Morgunblaðið - 14.09.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.09.1944, Blaðsíða 1
Bl.^ árgangnE. 206. tbl. — Fimtudagur 14. september 1944. Isaícldarprentsmiðjn h.í. BARIST § I G F R I E U L I N U N N I Bretar hafa unnið orustuoa ym Afbertskurðinn Stríð itiilli Finna o§ ÞjóSverja! Frá norska blaðafulltrúanum. FRÁ FINNLANDI berast fregnir, um Stokkhólm, að nú sje ljóst orðið, að Þjóðverjar ætli sjer ekki að flytja her- sveitir sínar frá Finnlandi, eins og um samið var, fyrir 15. sept ember. í Finnlandi er talað um, að svo geti farið, að Finnar fari þá í stríð við Þjóðverja. * I þýskum fregnum í gær var kvartað yfir því, að Rússar rjeðust á hersveitir Þjóðverja, sem væru að færa sig úr land- inu. MARLENE DIETRICH, kvikmyndaleikkonan heimsfræga, er stödd hjer í Reykjavík á vegum setuliðsins. Kemur hún hingað á vegum USO-stofnunarinnar til að skemta hermónnunum. Ekki er fullkunnugt, hve lengi leikkonan dvelur hjer á landi, en það mun sennilega verða í 10 daga að minsta kosti. Rússnr komnir nð lnndamærum Tjekkosló¥nkíu London í gærkveldi. Einkask'eyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. í HERSTJÓRNARTILKYNNINGU Rússa í kvöld er skýrt frá því, að rússneskar hersveitir sjeu komnar að landamærum Tjekkóslóvakíu og Póllands á einum stað. Sagt er frá því, að Rússar hafi tekið borgina Lomza við Narevfljót. Þjóðverjar hörfa frá útborginni Praga við Varsjá inn í sjálfa borgina og í Karpatafjöllum hafa Rússar og Rúmenar unnið töluvert á. Lomza fallin. Herstjórnartilkynningin er á þessa leið: „Hersveitir vorar á öðrum Hvíta Rússlands víg- stóðvunum hafa náð á sitt vald virkisborginni Lomza, eftir harða bardaga. Þessi borg var sterkt virki Þjóðverja við Nar- evfljót. 30 aðrar borgir og þorp voru teknar á þessum slóðum". Orustan um Varsjá. „Hjá Praga, austurúthverfi Varsjá-borgar, áttu hersveitir vorar í hörðum bardögum. ¦—¦ Fyrsli pólski herinn tekur þátt í þessum bardögum. Ef tir harða bardaga tóku hersveitir vorar borgina Krosno, fyrir 'Sunnan Rzezsow og rúmlega 100 þorp". Við Tjekkóslóvakíu- landamærin. ,,Hersveitir vorar eru komn- ar að landamærum Póllands og Tjekkóslóvakíu. I Norðvestur-Rúmeníu náðu hersveilir vorar á sitt vald borg inni Campu-Lung, sem var virki Þjóðverja og Uhgverja í fjallaskarði í Karpatafjöllum. I Norð'ur-Transylvaníu tóku rússneskar hersveitir og rúm- enskar, sem með'þeim börðust, borgina Odorhei og 50 bæi og þorp". mm r I LONDON í gærkveldi: Það er nú kunnugt orðið, að Bretar tóku samtals 8.000 þýska fanga í Le Havre í fyrradag. Ekki hef ir verið skýrt frá því, hvort skemdir eru miklar á höfninni, en gert er ráð fyrir að þær hafi verið töluverðar. Manntjón Breta í orustunni um Le Havre var rúmlega 400 manns. Önnur hafnarborg tekln. Franskir hermenn hafa;tekið hafnarborgina Les Sables, sem er smáhafnarborg milli Nantes og Bordeaux. I þessari höfn höfðu Þjóðverjar kafbátastöð. — Reuter. Tyrkir taka ekki á móti flóttamönnum ANKARA í gærkveldi: — Tyrkneska stjórnin hefir kraf- ist þess, að Peter Gabrovski, fyrverandi innanríkisráðherra Búlgaríu, sem flýði til Tyrk- lands, fari úr landi innan fárra daga. Þetta hefir verið gert vegna þess, segir í opinberri tilkynn- ingu, að Tyrkir munu ekki leyfa flóttamönnum að leita hælis í Tyrklandi. Reuter. Aachen í hættu se gj oovenar Foringjarnir hjeldu vörð London: Til þess að minn- ast þess að ár var liðið, frá því mikil sprengjuflugvjela- stöð amerísk var tekin í notk- un h.jer í Bretlandi, hjeldu flugforingjarnir vörð afmælis- dagsins og unnu öll önnur skyldustörf en hinir óbreyttu liðsmcnn hjeldu dansleik. London í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. . ÞÝSKA FRJETTASTOFAN skýrði frá því í kvöld, að bandamenn hefðu ráðist inn í Sigfriedlínuna svonefndu á landamærum Þýskalands við Verviers og tekið nokkur virki. I herstjórnartilkynningu Eisenhowers í kvöld er komist svo að orði, að amerískar hersveitir berjist nú um virki Sigfried línunnar á ýmsum stöðum og sæki að varn- arvirkjunum. — í herstjórnartilkynningu Hitlers í dag er í fyrsta skifti talað um, að þýsk borg sje í hættu. Er sagt að bandamenn reyni að brjótast í gegnum varnar- virki Þjóðverja í áttina til Aachen. Kona, sem var að inn, kveikti í heilu þorpi KAIRO í gær: — Kona, sem var að elda kvöldmatinn fyrir fjölskyldu sína, varð völd að eldsvoða, sem kveikti í heilu þorpi. 19 manns ljetu lífið í eldsvoðanum og 48 særðust. — 200 hús brunnu til ösku. Þetta slys varð í þorpinu Kom el Hamid, í Girgahjeraði í Efra-Egyptalandi. Konan, sem var að elda mat- inn fór óvarlega með eld og komst eldur í baðmullarstakk. Innan klukkustundar stóð þorp ið í ljósum logum. Ríkisstjórn Egyptalands hef- ir gert ráðstafanir til að hjálpa fólkinu, sem misti allar eigur sínar í eldsvoðanum. — Reuter. Hungursneyð á ítalíu: BeðiS um hjálp frá UNRRA WASHINGTON í gær. — Fje lagsskapur ítala og Bandaríkja manna í Ameríku hafa farið fram á að nú þegar verði send meiri hjálp til Italíu. Er full- yrt, að hungursneyð ríki nú í landinu. Er beðið um að UNRRA, hjálpar- og endur- reisnarstofnunin, sendi nú þeg ar hjálp. Erfiðleikar eru þó á þessu vegna þess, að ekki er gert ráð fyrir að hjálp frá UNRRA nái til landa óvinaþjóða hinna sam einuðu þjóða, nema með sjer- stöku samþykki aðalráðs UNRRA. — Reuter. Bandamenn við Aachen Frjettaritarar síma í kvöld, aS hersveitir Bandaríkja- manna sjeu nú komnar að hæðum, þar sem þeir sjá tii Aaehen. En víðar sækja banda menn að þýsku landamærun- og ei-u bardagar einna harð- astir við Moselle, þar sem hersveitir Pattons hafa átt í hörðum bardögum. Moselle er aðalvarnalínan Þýskir fangar, sem teknir hafa verið í bardögum við Moselle segja, að þýska her- stjórnin leggi alt kapp á að verja stöðvar sínar við fljótið, því það sje aðalvarnalína bandamanna, en ekki Sigfreid- línan. Þetta kann að skýra kapp það, sem Þjóðverjar hafa lagt á að verja stöðvar sín- ar við Moselie. Hafa þeir þar virvaldslið og tefla fram öilu, sem þeir eiga til. Þjóðverjar hafa enn nokkur trygg virki á vesturbakka fljótsins og hafa gert þar gagnáhlaup, en orðið fyrir miklu tjóni. í einu gagnáhlaupi mistu þeir 56 skriðdreka. Rarist er á 160 km. víg- svæði, eða alt frá landamœr- um Luxembourg og austur að Nancy. Hersveitir Pattons hafa enn farið yfir Moselle á. nokkrum stöðum. Bretar unnu orustuna um Albertskurðinn Bretar hafa unnið orustuna um Albertskurðinn og sækja nií fram í áttina til þýsku iandamærana. Era bresku hersveitirnar mi um Ifi km. frá landamærunum. Sóknin inn í Holland. Breskar og kandiaskar her- sveitir sækja nú meðfram vinstra fylkingararmi annars breska hersins inn yfir landa- mæri Hollands. Ekki er getið í Framh. á 2. síðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.