Morgunblaðið - 16.09.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.09.1944, Blaðsíða 1
tttiMte. Bl. árgangur. 208. tbl. — Laugardagur 16. september 1944. Isaíoldarprentsmiðja h.f. ÞÝSKA BORGIIM AACHEN ER li ÞJÓÐVERJAR YFIRGEFA MAAST Kackzell fjekk slag í Moskva London í gærkveldi. HACKZELL, forsætisráðherra Finna, formaður finsku samn- inganefndarinnar í Moskva, fjekk slag í gærkveldi. Misti hann málið og varð máttlaus hægra megin. í dag versnaði honum enn og var hann með- vitundarlaus, er síðast frjettist. Frjettaritari Daily Express í Moskva símar, að skilmálar þeir, sem Finnar muni fá hjá Rússum, verði áreiðanlega mjög harðir. — Reuter. 9 klst. skothríð. Lpndon í gærkveldi: Þjóð- verjar hjeldu uppi stórskota- hríð á suðurströnd Bretlands í 9 klukkustundir í nótt sem leið, og yarð nokkurt tjón af skot- hríð þessari. Þjóðverjar hafa enn á valdi sínu i&Ubyssur.töðv ai-nar á Griznez-höfða. — Reuter. Rússar ráSast á Þjóðverja í Finnlandi Stokkhólmi í gærkveldi: Enn hafa borist fregnir um það frá Finnlandi og frá Þjóð- verjum um það, að Rússar geri atlögur að baksveitum þýsku hersveitanna, sem eru að flytja úr landinu. -— Þjóðverjar segja að þeim hafi tekist að verjast áhlaupum þessum, sem seinki nokkuð brottflutningi liðsins frá Norður-Finnlandi. Þó er talið að mest af liðinu sje kom ið til Norður-Noregs, en þar eru samt lítil skilyrði til þess að taka á móti svo miklum her. — Reuter. Nobelsverðlaunum úthlutað. London: Stokkhólmsfregnir herma, að Nobelsverðlaunum verði úthlutað í ár, í fyrsta skifti síðan sumarið 1939. Ekki hefir þetta verið staðfest. Þjóðverjar sprengja brýr yíir Vislu Pólverjar berjast enn í Varsjá <m London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. ÞJÓÐVERJAR hafa sprengt allar brýr yfir Viskx milli milli útborgarinnar Praga, sem nú er á valdi Rússa, og að- alborgarinnar, þar sem pólskar sveitir berjast enn. Fregnir hafa borist um það, að Þjóðverjar sprengi nú upp ýmsar stöðvar í Varsjá. Bæði pólska stjórnin í Landon og pólska þjóðnefndin í Moskva hafa skorað á Pólverja í Varsjá að berjast áfram. í herst j órnartilkynningu Rússa í kvöld er svo sagt, að Rússar hafi haldið áfram sókn fyric norðvestan Praga með hjálp hins pólska hers, sem æfður hefir verið í Rússlandi. Voru þarna tekin nokkur þorp. Þá segjast Rússsar hafa tekið borgina Lisko fyrir sunnan Sanok í SuðurJJ'ól- landi, en Þjóðverjar kveðast hafa sigrað tvö rússnesk her- fylki sem komin voru vestur; yfir Vislu á Sandomirzsvæð- inu og tekið þar allmikið hei*- fang. 1 Norður-Transylvaniu kveð ast Rússar hafa í samvinnu við Rúmena tekið bæinn Toplica. Er nú sagt, að Rúss^ ar sjeu um 35 km. frá hinni mikilvægu borg Cluij. Á þess- um slóðum var einnig tekin járnbrautarbærinn Sovatu. Annarsstaðar segja Rússar ar ekkert hafa verið um bar- daga og ber fregnum þeirra og Þjóðverja hjer saman. Mountbalten á eft- Bandaríkjamenn hafa náð Nancy aftur London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. FYRSTI HERINN ameríski umkringdi að sögn þýsku stórborgina Aachen í dag og virðist svo af þýskum fregn- um, að líklegt sje að borgin falli bráðlega í hendur óvin- | unum. — Þá hafa Þjóðverjar sjálfir tilkynt, að þeir hafi yfirgefið borgina Maastricht í Hollandi, nærri þýsku | landamærunum, en þaðan er eigi löng leið til Köln. Sunnar hefir þriðji her Pattons náð borginni Nancy aftur á sitt vald, en Þjóðverjar tóku hana aftur af Banda- ríkjamönnum fyrir nokkru. — Sunnar hefir borgin Epin- al verið tekin og barist er um Belfortskarðið af miklum móði. Þessi mynd var tekin nýlega af Mountbatten lávarði, er hann var á eftirlitsferð um borð í amerísku flugvjejlaskipi. Eins og kunnugt er, hefir Mount- batten yfirherstjórn í Suðaust- ur-Asíu. • • *-------- 7. herinn undir stjórn Eisenhowers London í gærkveldi: Það var opinberlega tilkynt í aðalstöðvum bandamanna í Frakklandi í kvöld, að 7. her- inn, sem gekk á land á strönd Suður-Frakklands fyrir nokkru og hefir sótt norðureftir og nú sameinast hinum herjum banda manna í Frakklandi, verði hjer eftir undir sömu yfirstjórn og þeir, — stjórn Eisenhowers. Þá er sagt að nýr her, sjötti herinn, undir stjórn Jacob L. Dewers hershöfðingja, berjist nú í Frakklandi. — Reuter. Mac Arthur innrás genr London í gærkveldi: Frá aðalstöðvum Mac Art- hurs hershöfðingja einhvers- staðar á Nyjuguineu er símað í kvöld, að Mac Arthur hers- höfðingi sje nú staddur á land- svæði því, sem her hans er bú- inn að ná á eynni Mosotai, en sú ey er um 450 km. frá Fil- ippseyjum. — Ljet hershöfð- inginn svo um mælt, að sóknin væri að komast á úrslitastigið. —Reuter. Geysilegf óveður ' í Banda- ríkjunum New York í gærkveldi: Ægilegur fellibylur, sem fór með 240 km. hraða á klukku- stund, hefir geisað yfir Banda- ríkin. Tjónið er þegar áætlað yfir 30 miljónir dollara. Óveðr ið var af suðri og síðari hluta dags í dag hefir fiskimönnum á St. Lawrenceflóa verið ráðlagt að snúa þegar að landi, þar sem álitið er að veðrið fari þar yf- ir. Bylurinn hefir þegar gengið yfir ellefu fylki. Margt fólk hefir beðið bana, en enn fleira meiðst. — Reuter. Quebecráðstefnunni lýkur í dag Quebec í gærkveldi: Ráðstefnu þeirra Churchills og Roosevelts mun ljúka um hádegi á morgun, að því er Stephen Early, einkaritari Roosevelts forseta sagði á blaðamannafundi í dag. Voru síðustu timræðufundirnir haldn ;. Talið er að hershöfð- ingjarnir þeir sem á ráðstefn- unni voru, muni halda viðræð- um áfram, þótt hinir tveir leið togar hætti þeim. — Reuter. Bjargað eftir sex daga. London: Bjargað hefir verið 21 árs gömlum flugmanni, sem í sex sólarhringa samfleytt var á reki í gúmmíbát á Eyjahafi, Orustan um Aachen. Bandaríkjamenn eru á hæð- um fyrir suðvestan og vestan Aachen, og þaðan er sagt að þeir hafi haldið austur og norð ur fyrir borgina. Fregnir um gang bardaganna eru enn sem komið er óljósar. Bandaríkja- menn hafa tekið tvo smábæi á þýskri grund, eigi allfjarri Aachen. Virki og Ieynivopn. Sunnar eru orustur byrjaðar milli amerískra áhlaupasveita og Þjóðverja, sem berjast í út- virkjum Sigfriedlínunnar svo- nefndu. Herfræðingar segja, að ekkert bendi til þess að Sigfried línan hafi verið fullkomnuð neitt síðustu fjögur árin, en lið það, sem þar verðist, virðist ekki vera vant baráttu í 'virkj- um, en þeir taka það fram, að varnarkerfin sjeu óhemju öflug og geti tekið langan tíma að yf irbuga verjendurna. Bardagar við Maas-Schelde- skurðinn. - hafa verið óhemju harðir í dag og hefir bandamönnum lítt orð ið ágengt. Voru Bretar komnir yfir skurðinn a þrem stöðum, en urðu að hörfa yfir á einum stað, til þess að styrkja aðstöðu sína á hinum tveim. Kanada- menn, sem komust yfir skurð- inn vestar, voru hraktir yfir- um hann aftur, þar sem lið þeirra var undir sífelldri stór- skotahríð. Patton sækir fram. Hinn þriðji her Patton hers- höfðingja hefir sótt nokkuð fram sumsstaðar, aðallega þó við Nancy, og var sú borg tek- in. — Sunnar hafa hersveitir úr 7. hernum tekið borgina Epinak en í Belfortskarðinu eru þegar byrjaðar stórorust- ur, þótt meginstyrkur 7. hers- Framh. á 2. síðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.