Morgunblaðið - 13.09.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.09.1944, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 13. sept. 1944. MORGUNBLAÐIÐ X VOLDUGUR MAÐUR, SEM FÁIR ÞEKKJA ÞANN 13. október 1943 gekk þýski sendiherrann í Lissason, barón Oswald Hoyningen-Huene grár og skjálfandi, fyrir forsætis- ráðherrann Portúgal með morgunblöðin í höndunum. Aðalfyrirsagnir þeirra hljóðuðu á þessa leið: — Churchill lýsir yfir því,'að Bretar hafi fengið bæki- stöðvar á Azoreyjum. Það mátti skilja það á Huene barón, að hann yrði kallaður heim jafnskjótt og mótmæli þýsku stjórnar- innar bærust til Lissabon. ,,Jeg er glataður maður“, sagði hann og bar sig illa. Þýska utanríkisþjónustan og njósnakerfið hafði orðið fyrir alvarlegu áfalli. Eftir að þriggja mánaða umræð- ur höfðu farið fram í Lissa- bon milli Breta og Portú- gala, hafði Hitler ekki haft minsta veður af því sem var á seyði, fyrr en blöðin birtu frjettina um samkomulag- ið. Hoyningen-Huene er gam- all maður, sem aldrei hefir verið í nánum tengslum við nasista. „Ef nokkur maður frá Berlín verður hjer á- fram“, sagði Salazar, „myndi jeg óska að það yrð- uð þjer“. Forsætisráðherrann, sem var staddur í skrifstofu sinni í Palacio Sao Bento, bað Hoyningen-Huene að ná símasambandi við von Ribbentrop í þýska utan- ríkisráðuneytinu. Samband náðist við von Ribbentrop, sem var staddur í ríkiskan- sellíinu hjá Hitler. Salazar talaði við báða nasistafor- ingjana. Hann talaði per- sónulega máli Huenes. — Gamla manninum var leyft að halda kyrru fyrír í Lissa bon. Huene er sannfærður um það, að Salazar hafi bók staflega bjargað lífi sínu. Seinna í þessum greinum verður fanð nokkrum orð- um um orsakimar, sem lágu til þess, að Salazar samdi við Breta. En maðurinn sjálfur er vel þess verður að honum sje að nokkru lýst, því að forsætisráðherrann í Portúgal er talinn vitur maður af þeim, sem til þekkja og hann er áreiðan- lega sá leiðtoginn í Evrópu, sem erfiðast er að kvnnast, enda eru þeir fáir einir, er nokkur deili kunna á mann inum erlendis. Antonio de Oliveira Sala- zar er af fátæku fólki kom- inn. Húsið, þar sem hann fæddist og ólst upp, þar sem foreldrar hans dóu og fjórar ógiftar systur hans búa ennþá, er lítið og lág- reist hús í Vimeiro. Með því að teygja handlegginn, er auðvelt að seilast-upp í þakskeggið, sem slútir yfir götuna. Húsið er látlaust, hreinlegt og kalkað með skeifulöguðum gluggum og steinsætum báðum megin dvranna. Dr. Salazar býr nú í öðru húsi í nokkurra feta fjar- lægð frá því gamla. Það er líka hvítt að lit og hrein- Eftir Henry J. Taylor Greinar þessar, sem eru þýddar úr amer- íska blaðinu The Saturday Evening Post, f jalla um dr. Antonio de Oliveira Salazar, for- sætisráðherra í Portúgal. Heimurinn kallar hann einræðisherra, en hann berst lítt á og þráir það heitast, að mega afíur hverfa til kennslu sinnar og skrifta. Þetta er saga um einkennilegan og voldugan mann, rituð af þeim, sem þekkir hann. Fyrrí grein leikinn og látleysið er það sama. Gríðarstór vafnings- yínviður sameinar þessi litiu hús á hlýlegan hátt. Faðir Salazars, Antonio de Oliveira, var ráðsmaður á þðalsetri í nágrenninu. — Hann var fæddur í Vimeiro og dó þar árið 1932. Móðir hans Dona Maria de Risgate fæddist í Santa Comba óg ljest í Vimeiro árið 1928. — Þorpsbúunum ber saman um það, að hún hafi verið sjerstaklega yndisleg og skynsöm kona.Salazar unni henni mjög, enda var hún ríkur þáttur í lífi hans. — Hann hefir aldrei kvænst. Snemma beygist krókur til þess, er verða vill. SALAZAR lærði fyrst að lesa hjá nágranna sínum, senor José Duarte. Árið 1899, þegar skólinn var bygður við bugðuna á veg- inum til Coimba, tók An- tonio litli, sem þá var tíu ára að aldri, fyrsta prófið. Þegar skólastjórinn hans, Joal Pimentel spurði snáð- ann, hvað hann ætlaði sjer að verða, þegar hann yrði stór, stóð ekki á svarinu. — Jeg ætla að vera pró- fessor, sagði hann. Eftir átta ára nám í Vis- enskólanum innritaðist hann í háskólann í Coimbra árið 1910. Hann var 21 árs gamall, þegar farið var þess á leit við hann að halda ræðu fyrir' skólabræðrum hans. Grannur og fölur hóf hann mál sitt með þessum orðum: -— Jeg er að eðlis- fari lítið gefinn fyrir að tala opinberlega. Þið verðið að afsaka það, að mjer hefir ekki tekist að vinna bug á þeirri óbeit. Það var mikið um alls- konar ræðuhöld í Portúgal í þá daga. Konunginum var steypt. af stóli með ofbeldi og hrakinn í útlegð. — Ný stjórnskipun var í uppsigl- ingu og samkvæmt stjórn- •arskránni varð landið lýðveldi. Það komst allt á ringulreið í háskólanum, begar þangað bárust frjett- irnar um blóðugu bardaga í Lissabon. Stúdentarnir ruddust inn í kennslustof- urnar og brutu kennaraborð in. Hempur, guðfræðipró- fessorana voru rifnar í tætl- ur og gömul og fræg mál- verk fyrri konunga voru skotin og skorin í sundur. Heimspeki prófessorsins. SALAZAR tók engan þátt í þessu uppþoti. Til þess að geta stundað há- skólanámið, varð hann að vinna fvrir sjer, með því að kenna á kvöldin í einkatím- um. Að taka þátt í stjórn- málaþrasinu í háskólanum var munaður, sem hann gat ekki veitt sjer. Salazar brosti íbvgginn, er hann lýsti þessu fyrir mjer. „Einkakennslan hafði tvennt gott í för með sjer fvrir mig“, sagði hann, ,,hún flevtti mjer gegnum háskólann og forðaði mjer frá vandræðum“. Árangurinn kom líka brátt í Ijós. Hann tók kandidats- nróf í nóvember 1914, og fekk bestu einkunn, sem tekin hefir verið við þenn- an fræga háskóla sem stofn aður var á þrettándu öld. Hann var þegar kjörinn í kennaralið skólans ,, og í anríl 1917 var’ hann form- lega skipaður aðstoðarkenn ari í hagfræði. Ári síðar var hann skipaður prófessor. Um þetta leyti gaf Sala- zar út fyrstu ritsmíðar *sín- ar, sem voru skýringar á hagfræði, stjórnvísindum og fjármálum, og er þeirra meðal hin fræga ritgerð, Gullvandamálið. Þótt hann lieti lítið vfir sjer, urðu æ fleiri samlandar hans til þess að gefa skoðunum hans gaum. Árið 1923 tók verslunar- og iðnaðarráðstefnan í Port úgal skoðanir hans til ræki legrar ihugunar. Þann 2. desember fóru fram um- ræður um ritgerð hans um Logandi flugvirki Kviknað hefir í flugvirki af lo ftvarnaskothríð Þjóðverja. niðurfærslu ríkisútgjalda. Ritgerðin fjallaði um rót- tæka áætlun á hagfræði- og fjármálasviðinu, fyrir þjóð, sem var að bugast undir skriðu verðbólgunnar, og sem hvorki hafði stuðning þings nje þjóðar. í formálanum kemst hann m. a. þannig að orði: — Vjer erum umbótaþjóð, en í hvert skifti, sem vjer hefj- umst handa um umbætur verður Staða okkar verri. — Stjórnmálamennirnir verða í að sjá svo um áð hagsmuna- jmálin og siðferðið haldist í hendur. Það getur ekki orðið um neina þjóðfjelags- lega þróun að ræða, nema annarsvegar sje frelsi og sjálftraust einstaklingsins, hinsvegar regla og stöðug- leiki. Frelsi og regla er grundvöllur góðrar og heil- brigðrar stjórnspeki, en hirðuleysi og harðstjórn eru einkenni stjórnleysis- ins. Það er grimmileg tálvon, þegar stjórnmálaleiðtogar fegra á allan hátt hagkerfi, sem eru ekki sniðin eftir fjárhagslegri getu þjóðar- innar, því að ríkisstjórn yet ur ekki tryggt afkomu þjóð- ar, sem ekki vill sjá fyrir sjer sjálfri. Tíminn leið og allt komst á annan endann í Lissabon vegna annarar uppreisnar- hrevfingar. — Ráðuneytin komu og fóru. Almenning- ur hafði jafnlitla virðingu fyrir stjórnmálamönnum lýðveldissinna, konungs- sinna, fascista og kommún- ista. Og þó liðu fimm ár enn án þess að nokkrum stjórn- málaleiðtoga eða þinginu fyndist landið þarfnast hins framúrskarandi hagfræð- ings frá Coimbraháskólan- um. Á þessum árum var frið- Urinn sjaldgæfur í Portú- gal, en stöðugar óeirðir og uppþot herjuðu landið. — Uppreisnir brutust ýmist út í baðmullarverksmiðjunum og á vínekrunum í Oporto eða meðal fiskimaimanna og iðnaðarverkamannanna í Lissabon og Barreiro. Tekio í taumana. ÞANN 28. maí 1926 hrifs- aði herinn völdin í sínar hendur og kom á þjóðarein- ræði, sem þeir kölluðu svo. Hershöfðingjarnir leystu þingið upp, kúguðu stjórn- málaflokkana, komu á rit- skoðun og bönnuðu opin- bera fundi. Því næst fóru þeir að brjóta heilann um hvað skyldi til bragðs taka því þótt regla væri komin á í landinu, var ástandið nær jafnvonlaust og áður. Ritsmíðum Salazar í Co- imbra hafði fjölgað þessi ár in. Greinar hans í blaðinu Novidados vöktu mikla at- hygli. Þriðja þing kaþólska flokksins hafði verið kallað saman í Coimbra 27. apríl 1929. Salazar átti að ávarpa þingið, en það ávarp var aldrei flutt. Um morguninn ók bifreið með fulltrúa rík- Framhald á 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.