Morgunblaðið - 13.09.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.09.1944, Blaðsíða 10
10 MOEGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 13. sept. 1944. Þau sneru sjer öll við og sáu hvar Nikulás var að heilsa kvenveru í rauðum ,,satin“- kjól. Þessi ítalska söngkona ljómaði af lífsgleði og hreysti, alt frá hrafnsvörtu hárinu, nið ur að breiðum fótunum, sem klæddir voru rauðum, óhrein- um skóm. Hún þrýsti hönd Nikulásar innilega, og þegar hún kom auga á Miröndu, dró hún hana að sjer, um leið og hún hróp- aði: „Ah, que belle! La bimba!“ og kysti hana á ennið. Hún veif aði hendinni til greifans, sem hún hafði kynst í París. „Það er gaman að sjá ykkur öll“, sagði hún svo. „Nú ætla jeg að syngja fyrir ykkur“. Hún sveif yfir að píanóinu. „Hver ætlar að spila undir fyr- ir mig?“ spurði hún og leit í kringum sig. „Jeg ætla sjálfur að hafa á- nægjuna af því, signora“, sagði Nikulás og settist við píanóið. Frú Schermerhorn lyfti stangargleraugunum og horfði með furðu á La Albanese. ít- ölsk óperusöngkona hjer! Mjög uncfarlegt! Ep áður en hin guðdómlega röda hafði lokið við „Casta Diva“ úr „Normu“, var frú Schermerhorn farin að brjóta heilann um, hvernig hún gæti náð í La Albanese í samkvæmi, sem hún ætlaði að halda á næstunni. Þegar La Albanese hafði lokið söng sínum, kvað við dynjandi lófatak. Hún hneigði sig. „Jeg hefi aldrei sungið svona vel!“ sagði hún ljómandi af gleði. En hún vissi, að enginn ,af áheyrend- unum hafði næga hljómlistar- þekkingu til þess að dæma um það, og sneri sjer því að Niku- lási og hrópaði: „Það er yður að þakka, signor. Aldrei hefi jeg fengið eins góðan undir- leik. Þjer spilið con fuoco, con amore — maraviglioso!“ „Þjer ýkið, signora“, muldr- aði Nikulás brosandi. Tiens! hugsaði greifinn og teygði sig eins og hann gat, til þess að geta sjeð framan í Nikulás. Hver gæti haldið, að þessi mað ur ætti slíkan eld? Greifinn hafði ferðast mikið og verið í ótal samkvæmum um ævina, en hvergi hafði hann orðið þess var, að karlmenn fengjust við hljómlist. Það voru aðeins kon ur, sem fengust við píanóleik. En samt gat engum dottið í hug sú fjarstæða, að ætla Nikulás kvenlegan. „Nú ætla jeg að syngja fyrir ykkur á ensku“, sagði Mme. Albanese hreykin á svip, og greifinn færði stól sinn ofur- lítið, svo að hann sæi betur framan í Nikulás. A meðan söngkonan söng af mikilli tilfinriingu um brostn- ar vonir og óhamingjusama ást, sá greifinn, að Nikulás sneri höfðinu örlítið, svo að augu hans hvíldu á Miröndu. í augnatilliti hans var þrá og þögul bæn. En þegar Miranda leit upp, flýtti hann sjer að líta undan. Það er þá, ef til vill, ekki alt eins og það á að vera á milli ungu hjónanna, hugsaði greif- inn. En svo rjetti hann úr sjer. Jeg geri mjer grillur, eins og móðursjúk kona, hugsaði hann gremjulega. Auðvitað er alt eins og það á að vera. Hann fór síðan að brjóta heilann um það, hve langt myndi vera þar til þau fengju kvöldverðinn. Hann þurfti ekki að bíða lengi. La Albanese hafði nú lokið við lagið og gekk yfir til Miröndu. „Jeg þarf að koma á W. C.“, tilkynti hún, með hinu einfalda, latínska raunsæi. „Viljið þjer sýna mjer, hvar það er?“ „Ó, já, já“, stamaði Miranda og eldroðnaði. En ennþá vandræðalegri varð hún, þegar þær komu upp á loft, því að gestur hennar rak upp gleðióp, þegar hún sá svefn herbergi hennar. Hún dáðist að gluggatjöldunum, ábreiðun- um og rúminu. „Maður yðar hlýtur að vera mjög góður elskhugi“, sagði La Albanese með ákafa og horfði á Mir- öndu. „Jeg er viss um það. Þjer eruð mjög hamingjusöm, bam- bina, er það ekki?“ Fyrst í stað reiddist Miranda mjög, en þegar hún leit í dökk augu söngkonunnar, sem blik- uðu af vingjarnlegri forvitni, brosti hún. „Auðvitað er jeg .hamingju- söm“, svaraði hún. La Albanese hleypti brún- um. „Þjer eruð of alvarleg“. Hún lagði handlegginn utan um Miröndu. „Sjáið til, bimba. Heima hjá mjer er til málshátt- ur — amara, cantare, mangi- are. Að elska, syngja og borða — það eru náðargjafirnar þrjár. Maður þarfnast einskis frekar". Miranda brosti. Það væri dásamlegt, ef lífið væri svo auð velt! En hvers vegna getur það ekki orðið það? hugsaði hún alt í einu. Þegar þær komu aftur niður, voru gestirnir farnir að tínast inn í borðsalinn. Nikulás kom til hennar og hvíslaði: „Það eru allir mjög hrifnir af þjer. Samkvæmið gengur prýðilega“. Gleymdi hún þá öllum áhyggj- um og kvíða. La Albanese sat á milli greif ans og Hermanns Melville, sem skemtu sjer bersýnilega mjög vel, því að Melville rak altaf annað slagið upp hlátur mik- inn, svo að undir tók í salnum, en þá starði frú Ellet á hann með fyrirlitningu. En það lyftist ofurlítið á henni brúnin, þegar Nikulás spurði hana úm Edgar Poe, sem hún hafði mikinn áhuga á og þekti vel. „Vesalings hr. Poe. Hann á mjög bágt. Litla, fallega konan hans liggur fyr- ir dauðanum og þau búa í hreysi inni í Fordham“. Hún lækkaði nú róminn og við hvísl hennar stansaði alt annað samtal við borðið. „Jeg kenni ákaflega í brjósti um hann — hann drekkur svo mik ið, og svo þetta hneyksli með frú------. Ó“, hrópaði hún til- gerðarlega. „Það eru allir að hlusta á mig!“ Það var að vísu satt, en eng- inn við borðið hafði sjerstak- an áhuga á Poe og ógæfu hans, nema Nikulás. Menn höfðu að- eins hrifist af hvísli frú Ellet. Miranda varð mjög undrandi þegar Nikulás bað frú Ellet að koma með þeim heim til Poe næstkomandi mánudag og kynna þau fyrir skáldinu, því að henni fanst frú Ellet bæði leiðinleg og lítt siðuð. „Til hvers ætlarðu að heim- sækja þessi Poe-hjón, Niku- lás?“ spurði hún seinna, þegar gestirnir voru farnir. „Og finst þjer frú Ellet ekki þreytandi?" „Jú“, svaraði Nikulás. „En við getum ekki farið þangað án þess að hafa einhvern með, sem þekkir þau“. „En til hvers ætlarðu þang- að?“ spurði hún aftur. Nikulás kipraði sama’n var- irnar. Hann kærði sig ekki um spurningar og var því óvanur, að nokkur setti sig upp á móti ákvörðunum hans. Miranda sat fyrir framan snyrtiborðið og var að bursta hár sitt, sem fjell eins og glitrandi hjúpur niður herðar hennar og bak, og náði nærri því niður á gólf. Hún var yndisleg á að líta og hafði hagað sjer pajög vel í kvöld, svo að hann hætti við hið háðslega svar, sem korriið var fram á varir hans. „Þú skil ur það ekki, væna mín“, sagði hann. Hún lagði frá sjer hárburst- ann og sneri sjer við og horfði á hann. „Hvers vegna ekki?“ hrópaði hún með ákafa. „Hvers vegna segirðu mjer aldrei neitt? Þú ættir að segja mjer frá hugsunum þínum og til- finningum ....“. Hún þagnaði. Hún hafði rjett sagt: „áður en það er of seint“. Hvað gekk eiginlega að henni? Það var ekki að furða, þótt Nikulás starði undrandi á-hana. Hann þagði andartak, en sett ist síðan niður á stól fyrir fram an hana. „Astin mín“, sagði hann og brosti. „Jeg hafði ekki hug- mynd um, að ástæða mín til 'þess að heimsækja Edgar Poe væri þjer svo mikils virði. Jeg skal fúslega skýra þjer frá henni. Jeg dáist að snilligáfu mannsins, og margt í skrifum hans kemur nákvæmlega heim við mínar eigin hugsanir. í þeim er eitthvað draugalegt, leyndardómsfult og ilt, sem hrífur mig. Og jeg hefi mikinn áhuga á að sjá núverandi á- stand hans og niðurlæging“. Þegar hann þagnaði, ypti Miranda vonleysislega öxlum. Hún skildi ekki helminginn af því, sem hann hafði sagt. And- artak hafði henni komið í hug, að hann ætlaði loks að svara henni í einlægni. Henni datt aldrei í hug, að þótt hann tal- aði í ljettum hæðnistón, hafði hann aðeins sagt henni sann- leikann. Galdrafuglinn Koko Æfintýr eftir Anthony Armstrong. 8. „Jeg skil þetta ekki, ertu farinn a3 leggja stund á höggmyndagerð?”, spurði konungurinn Ali. „Mjer finnst þetta ágætt, jeg óska til . . .”. „Nei, nei”, stamaði Ali. „Það er, það er galdrafuglinn. Þetta eru þeir, sem gáfu honum. Þeir hafasalltaf verið að gerast daufari og seinni að undanförnu, og svo í morg- un, þegar þeir horfðust í augu við Koko, þá urðu þeir að steini”. „Hamingjan hjálpi nú”, sagði konungur. Hann hafði sjeð hvössu nefi bregða fvrir í reykskýi. Þeir voru ekki lengi að koma sjer á burtu. Ali þurfti ekki að hafa fyrir því, að láta konunginn fara á undan, eins og bar, hinn tigni maður tók bara sprettinn og varð langt á undan stallmeistara sínum. „Þetta get jeg hreint ekki skilið”, sagði konungurinn við ráðgjafa sinn í tuttugasta skiftið þetta kvöld. „Hvaða sképna er þessi Koko eiginlega?” „Hirðstjórinn er að aðgæta bókasafnið, ef vera kynni að hann fyndi eitthvað í þeim galdraskræðum, sem þar voru. En jeg held, að við getum svo sem sjeð, hverskonar kvikindi þetta er, það er ekki mörgum blöðum um það að fletta”, sagði ráðherrann. „Sjeð það getum við ekki, nema þá að hljóta verra af”, sagði konungur. En það getur verið að standi eitthvað í bókunum um það, hvernig megi koma skepnunni fyrir kattarnef”. „En það megum við ekki”. „Hversvegna ekki það?” „Hvað heldurðu að Granada segi þá. Hann fer ekki í stríð við okkur meðan kvikindið er hjer og hefir það sæmilegt”. „Alveg rjett. Þessu hafði jeg gleymt. En kannske getum við galdrað fuglinn svo hann yrði óskaðlegur. Það sem jeg á við er það, að eitthvað verður að gera. Jeg get ekki látið slökkviliðið standa á verði allan sólarhringinn og horft upp á það, að hestasveinarnir mínir verði smám saman að höggmyndasafni. Hvað varð annars af þessum tveim, sem urðu að steini? Eða öllu heldur, hvar er nýja höggmyndin?” Ráðherrann hummaði. „Jeg er búinn að ráðstafa henni” Kobbi litli fjekk tvær gjaf- ir á afmælisdaginn sinn, vasa- bók til þess að færa í dagbók og hundabyssu. Hann tók strax að halda dagbók. Fyrstu þrír dagarnir voru þannig: Sunnudagur: Þoka og súld. Mánudagur: Þoka og súld. Þriðjudagur: Þoka og súld. Skaut ömmu. ★ Gamall piparsveinn hafði það fyrir fasta venju að fara aldrei ófullur í rúmið. Þetta gekk fram af kunningja hans einum, sem hjelt yfir honum þrumandi bindindisræðu með þeim árangri, að piparsveinn- inn lofaði að koma heim ófull- ur um kvöldið. En þegar hann kom inn 1 for stofuna brá svo við, að hund- urinn hans beit hann. ★ Hluthafar fyrirtækisins voru á fundi, þegar þeim var tilkynt að sendisveinn fyrirtækisins hefði hnuplað nokkrum krón- um frá því. Þeir urðu mjög- hneykslaðir á þessu, þar til framkvæmdastjórinn sagði: — Munið það, herrar mínir, að við byrjuðum einnig í smá- um stíl. ★ Piparsveinn hafði auglýst eftir ráðskonu og stúlka ein sótti um stöðuna. — En hvaða meðmæli hafið þjer? spurði piparsveinninn. — Meðmæli? Jeg hjelt að jeg þyrfti engin meðmæli að hafa, þegar jeg kem sjálf. ★ Gesturinn: — Gerið svo vel og látið mig hafa steik. Þjónninn: •— Með ánægju. Gesturinn: — Nei, með kart- öflum. ★ Anna: — Það var maðurinn yðar, sem fyrstur tók til máls í samkvæminu í gærkvöldi. Björg (glöð); — Nú, um hvað talaði hann? Anna: — Hann sagði: Hvar í skrqttanum er tappatogar- inn? ★ ■— Heyrðu mig, Óskar, hef- ir þú verið að ráfa um í alla nótt? — Nei, síður en svo. Jeg hefi ekkert ráfað. Jeg lá undir borð inu í knæpunni, þar til í morg- un.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.