Morgunblaðið - 15.09.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.09.1944, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 15. sept. 1944. Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavfk Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgíiarin.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Arni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands. kr. 10.00 utanlands { lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Leabðk Vanmatið er líka vafasam t EINS OG OFT vill verða endranær, verður borgurum þessa bæjar oft á tíðum tíðræddara um það, sem á vantar um þægindi og annað slíkt, en hitt, sem á unnist hefir til framfara og umbóta. Stórmerkar framkvæmdir til umbóta og framfara eru vonum bráðar, eftir að tekist hefir með miklum átökum að hrinda þeim í framkvæmd, taldar meira og minna eðlilegar og sjálfsagðir hlutir. Menn gleyma að meta gildi þeirra meðan hugurinn snýst um eitt og annað, sem enn hefir ekki tekist að ráða fram úr. Þegar rafmagnsskorturinn var sem tilfinnanlegasfur hjer á síðastliðnum vetri, þótti mörgum lítið til þess. koma, þótt tiærinn hefði einmitt á hinum erfiðustu tím- um ráðist í að auka Sogsstöðina stórkostlega. Sogsvirkj- unin var einu sinni orðin til, og þá var ekki nema sjálf- sagt að rafmagn þaðan væri altaf óþrjótandi, hvernig sem aðstæður breyttust og notaþörfin færi langt fram úr því, sem nokkurn gat órað fyrir. Svo eru það rafmagnstaxtarnir. Nú þegar þeir eiga að hækka, þykir sumum sem slíkt sje hin fúlasta ósvinna. Menn gleyma því að rafmagnsverðið hefir fram að þessu hækkað hvað minst allra lífsnauðsynja. Það er bent á að rafveitan hafi haft hagnað. Því gleymt, að sá hagnaður stafaði einmitt af rafmagnssotkun setuliðsins, sem nú er að hverfa, en gerði það að verkum, að rafmagnsverðið þurfti áður lítið að hækka. Sú hækkun, sem nú er talað um, er 50% hækkuíi á taxtana frá 1940, með því 7% álagi, sem lengi hefir verið á þeim, og annað ekki. Þótt hækkunin sje allveruleg, samkv. tillögum rafmagnsstjóra, yrði rafmagnið samt hlutfallslega ódýrara en fyrir stríð. Samkvæmt heimilistaxta eftir tillögum rafmagnsstjóra fær verkamaður fyrir daglaun nú 251 kilowattstund af rafmagni, en fjekk fyrir stríð 137 kilowattstundir fyrir dagkaup sitt. Þrátt fyrir ráðgerða hækkun rafmagns- stjóra getur verkamaðurinn keypt 100 kilowattstundir fyrir 3 klst. og 11 mín. vinnu, en varð árið 1939 að vinna 7 klst. og 19 mínútur fyrir 100 kilowattstundum. ★ Á svipaðan háít er mikið talað um húsnæðisekluna hjer, sem að vísu er stórum tilfinnanleg, en svo er bara bæjaryfirvöldum og ráðsmensku þeirra um kent af fjölda manna að lítt athuguðu máli. Þó er það staðreynd að tvö síðustu árin, 1942 og 1943, hafa verið bygðar fleiri íbúðir í Reykjavík en nokkru sinni áður, eða um 360 íbúðir á ári, — og er þá öllum bráðaþirgðaíbúðum slept, t. d. íbúðunum í Höfðaborg. Síðustu 10 árin fyrir stríð voru bygðar að meðaltali 230 íbúðir á ári og þetta fullnægði það vel þörfinni þá, að erfitt reyndist að leigja íbúðir í bænum og stóðu sumar alveg auðar. Það er holt að reyna að sjá sem flestar hliðar á hverju máli, þegar menn dæma um þau. Það sagði maður við 14 ára telpu hjer í bænum. Þegar þú ert orðin fullorðin og átt börn á þínum aldri nú, þá skaltu sanna til, að þeim finst sennilega ekkert til koma um hitaveituna, — þótt við fáum sjóðheitt vatn í kranana og baðkerin úr sjálfum iðrum jarðarinnar. Þau hafa alist upp við þetta og finst það þá e. t. v. eins sjálfsagt og eðlilegt og andrúmsloftið í kringum þau. En finst þjer þetta ekki sjálfri æfintýri, teipa mín? bætti maðurinn við. O — jæja, — læt jeg alt vera, sagði sú litla! Og þá var hitaveitan aðeins fárra mánaða gömul! Það er gott að sækja fast á eftir framförum og um- bótum. En vafasamur vinningur að því að heimta altaf meira, án þess að gefa sjer tíma til að meta það, sem gjört er. Vanmatið á kjörurti okkar er líka nokkuð vafasamt. Minning Guðrúnar lllugadóilur í DAG verður jarðsungin frá Dómkirkjunni heiðurskonan Guðrún Illugadóttir. Hún and- aðist í Landakotsspítala þ. 5. þ. m., eftir langan og erfiðan sjúkdóm. Guðrún heitin var fædd að Bjarteyjarsandi á Hvalfjarðar- strönd þ. 23. júní 1869, en flutt ist þaoan kornung með foreldr- um sínum að Stóra-Lambhaga í Leirársveit. Foreldrar hennar voru Illugi Bárðarson og Hallgerður Sig- urðardóttir. Þau bjuggu lengi í Lambhaga. Árið 1893 giftist Guðrún heitin eftirlifandi manni sín- um, Helga Guðbrandssyni. — Settust þau að á Akranesi, og þar var heimili þeirra i rúm- lega 30 ár, uns þau árið 1924 fluttust hingað til Reykjavík- ur. Þau eignuðust 13 börn, er öll náðu fullorðins aldri. Með stakri kostgæfni, dugnaði og skydurækni annaðist hún upp- eldi barna sinna, og tveggja dóttur barna. Og fleiri börn tók hún í umsjá sína. Því fórn- arlund hennar og hjálpsemi var frábær. Var það hennar heitasta ósk, að börn hennar yrðu aðnjótandi sem bestrar mentunar í uppvextinum. En sjálf hafði hún orðið að inni- byrgja mentaþrá sína. En þó lífskjör hennar yrðu lengst af fremur erfið, vinnu- dagarnir langir, og miklar á- hyggjur steðjuðu að þessari hugprúðu konu, m. a. við lang- varandi veikindi barna henn- ar, misti hún aldrei gleði sína yfir því fagra, sem fyrir augu hennar bar. Og öllum nýjung- um, sem til framfara horfðu, tók hún fegins hendi, í fullri trú á, að þjóðin eigi bjarla framtíð í vændum. Við fráfall hennar minnast börnin hennar, barnp börnin og vinirnir fjær og nær, hins kærleiksríka æfistarfs hennar, með djúpum söknuði og inni- legri þökk. E. Agúsf Þórarinsson kjörinn heiðurs- borgari Sfykkishólsns Frá frjettaritara vorum í Stykkishólmi. Fimtudags-: kvöld 14. sept. ÁGÚST ÞÓRARINSSON hafði veglegt boð í gærkveldi að heimili Sigurðar sonar síns, í tilefni áttræðisafmælisins. — Voru samankomnir þar yf- ir 40 borgarar bæjarins, auk; nokkurra frænda hans úr Reykjavík, barna og tengda- barna. Flutt var frumorkt kvæði og sungið við frumorkt lag, eftir Þórarinn Guðmundsson> systurson Ágústar. — Marg- ar ræður voru fluttar og fór hófið mjög prýðilega fram. Kl. 11 e. h. var flugeldum! skotið. Kvaddi þá oddviti , Stykkishólmshr. sjer hljóðs. TiJkynti hann, að á fundi hreppsnefndar þannan dag, jhefði hún gert*Ágúst að heið- ursborgara Stykkishólms. Afmælisbarninu ■ bárust á þriðja hundrað skeyti. IJíkverji ilriýar: lyfr ilcin ftaci Ííf'i Menn, sem halda fast í ruslið. VÍÐA HJER í bænum má sjá illa farið með verðmæti. Á göt- um úti og í geymsluportum hafa legið undir skemdum margir nytsamir hlutir ár eftir ár, og enginn hirt um. Sumir þessara hluta hafa verið til stór óþrifn- aðar og til leiðinda fyrir vegfar- endur. Það var því sannarlega gleði- efni flestum bæjarbúum, er bæj- aryfirvöldin og lögreglan tóku rögg í sig og skipuðu sjerstaka menn til að hreinsa til og flytja alt ruslið af alfaraleiðum. Þeir menn, sem staðið hafa fyrir þess ari hreinsun, hafa lagt mikla rækt við starf sitt og gengið vel fram, enda er nú öðruvísi um að litast í mörgum bæjarhverfum en áður var. En þessir blessaðir menn hafa ekki átt sjö dagana sæla. Það hefir komið fyrir, að fólk hefir ætlað vitlaust að verða, þegar verið er að hreinsa ruslið frá húsum þeirra. Eina sögu heyrði jeg á dög- unum um ryðgaða og vita ónýta reiðhjólsgrind, sem lá í húsa- garði hjer vestur í bæ. Þegar hreinsunarmennirnir komu til að hreinsa til í húsagarðinum, kom sá, er þóttist vera eigandi hjólgrindarinnar, og skammað- ist blóðugum skömmum yfir því, að taka ætti þessa hjólatík í burtu. Lenti þarna í allharðri rimmu, sem þó vitanlega lauk með því, að fulltrúar hins opinbera báru sigur af hólmi. Enginn eignarrjettur á rusli. LÖGREGLUSTJÓRI hefir aug lýst oft og mörgum sinnum, til að vara menn við, að rusl alt, sem finst á almannafæri og er til óþrifnaðar eða farartálma, verði flutt á brott á kostnað eig- enda. Þetta er alveg rjett og svona á það að vera. Það ætti ekki að vera neinn eignarrjettur á rusjinu, jafnvel þó eitthvert verðmæti sje í því. Það myndi kannske kenna mönn um að fara betur með eigur sín- ar, í stað þess að láta þær liggja fyrir hunda og manna fótum. Það ætti að vera hverjum manni vorkunnarlaust, „að gera hreint fyrir sínum dyrum“. Skilji menn eftir verðmæti, þar sem það er til óþrifa, eða þar sem það hneykslar borgarana, á að taka það burt á kostnað eiganda, eins og gert er nú. • Hvenær kemur nýja slátrið? NÚ ER kominn sá tími árs, er menn eru venjulega farnir að fá nýtt slátur, nýtt lambakjöt og ný svið. Mönnum hjer í bænum er farið að lengja eftir þessu góð- gæti. Kindakjöt úr ís hefir ver- ið ófáanlegt í margar vikur og (með allri virðingu fyrir bænd- um og hreint engum árásarhug) er ekki hægt annað að segja, en að bæjarbúar eru orðnir sárleið- ir á ólseigu beljukjöti og mis- jöfnu svínakjöti, en það er svo að segja einasta kjötmetið, sem hægt hefir verið að fá nú síðari hluta sumars. Það er lítill bragðbætir fyrir fólk, þó því sje sagt, að ekki sje hægt að slátra, því kengur sje í pólitíkinni. Svo er það gamla sagan, að Reykvíkingar heyrá um slátrun á lömbum hingað og þangað úti inu * •>❖♦♦11 um land löngu áður en farið er að hugsa um neytendur í Reykja vík. e Öskjuhlíð — Eskihlíð. BORIST hefir mjer eftirfar- andi brjef um örnefnið Eskihlíð, eða Öskjuhlíð og birti jeg það án annara athugasemda, ein þeirra, að jeg notaði það nafnið, sem venjulegast er notað nú orð ið. En hjer er brjefið, sem er fróð legt og greinargott að mörgu leyti: yíkverji sæll! í dálkunum þínum „Úr dag- lega lifinu" í blaðinu í dag er margtekið nafnið: „Eskihlíð" og einu sinni, í lok fyrstu málsgrein ar, stendur: „Öskuhlíð“. Af því, sem þarna er um rætt i sambandi við þessi nöfn, er auðskilið, að átt er við hæðina hjer suðvestan við bæinn, sem alls ekki á þessi nöfn. Hæð sú, sem „Beneventum“- klettarnir eru suðvestan í, sem ,,Kóngsmelur“, það er: svæðið, melurinn, sem ruddur var sum- arið 1874 og Reykvíkingar hjeldu á þjóðhátíð sína í tilefni af þús- un ára-byggð íslands, það sum- ar, þegar Kristján heit. IX. kon- ungur, kom hjer, var efst á, og þar, sem n úeru reistir hitaveitu vatnsgeymarnir á, heitir Öskju- hlíð“. . „Leynimýri“. NAFNIÐ hefir hún vafalítið hlotið mjög snemma af lægð þeirri, sem er suðaustan við há- hæðina. Á þeim tímum hefir lægð þéssi verið kvos, sem hvergi var framrennsli úr, en þó ekki vatnsheld. Slíkar dældir ofan í eða utan í hæðum og fjöllum, eru mjög víða á landinu kalaðir. „Öskjur" (nefnifall eintölu: ,,Askja“). Hjer hefir svo verið einnig. Með líðandi árum og öld um og vaxandi gróðri í óskjunni hefir hún smátt og smátt grynnk að og loks myndast í henni mýr argróður. í þessa mýri sást ekki fyr en komið var rjett að henni. Því voru gripir, kindur, kýr eða hestar, sem leitað var að, og kom ist hafði í þessa mýri, sem falið var fyrir leitarmönnum þar til þeir voru alveg komnir á stað- inn. Þessvegna fóru þeir að kalla mýrina „Leynimýri". Og svo smágleymdist og týndist nafnið „Askja“ nema í fyrri hluta nafns ins á hæðinni; þar hefir það hald ist. • EskihlíSarnafnið. EN ýmsir hafa ekki skilið nafn ið nje gert sjer í hugarlund, hvernig á því stæði, og þess vegna afbakað það. Þannig er „Eskihlíðar“-nafnið tilkomið. Og líklega stendur líka þannig á nafninu á býlinu, sem var hjer suðaustan undir Skólavörðuholt- inu, og sem nú er komið inn í nýja bæjarhlutann suðaustur víð Miklubraut. yesturv%stöðvarnar Framh. af 1. síðu. með þeim bresk og amerísk beitiskip. Var siglt meðal sokkinna franskra herskipa þ. á m. orustuskipanna Strass bourg og Dunquerque, sem: liggja þar á sjávarbotni,, ó- nýt. —; Talið er að höfnin í Toulon sje mjög illa leikin, hafnargarðar sprengclir, enj bryggjur brunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.