Morgunblaðið - 14.09.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.09.1944, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 14. sept. 1944. — Vöxtur Framh. af bls. 7. að ljúka erlendis. Gert er ráð fyrir fjögurra til fimm ára námi í deildinni. Máladeild: Haustið 1941 var hafin heil- steypt tungumálakennsla við háskólann til undirbúnings BA prófi (Bachelor of Arts). Eru kennd þar ýms helstu tungu- málin og gert ráð fyrir þriggja ára námi. Tannlæknadeild: Kennsla í tannlækningum er enn ekki hafin, en undirbún- ingi öllum lokið, og mun kennsla í deildinni hefjast þeg ar á næsta skólaári, ef nem- endur verða fyrir hendi. Stúd- entar, sem innritast í þessa deild, verða að hafa lokið mið- hlutaprófi í læknisfræði. Tann læknanámið sjálf tekur senni- lega tvö ár. Undanfarin ár hafa einnig verið haldin ýms minniháttar námskeið í háskólanum, auk þess, sem háskólakennarar hafa haldið uppi allvíðtækri fyrirlestrastarfsemi fyrir al- menning. Stúdentsprófsmentunar er krafist til undirbúnings lyfja- fræðinámi. Eðlilegast virðist því, að tengja það nám við há- skólann, og lyfjafræðistúdent- ar hljóti þar sömu rjettinda sem aðrir háskólastúdentar, en af einhverjum' einkennilegum ástæðum hefir lyfjafræðinám- inu ekki enn verið komið á þann sjálfsagða grundvöll. Hjer hefir aðeins verið sikl- að á því stærsta í hinni auknu starfsemi háskólans. — Yfirlit þetta ætti þó að nægja til þess að sýna fram á það, að háskól- inn og forráðamenn hans vilja af einlægni leitast við að reyn*- ast hlutverki sínu vaxnir og verðugir trausts þjóðarinnar. Með stofnun lýðveldisins leggjast háskólanum sem æðstu menntastofnun þjóðar- innar nýjar og auknar skyldur á herðar. Það er hans hlutverk að vera merkisberi hinnar æðri menntunar í landinu, og honum ber að gæta þess, að ís- lenskir embsettismenn standi aldrei að baki starfsbræðrum sínum í öðrum löndum, hvað menntun og þekkingu snertir. — Um skyldur stúdentanna spjálfra við þjóð sína væri Háskólans vert að ræða ítarlega, en þess gefst ekki kostur hjer. En til þess að háskólinn geti rækt starf sitt til hlýtar, verður þing og stjórn að gæta þess, að fjárhagserfiðleikar verði honum ekki fjötur um fót, jafnframt því að telja verð ur mjög varhugavert, að pólit- ískir valdhafar hafi veruleg áhrif á embættaveitingar við háskólann. Það hlýtur að vera krafa æskunnar í landinu, að við há- skólann sjeu kenndar eins margar námsgreinar á kostur er á, svo að allir íslenskir náms menn, sem af fjárhagserfiðleik um eða öðrum ástæðum eiga þess ekki völ að leita menntun ar erlendis, geti hjer heima hlotið þá fræðslu, er þeir óska sjer. dagnús Jónsson, stud. jur. Greifinn af Monte (hristo Herra ritstjóri! Vinsamlegast ljáið eftirfar- andi línum rúm í heiðruðu blaði yðar: í Morgunblaðinu 10. sept., segir í grein, sem nefnist „Greif inn af Monte Christo er kom- inn út á íslensku“. Það er næst um furðulegt, að Greifinn af Monte Christo skuli ekki hafa komið út á íslensku fyrir löngu“ o. s. frv. Greinin fjall- ar um útgáfu Bókaútgáfunnar Norðra á sögunni, í þýðingu eft ir Olaf Þ. Kristjánsson, kenn- ara. Það, sem jeg óska að fá tek- ið fram, er þetta: Jeg undirritaður hóf útgáfu umræddrar sögu fyrir mörgum árum og hafa fyrstu tvö bindi sögunnar verið endurprentuð, en sagan kom út í als 8 bind- um, og var útkoma lokabindis- ins auglýst í blaðinu ísafold snemma í þessum mánuði, og áður en útgáfa sú, sem minst er á í blaði yðar, var komin á markaðinn. — Auk þess mætti drepa á, að fyrri bindi sögunn- ar hafa ásamt öðrum bókum mínum verið auglýst í ísafold iðulega, enda hefi jeg auglýst í því blaði um langt árabil. Með þökk fyrir birtinguna. Virðnigarfyllst Axel Thorsteinson. Landvarnamenn Noregs draga úr framleiðslunni. Frá norska blaða- fulltrúanum. FRÁ OSLÓ berst sú fregn, að forgöngumenn norskra heimavarna hafi nýlega sent út fyrirskipun um það, eða til- mæli, sem svar við þeirri ráð- stöfun Terbovens „Gau-leið- toga“, að minka skuli matar- skamt flestra Norðmanna um 6%. En Terboven sagði, að á- kvörðun þessi væri tekin vegna þess, að norskir föðurlandsvin ir tóku traustataki 75 þús. nýja skömtun-arseðla á bíl í miðri Osló. Menn voru í Noregi við því búnir, að Þjóðverjar myndu ætla að minfya matarskamtinn. Því þeir hafa altaf rænt norsku þjóðina matvörum og gera það enn. Nú hafa þeir notað þessa á- tyllu til þess að koma því í framkvæmd, sem þeir .ætluðu sjer hvort eð var. Nasistayfirvöldin hafa gefið til kynna, að allir þeir æsku- menn, sem hliðruðu sjer hjá að koma til nauðungarvinnunnar, skyldu enga skömtunarseðla fá. Átti með því að reyna að svelta þá til hlýðni. Þessvegna töldu landvarnarmenn nauðsyn legt að ná í þessa 75 þúsund skömtunarseðla. I fyrirmælum þeim, sem þeir nú hafa gefið út, er sagt, að úr því nasistar hafa minkað mat- arskamtinn handa því nær allri þjóðinni, þá skuli fram- leiðsla öll, sem á einhvern hátt keraur Þjóðverjum að gagni, a.m.k. minkuð að sama skapi. Frú Windsor veik. LONDON: Hertogafrúin af Windsor veiktist nýlega mjög alvarlega og var ekki hugað líf um tíma. Hún er nú á góð- um batavegi og mun, er hún hefir þrek til, leggja í skemti- ferð sjer til hressingar. Skautamær sektuð. LONDON: Cecilia Coolodge, skautadrottning Englands, hef- ir verið sektuð um allmikla upphæð fyrir að gefa ekki gaum að umferðarljósum á fjölförnum krossgötum í Lon- don fyrir skemstu. BRJEF: Athugasemd frá innkaupasam- bandi rafvirkja Herra ritstjóri! FJÓRAR HEILDVERSLAN- IR hjer í Reykjavík, sem virð- ast hafa valið sjer það hlutverk meðan lítið er að gera við inn- flutningsverslunina, að leið- rjetta þær frjettir, sem blöðin hafa flutt undanfarna daga, af stofnun Innkaupsambands raf- virkja h.f., fara af stað með þetta verk sitt í dágblaðinu Vísi í gær og árjetta það í Al- þýðublaðinu í morgun. Af því að heildverslanir þessar vilja láta líta svo út, sem það er sagt var í frjett blaðanna um fjölda þeirra rafvirkja sem að sam- bandinu standa, sje stórkost- lega falsað; sjáum við okkur til neydda að gefa eftirfarandi upplýsingar: Að hlutafjelaginu Innkaupa- samband rafvirkja standa 24 rafvirkjafyrirtæki víðsvegar á landinu, en ekki 12, eins og heildverslanirnar halda fram. En hinsvegar skrifuðu aðeins 12 af þessum aðilum undir stofnsamninginn og var firmað tilkynt þannig, að þó stæði þar á eftir opið fyrir nýjum með- limum. Alls munu vera á landinu 36 til 40 fyrirtæki, sem stunda þessa atvinnu að aðalstarfi og hafa rjett til þess. Við þessi 24 fyrirtæki, sem innan sambands ins eru, starfa nú 78 iðnlærðir menn. Við þau fyrirtæki, sem utan við sambandið standa, starfa 29 menn, sem rjett hafa til að kalla sig rafvirkja og getur svo hver sem vill reikn- að út, hvað mikill hluti raf- virkjastjettarinnar það er, sem að sambandiau stendur. I Morgunblaðinu, sem fyrst blaðanna sagði frá stofnun sambandsins, hafði að vísu slæðst með sú villa1, að að því stæðu nálægt 80% starfandi rafvirkjameistara, en átti að vera 80% starfandi rafvirkja, og leiðrjettist það hjer með. Að tekið var svo til orða, að ná- lægt 80% stjettarinnar stæði að þessu, mun hafa stafað af því, að ekki hefir verið búið að reikna það út nákvæmlega, enda skiftir það í sjálfu sjer ekki svo miklu máli. I leiðrjettingu sinni halda heildverslanirnar því fram, að af 145 löggiltum rafvirkjameiSt urum á landinu sjeu aðeins 12 í Innkaupasambandinu. Þarna er mjög vikið frá rjettu máli. Sannlóikurinn er sá, að hjá fýr irtækjum þeim, sem í samband inu eru, starfa, eins og áður er tekið fram, 78 rafvirkjar, þar af 45 með löggildingu, en 18 hjá þeim raftækjaverkstæð- um, sem utan við sambandið eru. 33 rafvirkjar, sem fengið hafa löggildingu, vinna nú að ýmsum öðrum störfum, svo sem hjá rafveitum víðsvegar um landið o. fl., og teljast því ekki með þeim hluta stjettar- innar, sem hjer um ræðir. Það sem vantar á þær tölur, sem heildverslanirnar gefa upp, sennilega eftir fjögurra ára gömlum skýrslum frá Raf- magnseftirliti ríkisins, eru þá 49 menn. Þar af munu nokkr- ir vera dánir, nokkrir vera er- lendis og afgangurinn ýmiskon ar menn, svo sem trjesmiðir, bílstjórar og bændur, sem hlot ið hafa leyfi til að annast við- hald á sveitabæjum og smærri stöðum vegna vöntunar á raf- Reykjavík, 10. sept. 1944. Virðingarfylst Stjórn Innkaupasambands rafvirkja h.f. Antonescu dreginn fyrir rjett London í gær. Lucretiu Patrascanu, inn- anríkisráðherra Rúrnena, l.jet svo urnmælt, er hann var spurður hvað gert yrði við Antonescu marskálk, fyrrv. eim-æðisherra í Rúmeníu, að Antonescu yrði dreginn fyrir rjett, annaðhvort nimenskan, rjett eða alþjóðarr.jett. „Antonescu er örugglega geymdur", sagði ráðherrann, ’.,og það er engin von fyrir hann að komast undan“. 1—2) Biákjammi skýtur í skyndi á X-9 og hel- sem á að skjóta .... Blákjammi: —• Nei, nci, skjóttu særir einn manna sinna. X-9: — Nú er það víst jeg, ekki! X-9: — Sleptu þá byssunni. 3^-4) ,X-9: Þetta er svonst til málamynda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.