Morgunblaðið - 14.09.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.09.1944, Blaðsíða 4
 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 14. sept. 1944. ÞÓRARINIM JONSSON hrenpstj. «i fyrv. alja. Ijaltabakka í DAG er til moldar borinn á Blönduósi í Húnavatnssýslu Þórarinn Jónsson hreppstjóri og fyrv. alþingismaður á Hjaltabakka. Hann var fædd- ur í Geitagerði í Skagafirði 6. febr. 1870. Foreldrar hans voru Jón Þórarinsson síðast bóndi á Halldórsstöðum á Langholti í Skagafirði, f. 26. ág. 1843, d. á Halldórsstöðum 22. ág. 1881, gáfumaður og góður hagyrð- ingur. Faðir Jóns á Halldórs- stöðum var Þórarinn bóndi á Grófargili í Skagafirði, sonur síra Jóns Guðmundssonar, prests á Hjaltastað í Múlasýslu og konu hans Margrjetar Stef- ánsdóttur, systur Einars stud. og umboðsmanns á Reynistað, föður Katrínar, móður Einars skálds Benediktssonar. Jón Þórarinsson á Halldórsstöðum og Einar Benediktsson voru því þrerrienningar að frændsemi. Kona Þórarins á Grófargili og móðir Jóns Þórarinssonar var Elísabet dóttir Magnúsar Magnússonar bónda í Garði í Hegranesi og konu hans Mar- grjetar Sigurðardóttur, af ætt Asverja; eru þetta alkunnar og ágætar skagfirskar bænda- ættir. Elíáabet var mikilhæf tápkona, hún var systir Magn- úsar bónda í Holti í Svínadal, móðurföður þeirra Magnúsar sál. Guðmundssonar ráðherra og Magnúsar Pjeturssonar bæjarlæknis í Reykjavík, og ennfremur systir Stefáns, föð- ur Magnúsar sál. kaupm. og bónda á Flögu í Vatnsdal. Kona Jóns Þórarinssonar og móðir Þórarins á Hjaltabakka var Margrjet (f. 27. maí 1835, d. 26. jan. 1880) Jóhannsdótt- ir bónda á Kjartansstöðum í Skagafirði Guðmundssonar bónda í Litlugröf Einarssonar; er þetta einnig dugmikil, skag- firskt bændaætt. Þótt hjer sje ekki lengra rakið er augljóst, að Þórarinn var af góðu bergi brotinn og þó all ólíku. Að honum stóðu hæfileikamenn í allar áttir, þar á meðál góðir hagyrðingar, menn nokkuð reikulir í ráði og gleðimenn, en einnig margir fastlyndir menn og óvægnir, ef því var að skifta, sem ekki ljetu hlut sinn, hver sem í hlut átti. Þeim, sem þektu Þórar- inn best, kenrHir það ekki á ó- vart, að hann átti til slíkra að telja. Þórarinn misti ungur for- eldra sína, og gekk Elísabet amma hans honum í móður stað. Hann stundaði nám við búnaðarksólann á Hólum og útskrífaðist þaðan 1890. V arð kennari við skólann frá 1893— 96. Bústjóri á Hjaltabakka frá 1896—99, bóndi á Hjaltabakka frá 1899 -til dauðadags. Þórarinn bjó jafnan snotru búi. Hann bygði á jörð sinni eitt af fyrstu steinsteyptu íbúð arhúsunum í Húnavatnssýslu og bætti hana á fleiri vegu. Jafnframt kom hann upp stór- um barnahóp. Auk bústarfa hlóðust snemma á hann marg- vísleg trúnaðarstörf innan hjer aðs. Þannig var hann hrepps- nefndaroddviti frá 1900—1920, hreppstjóri frá 1906. Sáttamað- ur yfir 30 ár. í fræðslunefnd frá 1908—30 og lengst formað- ur hennar. í stjórn Kvennaskól ans á Blönduósi mjög lengi og form. hennar frá 1920 og síð- an. í stjórn sjúkrahússins á Blönduósi í mörg ár. Skipaður í yfirfasteignarmatsnefnd Húna vatnssýslu 1927 o. fl. Störf þessi mun hann hafa- rækt af áhuga og samviskusemi, og ájerstaklega er mjer minnis- stæður áhugi hans og um- hyggja fyrir hag kvennaskól- ans á Blönduósi. Þess varð ekki langt að bíða, að Þórarinn yrði einnig lands- kunnur. Árið 1905, eftir að stjórnin var flutt inn í landið, kvaddi Hannes Hafstein þáver. ráðherra Þórarinn til að taka sæti á Alþingi sem konung- kjörinn alþingismann og full- trúa bændastjettarinnar. Þetta kjör sýnir best, hvers álits Þór- arinn naut þá þegar, því Hann- es Hafstein átti að þessu sinni kost á að velja úr öllum álit- legustu bændum Heimastjórn- arfl., er ekki sátu á þingi. Það mun hafa verið Hermann Jón- asson, áður skólastj. á Hólum og þáver. þingm. Húnv., er fyrstur benti Hannesi Hafstein á Þórarin. Hermann var sam- kennari og vinur Þórarins frá búnaðarskólanum á Hólum og þekti því manna best hæfileika hans. Tveim árum síðar (1907) vakti Þórarinn enn athygli al- þjóðar, er hann sagði af sjer þingmensku. Varð þá öllum ljóst, að hjer var á ferðinni maður, sem vildi ráða sjer sjálfur, skoðunum sínum og atkvæði og kaus heldur að af- sala sjer þingmensku en að beygja sig. Hann var kosinn alþm. Húnv. 1911 og sat á Al- þingi 1911—14 og 1916—23 fyrir Húnavatnssýslu, og fyrir V.-Húnav. frá 1923—27, eftir að kjördæminu var skift. Þórarinn var atkvæðamaður á þingi, mælskur og mikilhæf- ur, skapstór og Ijet ekki hlut sinn, víð hvern sem var að eiga. Hann átti lengi sæU í fjárveitinganefnd Nd. og var framsögumaður hennar á mörg um þingum. Hann var fram- sögum. launamálanefndar 1919 og var viðbrugðið skörungs- skap hans og víðsýni. Einnig má nefna, að hann hafði fram- sögu af hendi landbúnaðar- nefndar Nd. um jarðræktar- lögin, er þau voru fyrst sett 1923. Hann Ijet mörg önnur þjóðmál til sín taka, einkum landbúnaðarmál, fjármál og samgöngumál. Þórarinn var meðalmaður á hæð, vel vaxinn og snarlegur, fríður í andliti og svipurinn einbeittur, skapið mikið og maðurinn ekki ávalt mjúkur viðkomu, en gleðimaður í góðra vina hóp og þá oft hrók- ur alls fagnaðar, prýðilega hag mæltur sem faðir hans, en hjelt því lítt á lofti. Hann var íþróttamaður á yngri árum, þar á meðal ágætur glímumað- ur og mikill og áhugasamur veiðimaður. Um Þórarin má með sanni gegja, að hann var vel að sjer gjör um flesta hluti. Hann var sæmdur riddara- krossi Fálkaorðunnar. Þann 16. júní 1899 gekk Þórarinn að eiga Sigríði Þor- valdsdóttur Ásgeirssonar síðast prests að Hjaltabakka. Var hjónaband þeirra að sögn kunn ugra manna til fyrirmyndar. Þau eignuðust 11 mannvænleg börh, er upp komust, og eru 10 þeirra á lífi. Sigríður andaðist 17. maí s.l. Varð því skamt milli þeirra hjónanna. Þórarinn ljest að heimili sínu Hjaltabakka 5. sept. s.l., 74 ára að aldri. Hann hafði þá lokið dagsverkinu að mestu, en á- huginn var sami og áður. Vin- um hans verður hann ógleym- anlegur. Jeg vil að endingu taka hjer upp orð forseta Nd., er hann mintist hans á Alþingi: „Með Þórarni Jónssyni er til moldar hniginn einn hinna merkustu manna í íslenskri bændastjett“. Ritað á Alþingi 14. sept. 1944. Jón Sigurðsson, Reynistað. Þjóðverjar í vand- ræðum með her- sveitirnar í Norður- Noregi Frá norska blaða- fulltrúanum. FRÁ SVÍÞJÓÐ berast þær frjettir, að margar þýskar her- sveitir sjeu fluttar frá Norður- Finnlandi til Austur-Finnmerk ur í Noregi. Hvort sem Þjóð- verjar ætla sjer að hafa þessar hersveitir áfram í Norður- Noregi eða flytja þær suður á bóginn, eiga þeir við mikla erfiðleika að etja. Húsnæðis- leysið er gífurlegt og engar lík ur til að úr því verði bætt áður en vetrar. Rússar halda uppi stöðugum loftárásum á her- sveitirnar. Hins vegar skortir Þjóðverja einnig farartæki, ef þeir ætla sjer áð flytja her- sveitirnar suður á bóginn. Sem stendur er það miklum erfið- leikum bundið fyrir Þjóðverja að flytja hersveitirnar sjóleið- is. Og þá er ekki um nema eitt að ræða: að láta hersveitirn- ar fára gangandi suður á bóg- inn. Og það getur ef til vill orðið hvað mestum erfiðleik- um bundið. _ ___ Virkjagerð Þjóð- verja í Danmörku ÞJÓÐVERJAR hafa byrjað varnarvirkjagerð í Danmörku. Virkin liggja frá Esbjerg með fram Kongeaa til Vandrup og þaðan til Kolding. Þýskir borgarar í Danmörku sem kvaddir voru til vinnunn- ar, komu til starfsins fyrir nokkrum dögum síðan, en hin- ar fyrstu þýskra kvenna, sem kvaddar voru til vinnunnar, lögðu af stað til vinnustöðv- anna í gær (10. sept.). Verkamennirnir eru kvadd- ir til vinnunnar að dönskum yfirvöldum fornspurðum. ■— Verkafólkið er látið hafast við í skólahúsum og samkomuhús- um. (Ur danska útvarpinu hjer). Skilin í þriðja sinn. London: — Kvikmyndaleik- konan Lana Turner hefir feng- ið skilnað frá manni sínum, Stephen Crane, kaupsýslu- manni í New York. Þetta er í ^iriðja skifti, sem hún skilur við þenna sama mann. Sagnakver lil minn- ingar um Símon Dalaskáld KOMIÐ er á bókamarkaðinn „Sagnakver, helgað minningu Símonar Dalaskálds", en um þessar mundir eru 100 ár liðin síðan Símon fæddist. Efninu í kverið hefir Snæbjörn Jónsson bóksali safnað. í kverinu eru 49 sagnir víða af landinu og um ýmsa kunna menn, og merka. Útgefandi er Leiftur h. f., en kverið er prentað á Akureyri í Prentverki Odds Björnssonar. Handrit Sibeliusar eyðilögð. LONDON: Finnska útvarpið skýrði frá því fyrir skömmu, að mest af hindritum hins fræga finnska tónskálds, Sibel- íusar, hefði eyðilagst í loft- árás. Voru þar á meðal hand- ritin að ýmsurp hinna fræg- ustu verka tónskáldsins. <$^K$>^>^3>3>3x$>3>^^K$x§K£<$x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$K$K$x$x£<$x$*$x$xíx$x§x$>3x$><$x$x$x$xí>«j> Vandað ein býlishús f við Langholtsveg til sölu. Nánari uppl. gefur GUÐLAUGUR ÞORLÁKSSON Austurstræti 7. — Sími 2002. ^<$<$x$x$>^k$x$x$>3x$x$x$x$x$x$x$x$xíx$x$x$x$x$x$x$x$x®x^<$x£<»3x$x$x^$x$k$x$x$x$x6>3><$x^ Sendisveinn f - w w óskast 1. októher til sendiferða á skrifstofu- í Miðbæn- 4 w !| um. Tilboð sendist Morgunblaðinu fyrir 19. þ. inán. % merkt „Svar“. ‘jk <$K$X$X$X$X$X$X$X$X$><$XSX$X$>^<$X$X$XSX$X$XS><$><3><S><SX$><$><S><M>44<$><$X$XS><$XS><$XSX$X$XS><$X$X$> «X$X$>^X$X$>^><$X$>^X$>^X$X$X$X$>^^<$^><$><$><$X$X$><$X$X$><$><$X$X$X$><$X$><$>^,^>^X$X$><$X$><$^X^ Agætt steinhúsf í Ólafsvík til sölu I <fo Nýlegt- steinhús í Ólafsvík (læknishúsið) | í ágætu ástandi og með nýtísku þægindum, er I til sölu nú þegar, ef viðunandi boð fæst. f Nánari upplýsingar gefur undirritaður, | sem veitir kauptilboðum móttöku til 22. þ. I m. — Rjettur áskilinn til að hafna öllum til- | boðum, eða taka hverju sem er. % | Gunnar Þorsteinsson Hrl. i v> Thorvaldsensstræti 6. Sími 1535 <« w <$^X$><$X$^X$X$X$XJX$X$X$>#^X$X$X$^X$X$X$^X$X$X$X$X$X$X$X$^X$X$><$X$X$^^X$>«^X$X$X$4> © % ^SI* isnus til sölu. Nánari upplýsingar gefur GUÐLAUGUR ÞORLÁKSSON Austurstræti 7. — Sími 2002. <^<®X^$>^x$X$^<$X$X$X$X$X^<$X$X$X$X$X$X$X$X$X$X$X$K$XÍ><$X$X$X$X$X$^>^^X$X$X$K$X$X$><$X$>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.