Morgunblaðið - 14.09.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.09.1944, Blaðsíða 10
10 MOEGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 14. sept. 1944. Og þegar Nikulás sá það, fór hann að hlæja. „Komdu, ást- in mín. Það er orðið mjög fram orðið. Farðu að sofa, en vertu ekki að brjóta heilann um mál- efni, sem þú ekki skilur“. XIV. KAPÍTULI. Þótt Miranda vissi það ekki fyrr en þrem árum síðar, hafði heimsóknin á óhamingjusama, litla heimilið í Fordham mikil áhrif á líf hennar. Á mánudaginn snæddu þau Nikulás og Miranda miðdegis- verð í fyrra lagi, fóru síðan og náðu í frú Ellet og hjeldu það- an áfram upp Broadway, yfir Harlem-fljótið og kömu loks á Kingsbridge-veginn. Veður var mjög heitt, enda var sumarið 1846 eitt það heit- asta, sem New York-búar mundu eftir. Það var þungt loft inni í vagninum og Mir- öndu leið hálf illa. En frú Ell- et og Nikulás ræddust fjörlega við. Undir vagnsætinu stóð stór karfa, full af allskonar mat- vælum, því að frú Ellet hafði sagt þeim, að menn færðu Poe- hjpnunum oftast eitthvað, þeg- ar þeir heimsæktu þau. Á síð- ustu stundu hafði Nikulás bætt einni flösku af portvíni og ann ari af brennivíni í körfuna. « „Portvínið er handa frúnni, en brennivínið handa skáldinu“, sagði hann við Miröndu. ,,En, Nikulás — ættum við að færa honum áfenga drykki, ef það er satt, sem frú Ellet sagði, að hann væri mikill drykkjumaður?“ hafði hún sagt. „Jeg hefi heyrt, að hann sje miklu skemtilegri drukkinn, og hefi jeg hugsað mjer að sjá hann þannig“, sagði .Nikulás. Hún var ekki eins hneyksl- uð yfir svari þessu og hún myndi hafa orðið fyrir tveim mánuðum síðan. Hún lifði nú í öðru umhverfi, þar sem sið- ferðisskoðanir þær, er áður höfðu mótað hegðun hennar, voru lítt í hávegum hafðar. Hús skáldsins var lítið bjálkahús, með tveim dyrum. Ilmjurtir og vafningsviður teygðu sig upp eftir framhlið þess. Það stóð á lítilli hæð, und ir stóru trje. Þegar Van Ryn vagninn nálgaðist, hljómuðu klukkurnar á Sankti John klaustrinu í gegnum heitt, þurt loftið. Hjer heyrðist ekki skarkáli stórborgarinnar. Hjer virtist ríkja friður og ró. En innan veggja þessa litla húss ríkti þó hvorki friður nje ró. Þar bjuggu deyjandi stúlka og hálfgeggjaður snillingur með góðri og umhyggjusamri móður, frú Clemm. Þegar hún heyrði í vagninum, hraðaði hún sjer út um eldhúsdyrnar, tillþess að heilsa frú Ellet, sem kynti hana fyrir Van Ryn hjón- unum. „Gleður mig að kynnast ykkur“, sagði frú Clemm. „Eddie hefir altaf gaman af að fá gesti og einnig Virginia. Hún er aðeins með versta móti í dag, vesalingurinn litli. Franc- is læknir er hjá henni“. Hún andvarpaði og kvíðasvipur kom á góðlegt andlit hennar. Hún var klædd svörtum kjól og hafði hvíta línhúfu, en Mir- anda tók eftir því, að kjóllinn var snjáður og skór hennar bættir. „Við ættum ef til vill ekki að vera að gera ykkur ónæði, ef frú Poe er mikið veik“, sagði Nikulás, um leið og hann benti vagnstjóranum að koma með körfuna. „Jú, jú -—• þau hafa gott af að sjá framan í ókunnuga, blessuð börnin. Gjörið svo vel að ganga í bæinn“. Hún þáði matinn með þökk-' um, án þess að vera með heimskulegt stolt. Það komu margir til Fordham — bók- mentagagnrýnendur, útgefend- ur og kvenlegir aðdáendur — og lifði Poe-fjölskyldan aðal- lega á því, sem þetta fólk hafði meðferðis. Því að vesalings Eddie vann sjer aldrei inn aur og stóð ætíð á öndverðum meið við menn þá, sem gátu hjálpað honum. Frú Clemm fylgdi nú gest- unum í gegnum hvítþveginn gang og svefnherbergi. Auk þess voru aðeins tvö herbergi niðri, dagstofa og eldhús. Her- bergin voru öll lítil og fátæk- leg, en hrein og fáguð. Virginia lá á legubekk við gluggann í dágstofunni. Andlit hennar var mjög fölt og hún hafði mikið, hrafnsvart hár. Augu hennar, stór og dökk, glömpuðu af sótthita. Við hlið hennar sat eldri maður og hjelt utan um báðar hendur henn- ar. Það var læknirinn, dr. Francis.. Þegar gestirnir komu inn í herbergið, reis Poe á fætur. Hann hafði setið við skrifborð sitt, í sinnulausri örvæntingu. En hvað hann er lítilF hugs- aði Miranda, því að frú Clemm og hún voru báðar hærri en hann, og við hlið Nikulásar virtist skáldið því nær dverg- vaxið. ( Miranda dæmdi nú útlit allra karlmanna eftir Nikulási, og þótt margar konur dáðu Poe, varð hún ekki hrifin at hon- um. Hann hafði mjög hátt enni, er virtist bera munn hans og höku ofurliði, svo að andlit hans varð eins og pera í lag- inu. Hár hans, mikið og dökkt, og skegg var úfið. Sjúkleiki og eymd höfðu rist rúnir sínar á andlit hans. Augu hans voru grá. Þau gátu stundum blikað af fjöri og gáska, en voru nú sljó, því að hann hafði tekið ópíumskamt rjett áður en þau komu. Hann leit út fyrir að vera miklu eldri en 37 ára. Hann heilsaði frú Ellet frem ur kuldalega, því að hann vissi, að hún var illgjörn blaður- skjóða, og það var aðallega tungu hennar að kenna, að al- menningur leit nú á hið sak- lausa samband hans við frú Osgood, sem hneyksli. Þegar Miranda sá kulda hans, óskaði hún þess enn einu sinni, að þau hefðu ekki komið hingað. En Poe heilsaði Van Ryn hjón- unum vingjarnlega. „Það var fallegt af ykkur að koma þessa löngu leið frá borg inni“, sagði hann og hneigði sig fyrir Miröndu og tók í hönd Nikulásar. „Mjer þykir leitt, að við skulum ekki geta tekið eins vel á móti ykkur og æskilegt væri“. Hann benti í áttina til Virginiu. „Jeg dáist mjög að verkum yðar, hr. Poe“, sagði Nikulás. „Og jeg gat ekki yfirgefið borg ina svo, að jeg heimsækti yð- ur ekki og segði yður frá því“. Flestum þykir lofið gott, skáldum ekki síður en öðrum. Poe varð enn vingjarnlegri við þau, þegar hann heyrði ein- lægnina í rödd Nikulásar. „Þjer hafið lesið eitthvað eftir mig?“ spurði hann með ákafa, en bætti síðan við með beiskju: „Þjer hafið sennilega lesið „Hrafninn“. Frægð mín virðist eingöngu byggjast á þeim skuggalega fugli“. „Jeg hefi lesíð alt, sem gef- ið hefir verið út eftir yður“, svaraði Nikulás, um leið og hann fjekk sjer sæti. „Bæði bundið og óbundið mál. Mjer finst sögur yðar sjerkennileg- ar og hrífandi, þótt jeg sje ennþá hrifnari af ljóðum yðar. Þar hygg jeg, að snilligáfa yð- ar nái hámarki sínu“. Það hugði Poe einnig, og þegar hann komst að því, að Nikulás kunni flest kvæða hans utan að, jafnvel þau, sem gefin höfðu verið út fyrir löngu síðan og almenningur hafði gleymt, færði hann stól sinn nær og tók að ræða við hann af ákafa miklum. Frú Clemm tók nú utan um handlegg Miröndu og leiddi hana að legubekknum. Sjúklingurinn leit á Mir- öndu. „Það var fallegt af yður að koma oglieimsækja Eddie“, hvíslaði hún. „Þjer eruð svo fallegar“, bætti hún við í barns legri einlægni. Miranda brosti og tók utan um litlu, tærðu höndina. Það var svo mikill þolinmæðis- og blíðusvipur á þessu barnslega andliti, að tárin komu nærri því fram í augu Miröndu. Því að þótt Virginia væri í raun rjettri eldri en Miranda, hafði hún hvorki elst í útliti við vanheilsu nje fátækt. Hún var sama góða barnið, er giftst hafði frænda sínum, Mdie, fyrir tíu árum. „Jeg er viss um. að yður batnar bráðum“, sagði Mir- anda, en vissi um leið, hve inn antóm þessi orð hennar voru, því að nú hristist litli líkam- inn af hræðilegum hósta og vasaklúturinn, sem hún þrýsti að vörum sjer, litaðist auður. „Komið, með mjer, frú“, sagði læknirinn alt í einu við Miröndu. „Hún má ekki tala meira núna“. Hann tók utan um handlegg hennar og leiddi hana í áttina til eldhússins. „Það er ekkert rúm fyrir okkur hjer inni“, svaraði lækn irinn spurningarsvip Miröndu. „Hjer er þegar of margt fólk“. Galdrafuglinn Koko Æfintýr eftir Anthony Armstrong. 9. Konungur og Ali skoða myndastytturnar. sagði hann loks og virtist vera nokkuð ruglaður. ,,Já, gg hvar er hún?” sagði konungur hvassyrtur. „Jeg — jeg á dálítinn túnblett heima, og þar vantaði ekkert annað á, en eitthvað í miðjuna, til þess að gefa honum fallegri svip, gosbrunn eða eitthvað svoleiðis. Svo jeg tók myndastyttuna . . ,,Nú, einmitt”, sagði konungur með áherslu. „Þetta voru þó mínir hestasveinar”. „Jeg bið fyrirgefningar, yðar hátign. En jeg hjelt af því að svona stóð á . . .”. „Láttu senda þessa steinkarla hingað til hallarinnar strax aftur”, skipaði konungur. „Og setja þá í túlípana- garðinn”. Þegar hjer var komið, kom hirðstjórinn allt í einu þjótandi inn með stóreflis skræðu í höndunum. „Jeg er búinn að komast að því, yðar hátign. Skepnan beitir Basiliskur”. „Basiliskur, það orð hefi jeg aldrei heyrt”, sagði kon- ungur. „Jeg hefi nú heyrt það”, sagði þá ráðherrann og vildi sýnast sem lærðastur. „En jeg hjelt þeir.væru útdauðir“. Hjónum nokkrum kom held- ur illa saman. Þau ætluðu eitt sinn tli sakramentis, og eftir gamalli siðvenju bað konan manninn fyrirgefningar á öll- um afbrotum sínum við hann, áður en þau lögðu af stað. — Nei, ekki verður neitt af því í þetta sinn, svaraði mað- urinn. — Þú ræður því þá, svaraði konan. — Guð fyrirgefur mjer samt. — Jæja, þið^um það, svaraði bóndinn. ★ Kona nokkur gaf presti sín- um eitt sinn plokkfisk að borða. Presti geðjaðist mæta vel að þessum rjetti og hafði orð á því, hve ljúffengur hann væri og vel tilreiddur. Þá sagði kon- an: — Mínar hafa gemlurnar gepnum hann gengið. Prestur misti lystina. ★ Faðirinn: — Hvers vegna sagðirðu honum ekki að tala við mig, þegar hann bað þín? Dóttirinn: — Jeg sagði hon- um það. Hann sagðist oft hafa talað við þig, en að hann elsk- aði mig samt sem áður. ★ Ræðumaður var óánægður yfir því, hvað hávaðasamt var í fundarsalnum. Loks missir hann þolinmæðina og hrópar: — Hafið ekki svona hátt þarna aftur í salnum. Jeg heyri ekki til sjálfs mín. Rödd á fremsta bekk: — Látið yður á sama standa. Þjer farið ekki á mis við mikið, ★ Við borðuðum saman í veit- ingahúsi í gærkvöldi. Kjóllinn, sem hún var í, byrjaði undir höndunum og endaði nokkru fyrir ofan hnje. Hún sagði: — Ó, jeg skammast mín, mjer finst jeg vera hálfnakin, jeg hefi gleymt að púðra mig á nefbroddinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.