Morgunblaðið - 15.09.1944, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.09.1944, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagnr 15. sept. 1944, „Jæja þá“, sagði gamli mað urinn, þegar þau voru komin fram í eldhúsið. Hann leit á Miröndu og deplaði framan í hana augunum. ,.Það er satt, að þjer lítið ekki illa út. Gleð- ' ur mig að kynnast yður. Jeg heiti Francis, John Wakefield Francis. Þjer hafið sennilega heyrt mín getið“, bætti hann við með kímnissvip og kleip hana í kinnina. Miranda ætlaði að setja upp vanþóknunarsvip, en það var ógjörningur að reiðast við dr. Francis. Hann var góðhjartað- ur og göfuglyndur náungi, sem ætíð var reiðubúinn til þess að líkna og hjálpa þeim, sem bágt áttu. „Það held jeg ekki“, svaraði hún. „Jeg hefi dvalið svo stutt an tíma í New York“. En henni fanst þó, að hún kannaðist við nafn hans. „Það er ömurlegt heimili hjerna“, sagði hann og hristi höfuðið. „Hjer er ekkert nema fátækt, vanheilsa og erfiðleik- ar. Þjer vitið sennilega ekki mikið um slíka hluti?“ spurði hann síðan og virti fyrir sjer sárautlegan kjól hennar. „Nei“, svaraði Miranda, og hfollur fór um hana. „Senni- lega geri jeg það ekki“. „Jeg myndi selja sál mína fyrir einn tebolla“, muldraði læknirinn og tók eldskörung- inn og skaraði í eldinn. „Jeg á langa leið fyrir höndum og á eftir að heimsækja marga sjúklinga í kvöld. Þjer vitið sennilega ekki, hvor endinn snýr upp eða niður á tekatli?" Hún hikaði. Það var aug- ljóst, að hann hjelt, að hún væri hefðarkona, sem alin væri upp við auð og alls nægtir, og kitl- aði það dálítið metorðagirnd hennar, og stúlka, sem þannig væri upp alin, kynni áreiðan- lega ekki að laga te. En gamli maðurinn var þreytulegur og hún hafði það á tilfinningunni, að hún kann- aðist eitthvað við hann, þótt hún gæti enn ekki komið því fyrir- sig, hvar hún hefði heyrt hans getið. „Látið mig fá þetta“, sagði hún og tók af honum eldskör- unginn. Hún náði í handklæði og batt utan úm sig, til þess að hlífa silkikjólnum. Eftir dá- litla stund var farið að sjóða undir katlinum. „Þjer eruð ekki eins gagns- laus og þjer lítið út fyrir, fagra frú“, sagði læknirinri. „Hjerna er teið“. Hann dró pakka upp úr vasa sínum. „Jeg vildi ekki nota neitt af teinu þeirra — ef- ast um, að þau hafi nóg handa sjer“. Þegar Miranda helti teinu í bollann hans, mundi hún eft- ir, hvar hún hafði heyrt hans getið, Það var síðastliðið vor, í eldhúsinu heima, þegar Jeff hafði verið að tala um kóler- una og Francis lækni. Auðvit- að var þetta Francis læknir! Hún settist r.iður. Hún var undrandi yfir ólgu þeírri, serri umhugsunin um Jeff kom af stað i huga hennar. „Þjer þekkið Jefferson Turn- er, lækni í Hudson?“ spurði hún loks. „Já, auðvitað“, svaraði gamli maðurinn. ,,En hvernig — æ, já, jeg gleymdi því, að þið Van Ryn njónin búið einnig upp við fljótið. Jeff Turner heimsótti mig einhverntíma í fyrravor. Jeg held að jeg hafi aldrei orð- ið eins hrifinn af manni, við fyrstu sýn. Hann er prýðis drengur og ágætur læknir. Jeg bauð honum góða stöðu hjer í •New York, en hann hafnaði henni. Hann kærir sig ekki hót um peninga“. „Nei“, svaraði Miranda. Það var einmitt hin greinilega fyr- irlitning Jeff á Dragonwyck- auðnum, sem fyrst hafði or- sakað andúð hennar á honum. Alt í einu stóð Francis á fæt- ur. „Þetta bölvað stríð! Þjer vitið sennilega ekki, að Jeff er farinn til Mexíkó? Jeg lái hon- um það ekki, því að jeg myndi fara sjálfur, ef þeir gætu not- að mig. En það er svívirðilegt að láta drepa slíkan dreng“. „O-o, ekki ‘hefi jeg mikla trú á því, að hann verði drep- inn“, sagði Miranda og brosti. Reiðisvipur kom á andlit gamla mannsins. „Hvað vitið þjer um styrjaldir, frú? Hvað vitið þjer yfirleitt um lífið? Þjer og yðar líkar trúið því ekki, að til sjeu hættur, blóð og dauði, þegar ykkar eigin dýrmætu líf eru örugg. — Það er mjög sennilegt, að Jeff verði drepinn, því að hann er ósjer- hlífinn. Hann mun ekki aðeins berjast á vígvellinum, heldur og hjúkra þeim sjúku“. Hann þagnaði, en hjelt síðan áfram, og var þá rólegri: „Hvers virði er Jeff yður, frú?“ Miranda leit undan. Hún hafði starað óttaslegin á gamla manninn. Jeg veit það ekki, hugsaði hún. Jeg veit ekki, hvers virði Jeff er mjer. „Hann er vinur minn“, sagði hún loks. Hún sá hann fyrir sjer, rautt hárið, grá, fjörleg aug- un og breiðar herðarnar. „Já, hann er vinur minn“, endurtók hún. „Hann hefir verið manni mínum mjög hjálp legur og bjargað lífi yngstu systur minnar“. v, „Það er eftir honum“, sagði læknirinn og reis á fætur. „Jæja, frú — nú verð jeg að fara. Þjer fyrirgefið, hve ó- kurteis jeg var við yður áðan. Svona fallegar stúlkur eiga raunar ekkert að fá að vita um ilsku heimsins“. Hann brosti, kleip hana í kinnina, tók tösku sína og hjelt af stað. Miranda reis nú á fætur og þvoði bcllann. Þegar hún opn- aði dyrnar inn í dagstofuna litlu síðar, benti Nikulás henni að setjast niður, en skifti sjer ekki frekar af henni. Mennirn- ir tveir höfðu nú fært stóla sína að borðinu, en á því stóð hálftóm brennivínsflaska og tvö glös. Frú Clemm hafði flutt Virginiu inn í svefnherbergið og var þar hjá henni. Frú Ell- et sat á legubekknum. heldur óhýr á svip. Mennirnir tveir skiftu sjer ékki hið minsta af henni. En illgirnisleg augu hennar fylgdu með ákafa því, sem fram fór við borðið, og í huganum fór hún yfir það, sem hún ætlaði að segja vinkonum sínum. „Poe var hreint og beint mikið drukkinn, góða mín. Jeg hefi aldrei sjeð neitt hræði- legra. Hann varð svona þeg- ar eftir fyrsta glasið. Jeg sá, að vesalings hr. Van Ryn, sem er af gamalli aðalsætt, var í eins miklum vandræðum og jeg“. Það var farið að rökkva í stofunni, en þó var enn nógu bjart til þess, að Miranda gat sjeð hina hryggilegu breyt- ingu, sem orðin var á skáld- inu. Hendur hans skulfu, neðri vör hans hjekk máttlaus nið- -ur og einkennilegur glampi var í starandi augum hans. Miranda flýtti sjer að líta undan. Þótt hún væri óreynd, sá hún, að þetta var ekki venjuleg ölvun. Minsti skamt- ur áfengis verkaði eins og sterkt eitur á hið óhemju við- allri sjálfstjórn. kvæma skáld og svifti það En Nikulás virtist una sjer vel. Hann sat með spentar greipar og starði með kald- hæðnissvip á manninn, sem sat fyrir framan hann. Sjálfur hafði hann aðeins drukkið hálft glas af víninu. Poe lyfti glasinu með skjálf- andi höndum. „Frægð!“ hróp- aði hann. „Jeg sagðist fyrirlíta hana. Það var lygi. Jeg tilbið hana!“ Hann hallaði sjer aftur á bak og glasið fjell úr hendi hans, niður á gólfið, og möl- brotnaði. Þegar frú Clemm heyrði hávaðann, kom hún inn í stof- una. Hún sá þegar í stað, hvern ig í öllu lá. „Ó, Eddie minn, hvernig gastu fengið af þjer að gera þetta, eftir að hafa gefið mjer loforð þitt!“ hróp- aði hún og leit afsökunaraug- um á þá, sem inni voru. Hún tók flöskuna af borðiriu. „Taktu hana ekki, gamla mín“. Poe þreif utan um hand- legg hennar. „Þetta eru ódá- insveigar — guðaveigar! Rjettu mjer hana. Heimska kona — rjettu mjer flöskuna! Sjerðu ekki, að hið gullna vín gerir mig að konungi — guði? Það vísar mjer veginn til himn- anna — til hins guðdómlega, himneska friðar!“ „Já, væni minn“, sagði gamla konan og strauk yfir enni hans. „Þetta er úr nýja kvæðinu þínu, er það ekki? Hvers vegna lestu það ekki fyrir þau?“ Hún hjelt flöskunni bak við sig, opnaði skúffu á borðinu og dró upp úr henni heilmikið af handritum. „Já, gerið það, herra“, sagði Nikulás og krosslagði fæturna. „Þjer munduð sýna okkur mik- inn heiður með því“. Ef Loftur getur það ekki — þá hver? Galdrafuglinn Koko Æfintýr eftir Anthony Armstrong. 10. „Ja, þessi er það að minnsta kosti ekki”, hreytti kon- ungur út úr sjer. „Og þegiðu nú”. Ráðherrann, sem var heldur óheppinn með allt, sem hann tók sjer fyrir hendur þessa stundina, steinþagði nú, en hirðstjórinn las upp langa kafla um: „Basiliskurinn, á stundum nefndur Kokatrikur”, byrjaði klausan og síðan kom lýsing, sem átti ekki svo illa við Koko: „andi hans er sem eldslogar og hver sem í hans augu horfa gerir, verður í sama svip að steini, og eins allar lifandi verur utan veslurnar ....”. „Hvað er vesla?” spurði konungur. Ráðherrann opnaði munninn og lokaði honum aftur. — Hann tefldi ekki lengur á tvær hættur með það að gefa upplýsingar. „Vesla, Vesla”, tautaði hirðstjórinn hugsandi. „Ætli það sje ekki uppfinning einhverrar galdrakerlingarinn- ar”. Konungurinn náði í skræðu eina mikla, sem bar nafnið „Dýralíf Sparmaníu, eðlilegt og af göldrum sprottið“. —• Var bókin samin af miklum náttúrufræðing einum. Kon- ungi þótti nokkuð fyrir því að vesla skyldi ekki vera til í efnisskránni, svo hann fletti upp á Basilisk. Þar stóð: „Sjá Kokatriku”. Þegar konungur hafði flett upp á því nafni og komst að raun um að þar stóð: „Sjá Basilisk”, þá kastaði hann bókinni um þveran salinn af mikilli reiði og skipaði að höfundurinn skyldi handtekinn fyrir landráð og fábjánahátt. Svo hjelt hirðstjórinn áfram lestri sínum og komast að •raun um það, að hægt væri að drepa Basilisk með því, að láta hana gala nærri honum. „En við þorum ekki að drepa kvikindið”, hrópaði kon- ungur mjög reiður. „Og helst megum við enga hana hafa nærri höllinni”. Svo taláði konungur ekki meira, en fór að hugsa til keisarans af Granada með lítilli hlýju og enn minni virðingu. Honum var að byrja að líða betur af þessum hugs- Tveir menn hittust á skipi, kyntu sig og tóku tal saman. „Eruð þjer einhleypur mað- ur?“ spurði annar: „Nei“. „Eruð þjer þá giftur?“ „Nei, en jeg er farandsali". ★ Flugmaður er að gera ýmis- konar æfingar í loftinu og eru farþegarnir orðnir hræddir. Loks sagði einn þeirra við flugmanninn: — Þjer verðið að hafa það hugfast, að jeg hefi aldrei flog- ið áður. — Hvað um það? svaraði flugmaðurinn. — Jeg hefi held ur aldrei flogið áður. ★ Læknir (við lítinn snáða: — Nú ætla jeg að binda um veika hándlegginn, svo dreng- irnir í skólanum láti hann ekki vera fyrir nokkru hnjaski. Snáðinn: — Viljið þjer þá I ekki gera svo vel að binda heldur um hinn handlegginn? Þjer þekkið ekki drengina í mínum bekk. 'k Hefðarkona ein ætlaði á hljómleika, en varð of sein. Þegar hún kom að dyrunum, spurði hún dycavörðinn: — Hvaða symfóníu er nú ver ið að leika? ! — Þá níundu, svaraði hann. — Hamingjan góða, jeg sem flýtti mjer þó eins og jeg gat. ★ Eiginkonan: — Þetta er ein- kennilegt. Hjer er verið að aug lýsa skyrtur, sem engar tölur ei’u á. Eiginmaðurinn: — Það er nú ekkert nýtt fyrir mig. Jeg hefi altaf verið í tölulausum skyrt- um frá því að jeg kvæntist. ★ Lítil stúlka kom til mömmu sinnar og sagði: — Komdu inn í baðherberg- ið, það er ókunnugur maður að kyssa bamfóstruna. Móðirin fór af stað, en barn- ið náði henni á miðri leið og sagði: — Hæ, fyrsti apríl, mamma. Það er bara pabbi. 'V Dómarinn: — Hversu stórt var sárið, sem þjer særðuð manninn? Var það eins stórt og tveggja krónu peningur? Ákærði: — Nei, svo sem eins og ein króna sjötíu og fimm, held jeg. ★ Hún: — Árni, við eigum gift ingarafmæli í dag, ertu búinn að gleyma því? Hann: — Ha, nei, en það er fyrirgefið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.