Morgunblaðið - 15.09.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.09.1944, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Föstudag’ur 15. sept. 1944, Key hershöíðingi segir: Líklegt ai fslendingar fái tækifæri til ai kaupa „Jeep’ -bíi og airar herbirgiir WILLIAM S. KEY hers- höfðingi og yfirmaður setu- liðsins hjer á landi, sagði blaðamönnum frá því í gær, að hann hefði lagt til við yfirvöldin í Washington, að Islendingum yrði gefinn kostur á að kaupa ýmsar vjelar og birgðir hersins að ■stríðinu loknu, þar á meðal „jeep“ bíla. En eins og kunn ugt er, hafa margir, einkum bændur, hug á að fá þessi haglegu farartæki keypt. Hershöfðinginn sagði, að sennilegt væri, að íslensku ríkisstjórninni og einstak- lingum yrði gefinn kostur á að kaupa ýmsar herbirgðir, sem herinn þyrfti ekki að nota annarsstaðar, strax og ófriðnum væri lokið. Herinn fluttar á brott. Key hershöfðingi ræddi við blaðamenn í skrifstofu sinni í aöalstöðvum hersins og bar margt á góma, aðallega mál, setn snerta íslendinga og setu- liðið. Er hershöfðinginn var að því spurður, hvort það myndi taka langan tíma, að flytja atrieríska herliðið á brott hjeð- ar að stríðslokum, sagði hann: ,.Nei, jeg geri ekki ráð fyrir, að það taki langan tíma. En vitanlega veltur það á skipa- kosti, og er ekki hægt að segja að 3vo stöddu, hvað mikið verð «f fyrir hendi af flulninga- tækjum. En jeg geri ráð fyrir að það ætti að ganga greiðlega að flytja herliðið á brott hjeð- an“. Coóðrar framkomu krafist af herraönnum. Minst var á sambúð íslend- inga og setuliðsmanna og þeim framförum, sem hún hefir tekið áíðustu 2 árin. Hershöfðinginn kvaðst vera mjög ánægður með sambúðina eins og hún væri nú. -— Þið blaðamennirnir vitið, jsagði hershöfðinginn, hve mikla áberslu við leggjum á, að her- menn okkar komi í alla staði iðmannlega fram. Við hegn- um þeim stranglega fyrir af- brot, sem þeir kunna að fremja gagnvart íslend.ingum. Mjer er ánægja að því að lýsa því yfir, að samvinna mín við ríkis- stjórnina, blöðin og allra aðra íslendinga, sem jeg hefi hitt, hefír jafnan verið hin ákjósan- JLegasta. •Örj'ggisráðstafanir veirða áfram í gildi. Elaðamenn spurðu hershöfð- ingjann að því,' hvort líkur væri til þess, að dregið yrði úr ýmsum öryggisráðstöfuhum, t. d birtingu veðurfregna og þess háttar, vegna þess hve ófrið- urinn væri farinn að ganga bandamönnum í vil. Kershöfðinginn benti blaða- mör.nunum á með nokkrum vel völdnm orðum, að ófriðurinn geisaði enn í Evrópu og það væri ábyggilega best að halda ollum öryggisráðslöfunum þar til ófriðnum í Evrópu væri lok- Brottflutningur hersins að stríðslokun ætti ekki að taka langan tíma William S* Key hershöfðingi.| ið. Einhver hefði sagt af hálfu leyti í spaugi, að veðráttan væri húin til hjer á landi. Vitneskja um veðurfar væri nú nærri því hið eina vopn, sem hægt væri að leggja óvinum bandamanna upp í hendurnar. Það væri ekki heppilegt að segja þeim „hvaða veður við ætluðum að búa til handa þeim á morgun“. Norðlandsför hershöfð- ingjans. Key hershöfðingi fór nýlega landveg til Húsavíkur og Mý- vatns um Akureyri. I för með hershöfðingj anum voru Dreyf- us sendiherra, frú Dreyfus, Lt. Col. Dóri Hjálmarsson og tveir aðrir foringjar. Þetta er í fyrsta sinni, sem hershöfðinginn hefir farið landveg norður í land, en hann hefir flogið yfir þvert og endilangt landið og ennfremur farið á skipum með slröndum fram. Hershöfðinginn var afar hrif inn af þessu ferðalagi. Hann mintist sjerstaklega á hjeraðs- skólann í Reykholli, Reykja- skóla og víðar. Hann hitti nokkra Islendinga á leið sinni og þar á meðal Guðmund Gísla son, skólastjóra í Reykjaskóla. ] Hermennirnir láta vel af dvöl sinni á Akureyri. Key hershöfðingi Ijet vel af komu sinni til Akureyrar. Þótti bærinn fallegur og Akureyring ar góðir og gestrisnir heim að sækja. Hershöfðinginn sagði að her mennirnir kynnu vel við sig á Akureyri. Sambúðin væri þar einstaklega góð milli bæjarbúa og setuliðsins. Ef.til vill kæmi þetta af því, að herinn væri lítill. Það væri þó ekki með þessu sagt, að hermennirnir kynnu illa við sig annarsstað- ar. / „Hið mikla afl íslenska „Jeg mun dvelja hjer enn um hríð“, sagði Key hershöfð- ingi að lokum. En jeg hefi hug á að koma hjer eftir stríðið og kanske fæ jeg þá að sjá, hvern- j ig hið mikla afl, sem býr í vatninu á íslandi, hefir verið notað í þágu mannanna. Jeg hefi sjeð fossa ykkar, Gullfoss og Goðafoss. Því mið- ur ekki fengið tækifæri til að sjá Dej:tifoss ennþá- í þessum fossum og hinum straummiklu ám og fljótum, sem liðast um landið, liggur óbundið, ógur- legt afl. Þá er heita vatnið. Það mætti nota það til annars en að rækta við grænmeti og fögur skraut- blóm“. | „Jeg gæti ímyndað mjer“, sagði hershöfðinginn, „að hjer risu ,upp gistihús með heitri sundlaug frá hveravatninu, afl til Ijósa og suðu fengist úr straumharðri ánni rjett hjá og við gistihúsið rynni tær á, þar sem gestirnir gætu veitt allan þann silung og lax, sem þeir vildu“. Forseti þakkar Frá skrifstofu forseta ís- lands barst blaðinu eftirfar- andi í gær. 14. sept.: VIÐ LOK ferða minna um landið að þessu sinni færi jeg öllum sem hlut áttu að máli alúðarþakkir fyrir hlýjar og ógleymanlegar viðtökur hvab' sem jeg ýnn á landinu. Jeg þakka þeim, sem gengust fyr- ir virðulegum móttökum hvar vetna og þeim, sem tóku þáttj í samkomum og mannfagnaðii þar sem .jeg kom á svo alúð- legan hátt og mjer til óhland- innar ánægju. Fagrar myndir af landi og þjóð hefi jeg eigm ast í viðbót við það sem jeg átti áður og verða þær óaf-, máanlegar. Og öllum þeim sem fögnuðu mjer með fánum Is- Iands, þar sem leið mín lá um þakka jeg einnig innilega. Jeg hefi staðið við í öilum kaupstöðum landsins og á, öllum þeim stöðum, sem sýslu menn sit.ja, auk nokkurra staða annara. Óviðráðanlegar orsakir ollu |)ví að jeg gat ekki komið í öll þau h.jeruð og bygðarlög, sem jeg óskaði. En það er ásetningur minn að koma þangað að sumri að for- fallalausu eias fljótt og við verður komið. Sveinn Björnsson. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Vig- dís Einarsdóttir, Laugaveg 70 og Hjörtur Friðberg Jónsson, Bar- ónsstíg 22, Reykjavík. kvikmyndahús opnað í Stykkishólmi Stykkishólmi, miðvikudag. Frá frjettaritara vorum. JÓN SIGURGEIRSSON veit- ingamaður, eigandi hússins, bauð hreppsnefnd, starfsfólki sínu við húsasmíðina og ýms- um borgurum bæjarins, sam- tals um 85 rrfanns, á frumsýn- ingu í gærkvöldi. Áður en sýn- ing hófst ávarpaði Jón gestina nokkrum orðum og bauð þá velkomna. Tókst sýningin prýði lega og voru menn hinir ánægð ustu. Eftir sýningu bauð Jón gest- um til kaffidrykkju í kaffisal hússins og var setið undir borð um við ágætar veitingar til kl. 1 um nóttina. Sr. Sigurður Ó. Lárusson þakkaði Jóni Sigur- geirssyni fyrir boðið af hálfu boðsgesta með vel völdum orð- um og óskaði honum og starf- seminni allra heilla í framtíð- inni. Þakkaði Jón síðan gestum komuna og starfsfólki sínu vel unnið starf. Jeg hitti Jón Sigurgeirsson að máli fyrir sýningu í gær- kvöldi og bað hann að lofa mjer að líta á húsið og segja mjer í aðaldráttum frá framkvæmd- um sínum því viðvíkjandi. Varð hann góðfúslega við til- mælum mínum og sýndi mjer það og sagði mjer eftirfarandi: — Eins og þjer er kunnugt, er þetta hús uppbygt og end- urbætt upp úr gamla samkomu húsinu hjer, sem jeg keypti síðastliðið haust af Sigurði kaupmanni Ágústssyni. Var húsið þá í svo Ijelegu ásigkomu lagi, að jeg sá strax, að jeg myndi þurfa að gerbreyta því. Einnig sá jeg, að brýn nauð- syn myndi að stækka húsið, í samræmi við fólksfjölda Stykk ishólms. Hóf jeg framkv. í jan. í vet- ur sem leið með því að lengja húsið að talsverðum mun, og hefir aðalsalur þess stækkað mikið við þetta og veitingasal- ur einnig, og hefi jeg komið við rúmgóðri forstofu með tveim vatnssalernum. Svalir eru uppi í húsinu, sem taka 30 manns í sæti, og eru það stopp- aðir stólar. Þá er og uppi bíó- klefi og geymsluherbergi inn af honum. Aðgöngumiðasöl- unni kom jeg fyrir í einu horni veitingasalsins, og eru miðarn- ir afgreiddir gegn um lúgu, er veit fram í forstofuna. I saln- um eru sæti fyrir 130 manns, alt. númeruð sæti, og 60 sæti eru stoppaðir og upphækkaðir bekkir. Leiksviðinu hefir ver- ið breytt töluvert til batnaðar og er bíótjaldinu komið þann- ig fyrir, að það er á hjörum og er bæði hægt að nota það sem bíótjald og svo loft í leiksvið- ið, þegar sjónleikir eru sýnd- ir. Þá er og góð loftræsting í húsinu. Eins og þú sjerð hefir verið mjög mikið vandað til allrar málningar og skreytingu í hús- inu, hjer í forstofunni er mál- uð á vegginn mynd af Stykk- ishólmshöfn og hafskipa- bryggjunni. Inni í salnum eru ýtnsar skrautmálningar á veggj unum og er það verk prýðilega af hendi leyst af Magnúsi Guðmundssyni málarameistara úr Reykjavik, sem hefir ann- ast með prýði alla málningu hússins. Kvikmyndavjelarnar eru tvær og hefir verið mjög vand að til sýningaklefa og uppsetn ingu vjelanna og hefir Friðrik Jónsson rafmagnsfræðingur úr Reykjavík sjeð um uppsetn- ingu vjela með ágætum. Yfirstjórn á smíði hússins hefir Siggeir Ólafsson trje- smíðameistari í Stykkishólmi sjeð um og lagt mikla áherslu á, að alt yrði sem vandaðast og traustast. En Finnur Sigurðs- son, múrari í Stykkishólmir hefir sjeð um múrhúðun bæði á forstofu og sýningarklefa. —• Alla ljósalögn og ljósaútbúnað í húsinu hefir Lárus Rögnvalds son rafstöðvarstjóri í Stykkis- hólmi sjeð' um, og hefir eins og þú sjerð komið þeim mjög hag anlega og smekklega fyrir. Jeg spyr Jón um, hvort hann hafi nokkrar fleiri breytingar eða annað í huga varðandi sam komuhúsið. — Jeg má til, segir Jón, að múrhúða alt húsið að utan eins fljótt og mjer er auðið, og einn ig að byggja skýli fyrir utan aðaldyrnar og koma þar fyrir auglýsingakössum fyrir bíó- auglýsingar. Einnig hefi jeg töluverðar endurbætur á lóð- inni í kring um húsið í huga, en alt verður að vera eftir efn- um og ástæðum, þar sem jeg nú er búinn að leggja mikið fje í húsið, því breytingin er búin að kosta mig um 130 þús- undir króna. — Hvað ertu búinn að vera mörg ár veitingamaður? — Árið 1933 byrjaði jeg veit ingasölu á Vegamótum í Mikla holtshreppi, og bygði þar upp hús, sem jeg hefi eingöngu haft til veitinga þar á sumrin. En árið 1938 setti jeg á stofn veitinga- og gistihús í Ólafs- vík, en þar hafði ekki verið neitt veitingahús áður. En í fyrra í júlí seldi jeg gistihúsið í Ólafsvík og flutti hingað til Stykkishólms í fyrrahaust og keypti samkomuhúsið, eins og jeg gat um áðan. En veitinga- húsið á Vegamótum á jeg enn og~hefi starfrækslu þar á sumr in, en á vetuma er það lokað. Jón Sigurgeirsson er athafna samur maður, hann er einn af þeim, sem altaf vill eitthvað vera að framkvæma, og hann vill að það sem hann fram- kvæmir sje sem traustast og best. Hann byggir fyrir fram- tíðina. Stykkishólmsbúar fagna framkvæmdum Jóns hvað samkomuhúsið áhrærir og gaman og gott er til þess að vita, að nú er í Stykkishólmi veglegt samkomuhús til vegs- auka fyrir staðinn. Bera Jóni þakkir Hólmara fyrir vel unn- ið verk og óskum við honum giftudrjúgrar framtíðar í rekstri hússins. Sölubúðum bæjarins verður lokað kl. 6 í kvöld, í stað 7, og á laugardag kl. 6 eins og venja er til frá og með 15. sept. til 15. maí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.