðirnar fluttar sjóveg í Hólm. Það var ekki alltaf reglulegur svefn sem maður hafði í þjess- um ferðalögum og þegar jeg kom heim, varð jeg að vaka við að koma öllu'í lag, sem safnast hafði fyrir meðan jeg var i burtu. Fyrstu árin, sem jeg hjelt markaði fyrir Tangsvérslun, var hinn nafnfrægi Coghill hjer árlega á ferð til að kaupa sauði. Hann fór eins og þeyti- spjald um landið. Hann var hjálpsamur mörgum og besti karl og kom hjer á peninga- verslim, -sem mörgum kom vel. Hann hafði það fyrir sið á ferðalögum, er hann rak lausa hesta. að hann hringlaði gulí- peningunum í vasa sínum, not- aði þá fyrir hrossabrest. — Týndi hann aldrei neinu á þessum ferðalögum? — Nei, hann var reglusamur við vín, enda vinsæll og allir vildu greiða götu hans. — Það hefir verið fjörugt og skemtilegt fólk í Stykkishólmi á þínum yngri árum? Höfðingjar í Hólminum. — Já, það mátti segja, þar var gott fólk, glaðvært og gest- risið svo, af bar. Þá voru æðstu embættismenn sýslunnar Sig- urður sýslumaður Jónsson, systursonur Jóns forseta. Var «alinn upp hjá honum. Eiríkur Kúld prófastur og Hjörttir hjer aðslæknir Jónsson. Apotekari var þar þá og lengi síðar Emil Möller, ágætur maður. Helstu kaupmenn voru Holger Clau- Framhald á 8. síðu. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.