Morgunblaðið - 15.09.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.09.1944, Blaðsíða 1
16 síður Bl. árganguc. 207. tbl. — Föstudag'ur 15. sepember 1944. Isafoldaxprentsmiðjs h.1. BANDAIIIENIM B UTHVERFU >TUR A LANPAMÆl taka Prop, , arsíár I AACHEN DS Komnir yfir Narew London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. I herstjórnartilkynningu Rússa í kvöld er frá því skýrt, að hersveitir þeirra hafi, eftir langar og harðar orustur, tekið Praga, en það er útborg Varsjár fyrir austan fljótið Vislu. Þá kveðast Rússar komnir vestur yfir ána Narev. Friðgeir Ólason ver doktorsrifgerð UTANRÍKTSRÁÐUNEYT- INU hefir borist skeyti frá aðalræðismannaskrifstofu Is- lands í New York. þess efnis að Uriðgeir Ólason, læknir liafi varið doktorsritgerð um áhrif vítamína á vöxt. krabba- meins. Varði hann ritgerð ]>essa með miklu lofi vjð Sehool of Public TTealth við Harvard háskólann þ. 8. ]). m. Þar eð háskóladeildin var sammála um ritgerðina var vörnin aðeins formsatriði, er stóð 40 mínútur. — Friðgeir ráðgerir að koma heim í haust og gerast hjeraðslæknir. Skothríð á Dover. London í gærkveldi: Næstum því stöðug skothríð hefir verið á Doversvæðið að undanförnu af hinum langdrægu fallbyssum Þjóðverja handan Ermarsunds. I gærkveldi stóð skothríðin í sjö klukkustundir, í morgun í þrjár klukkustundir og síða.i byrjaði hún aftur í dag og var ekki hætt er þetta skeyti var sent. -—■ Reuter. í herstjórnartilkynningunni er það tekið fram, að pólskar hersveitir, sem berjast með rússneska hernum, hafi barist í Praga og átt þátl í töku borg- arinnar. Þá er svo að orði komist, að tekin hafi verið allmörg þorp nærri Praga, báðum megin borgarinnar, á austurbökkum Vislu. Einnig segjast Rússar sækja bæði fram í mið-Rúmeníu og Transylvaniu og hafa tekið þar allmargar borgir og þorp. Ann arsstaðar á vígstöðvunum segja þeir smáskærur einar hafa átt sjer stað. , Þjóðverjar segja frá hörðum varnarorustum austan Var- sjár og einnig í Karpatafjöll- unum, þar sem barist sje um nokkur skörð. Fyrir 150 árum. Rússar hafa tvisvar áður tek ið Praga. í fyrsta skifti fyrir 150 árum. Þá tók hinn frægi rússneski hershöfðingi Suvor- off borgina og sendi Katrínu miklu drotningu um þetta svo- hljóðandi brjef: „Húrra. Praga. Suvoroff“. — Var Suvoroff þá aðeins hershöfðingi að tign. Katrín drotning svaraði: — „Bravo, marskálkur. Katrín“. Mjólkurflutningar byrjaðir aftur yfir Ölfusá Frá frjettaritara vorum á Selfossi, fimtudags- kvöld 14. sept. Seinnipartinn í gær var byrj að að ferja mjólk yfir Ölfusá. Nokkuð hefir minkað í ánni, en þó er það nokkrum erfið- leikum bundið enn að ferja yf- ir hana. Hinsvegar var fólk ferjað yfir á ferjustaðnum við Laugardæli í , allan gærdag; einnig var þar ferjað nokkuð af mjólk, sem þó var nær alveg ógjörlegt. Þjóðverjar í Brest leita enn að gefast upp London í gærkveldi: Þýska frjettastofan tilkynti] í kvöld, að í árás amerískra sprengjuflugvjela á nágrenni Weimar s. 1. þriðjudag, hefðu sprengjur komið niður á fanga- búðirnar Buchenwald og marg ir fangar beðið bana. Meðal þeirra var kommúnistaleiðtog- inn Ernst Tálmann og Dr. Rudolf Breitscheid. Tálmann var fyrrum foringi kommún- istaflokksins þýska, en Breits- cheid utanríkismálasjerfræðing ur þýska jafnaðai'mannaflokks ins. — Reuter. London i gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. SEINT í KVÖLD bárust fregnir um það, að Banda- rj'kjahersveitir væru nú komnar í úthverfi Aachen, hinn- ar miklu iðnaðarborgar rjett innanvið landamæri Þýska- lands, og gætu orustur um borgina sjálfa hafist þá og þegar. — Á landamærum Hollands, þar sem Þjóðverjar hafa hörfað norðurfvrir Maas-Schelde skurðinn, eru or- ustur miklar og er mótspyrna Þjóðverja þar feikna hörð. Hafa þeir nú flutt alt lið sitt frá Albertskurðinum aust- urfyrir þenna skurð og er talið að þeir muni reyna að verjast þar í lengstu lög. — Enn hefir verið skorað á þýska setuliðið í Brest að gefast upp, en það hefir enn neitað, og geisa götubardagar í borginni. Næsta leynivopnið er frostsprengja Loiidon: Talið er að næsta hefndarvopn Þjóðverja sje sprengja., sem innihaldi fljót- andiloft, sem frysti alt á 200 metra svæði, þar sem hún kemur niður. Þessi saga var sögð fregnritara vorum ein- um í Frakklandi af manni að‘ nafni Georges. breskum að ætt, sem búið hefir í Frakk- lándi öll styrjaldarárin. Hann sagði að S.S.-lipsforingjar ^61111 ÚB GailllO hefðu fullyrt við sig að fljot-' andi loft væri í nýjustu sprengj um Þj óðverja. —Reuter. Hlífardeilan leyst SAMNINGAR tókust í gær- kvöld milli atvinnurekenda og Verkamannafjelagsins Hlífar í Hafnarfirði. Samkvæmt samn- ingi þessum er kaup hafn- firskra verkamanna 5 aurum lægra pr. klukkustund en kaup reykvískra verkamanna. — Dag vinna 2.40, í Reykjavík 2.45. — Skipa- og bryggjuvinna alls- konar í Hafnarfirði 2.85. Taxti Dagsbrúnar er þannig: Við ís- un kr. 2.75. Vinna við kol, sem- ent, salt og í boxum kr. 2.90. Álagning á kaup í eftirvinnu og næturvinnu er hin sama á báðum stöðum. Hlífarmenn fá hálfrar klukku stundar kaffihlje, en í Reykja- vík fá verkamenn 20 mínútna kaffihlje. Við afgreiðslu skipa í Hafn- arfirði var nú sú breyting, að ekki þarf undanþágu, þótt unn ið sje til kl. 10 að kvöldi. De Gaulle í Lyone London í gærkveldi: De Gaulle hershöfðingi kom til Lyons í dag og var fagnað af m.jög miklum manngrúa. Flutti hann ræðu og hlýddu að sögn 30 þús. manns á hana, j en hún var flutt á ráðhús-j torgi borgarinnar. — Reuter. \ flykkjasl til Parísar Eitt hundrað meðlimir ráð- gjafarsamkundu De Gaulle komu loítleiðis til Parísar frá Algiers í dag. Var það breski loftflutningaflotinn, sem flutti þettn fólk. Meðal þess var kona hins nýja innanríkisráðh., Tixiers, Ingold hershöfðingi, sem var einn af fyrstu hershöfðingj- unum sem gekk í lið með Dé Gaulle og Andre Marty, for- sprakki franskra kommúnista. Þýsk þorp tekin. Bandaríkjaherinn fyrsti, sem kominn er nú innyfir þýsku landamærin á allmörgum stöð- um og hefir tekið þar nokkur þorp. Segja fregnritarar að fólk í þorpum þeim, sem tekin hafa verið, sje mjög fjandsamlegt Ameríkumönnum. Flest er það sagt hafa hvíta fána meðferðis og stendur þögult við hlið húsa garða sinna, er hersveitirnar fara framhjá. ¥01-0111 ekki hörð. Vörn Þjóðverja innan þeirra eigin landamæra er ekki mjög hörð, nema sumsstaðar, aðal- lega þar sem stórskotalið Sieg- friedlínunnar getur dregið til vígstöðvanna. Annarsstaðar gera Þjóðverjar mest að því að reisa hindranir á vegum og verja þær með vjelbyssum og skotgrafafallbyssum. — Banda ríkjajmenn beina stórskotahríð sinni að virkjum að baki víg- stöðvanna. Við landamæri Hollands. eru nú stórorustur háðar. Bret ar eru komnir yfir Maas- Schelde skurðinn á einum stað og er barist þar af hinní mestu grimd. Hafa breskar framsveit ir nú farið yfir hollensku landa mærin á allmörgum stöðum. — I dag var tveim miljónum flug miða með áskorunum um upp- gjöf varpað að setuliðum Þjóð- verja í Boulogne, Calais og Dunquerque, en það hefir ekki borið neinn árangur svo vitað sje. Franski flotinn í Toulon Fjöldi herskipa úr franska flotanum sigldi inn á höfnina í Toulon í dag og voru í fylgdl Framh. á bls. 6.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.