Morgunblaðið - 14.09.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.09.1944, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudag'ur 14. sept. 1944. Leikur kommúnista mé verka- menn í Hafnarfirði KOMMÚNISTARNIR sem stjórna Verkamannafjei. Hlíf í Hafnarfirði eru deild úr komm únistaflokknum, sem vinna markvist að því að koma at- vinnulífi landsmanna á knje. Hafnarfjarðarbær er best stæða bæjarfjelag landsins, meðal annars vegna þess að þar hafa atvinnuvegirnir blómgast og goldið miljónir í bæjarsjóð- inn. Atvinna hefir verið nægj- anleg og hagur alls almennings •yfir höfuð góður. Kommúnistar eiga engan mann í bæjarstjórn, svo þeir hafa ekki þar getað komið við skemdarstarfsemi sinni. Eini möguleikinn til skemdarstarfsemi var að ná tökum í verkalýðsfjelögunum í bænum. Tókst þeim að ná tök- um á verkamannafjel. Hlíf. — JTormaður Hlífar, sem telur sig •óflokksbundinn, er handbendi kommúnista, bæði í stjórn Hlíf- ar og Alþýðusambandsins. Kommúnistar hafa innan sinna vjebanda svokallaða leynifje- laga, og er ekki annað sjáan- legt en að hann sje einn af þ>eim. Eru þessir fjelagar taldir vænlegri til að blekkja menn en yfirlýstir kommúnistar. Síðastliðinn vetur- feldu hafn firskir verkamenn með at- kvæðagreiðslu að segja upp samningum, þrátt fyrir áróður stjórnar Hlífar um að gera það. I síðastliðnum mánuði tókst stjórn Hlífar að fá hafnfirska verkamenn til að segja upp samningum. Hjelt stjórn Hlíf- ar uppi áróðri um að segja upp samningum, svo hægt væri að samræma þá við Dagsbrúnar- samninginn. Smalaði stjórn Hlíf ar mönnum til atkvæðagreiðsl- unnar og voru það aðallega þeir menn sem nú halda áfram vinnu með taxta gamla samn- ingsins, sem samþyktu að segja upp samningnum. Þegar atvinnurekendur buðu strax sama kaup og kjör og í Reykjavík, hafnaði stjórn Hlíf- ar því og blekti síðan verka- menn til að samþykkja það á fundi. En verkamenn vissu þá ■ekki að stjórn Hlífar hafði ætl- að sjer að láta verkfallið bitna aðeins á nokkrum hluta verka- mannanna, en aðrir ættu að halda áfram vinnu, upp á sama kaup og kjör og áður en samn- ingnum var sagt upp. Aðeins J>eir sem unnu við framleiðsl- una og aðra vinnu fyrir Hafn- firðinga áttu að heyja verkfall- ið. Að vonum urðu þeir veika- menn, sem þannig voru gabb- ■aðir, sáróánægðir og Ijetu stjórn Hlífar heyra það og þá sjer- •staklega formanninn. En hann hefir nú sínar skoðanir á hlut- unum og álítur að hans skoðun eigi að vera skoðun verkamann anna. Þó þorði hann ekki ann- að en boða til fundar til að friða % verkamennina. Kvaddi hann •sjer til aðstoðar áróðurs Jíommúnista til að telja verka- mönnum trú um að alt væri í -stakasta lagi og um að gera væri að halda áfram verkfall- inu og var það samþykt. Þó 2>eim hafi tekist að blekkja verkamenn í bili, þá munu þeir átta sig fljótt og láta ekki hafa sig áfram að leiksoppi, því nú er bert að verkfallið er ekki um kaup og kjör verkamanna, heldur tilraun til þess að nota þá sem peð á skákborði póli- tískra spekulanta. Formaður sjómannafjelags Hafnarfjarðar, sem er komm- únisti, gengur nú berserksgang og vill fá sjómenn til þess að gera samúðarverkfall, en þeir neita, og benda á að þeir sjeu ráðnir upp á sömu kjör og gilda í Reykjavík, en það er það sem hafnfirskum verkamönnum stendur nú til boða. Þótt for- maður sjómannafjelags Hafn- arfjarðar standi í nokkurri þakklætisskuld við formann Hlífar, fyrir það að hann kom honum í Síldarútvegsnef nd, vilja sjómenn ekki borga þann greiða fyrir hönd formanns síns, svo dýru verði sem það er, að stöðva atvinnu sína. En svona liggja þræðirnir víðar, það eru kommúnistar, sem ætla að tefla sína pólitísku refskák með verkamenn og sjómenn, til ávinnings fyrir sjálfa sig. Það mun nú ekki takast öllu lengur, því verkamenn sjá í gegnum blekkingarvefinn. Vestur- vígstöðvarnar Framh. af 1. síðu. fregnum hvað þessum hersveit um gengur, eða hve langt þær eru komnar. Þjóðverjar innikróaðir. Þriðji og sjöundi herinn amer íski hafa nú náð saman í Aust- ur-Frakklandi ofarlega við Signu. Eru hersveitir banda- manna um 16 km. frá Belfort. Úndanhaldsleiðir Þjóðverja, sem enn eru í Suður- eða Norð ur-Frakklandi eru þar með lok aðar. Talið er að allmikið sje af þýskum hermönnum á víð og dreif í Frakklandi. Heima- herinn franski hefir verið að týna þá saman hingað og þang að. í fyrradag afhentu Frakkar Bandaríkjahernum 18.000 þýska fanga og í dag bættu þeir 7000 þýskum föngum við. 320.000 fangar. Þrír amerískir herir, sá 1., 3. og 7. hafa samtals tekið 320.000 þýska fanga frá því innrásin í Frakkland hófst. Þetta var op- inberlega tilkynt í -herstjórnar tilkynningu Eisenhowers í kvöld. 6 herír handamanna í Frakklandi. Það var tilkynt opinberlega í dag, að nýr amerískur her berjist í Frakklandi. Er það 9. ameríski herinn undir stjórn Williams Simpson hershöfð- ingja. Er þá vitað um sex heri bandamanna, Sem berjast í Frakklandi. A. .4. 3. ársfundur presta og kennara SUNNUDAGINN 10. sept. var settur þriðji ársfundur presta, kennara og annara leikmanna. —- Hófst fundurinn með guðsþjónustu í Akureyrar kirkju kl. 1 e. h. Prjedikun flutti sr. Halldór Kolbeins, að Mælifelli, en vígslubiskup Friðrik Rafnar þjónaði fyrir alt ari. Klukkan 4 var settur fund- ur í kapellu kirkjunrrar, af for- manni undirbúningsnefndar, Friðriki A. Friðrikssyni, pró- fasti í Húsavík. Kvaddi hann til fundarstjóra Snorra Sigfús- son, skólastjóra, en fundarrit- ara Hannes J. Magnússon, kenn ara. Sjera Páll Þorleifsson, á Skinnastað, flutti erindi, er hgnn nefndi: Fjórðungsbanda- lag Norðlendinga. — Kom hann þar fram með þá tillögu að fundurinn hefði forystu í um stofnun Fjórðungssambands í Norðlendingafjórðungi. Skyldi höfuðhlutverk þess vera að vinna að framfara- og menn- ingarmálum á Norðurlandi, bæði á sviði verklegra fram- kvæmda og einnig í uppeldis- málum skóla og kirkjumálum. Kosin var þriggja manna nefnd til að leita samvinnu við sýslu nefndir og bæjarstjórnir um að hrinda hugmynd þessari í framkvæmd. Kosnir voru í nefndina: Sjera Páll Þorleifs- son,.Skinnastað, Snorri Sigfús- son, skólastjóri og Friðrik J. Rafnar, vígslubiskup. Klukkan 9 um kvöldið flutti sr. Benjamín Kristjánsson, Laugalandi, erindi, er hann nefndi: Rörnin og Guðsríki. — Snjallt erindi og' merkilegt um uppeldis- og kristindómsmál. Fyrri hluta mánudags, fóru svo fram umræður um áður- nefnd erindi og voru margar snjallar ræður fluttar. Klukk- an 1 e. h. var tekið fyrir málið: Hvert stefnir? Frummælendur voru Friðrik J. Rafnar, vígslu- biskup og Egill Þorláksson, kennari. Bæði þessi erindi fjöll uðu um kristindóms- og upp- eldismál og urðu um þau mikl- ar umræður. Mættur var á fundinum bisk upinn yfir íslandi, herra Sigur- geir Sigurðsson og flutti hann snjallt ávarp til fundarins. A mánudagskvöld fór fram sameiginleg kaffidrykkja, að Hótel Gullfoss. Voru þar flutt- ar margar ræður, en þess á milli var sungið. Fundinn sátu 14 prestar, 15 kennarar og allmargt annara leikmanna, m. a. Pjetur Sig- urðsson, erindreki. Næsti fundarstaður var á- kveðinn. Verður hann að Hól- um í Hjaltadal, á næstkomandi sumri. I undirbúningsnefnd fyrir fundinn, voru kosnir: sjera Björn Björnsson, Vatns- leysu, sjera Halldór Kolbeins, Mælifelli, Jón Þ. Björnsson, skólastjóri, Sauðárkróki, Guð- rún Sveinsdóttir, kenslukona og Herselía Sveinsdóttir, kenslu kona. Friðarsamningar bandamanna og Rúmena London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. í ÚTVARPI frá Moskva í kvöld voru lesnir friðarskilmálar milli Rússa, Breta og Bandaríkjamanna annars vegar og Rúm- ena hins vegar, sem undirritaðir voru í dag. Samkvæmt friðarsamningunum skal kynþáttaofsóknum í Rúmeníu hætt og úr gildi numin öll sjerrjettindasvifting. Rúm- enar skulu greiða Rússum í skaðabætur vörubirgðir fyrir 74 milj. sterlingspund. Skaðabæturnar sjeu að fullu greiddar innan sex ára. Friðarsamningarnir kveða svo á: 1) Rúmenar skulu berjast við hlið bandamanna gegn Ung verjum og Þjóðverjum til þess að endurvinna fullveldi sitt. — Rúmenar skulu leggja fram til hernaðarins að minnsta kosti sex fótgönguliðsherdeildir á- samt liðsauka. Herstjórn Rússa skal hafa yfirstjórn als herafla Rúmena, að flugher og flota meðtöldum. 2) Rúmenar skuldbinda sig til að afvopna og kyrrsetja alla þýska og ungverska hermenn á rúmenskri grund og kyrr- setja einnig borgara Þýska- lands og Ungverjalands. 3) Rúmenar skulu tryggja hersveitum Rússa og annarra bandamanna frjálsar ferðir um Rúmeníu, eftir því sem hern- aðarþarfir krefja. Rúmenar skulu greiða fyrir ferðum her sveitanna með því að fá þeim til umráða á sinn kostnað öll samgöngutæki á landi, sjó og í lofti. 4) Landamæraákvæði Rússa og Rúmena, sem sett voru með samkomulagi þjóðanna 28. júní 1940, skulu standa óbreytt. 5) Rúmenar tafarlaust láti lausa alla stríðsfanga banda- manna og kyrrsetta borgara bandamanna óg sjái um flutn- inga á mönnum þessum til rúss neskra hernaðaryfirvalda, sem síðan skulu sjá um, að þessir menn komist heim. Rúmenar skuldbindi sig til að.sjá stríðs föngum bandamanna og kyrr- settum borgurum fyrir öllum þörfum frá því er friðarsamn- ingarnir eru undirritaðir og þar til mennirnir eru komnir heim. 6) Rúmenar skulu þegar láta lausa alla þá menn, hverr- ar þjóðar sem þeir eru, sem settir hafa verið í fangelsi fyr- ir störf í þágu bandamanna eða samúð í þeirra garð. Öll rjett- indasvipting í garð þessara manna skal úr gildi numin. 7) Rúmenar skuldbinda sig til að afhenda Rússum að her- fangi allar hergagnabirgðir Þjóðverja og samherja þeirra, sem nú eru á rúmenskri grund. Einnig skipakost þessara aðilja sem fyrirfinnst innan land- helgislínu Rúmeníu. 8) Rúmenar skuldbinda sig til að koma í veg fyrir, að hvers konar fjármunir þýska og ungverska ríkisins eða borg ara þeirra ríkja sjeu fluttir frá Rúmeníu eða teknir eignar- námi. Rúmenar skulu hafa umsjón með fjármunum þess- um. 9) Rúmenar skuldbinda sig til að afhenda þandamönnum (Rússum) öll skip, sem þeim tilheyra, en nú eru stödd í höfn um Rúmeníu, án tillits til þess, hver hefir eftirlit með skipun- um. Skip þessi skulu notuð í þágu bandamanna í stríðinu gegn Þjóðverjum og Ungverj- um. Síðan skulu skip þessi af- hent rjettum eigendum. Rúmen ar bera ábyrgð á öllu því tjóni sem á ofangreindum fjármun- um kann að verða, þar til þeir eru fengnir Rússum í hendur. 10) Rúmenar skulu reglulega greiða fje í rúmenskri mynt til hernaðaryfirvalda Rússa til að standa straum af kostnaði við störf þeirra (hernaðaryfirvald anna) og einnig fá þeim til um ráða, ef þörf krefur, iðnver, orkuver, eldsneyti, matarbirgð ir o. s. frv. Kaupskip Rúmena skulu háð eftirliti Rússa og not uð í þágu bandamanna. 11) Rúmenar skulu ekki þurfa að greiða Rússum fullar skaðabætur fyrir tjón það, er þeir hafa valdið þeim, vegna þess, að Rúmenar hafa ekki ein ungis lagt niður vopnin í bar- áttunni gegn bandamönnum, heldur einnig gengið í lið með þeim í stríðinu við Þjóðverja og Ungverja. Rúmenar skulu á sex árum greiða Rússum 300 milj. amerískra dollara í vöru- birgðum. í öðrum ákvæðum friðar- samninganna er Rúmenum gert að bæta öðrum bandamönn um en Rússum tjón það, sem þeir hafa orðið fyrir. Tjón á járnbrautarsamgöngul. farar- tækjum, byggingum og öðrum opinberum eignum Rússa, skulu Rúmenar bæta. Rúmen- um er gert að fá borgurum bandamanna aftur í hendur ó- skertar eignir þeirra, handtaka stríðsglæpamenn og leysa upp nasistaflokka og aðra flokka, sem eru bandamönnum fjand- samlegir. Útgáfa blaða og tímarita, póstur. og sími í Rúmeníu skulu háð eftirliti Rússa. Stjórnir 19 bandamanna ríkja álíta Vínarsamþyktina ó- gilda og eru sammála um, að mestur hluti Taransylvaniu eða hún öll skuli aftur fengin Rúmenum í hendur. Friðarsamningarnir öðlast gildi strax og þeir hafa verið undirritaðir. Mussolini fær nýtt hús. London: — Fregnir hafa bor ist um það, að verið sje að reisa Mussolini nýjan, vandaðan og víggirtan^bústað nærri Bercht- esgáden, heimili Hitlers. —. Guðmundur Sigmarsson vjel- gæslumaður við fyrstihúsið h. f. Frost, Hafnarfirði, hefir óskað þess getið, að gefnu tilefni, að formaður Hlífar hafi aldrei farið frani á, að hann (Guðmundur), legði niður starf sitt hjá frysti- húsinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.