Morgunblaðið - 15.09.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.09.1944, Blaðsíða 4
4 MOEGUHBLAÐIÐ Föstudagur 15. sept. 1944, ísland minnir MARLENE DIETRICH kvikmyndaleikkona sagði íslenskum blaðamönnum í gærdag, að ísland minti sig á Svissland. „Hjer er alt grænt og fagurt, fjöllin tign arleg oa viðkunnanleg“. — L.eikkonan kemur hingað frá Grænlandi. „ísíand er ekki rjettnefni á þessu landi, E»að ætti að skifta um og kaila ísland Grænland og Orænland ísland. Það væri .sannarlega rjettara. Jeg kann strax vel við mig hjer it landi“, bætti leikkonan við. #'«rá Marlene Dietrich til aödáenda hennar. Er jeg spurði Marlene Dietrich hvort hún vildi ekki .segja éitthvað til hinna mörgu aðdáenda hennar hjer á landi, sem sífelt væru að spyrja um, tivort hún myndi ekki gefa ís- tendingum tækifæri til að sjá .sig og heyra. Hún bað mig fyr- Ar þessi skilaboð: „Því miður er jeg ekki sjálfs míns húsbóndi eins og er. Jeg er á vegum hers1- ins og þessi ferð mín er eingöngu farin vegna her- mannanna okkar. Myndi ekkert gleðja mig meira en að koma fram fyrir ís- lenska áheyrendur, ef jeg rjeði því sjálf. En kanske kem jeg aftur tii Islands og þá skal ekki standa á mjer. Berið kveðju mína til landa yðar, með þökk fyrir þann áhuga, sem þeir hafa sýnt mjer“. Ctestir setuliðsmanna fá að sjá JDietrich á sunnudaginn. Á meðan þessi leikflokkur dvelur hjer á landi, er hann algjörlega á vegum hersins og er ekki gert ráð fyrir að þessir flokkar leiki fyrir aðra en her- ■*nenn. En að þessu sinni verð- <ir þó gerð sú undantekning, að á sunnudaginn kemur verð ■ur hermönnum gefinn kostur á að koma með íslenska gesti á .sýningu, sem verður í Andrews leikhúsinu við Hálogaland n. ic. sunnudagskvöld klukkan 8. Flokkurinn hefir mikið að gera á meðan hann dvelur hjer á landi og mun fara víða um til að skemta hermönnunum. tslensku stúlkurnar eru fríðar. „Jeg hefi tekið eftir því. að tslensku stúlkurnar eru sjer- staklega fríðar, sagði Marlene Dietrich, og fólkið er alt svo alúðlegt. Mjer þykir reglulega vænt um að vera komin hing- að“. Forseti á sýningu hjá Marlene Dietrich. Marlene Dietrich og leikflokk txrinn, sem með henni er, hjelt -sýningu í Tripoli leikhúsinu í gærkveldi, við geysilega hrifn-, ^iiiHiiiniiiœBiitiiiiiuHMHuiBnuuwiiiimniiiiii p: = (Skrifsfolal §§ Eitt eða tvö skrifstofuher = g bergi óskast til leigu fyrir f E umboðssölu. Tilboð sendist i || í pósthólf 971. 1 € i «IIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIinillllllllllIIIIIIIIIII!!il!llllllllll llerlene Ðietrich á Svissland Vill skiífa um nafn á Grænlandi og Islandi MARLENE DIETRICH, myndin tekin í gærdag. Ljósm. Mbl. fJón Sen). ingu áhorfenda. En meðal áhorf enda voru forseti Islands, herra Sveinn Björnsson, og frú hans, og íslenska ríkisstjórnin, ásamt sendiherrum erlendra ríkja og William S. Key hershöfðingja. Að leiksýningu lokinni var Marlene Dietrich kynt fyrir herra forsetanum, frú hans og öðrum gestum. Er eins og hún sjest í kvikmyndum. Það kannast allir kvikmynda húsgestir við Marlene Dietrich úr kvikmyndunum. Hún er al- veg eins þegar maður sjer hana hjer í Reykjavik. Frekar lág- vaxin, bláti áfram í framkomu og alúðleg. Við og við bregður fyrir dálítilli kímni. Hún er aug sýnilega vön sífeldum spurn- ingum og myndatökum blaða- manna og kippir sjer ekki upp við það. Hún lætur Ijósmynda- smiðina alveg um það, hvernig þeir laka myndir af henni og virðist ekki hugsa um hvemig þær verða. í gær var hún klædd í einkennisbúning leik- flokka ameríska hersins og þannig er hún á ferðalögum sínum. Leikkonan virðist vera glað- lynd mjög. þvl hún hefir ávalt hnyttin tilsvör á reiðum hönd- um. Er í 6 nianna leikflokki. Marlene Dietrich er ein af sex manna flokki listamanna, sem ferðast hefir um víða til að skemta hermönnum. Þessi flokkur gengur undir nafninu 336. USO-flokkurinn, en nefn- ist „G for Glamour“. Auk Dielrich eru í þessum leikflokki Craig Mathues, söngvari frá Philadelphia og er hann for- stjóri flokksins. Ungfrú Lin Mayberry, gamanleikari frá Houston í Texas, Jerry Cum- mins er frá Chicago. Hann er pianóleikari og harmonikuleik ari. Many Kay og Joey Faye eru gamanleikarar. Alt erui þetta kunnir listamenn, hver á sínu sviði, sem hafa leikið kvikmyndum, á leiksviði og útvarpi. Ljek síðast með Roland Colman. Blaðamenn spurðu Marlene Dietrich um síðustu kvikmynd- ina, sem hún ljek í. Það er kvik mynd, sem nefnist „Kismet“ og aðalmótleikari hennar er Ro- land Colman. Mynd þessi var tekin í desember s. 1. og var frumsýnd í New York fyrir skömmu, eða rjett áður en leik flokkurinn, sem Dietrich er í, fór til Grænlands og Isands. Þetta er Metro Goldwin Meyer mynd- Leikur ekki í fleiri kvik- myndum fyr en eftir strið. Er blaðamenn spurðu leikkon una hvaða mynd hún ljeki næst í, svaraði hún: „Jeg veit það ekki. Jeg mun ekki leika í fleiri kvikmynd- um fyr en eftir stríð. Eins og er, mun jeg helga starf mitt hermönnunum og revna að skemta þeim eftir bestu getu. Er á sex mánaða ferðalagi. * Leikflokkurinn, sem Dietrich Framh. á bls. 16. Húsmæður, takið eftir! Nýkomin ódýr niðursuðuglös, 2]/> kg. á kr. 2,45, 1 kg. á kr. 1,75 og V2 kg. á kr. 15ö. Einnig Fiskispaðar og kaffikönnur. Verslunin HÖFÐI Laugaveg 76. —Sími 2622. Klæðaskúparnii: eru nú aftur fyrirliggj’andi. Húsgagnav. INNBÚ Vatnsstíg 3 (bakhús). Afgreiðslustofur bæjargjaldkera 1 í Austurstræti 16, 2. hæð, verða lokaðar á I I morgun, laugardag 16. sept., vegna viðgerða. I Borgarstjórinn <|><$H$><$><^<$><$><^^<$><$H§><$><3><$><$><$><^<$><$K§><$><$><$><$><$><$><§><$><$><$><§><$><$><$>^<$><$><§><$^ EdIí burkuð fyrirliggjandi. Lnnnvf 14 ^ioiionooAti V. 1 i n hf tggeri ivriutjunsson u ui Sími 1400. 1)., 0.1. Töfrar á fingrum yðar. FyTÍr hógværð, veljið miðlungslit af Cotex- Tulip, Old Rose, Clover. Fyrir kvenlega prýði, veljið Cutex Cameo, Laurel, Cedarwood, Rose. Fyrir eðlilegan blæ, veljið Cutex „Sheer Natural". Fyrir gleðistundir, notið Cutex Black Red, Burgundry, Lollipop. Hvaða lit þjer veljið, þá veljið Cutex, fræg- / asta og besta naglalakk heimsins. LIQUID POLISH. No. 2—2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.